Helgarpósturinn - 06.05.1983, Page 20
20
Föstudagur 6. maí 1983
hle/gai----
Zposturinn
Sundrungin í Rithöfundasambandi
íslands grefur undan sameiginlegri
hagsmunabaráttu:
Stílvopnin
kvödd?
Texti: Ingólfur Margeirsson
0 Aðalfundi Rithöfundasambands íslands sem haldinn var í Norræna
húsinu sl. laugardag 30. apríl, var skotið á frest til framhaldsaðalfundar
15. maí, eftir miklar þrætur og málaþóf. Fundurinn var ekki talinn lög-
mætur vegna ónógrar þátttöku félaga. Minnst þriðjungur félagsmanna
verður aþ sitja aðalfund en Rithöfundasambandið telur nú 192 félaga.
0 En deilurnar eru fleiri. Störf stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd og hún
sökuð um að gæta illa hagsmuna félagsmanna. Pólitískar deilur hafa
einnig geisað í Rithöfundasambandinu og gengu 21 félagi úr samtökun-
um fyrirtæpu ári í mótmælaskyni við ,,valdníðslu vinstri manna“ einsog
einn þeirra komast að orði í viðtali við Helgarpóstinn.
• Margt bendir til þess að rithöfundar hafi slíðrað stílvopnin en brugðið
öðrum vopnum. Helgarpósturinn hefur skyggnst undir yfirborð þessara
deilna og rætt við ýmsa rithöfunda um ofangreindar þrætur og um hags-
munamál rithöfunda.
Rithöfundasambandið var stofnað 1957
sem sameiginlegt hagsmunafélag Rit-
höfundafélags íslands og félags íslenskra rit-
höfunda. Það var þó fyrst árið 1974 að Rit-
höfundasambandið var sjálfstætt félag með
einstaklingsbundinni inntöku félaga þótt hin
félögin tvö hafi starfað áfram að nafninu til.
Inntaka nýrra félaga er ákveðin í lögum
Rithöfundasambandsins en þar segir í 4. gr. 2.
málsgr. að „félagar geti orðið: 1) höfundar
sem birt hafa tvö bókmenntaverk sem hafa
listrænt og/eða fagurfræðilegt gildi.“ Síðar
hafa „viðurkenndir þýðendur" bæst í félaga-
tölu Rithöfundasambandsins, þótt sú inntaka
hafi mætt töluverðri andstöðu innan sam-
bandsins. Á aðalfundinum s.l. laugardag lá
fyrir tillaga um lagabreytingu frá formann-
inum Nirði P. Njarðvík þar sem segir að félag-
ar geti einnig orðið „höfundar sem hafa birt
tvö fræðirit er teljast hafa ótvírætt fræðslu-
gildi.“
Um þessa lagabreytingu stóð mikill styrr.
Bókmenntir eöa sandgræösla
Njörður P. Njarðvík sagði í viðtali við
Helgarpóstinn að sér hafi verið ljóst að inn-
taka höfunda kennslubóka og fræðirita
mundi mæta andstöðu innan Rithöfunda-
sambandsins.
— Það eru nokkrir félagar sem álíta að Rit-
höfundasambandið eigi að vera fámenn
„elítusamtökj* sagði Njörður. Hins vegar tel
ég að hugtakið rithöfundur sé víðara en rit-
snillingur og það séu hagsmunir allra að sam-
tökin séu stór. Hins vegar telja sumir félags-
menn að sambandið eigi að vera þröngt og
jafnvel enn þrengra en það er nú. Ég tel aftur
á móti að samstaða styrki okkur. Það er síður
en svo æskilegt að höfundar séu dreifðir í
mörgum félögum. Þátttaka höfunda fræði-
rita og kennslubóka styrkir Rithöfundasam-
bandið í öllum samningum þess við útgáfu-
aðila. Samtök rithöfunda á öðrum Norður-
löndum hafa veitt höfundum kennslubóka og
fræðirita inngöngu án þess að það hafi valdið
vandkvæðum.
Njörður sagði ennfremur, að eftir við-
brögðum fundarmanna að dæma, sé það
minnihluti félaga sem er andsnúinn aðild
fræðirithöfunda.
— Þetta er ekkert kappsmál okkar, sagði
Njörður, það hafa einfaldlega komið fram
óskir fræðimanna um inngöngu í Rit-
höfundasambandið og stjórnin hefur lagt
málið fyrir aðalfund.
Þegar Helgarpósturinn innti Njörð álits á
þrætunum á aðalfundinum svaraði hann:
„Félagar Rithöfundasambandsins hafa mál-
frelsi“
Thor Vilhjálmsson rithöfundur er einn
þeirra sem hafa gagnrýnt hugsanlega inntöku
hinna nýju félaga.
— Ég veit ekki hvernig fer ef Rithöfunda-
samband íslands er gert að sundurleitum
fjöldasamtökum miklu frekar en orðið er.
Það er bara talað um að bækur þessara vænt-
anlegu félaga skuli hafa fræðslugildi, en það
er ansi teygjanlegt. Það opnar leiðina fyrir svo
margvíslegu fólki, t.d. þeim sem taka saman
kennslubækur i algebru, lógaritma, sand-
græðslu eða læknisfræði. Þetta stuðlar að því
að gera sambandið að allt of víðtækum
fjöldasamtökum sem hugsa ekki lengur um
að bæta hag þessara manna sem fást við að
skrifa bókmenntir. Ég hef þó ekkert á móti
þessum fræðimönnum, síður en svo. Á sum-
um þeirra hef ég mætur. En ég held að það sé
eðlilegra að þeir hafi sín eigin hagsmunafélög
af ýmsu tagi eftir þeirra vettvangi, því hags-
munir okkar eru ólíkir. Það er t.d. til Félag
ískenskra fræða sem er eðlilegur vettvangur
margra þeirra. Auk þess er Bandalag háskóla-
manna, ýmiss konar kennarafélög, og fleira.
Thor telur einnig að slælega sé staðið að
hagsmunum starfandi rithöfunda:
— Gæslan á hagsmunum okkar er nógu
slæm eins og stendur þótt ekki sé farið að
færa Rithöfundasambandið enn fjær okkur.
Sérstaklega gildir þetta um okkur hina fáu
sem höfum ekkert annað starf. Það ætti fyrst
og fremst að stefna að því að einhverjum
mönnum sé fært að lifa eingöngu af bók-
menntastörfum í þessu landi.
Ekki keppnisféiag
Guðrún Helgadóttir stjórnaði síðasta aðal-
fundi Rithöfundasambandsins. Helgar-
pósturinn innti hana nán’ar eftir fundinum.
— Fundurinn samþykkti skýrslu stjórnar
og gjaldkera, sagði Guðrún, en fleiri mál voru
ekki afgreidd á fundinum þar eð efasemdir
komu upp um lögmæti hans vegna ónógrar
þátttöku félagsmanna, og aðalfundi skotið á
frest um tvær vikur.
Guðrún taldi aðfinnslurnar um ólögmæti
fundarins vera „tóma vitleysuý þar sem
fundarmenn hafi verið rúmlega 40. í Rit-
höfundasambandinu eru 192 félagar. Hún
sagði að andstaðan við inngöngu fræðimanna
veikti stöðu sambandsins og væri „innri
ólukka“ sem sundraði félögum. Guðrún sagði
ennfremur að umræðan á fundum Rit-
höfundasambandsins snerist of mikið um
meting og persónulegar þrætur i stað þess að
Njörður:
„Hugtakið rithöfundur er víðara en
ritsnillingur“.
Guðrún:
„Rithöfundasambandið er ekki
keppnisfélag".
Guðbergur:
„Fundir Rithöfundasambandsins
eru leiðinlegir og ómenningarlegir“.
Hörður:
„Ágreiningurinn um aðild okkar
kemur mér á óvart“.
Indriði:
„Við höfum mótmælt alræðisað-
ferðum vinstri aflanría í Rithöfunda-
sambandinu".