Helgarpósturinn - 06.05.1983, Side 11

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Side 11
11 htelgai--:--r pðsturinn. Föstudagur 6. maí 1983 Stjörnuhrap Og mér finnst hann eiga það skilið. Líklega hefur allt farið úr böndunum og reynt hefur verið að bjarga því sem bjargað varð í klippiborðinu (fjórir klipparar). Þetta sér maður á að samhengi er oft mjög slæmt. Dæmi: þegar maður heldur að búið sé að salla innflytjendurna alla niður í loka- bardaganum, þá rísa þeir tvíefldir að morgni sem æsir væru og hafa þar að auki útvegað sér sprengi- efni í stórum stíl. Langt frá byggð- um. Leikurinn er síæmur, þó í höndum „pottþéttra“ leikara sé. Þar er bæði því að kenna að per- sónurnar eru klisjur og svo því að herra Cimino virðist ekki ráða við að leikstýra tveggja manna sen- um. Honum hentar betur ein- samalt fólk eða hópsenur, sem margar eru vel gerðar. Leikurinn líður líka fyrir vont flæði í klipp- um. Margt er óþarft í myndinni — eins og fyrstu tíu mínúturnar, og margt væri hægt að tæta sundur og saman í háði eins og endalok- in. Eitt er þó gott við þessa mynd og það er kvikmyndatakan, sem er afbragð á köflum, enda í hönd- um snillingsins Vilmos Zsig- mond. Beðið eftir veðri til að mynda sum atriðin og á því og stórfenglegum hópatriðum sér maður að Cimino hefur ekki eytt öllum þessum peningum í smekk- leysu. Annars hagar hann sér eins og krakki sem hefur fengið gefins innvolsið úr heilli leikfangaversl- un og verður alveg ruglaður. ________________ — LÝÓ Ánamaðkar Kristján komst mun nær Jó- hönnu Lovísu, enda áttu þau það sameiginlegt að vera úr lágstétt. Þau reyndu raunar bæði að leyna uppruna sínum og tömdu sér fas og siði hástéttarfólks. Á þann hátt voru þau hvítþvegnir ánamaðkar. Verkið lýsir einni kvöldstund. H.C. Andersen kemur í heimsókn til hjónanna eftir að hafa misst út úr sér fölsku tennurnar i upphafi ræðu sem hann hugðist halda í konungshöllinni. Jóhann Lúðvík var orðinn þreyttur á hinum grát- bólgna Andersen og nennti ekki að sitja yfir honum. Það eru því einkum ævintýraskáldið barna- lega og einfalda og leikkonan glæsilega sem eigast við á sviðinu. Enquist hefur einsett sér að skyggnast á bak við þessar frægu persónur og brjóta á vissan hátt niður þær goðsagnir sem um þær spunnust. Andersen leit alltaf á hjónin sem fyrirmynd og ástin var að hans áliti fullkomin í sambandi þeirra, en þegar betur er að gætt kemur annað í ljós. Prímadonnan átti nefnilega ekki svo margt sam- eiginlegt með sínum glæsta eigin- manni og hún hafði í raun alltaf liðið fyrir að þurfa að afneita uppruna sínum. Hin sama var uppi á teningnum með Andersen. Honum gekk snobbið eitt til er hann sóttist eftir frama innan leikhússins. Honum þóttu ævin- týrin ekki vera nægilega merkileg- ar bókmenntir. Hann hafði einnig afneitað uppruna sínum, m.a. með því að fegra mjög bernsku sína í sjálfsævisögu sinni. Þau Hans Kristjan og Jóhanna Lovísa komast að því að þau eiga sameig- inlegan andstæðing í yfirstéttar- manninum og menningarmafíu- forkólfinum Jóhanni Heiberg. „Við sem erum fædd í svaðinu megum ekki láta lítillækka okk- ur“, segir Jóhanna Lovísa. Hitt er einnig ljóst að Jóhann Lúðvík var ekki mjög hamingjusamur í sínu hlutverki. Það hefur eflaust sett þroska hans skorður að gæta stíls og smekks og líta á hvorutveggja sem óbreytanlegar stærðir. Staðlað Iífsmynstur veitir litla fullnægju og innst inni lang- ar hann e.t.v. til að vera barnaleg- ur og hjárænulegur snillingur eins og ævintýraskáldið fræga. Tím- inn hefur kveðið upp sinn dóm yf- ir menningarpólitík hinnar sléttu og felldu yfirstéttar, en ævintýrin hans Andersens lifa. Úr lífi ánamaðkanna er marg- slungið verk og gott. Enquist hef- ur smíðað úr efniviði sínum leik- verk sem gerir meira en að full- nægja forvitninni um innréttingar hinnar frægu persóna. Það gæti þó háð íslenskum áhorfendum eitthvað að þekkja lítt til sögulegs bakgrunns verksins en það ætti þó ekki að koma mjög að sök. Ég hafði áður séð hina rómuðu uppfærslu verksins í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og komstþví ekki hjá að gera saman- burð. Ég ætla mér þó ekki að fella neinn gæðadóm í því sambandi en mér þykir lofsvert af leikstjór- anum, Hauki J. Gunnarssyni, að kópíera ekki hina dönsku upp- færslu heldur fara eigin leiðir. Slíkur metnaður er lofsverður, því það er allt of algengt að leikstjór- ar api hver eftir öðrum. Leik- myndin spilar þarna nokkuð inní. Leikmynd Steinþórs er fullkom- lega nátúralisk og geysilega ljúf- feng fyrir augað. Lýsingin hjálpar til við að gera leikmyndina að slíku augnakonfekti. Hins vegar fannst mér stofa hjónanna dálítið ofhlaðin og það er ljóst að stíl- færð leikmynd hefði undirstrikað hina sögulegu fjarlægð. Þorsteinn Gunnarsson fer með hlutverk Andersens. Gerfi hans er líkt og í Höfn miðað við að áhorf- endur geti þekkt skáldið á svið- inu. í fyrstu virtist mér Þorsteinn ætla að ofnota hina spaugilegu hlið á persónunni en sá ótti reynd- ist ástæðulaus. Hann fór hinn vandrataða meðalveg og náði að skila einstaklega skýrri mannlýs- ingu og skemmtilegri. Guðrún Ásmundsdóttir fór með hlutverk prímadonnunnar Jóhönnu Lo- vísu og gerði því í heildina góð skil. Þó virtist mér röddin bregð- ast henni nokkuð í snöggum geð- brigðum, hún þoldi ekki að hækka sig úr hófi. Steindór Hjör- leifsson lék Jóhann Lúðvík og náði vel að sýna þann dapurleika sem fylgir efasemdunum. Mer fannst þó að hann hefði mátt gæða þennan menningarvörð ögn meiri glæsileika. Þá er ónefnd Margrét Ólafsdóttir sem var á sviðinu allan tímann reyrð niður í hjólastól, í hlutverki gömlu kon- unnar. Þetta hlutverk er örugg- lega erfiðara en sýnist og Margrét hafði gott vald áþví. Sýning L.R. á Ur lífi ánamaðk- anna er metnaðarfull og vönduð. Aðstandendur hennar eiga fullt lof skilið. SS viftliiirfrir Norræna húsið: Konunglegi danski leikarinn Erik Mörk aetlar að lesa upp úr aevintýrum H. C. Andersenásunnudag kl. 20.30. Allir velkomnir. Árnagarður, H.í: Ingi Sigurðsson (ektor heldur fyrir- lestur um islenska sagnfraeöi frá miöri 19. öld til samtimans i erlendu samhengi, i stofu 423 á laugardag kl. 14. Lögberg, H.í: Petra von Morstein, prófessor i heim- speki frá Kanada, heldur fyrirlestur á sunnudag kl. 15 i stofu 101. Fyrirlest- urinn heitir Representation in art, en prófessorinn hefur sérhæft sig i heim- spekilegri listfræöi. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg: Sunnudagur kl. 16: Stór dagur. Sig- ríöur Hannesdóttir og Aage txirange spila og syngja fyrir kaffigesti. Meöal annars munu þau flytja gömul reviu- lög og fleira gott. Félagsheimili Kópavogs: Alþjóðlegur mæöradagur á sunnu- dag og Mæörastyrksnefnd Kópavogs heldur kaffiveislu og grafíksýningu kl. 15. Tónabær: Tiskan Sumar 83 heitir sýning, sem haldin veröur dagana 6. - 8. maí. Að sýningunni standa allar helstu tisku- verslanir borgarinnar og er hún eins og þær sýningar sem í útlöndum heita Prét-á-porter. Sýningin er öllum opin og stendur hún yfir föstudag kl. 16-23 og laugardag og sunnudag kl. 13-23. Þarna geta menn kynnt sér á einu bretti allar helstu hræringar i vor- og sumartískunni á ár. Næsta sýning laugardag kl. 20.00. Miðasalan er opin daglega frá kl. 15.00 til kl. 19.00 nema sýn- ingardaga til kl. 20.00. Örfáar sýningar eftir. Sími 11475. 'illMÓfiLEIKHðStft Cavalleria Rusticana eftir Pietro Mascagni Þýðing: Freysteinn Gunnars- son Leiktjöld og búningar: Brigir Engilberts Leikstjóri: Benedikt Árnason Ballettinn Fröken Júlía Danshöfundur Birgit Cullberg Stjórnendur Birgit Cullberg og Jeremy Leslie-Spinks. Leikmynd og búningar: Sven Erixsson Lýsing: Kristinn Daníelsson Hljómsveitarstjóri: Jean Pierre Jaquillat Frumsýning í kvöld kl. 20 Upp- selt 2. sýning sunnudag kl. 20 - Uppselt 3 sýning þriðjudag kl. 20 Lína langsokkur laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15 Grasmaðkur laugardag kl. 20 Miðasala 13.15 - 20. Sími 1-1200 ' LEIKFÉIWG REYKJAVÍKOR SÍM116620 Salka Valka föstudag kl. 20.30 næst síðasta sinn. Úr lífi ánamaðkanna 2. sýn. laugardag kl. 20.30 Grá kort gilda 3. sýn. þriðjudag kl. 20.30 Rauð kort gilda 4. sýn. miðvikudag kl. 20.30 Blá kort gilda Skilnaður sunnudag kl. 20.30 fáar sýningar eftir. Erik Mork hinn frægi danski leikari les úr ævintýrum H.C. Andersens mánudaginn kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30 HASSIÐ HENNAR Auka- miðnætursýning Austurbæjarbíói laugardag kl. 23.30 Miðasala í Austurbæjarbíói kl. 16-21. Sími 11384. Gerið liagstæö mataiinnkaup íslensk lambalifur er einhver hollasti matur sem völ er á: - Hún er bætiefnaríkari en flestar ef ekki allar matvörur aörar. - Hún er ein besta A vítamínuppspretta sem þekkt er. - Hún er einkar fitulítil og því fyrirtaks megrunarfæði-ekki síst tilliti til þess hve auðug hún er af nauðsynlegum bætiefnum og - hún er að auki rík af járni, kopar, fólasíni og B12 vítamíni. FRAMLEIÐENDUR

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.