Helgarpósturinn - 06.05.1983, Side 7

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Side 7
7 Ingibrandur í Útrás (Kjartan Bergmundsson) ræðir málin við leikstjórann (Þórhall Sigurðsson) „Einstakt tækifæri fyrir leikarana“ — kíkt á íslensku revíuna Það er ekki heiglum hent að leika útvarpsleikrit uppúr handritum á þremur tungumálum, og án allrar tæknilegrar aðstoðar. Það þýðir að menn verða að gæta sín í þýðingum og verða hugmyndaríkir í leik- hljóöatilbúningnum. Hvernig á manneskja t.d. að herma eftir arin- eldi? Eða umferðarnið í mið-Lon- don? Þetta verður samt leikhópurinn í Magnús, Þórhallur, Pálmi og Örn syngja leikhópnum í íslensku revíunni að láta sig hafa. Og meira til. Hann getur ekki beinlínis valið úr verk- efnunum. Leikhópurinn verður t.d. að „tala“ inná klámmyndir, til að afla sér viðurværis. Helgarpósturinn leit inná æfingu hjá Revíuleikhúsinu í íslensku óper- unni og datt prúðuleikararnir í hug. Revían gerist nefnilega í svipuðu lókali og prúðuleikararnir, —■ að tjaldabaki í gömlu leikhúsi. Þar hefur aðsetur leikhópur undir ör- uggri, eða hitt þó heldur, stjórn Þórhalls Sigurðssonar, sem Ieikur kollega Kermits. Leikhópinn skipa Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Saga Jónsdóttir og Kjartan Bjargmundsson. Raun- verulegur leikstjóri verksins er Gísli Rúnar Jónsson. Magnús Kjartans- son sér um alla tónlist, og bregður Dans og ópera í Þjóðleikhúsinu: Ásdís Magnúsdóttir og Niklas Ek dansa aöalhlutverkin í Fröken Júlíu, sem veröur frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. „Islenski dansflokkur- inn er mjög góður“ — segir Birgit Cullberg, höfundur og stjórn- andi ballettsins Fröken Júlía „Ég er mjög ánægö yfir að vera komin hingaö aftur og íslenskir dansarar eru mun betur þjálfaðir en þegar ég var hér síðast.“ Þetta sagði Birgit Cullberg dansahöfundur frá Stokkhólmi, en ballett hennar, Fröken Júlía verður frumsýndur i Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. En það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Cullberg vann síðast með íslenskum dönsurum, eða rúm tuttugu ár, og síðan hefur mikið gerst í íslenskum ballett. Hún gerir sér lika vel grein fyrir því. „íslenski dansfokkurinn er mjög góöurj‘ sagði Birgit Cullberg enn- fremur. Fröken Júlía er gerður eftir sam- nefndu leikriti Strindbergs, sem sýnt var í einu leikhúsa Reykjavíkur fyrr í vetur. Ballett þessi er þekkt- asta verk höfundarins og frá því að hann kom fyrst fram 1951 hefur hann verið fluttur um 1500 sinnum víðsvegar um heiminn. Hér var hann fyrst sýndur á 10 ára afmæli Þjóðleikhússins 1960 og dansaði höfundurinn eitt hlutverkanna í honum. Ekki sagðist Birgit Cullberg hafa á reiðum höndum skýringar á vin- sér uppá sviðið endrum og eins og tekur lagið með. Steinþór Sigurðs- son gerði leikmyndina, sem allir hjálpuðust að við að smíða. Leikur- inn var frumsýndur við mikil fagn- aðarlæti í gær og önnur sýning verður á sunnudagskvöld. Að sögn Guðrúnanna tveggja, Alfreðsdóttur og Þórðar býður revían uppá einstakt tækifæri fyrir leikarana. „Leikhópúrinn í revíunni fæst við ýmislegt. Líkamlega er hún mjög erfið, þar er mikið sungið, jafnvel óperur, og fengist við bæði kómík og dramaþ sagði Guðrún Þórðardóttir. „Og þessi fjölbreytni þýðir að það er hægt að nýta ansi vel þá hæfileika sem fólkið hefur. Þannig leika til dæmis þrír úr hópn- um á hljóðfæri og það nýtist okkur vel í sýningunniþ bætir hún við. Það hefur gengið upp og ofan að koma revíunni á svið. Upphaflega stóð til að hún yrði sýnd í Hafnar- bíói, en sem kunnugt er breyttust þær áætlanir, og þá þurfti að færa allt yfir í óperuhúsið. Sú breyting kostaði nánast nýja leikmynd, enda sögðu Guðrúnarnar hópinn hafa unnið 14 til 16 tíma á degi hverjum að undanförnu. Það var samt augljóst á æfing- unni að allt var að smella saman. Revían, sem er eftir Gerard Le- marquis og leikhópinn, verður sýnd um óákveðna framtíð í Óperuhús- inu, enda eru samningar aðeins til bráðabirgða. En svo vonast hópur- inn til að geta farið með verkið um landið í júníbyrjun. Guðrún Alfreðsdóttir og Kjartan í magnþrungnu útvarpsleikriti sældum ballettsins, en þær stöfuðu kannski af því að þar blönduðust klassískur ballett og nútimaíegur. Birgit Cullberg fer til Ítalíu dag- inn eftir frumsýninguna, þar sem hún mun setja upp Pulcinellu eftir Stravisky í Flórence. Þaðan fer hún svo til Stokkhólms, þar sem hún rekur danshóp ásamt sonum sín- um. Það er einmitt einn af sonum hennar, Niklas Ek, sem dansar eitt aðalhlutverkið á fyrstu sýningun- um, en síðan tekur sænski dansar- inn Per Arthur Segerström við af honum. Með hlutverk Júlíu fer Ás- dís Magnúsdóttir. í öðrum helstu hlutverkum eru Ingibjörg Pálsdótt- ir, Birgitta Heide, Örn Guðmunds- son og Ólafía Bjarnleifsdóttir. Auk þeirra koma fram aðrir dansarar ís- ■ ienska dansflokksins, ballettnemar og leikarar. En það verður ekki bara ballett, sem verður á dagskránni á föstu- dagskvöld, því óperan Cavalleria Rusticana eftir Mascagni verður sýnd með Fröken Júlíu, og verður svo. Cavalleria Rusticana gerist einn páskadagsmorgun á Sikiley og er skapheitt og blóðugt ástardrama. Ópera þessi hefur einu sinni áður verið flutt hérálandi, ájólum 1954, og þá ásamt I Pagliassi, en þessar tvær óperur eru mjög oft fluttar saman. Helstu hlutverk verða í höndum Ingveldar Hjaltested, Sigríðar Ellu Magnúsdóttur, Halldórs Vilhelms- sonar, Sólveigar Björling og Kon- stantin Zaharia. Sá er rúmenskur og einn af eftirsóttustu yngri tenór- um Evrópu um þessar mundir. Leikstjóri Cavalleria Rusticana er Benedikt Árnason, en hljóm- sveitarsjóri hennar og Frökenar Júlíu er Jean-Pierre Jacquillat, að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hvítpvegnir ánamaðkar Leikfélag Reykjavíkur sýnir Úr lífi ánamaðkanna (Frán regnormarnas liv) eftir Per Olov Enquist íþýðingu Stefáns Baldurssonar. Lýsing: Daniel Willi- amsson. Leikmynd og búningar: Stein- þór Sigurðsson. Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Leikendur: Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Asmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson ogMargrét Olafs- dóltir. (/ei/'/ú/ ettir Sigurð Svavarsson Svíinn Per Olov Enquist gat sér fyrst orð sem skáldsagnahöfund- ur og hlaut m.a. bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1969 fyrir skáldsöguna Málaliðarnir. Fyrsta leikrit hans var Nótt ást- meyjanna (Þjóðleikhúsið 1976) en það fjallaði um sænska skáldið August Strindberg og ástkonu hans Siri von Essen. Síðan hefur hann samið allmörg verk þ.á m. Til Fedru 1980. Þessi tvö verk á- samt Úr lífi ánamaðkanna, sem nú er sýnt í Iðnó, kallar hann triptyk (þrískipt myndverk). Verkin fjalla öll um ástina eða ranghverfu hennar og aðalpersón- urnar eru allar frægt fólk, Fedra er raunar sótt í gríska goðafræði. Aðalpersónurnar í Ur lifi ána- maðkanna eru H.C. Andersen, ævintýraskáldið fræga, og hjónin Jóhann Lúðvík Heiberg og Jó- hanna Lovísa Heiberg. Auk þeirra kemur við sögu móðir Johönnu sem orðin er heldur betur úr heimi höll. Þetta verk vakti mikla at- hygli á Norðurlöndunum og hefur verið sýnt víða. A tímabili gekk það samtímis í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Osló. Heiberg hjónin ríktu yfir dönsku menningar- og leikhúss- lífi fyrir og um miðja síðustu öld. Segja má að þau hafi ráðið yfir og mótað smekk manna og þeir menn áttu erfitt uppdráttar innan leikhússins sem ekki hlutu náð og blessun hjónanna. Þeirra á meðal var Hans Kristján Andersen sem alla tíð dreymdi um að hasla sér VÖII sem leikskáld. Andersen gerði allt sem hann gat til að öðlast hylli Heiberghjónanna en ayatollah Jóhann Lúðvík, sem sjálfur var leikritaskáld, þreyttist aldrei á að segja Andersen að hann væri slakur leikritahöfundur. Hans Framhald á 11. síðu Þorsteinn Gunnarsson í hlutverki H.C. Andersen — fór hinn vandrat- aða meðalveg og náði að skila ein- staklega skýrri. mannlýsingu og skemmtilegri, segir Sigurður Svavarsson m.a. í umsögn sinni. Stjörnuhrap Bardaginn um Johnson-hérað (Heavens Gate). Bandarísk. Ár- gerð 1981. Handrit: Michael Cimi- no. Kvikmyndataka: Vilmos Zsig- mond. Leikendur: Kris Kristof- ferson, Christopher Walken, John Hurt, Isabelle Hubert ofl. Leikstjóri: Michael Cimino. Síðastliðinn hálfan áratug hef- ur farið að bera æ meir á því í Bandaríkjunum að leikstjórar séu gerðir að stjörnum. Áður voru myndir nánast eingöngu seldar út á leikarana. Nú nægir að segja að Steven Spielberg hafi leikstýrt, þá „hlýtur“ myndin að vera góð jafnvel þó enginn þekktur leikari sé með (dæmi ET).Kvikmyndaver- in hafa augun opin fyrir hugsan- Wyoming, eins og annarra fylkja, en fyrir eru heimaríkir jarðeig- endur, sem stunda nautgripa- rækt. Innflytjendurnir eru fátæk- ir og seilast stundum í belju til að seðja sárasta sultinn. Félag jarð- eigenda verður æft útí þennan lýð og sker upp herör. Þeir ráða sér einkaher til að slátra þjófunum og byrja á Johnson-héraði, þar sem 125 manns eru á „dauðalista“ þeirra. Fátt virðist til varnar nema Averill, lögreglustjóri (Kris Kristofferson), hugsjónamaður, hörkutól og fleira. Uns fólkið rís gegn böðlum sínum í lokin. Michael Cimino kryddar svo söguna með ástum, berum brjóst- um, blóði, brennivíni og fleira legum stjörnuleikstjórum og gefa þeim nokkuð frjálsar hendur. United Artists þóttust hafa fundið sína stjörnu þar sem var Michael Cimino, og lái þeim eng- inn, eftir að The Deer Hunter hafði slegið eins rækilega í gegn og raun bar vitni. Cimino þar að auki fengið óskarsverðlaun fyrir myndina. „Jæja blessaður drengurinn, gerðu nú bara það sem þér sýnist“, sögðu karlarnir á U A við Mikka. Hann vildi skrifa handrit sjálfur og valdi til umfjöllunar áhrifa- mikla (og að sjálfsögðu blóði drifna) atburði úr sögu Banda- ríkjanna — bardagann um John- son-hérað. Sagan gerist um 1890. Innflytj- endur frá Evrópu hafa streymt til „góðgæti". Skemmst er frá að segja að hann reis ekki undir traustinu: myndin kostaði óheyrilega mikið og gekk illa. Mikki er kominn í ónáð. Framhald á 11. síðu Riddaraliöiö raöar sór upp f „stór- mynd“ Mlchaet Ciminos.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.