Helgarpósturinn - 06.05.1983, Page 5

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Page 5
5 _Helgai--------- pösturinn Föstudagur 6. maí 1983 Sigríður Steina fer út í lífið skips í Aðalstræti gengu tveir menn, annar með myndavél hinn með skrifblokk. Sigríður Steina gekk beint að afgreiðsluborði og spurði um skrifstofustjórann. „Henni“ var vísað upp en þar var viðkomandi ekki við og því ekki hægt að falast eftir starfi smurbrauðs- dömu á ms. Eddu. Sigríður Steina kom því niður aftur og gekk út fljótlega. Enginn þriggja starfsmanna á skrifstofunni gaf þessari glæsikonu auga og virtist ekkert at- hugavert sjá við hana. Þeir á Loftleiðahótelinu eru líkast til vanir að sjá útlendar túristakellingar af öllum gerð- um, því þar skipti sér enginn af því þegar Sig- ríður Steina valsaði á milli kvenna- og karla- salerna. En á farskrárdeild varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom hvers kyns (bókstaflega talað) var. Þangað fór Sigríður Steina og spurði um Sillu. Ung kona tók þar á móti „henni“ og visaði til Sillu - en sagði okkur á eftir að hún hefði einfaldlega talið þessa ókunnu „konu“ vera eina af mörgum nýjum, sem væru á nám- skeiði í farseðlaútgáfu á neðri hæðinni. Silla þekkir Sigurð Steinarsson vel en varð bara vandræðaleg þegar hann/hún bað um að fá Það var ekki annað að sjá en að vel færi á með þeim... Ágengur viðskiptavinur hjá Samvinnuferðum /Landsýn: Inga þekkti ekki þennan kúnna fyrst í stað og þótti konan heldur stórgerð. Fólk í Austurstræti rak upp stór augu þegar það mætti „konunni“ - heldur stórgerðri en skrautlega og glæsilega klæddri. Eða það fannst a.m.k. arkitektum klæðaburðarins. Mjög algengt var að fólk gjóaði til hennar augunum og glennti þau svo upp og sneri sér við. Stelpur við pylsuvagninn í Austurstræti ráku upp skaðræðisöskur og ætluðu aldrei að hætta að hlæja. Tveir karlar á bekk á Lækjar- torgi tóku dömunni vel þegar hún settist hjá þeim og voru líklega talsvert upp með sér. Ökumenn gættu ekki að sér og voru margir rétt lentir aftan á næsta bíl í Lækjargötunni þegar Sigríður Steina gekk yfir götuna á leið á oþinbert tóalett í Bankastræti. Sigríður Steina fór inn á skrifstofu Sam- vinnuferða/Landsýn í Austurstræti, gekk þar að stúlku sem sat við borð og spurði um Ingu. -Hún er uppi á lofti, annarri hæð, svaraði stúlkan og brosti sínu blíðasta framan í gróf- gerðu konuna. Á annarri hæð var Inga í símanum. Hún leit snöggt upp þegar Sigríður Steina gekk inn - hugsaði með sér: Sú er stórskorin! - og hélt áfram að tala i símann. Sigríður Steina fékk sér sæti á meðan. Aðrar stúlkur á skrifstof- unni kíktu fyrir horn og yfir skilrúm til að sjá SU ER STÓR- SKORIN! hver biði - og voru fljótar að setjast aftur. Fremur vandræðalegar. Þegar símtalinu var lokið gekk Sigríður Steina að bás Ingu. -Manstu eftir mér? spurði „hún“ undurblítt. Inga starði á móti. „Nei“, svaraði hún afsakandi. „Alls ekki?“ spurði „Sigríður Steina“ enn. „Nei, því miður“. Þá sprakk kynskiptingurinn og sagði til sín. í þann mund bar að aðstoðarmenn Sigríðai Steinu og urðu þeir vitni að miklum hlátra- sköllum Ingu, Sigríðar Steinu og annarra kvenna á skrifstofunni. Inga sagði að sér hefði þótt konan með grunsamlega grófa húð þegar hún hefði komið nærri. Á hæla Sigríðar Steinu inn á skrifstofu Far- lánaða bíllyklana hennar. Það var ekki fyrr en Sigríður Steina skipti yfir í eigin rödd og sýndi af sér gleðilæti að Silla kveikti á því við hvern hún var að tala. Og þegar við gengum í gegnum hóteland- dyrið skömmu síðar sáum við ekki betur en að amerískur stútungskarl, sem þar var á vappi, gæfi henni hýrt auga. Hann hefur kannski -------------------------------------------- verið frá New York. Beðiö eftir afgreiðslu... Jóna Hallgrímsdóttir á Snyrti- stofunni Jónu á Skeggjagötu 2 leggur síðustu hönd á andlits- förðun Sigurðar/Sigríðar. Að- stoðarmaðurinn önnum kafinn við að límbera gervineglurnar. eftir örskamma stund var verkinu þar lokið: frá hálsi og upp úr var enginn vafi á að HP- menn voru með konu í fylgd með sér. (Frá hálsi og niðurúr gegndi kannski nokkuð öðru máli.) En það var ekki lengi. Við héldum niður í Gróf, þar sem Gerður Pálmadóttir, kaupkona og þúsundþjalasmiður í Flónni, hafði undir- búið komu okkar. Þar var Sigurði Steinars- syni endanlega breytt í Sigríði Steinu, hefðar- frú utan af landi. Fyrst var hann færður í brjóstahöld, sem fengin voru að láni i Lífstykkjabúðinni á Laugavegi 4, og þau fyllt með þar til gerðum púðum. Næst var hann færður í bleika blúndublússu, þá hólkvíðar, svartar sam- kvæmisbuxur (fallið var frá að nota pils þegar hann hafði rifið tvennar sokkabuxur; aðrar svartar, hinar bláar netbuxur), sett á hann armband og hálsfesti, svartur silkikenndur hálsklútur, fagurlega löguð sólgleraugu, glæsilegir skór (áhöld um kvenleika þeirra), jakki yfir axlirnar og merki kvennalistans í barminn. Á leiðinni út í sólskinið og mannhafið stansaði einn aðstoðarmaðurinn skyndilega, hristi höfuðið og sagði með uppgjafarsvip: Þetta gengur aldrei. Hann gengur eins og fíll! En það var ekki lengi. Á næsta andartaki tiplaði Sigríður Steina léttstíg út í lífið. Sterklegir fótleggir dreifingarstjórans voru ekki gerðir fyrir sokkabuxur — eða sokka- buxurnar gerðar fyrir fínlegri leggi. Hér er verið að máta fatnað af ýmsu tagi í Flónni við Vesturgötu. Ferðin hefst í vagni frá SCANDIA Hjól & Vagnar Háteigsvegi3, 105 Reykjavik, Simi 21511 Dönsk úrvalsvara. Bólstraðir vagnar, sem hægt er að taka af hjólagrindinni, hana má síðan leggja saman. Höfum auk þess kerruvagna með stillanlegu baki og tví- buravagna.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.