Helgarpósturinn - 02.06.1983, Page 8

Helgarpósturinn - 02.06.1983, Page 8
8 sÝniii;|arsalir Safn Ásmundar Sveinssonar: Yfirlitssýning á höggmyndum meist- arans. Opið alla daga kl. 14-17. Lokað mánudaga. Ókeypis aðgangur. Þrastalundur: Sigurpáll A. ísfjörð sýnir vatnslita- myndir og olíuverk úr Grímsnesi og nágrenni. Sýningin stendur til 5. júní. Listasafn ASÍ: Lokað í júnf. Gallerí Langbrók: Langbrókarmunir til sýnis og sölu. Opið virka daga kl. 12-18. Norræna húsið: Yfirlitssýning á verkum Sven Hav- steen Mikkelsen I kjallara. Opiö kl. 14-19 til 12. júní. í anddyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum og blaðaúr- klippum tengdum Scandinavia To- day. Opið kl. 9-19. Bogasalur: Myndir úr íslandsleiðöngrum og fleira nýtt. Opið alla daga kl. 13.30-16. Sýningin stendur út ágúst. Mokka: Pétur Stefánsson sýnir olíumyndir á pappa. Opiö virka daga kl. 9.30—23. 30 og sunnudaga kl. 14—2330. Listasafn Einars Jónssonar: Opið miövikudaga og sunnudaga kl. 13.30—16. Stórfenglegar höggmynd- ir. Listmunahúsið: Bragi Ásgeirsson sýnir gamlar og nýj- ar grafikmyndir. Sýningunni iýkur á sunnudag.Opiðkl. 10—18virkadaga og 14—18 um helgina. Nýlistasafniö: Árni Ingólfsson sýnir myndverk og lýkur sýningunni á sunnudag. Opiö kl. 16—20 virka daga og 14—22 um helgina. Kjarvalsstaðir: Ljósmyndafélagiö Hugmynd sýnir Ijósmyndir til 12. júní. Richard Valtin- gojer opnar grafíksýningu á laugar- dag kl. 15 og stendur hún til 12. júní. Opið daglega kl. 14—22. Flensborgarskóli: Ungir hafnfirskir myndlistarmenn sýna verk sfn í tilefni 75 ára afmælis bæjarins. Opið kl. 17—23 virka daga og 14—23 um helgar. Lýkur 6. júni. Til hamingju! Ásmundarsalur: Eva Benjamínsdóttir sýnir myndverk til sunnudagskvölds. Opiö virka daga kl. 16—22 og 14—22 um helgina. Ásgrímssafn: Búið að opna. Opiö daglega kl. 13.30—18 nema mánudaga. Til ágústloka. Strætó 10 frá Hlemmi. leikbiís Þjóðleikhúsið: Föstudagur: Litli minn, hvað nú? Gestaleikur frá Folketeatret í Kaup- mannahöfn. Laugardagur: Litli minn, hvaö nú? Sunnudagur: Cavalleria Rusticana og Fröken Júlia. Þrjár sýningar eftir. Leikfélag Reykajvíkur: Föstudagur: Guðrún eftir Þórunni Sigurðardóttur. Næst síðasta sinn. Laugardagur: Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson. Siðasta sinn. Sunnudagur: Úr lifi ánamaðkanna eftir Enquist. Alþýðuleikhúsið: Neðanjarðarlestin eftir Imamu Amiri Baraki. Sýningar í Félagsstofnun stú- denta á laugardag, mánudag og fimmtudag kl. 21. Nemendaleikhúsið: Mlðjaröarför Sigurðar Pálssonar veröur sýnd fimmtudag 2. júni kl. 20.30 I Lindarbæ. Félagsstofnun stúdenta: Listatrimmið heldur áfram. Á sunnu- dagskvöld verður upplestur skálda og performans. Einar Ólafsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Elísabet Þor- geirsdóttir og Sjón. Auk þess blæs Blásarakvintett Reykjavfkur nokkra tóna. Komið i trimmið. Fimmtudagur 2. júní 1983 _f~lelgai- -Pösturinn^ — segir Einar Ölafs- son um nýja ljóðabók sína „Ætli ég yrki ekki aöallega um „Hann hefur það“, segir Einar. ástina og byltinguna. Eg er alltaf meira og minna ástfanginn og mér sýnist aö ástin gangi ekki upp nema ég geri byltingu og byltingin gengur ekki upp nema með ástinni. Þetta helst í hendur“. Þannig lýsir Einar Ólafsson skáld nýrri Ijóðabók sinni „Augu viö gangstétt“, sem Mál og menning gaf út fyrir skömmu. „Augu við gangstétt“ er fimmta bók Einars. Sú fyrsta kom út hjá Helgafelli í upphafi síðasta áratug- ar og í kjölfarið fylgdu þrjár fjölrit- aðar bækur, sem fór ekki mikið fyr- ir, sú síðasta 1974 í samvinnu við Dag Sigurðsson. „Ég var eitt af þessum fjölritun- arskáldum", segir Einar. Síðan 1974 hefur hann svo einungis birt ljóð eftir sig í ýmsum tímaritum. Einar hefur alltaf haft mjög fast- mótaðar og ákveðnar skoðanir á pólitíkinni og segir hann, að ljóðin fari ekki varhluta af því. Þau séu þó ekki predikanir. „Þó að ég hafi fengist við það í bland, þá held ég, að mér takist ekki vel upp við að predika. Ljóðformið er ekki gott til slíks“, segir hann. En hafa ljóð Einars breyst eitt- hvað á þeim tæpu tíu árum, sem hann hefur ekki sent frá sér bók? „Það hafa ekki orðið neinar rót- tækar breytingar. Grunntónninn er sá sami og þegar ég fór fyrst að birta ljóð um 1970“. Einar hefur, eins og svo mörg önnur ung skáld, staðið í töluverð- um ljóðaupplestri á opinberum samkomum og heldur því áfram um þessa helgi. Hann er því spurður hvort svona upplestur hafi eitthvað að segja. „Það er mjög gaman að lesa upp ljóð fyrir áheyrendur, því ljóð er oft stílað upp á hljóminn. Og hann skiptir oft heilmiklu máli, þegar ég yrki“. — Nú virðist Ijóðið hafa dalað töluvert á undanförnum árum, hver er skýring þín sem ljóðskálds á því? „Eg held að það sé fyrst og fremst vegna þess, að það er svo margt annað, sem keppir við ljóðið. Það má sín ekki mikils við hliðina á poppinu, sjónvarpinu og kvik- myndum. En svo er það spurning hversu mikið ljóðið hefur dalað. Eg vinn á bókasafni og það er lítið lánað út af ljóðabókum, en það eru margir sem fást við að yrkja, þó að ljóðið skipi ekki sama sess og áður. Ljóðið er mjög gott tjáningarform, og það kemur til með að lifa“. Ekki vill Einar meina, að skáld í dag séu endilega verri en áður. „Hins vegar koma fram miklu fleiri vond skáld, því það er mjög auðvelt að gefa út bók. Ég hef verið að skoða hundruð ljóðabóka síð- asta áratugar og þar er mikið af lé- legum skáldum, en þar eru líka mörg mjög góð, og ekkert verri en eldri skáldin“. — Ertu með aðra bók i smíðum? „Ég er alltaf með aðra bók í smíðum. Það hefur safnast upp hjá mér búnki, sem ég hefði áhuga á að gefa út, en það gengur hægt fyrir sig. Það er algengt að það líði ár frá því höfundur fer með handrit til út- gefanda og þar til það kemur út. Miðað við það er ekki von á neinu frá mér fyrr en um næstu jól eða á næstu páskabókavertíð", segir Ein- ar Ólafsson. Jónsdóttur — hefði verið gefin út fyrir jólin í fyrra á vegum Gimsteins og selst upp. Magnús keypti útgáfu- réttinn og hefur nú sett plötuna á markað að nýju ásamt Ungmenna- félagi íslands. Á plötunni syngja auk Magnússþau Pálmi Gunnars- son, Jóhann Helgason og Ellen Kristjánsdóttir. — Ég er að vinna að sérstakri nótnabók sem inniheldur lögin á plötunni en auk þeirra verða einnig lög og textar Álfaplötunnar, sagði Magnús við Helgarpóstinn. Bókin kemur út í haust. — Hvað með fyrirhugaða rokk- plötu? Magnús Þór stendur í stríöu: Endurútgáfa á Draumnum og vænt- anleg rokkplata Magnús Þór Sigmundsson tón- listarmaður stendur í ströngu þessa dagana. Plata hans „Draumur aldamótabarnsins“ sem út kom fyr- ir jólin og seldist þegar upp, er á leiðinni á markað aftur og í þetta skipti gefur nýstofnuð plötuútgáfa Magnúsar ÞEL út hljómskífuna. Þá er Magnús að undirbúa upptöku á nýrri, stórri rokkplötu. Magnús tjáði Helgarpóstinum að „Draumur aldamótabarnsins“ — lög Magnúsar við Ijóð Margrétar — Ég gerði prufuupptökur með Björgvini Gíslasyni og fleirum og sendi út til Englands og þær fengu þar góðar og uppörvandi móttökur. Ég er því á leið í stúdíó með nokkr- um músíköntum. Ég hef verið að vinna í henni í hálft annað ár, sem alla tónlistina og suma textana. Hinn textahöfundurinn er góðvinur minn breskur, John Connors að nafni. Allir textarnir eru á ensku, sagði Magnús Þór Sigmundsson að lokum. Einar Olafsson við bókabílinn: Lítið lánað út af ljóðabókum, en margir yrkja. Nýjar myndir í Bíóhöllina: Anna Björns og David Bowie — hvort í sínu lagi Anna Björns er væntanleg á hvíta tjaldið í Bíóhöllinni, einhvern tima á næstu' vikum eða mánuðum. Myndin er splunkuný og heitir Flip Out. Sögusviðið er áramótagilli í Bandaríkjunum og er ekki að efa að þar er mikið fjör. Og ekki er að- almótleikari Önnu af verri endan- um, sjálfur Malcolm McDowell, sem allir þekkja úr Clockwork Or- ange, og nú síðast úr Cat People. Flip Out er ein þeirra fjölmörgu mynda, sem Árni Samúelsson bíó- stjóri í Bíóhöllinni festi kaup á í Cannes á dögunum. Önnur mynd, sem á vafalaust eft- ir að vekja mikla athygli er nýjasta mynd Japanans Nagisa Oshima, þess hins sama og gerði Veldi til- finninganna, sem íslendingar voru ekki nógu þroskaðir kynferðislega til að sjá. Nýja myndin heitir Gleði- leg jól, herra Lawrence, og gerist í Japan á striðsárunum og fjallar um erlendan stríðsfanga, sem leikinn er af þeim góða manni David Bowie. Hann þykir vinna hér umtalsverðan leiksigur. Þá festi Árni Samúelsson kaup á þrem myndum eftir sjálfan Francis Ford Coppola. Þar skal fyrsta telja One from the Heart, sem vakti mikla athygli á síðasta ári, þótt ekki væru allir sammála um gæði henn- ar. Önnur er Outsiders, sem var frumsýnd fyrir stuttu í Bandaríkj- unum og sú þriðja er Rumble Fish, sem enn er í töku. Sergio Leone, spaghettileikstjór- inn sterki, er mættur aftur til leiks með kvikmyndina Once Upon a Time in America, sem er vestri með Robert DeNiro í aðalhlutverkinu og spannar yfir 30—40 ár. Munu sjálf- sagt margir bíða þeirrar myndar með mikilli óþreyju. Misunderstood heitir svo ný mynd Jerry Schatzberg með þeim Gene Hackman og Henry Thomas (úr ET) í aðalhlutverkunum. Table for Five eftir Robert Lieberman er með John Voight í fremstu víglínu og A Rumour of War eftir Richard Hefron er með þeim Brad Davis og Michael Ö‘Keefe. Og aðdáendur National Lampoon’s Animal House fá sinn skerf, því framhalds- myndin Class Reunion er væntan- leg. Þeirri mynd er stjórnað af Michael Miller. Loks skal getið tveggja mynda, sem eru enn á vinnslustigi. Segöu aldrei aftur aldrei heitir nýjasta myndin um spíónann James Bond og í þetta sinn er það enginn annar en Sean Connery sem klæðist skrápi hans. Skemmtileg upprifjun fyrir elstu Bondaðdáendurna. Never Ending Story heitir svo mynd, sem leikstjórinn Wolfgang Petersen er að filma þessa dagana, en Petersen þessi gerði þá frægu kafbátamynd Das Boot, sem sýnd var hér fyrir nokkrum mánuðum. Sem sagt: sitt af hverju tagi.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.