Helgarpósturinn - 22.09.1983, Page 8

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Page 8
8 fónlist Norræna húsið: Algjör vísnasöngur á laugardag kl. 16. Bergþóra Árnadóttir, Pálmi Gunn- arsson, Tryggvi Hubner og norski fiölustrjúkandinn Sveinn Nymo leika og syngja fyrir gesti. sýniiijiarsalir Gallerí Langbrók: Ný sýning opnuö á laugardag kl. 14. Ásrún Kristjánsdóttir sýnir silkiþrykk, Elisabet Haraldsson sýnir keramik. Opið um helgar frá 14 til 18, aöra daga a opunartíma gallerísins 12 til 18. Verslanahöllin, Laugavegi 26: Sigþrúður Pálsdóttir sýnir myndlist á 2. hæö hússins. Sýningin er opin daglegakl. 14-19og 20-22. Hennilýk- ur 30. september. Listasafn ASÍ: Vetrarmyndahópurinn sýnir verk sin. í hópnum eru Baltasar, Bragi Hannes- son, Magnús Tómasson og Þorbjörg Höskul sdóttir. Norræna húsið: Danski listmálarinn Henri Clausen sýnir myndlist i kjallarasal til 2. októ- ber. Sýningin er opin daglega kl. 14- 19. í anddyri sýnir Kristján Jón Guðnason teikningar til 2. október. Og i kaffistofu sýnir Ingunn Bene- diktsdóttir glerlist. Kjarvalsstaðir: Tvær sýningar opna á laugardag. Septem-hópurinn opnar kl. 14 í Vest- ursal. Þar veröur lögð sérstök áhersla á að sýna myndir Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara, sem nýlega er látinn. Aðrir hópfélagar sem sýna eru Valtýr, Kristján, Jóhannes, Karl, Guð- munda og Þorvaldur. I austurhluta hússins verður svo opnuö sýningin „Finnskur vefur" kl. 15. Þar sýna fimm finnskar textilkonur verk sin. Báðar sýningarnar standa til 9. okt. og eru opnar daglega kl. 14-22. Listmunahúsið: Afmælissýning Ragnars Kjartans- sonar sextugs. Litlar höggmyndir og lágmyndir. Sýningin stendur til 2. október og er opin virka daga kl. 10-18 og 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Listasafn Einars Jónssonar: Magnaðar höggmyndir úti jafnt sem inni. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Gallerí Lækjartorg: Sigrún Ó Olsen og Georg Frey frá Þýskalandi opna sýningu á laugardag kl. 14. Á sýningunni verða glermyndir, grafík og myndir gerðar meö egg- tempara. Opið daglega kl. 14-18 nema fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-22. Stendur til 2. október. Mokka: Valgarður Gunnarsson sýnir málverk. Góð verk, góður staöur, gott kaffi. Gallerí Grjót: Örn Þorsteinsson sýnir smámyndir. Opið virka daga kl. 12—18. Djúpið: Dagur Siguröarson sýnir myndlist til 2. október. Góð vinna. Opið daglega kl. 11—23.30. Bogasalur: Myndir úr íslandsleiðöngrum og fleiri myndir úr fórum safnsins sem ekki hafa verið sýndar áður. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Stórbrotin verk. Opiö daglega kl. 14—17. Lokaö mánudaga. Ásgrímssafn: islensk list eins og hún gerist hvað best. Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. Árbæjarsafn: Opið samkvæmt samkomulagi. Upp- lýsingar fást á skrifstofu safnsins. Icikliús Þjóðleikhúsið: Skvaldur eftir Michael Frayn. Frum- sýning á föstudag. Næstu sýningar á laugardag og sunnudag. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Laugardagur: Úr lífi ánamaðkanna eftir Enquist. Sunnudagur: Hart í bak. Stúdentaleikhúsið: Dagskrá um breska leikskáldið Edward Bond frumflutt á laugardag kl. 20.30 í Félagsstofnun stúdenta. Þar verður sýndur einþáttungurinn Píslarganga, svo og kaflar úr kóme- díunni Hafinu. Fimmtudagur 22. september 1983 Jn^f, ,rjnn Jón Sigurbjörnsson og Kristján Franklín Magnús í Hart í bak — eins og tempraöur endurómur goðsagnakenndu sýningarinnar, segir Sigurður m.a. í umsögn sinni um uppfærsluna í Iðnó. „Fimmtíu ár já Skyldu vera komnir nýir menn á kontórinn?11 Höfundur: Jökull Jakobsson Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Leikmynd og búningar Steinþór Sigurðsson Tónlist: Eggert Þorleifsson Lýsing: Daníel Williamsson Leikendur: Jón Sigurbjörnsson, Soffía Jakobsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Edda Heiðrún Backman, Þorsteinn Gunnarsson, Pétur Einarsson, Jón Hjartarson, Karl Guðmundsson, Hanna María Karlsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Evert Ingólfsson, Kristmundur Halldórs- son. Hart í bak. Ansi er það annars góður titill. Óvenjulegur og afdrátt- arlaus. Góður auglýsingatitill að þvi leyti að hann vekur athygli án þess að láta neitt uppi. Hann býr auk þess yfir lífsreynslu þessi titill og ilmar af aksjón. En Jökli hefur einnig tekist með þessum titli að finna samandregna smámynd af helsta aflvaka verksins: þessari örvæntingarfullu tilraun að komast af, komast undan þegar ekkert blasir við annað en skipbrot. Hart í bak æpti strandkapteinninn þegar allt var um seinan orðið og braut skip sitt, óskabarn þjóðarinnar og allt það. Situr nú blindur og heldur áfram hring eftir hring í draumi sín- um. Og dóttir hans, Áróra spá- og lausakona reynir á sinn hátt að bregðast við eymdinni og einkum þó þegar lífsskip hennar rekur inn á lognsævi og sonurinn Láki reynir líka að finna einhverja útleið úr gildru stöðnunar og leiða. Fyrst talið berst að titlum verka kemur nafn á smásögu eftir Jökul upp í hugann: Skip koma aldrei aft- ur minnir mig hún heiti. Nafnið tengist vel þeim söknuði sem býr undir niðri í Hart í bak. Skrýtið þetta með brottför og afturkomu í verkum Jökuls. Án þess að hafa nokkur tök á því fyrir þennan pistil að rannsaka það, rámar mig í að oftlega séu ungir menn á förum í mörgum fyrri verka hans, altént því sem hér um ræðir: Hart í bak. Brottför er kveikjan, aflvakinn. En í síðari verkum hans mörgum eru menn sem óðast að koma aftur. Þá eru þeir gestir, ekki sömu menn, ekki samir menn. Dómínó, Klukku- strengir, Herbergi 213, Sonur skóar- ans og dóttir bakarans eru til vitnis um þetta heimkomuskeið í leikrit- um Jökuls. Síðasttalda leikritið kannski einhvers konar lokapunkt- ur eða uppgjör og jafnframt upp- hafspunktur einhvers sem honum vannst ekki tími til að skrifa. Fimmtíu Fimmtíu ár já. Frumsýningar- daginn voru liðin fimmtíu ár frá fæðingu Jökuls. Hart í bak hc-fst einmitt á stagli um það hve langt sé um liðið frá strandinu. Fimmtíu kemur þar fyrir upp aftur og aftur eins og undarlegt saknaðarstef. En það eru hins vegar rúmlega tuttugu ár frá því verkið var frumflutt á sama sviði. „Skyldu vera komnir nýir menn á kontórinn?" Já og nei. Steinþór gerir leikmyndina eins og áður. Það sem vakti verulega hrifn- ingu mína var baksviðsmyndin: múrsteinsveggur sem hefur líkt og gliðnað og glittir í möstur og krana. Höfn. Þessi baksviðsmynd (vel lýst í Peduzzi-Iegum blæ, en sá gerir leikmyndirnar hjá snillingnum unga Patrice Chéreau) er dæma- laust hárrétt og skilar þungamiðju verksins alveg: draumnum um brottför frá múrveggsstöðnun um- hverfisins. Draumur um fjarlægð. í hinu eiginlega Ieikrými er allt í megindráttum með kyrrum kjörum frá ’62-sýningunni samkvæmt hverfulu minni mínu sem ég hitaði upp með athugun á ljósmynd af sviðsmyndinni. Allt með kyrrum kjörum og fannst mér þau kjör í kyrrasta lagi og reyni að koma að þvi síðar. Burt Mörg leikrit snúast um átök um leikrýmið en Hart í bak miðar alla virkni sína að koma persónunum útaf leikrýminu, tæma það, og þetta tekst í lokin. Eftir stendur sviðið autt og baksviðsmyndin öðlast dýpt og merkingu sem aldrei fyrr. Eldurinn í stó Jónatans kulnaður. Fyrst fer Áróra fyrir til-| verknað Finnbjörns nýríka skran- sala og einnig rukkarans (fulltrúai yfirvaldsins). Láki er nú alla tíð að reyna að brjótast burt. Honum til aðstoðar m.a. Pétur. Þá er lítið annað eftir en moka Jónatan gamla burt og eru þar að verki tveir menn (fulltrúar Finnbjörns). Árdís verður að sönnu eftir en ekki á þessum stað. Eftirminnilegir hlutir eru í þess- ari sýningu: þögul mynd kyrr af Soffíu Jakobsdóttur (Áróru) með lyklana að nýju íbúðinni sem Pétur Einarsson (Finnbjörn) kemur með. Samspil hennar og Þorsteins Gunnarssonar (Stígs) sömuleiðis með ágætum þar sem orð, athafnir og langanir beggja fléttast í haltu mér-slepptu mér leik. Jón Sigur- björnsson (Jónatan strand- kafteinn) blindur með skóna sína heimtandi budduna sína til að borga Stíg var mjög fallega spilað og hárrétt örvænting lögð í það. En samt var eins og þau Pétur Einars- son og ungu leikararnir Edda Heiðrún Backman og Kristján Franklín Magnús kæmu best út í heild. Með því að verja persónu sína í hvívetna tekst Pétri að skila áhugaverðri tragí-komíkk í örlítið klisjuðu hlutverki nýríka blesans. Heildarstefnan í hlutverki Láka (Kristján) er kannski skýr (hann vill burt) en framan af var of mikið haldið aftur af villikettinum í hon- um. Árdís (Edda) er enn ein stúlkan að norðan eða austan, alla vega utan af landi, sem kemur í bæinn í íslenskum ritverkum eftirstríðsár- anna. Fyrst streymdi fólkið til Reykjavíkur, svo streymdi það í sögunum og leikritunum til Reykja- víkur handa Reykvíkingum að horfa á.Edda leikur hana af einhvers konar lífskröftugum húmor og heimspekilegu laxnesku æðruleysi. Fyrsta senan með henni og Jónatan var mjög vel gerð. Þar sátu þau og draumar beggja flæddu fram en snertust hvergi. Þau töluðu í kross, hvort um sig fast í eigin draumi. Upptakturinn að sýningunni (Láki-Áróra-Jónatan) verkaði t.d. alls ekki eins sannfærandi. Hik Á stundum fannst mér eins og þessi sýning væri hálfhikandi þrátt fyrir prýðisleik allvíða. Ég held í rauninni að þetta snerti nokkuð viðamikinn málaflokk sem ber yfir- skriftina raunsæi. Ég held að verði að taka afstöðu til spurningarinnar á hvern hátt og að hve miklu leyti Hart í bak sé raunsæislegt verk. Áð hve miklu leyti það er bundið ákveðinni hugmynd um raunsæi í sviðssetningu, sem var góð og gild 1962 af því hún var nýsköpuð þá (Reykjavíkurmynd úr nútímanum) en verður að endurskapa nú. Verkið er nefnilega, þrátt fyrir það sem hver étur upp eftir öðrum, miklu laustengdara ákveðnum raunveru- leika en menn halda. Til bráða- birgða mætti kalla eiginleika þess ljóðrænt táknsæi með hversdagsí- vafi. Það býður upp á annars konar raunsæi í sviðssetningu en það sem festist við verkið í Iðnó 1962. Mér virðist Hallmar vera að leita að til- finningadempuðum natúralískum heildarblæ. Sumt kann að koma rétt út þannig svo sem lokasenan milli unga parsins. í öðrum atriðum finnst mér þessi temprun há fyrr greindum skáldskapareiginleikum verksins t.d. þegar Jonatan svarar dómaranum í huga sér og framhald þess atriðis, þegar Áróra kemur í heimsókn og uppgjör hennar. Nú, svo er eitt, að sviðssetningin er ekki alltaf sjálfri sér samkvæm, þ.e.a.s. samkvæm sinni natúralísk-tengdu aðferð. Þetta snertir rýmisnotkun. Það kemst ekki til skila að leikrým- ið haldi áfram utan sviðs. Maður finnur t.d. ekki fyrir þeim sem fara inn í húsið, þau hætta að vera til sem persónur þegar þau fara út af sviðinu. Leikrýmið snöggdeyr en heldur ekki áfram, sem er grund- vallaratriði í fagurfræði og heim- speki natúralismans; Þetta er dálít- ið slæmt t.d. í síðasta þætti þar sem Jónatan er farinn inn til sín og fjar- vera hans af sviðinu verður að magna eftirvæntinguna tengda endurkomu hans. Það er í samræmi við alla aðferð sýningarinnar að skapa þetta andrúmsloft um fram- hald leikrýmisins út fyrir sviðið en það er ekki gert. Endursköpun í sem stystu máli finnst mér veikleiki sviðssetningar Hallmars vera sá að fylgja um of ákveðinni hefð í útfærslu, að vísu mjög snoturlega víðast hvar, en lendir þar með í því að verða eins og temprað- ur endurómur goðsagnakenndu sýningarinnar. Auðvitað voru það ekki minni leikarar en Brynjólfur, Helga Valtýs og Gísli sem settu mark sitt á þá sýningu og ganga öll Ijósum logum í minningu þeirra sem sáu og jafnvel hinna sem ekki sáu en sagt var frá. En það hefði verið mestur trúnaður við verkið, minninguna um frumflutninginn og leiklistina að sjá Hart í bak staðfastlega frá sjónarhóli 1983 sem hlýtur að vera leiklistarlega annar en 1962. Ekki betri eða verri, æðri eða óæðri; annar. (Annars væri leiklistin dauð). Það blasir til dæmis við að tilvísanir verksins hafa verkað öðru vísi í tímalegu návígi 1962 en nú. Við gætum séð ýmsa almennari kosti, óháðari stað og tíma, núna. Það væri hægt að reyna að finna leið út úr ákveðinni tegund raun- sæishefðar sem fylgt hefur Hart í bak síðan ’62 og kannski á einhvern hátt Iðnó líka. Hallmar hefur ný- verið sýnt hvers hann er megnugur i ódeigri hugkvæmni og fágaðri ný- sköpun og hefði því vel getað tekið Hart í bak föstum tökum og dansað með það út úr venjunni. Leikritið og leikararnir og áhorfendur og minningarnar eiga það skilið. S.P. SJÓNVAItl* Föstudagur 23.september 20.00 Fréttir. Hef ekki heyrt pípið um nokkurn tima. Hvar er úrið? 20.30 Á öofinni. Birna Hrólfsdóttir göngugarps Bárðarsonar. Margt er nú skinnið og sömuleiðis sinnið. 20.50 Með hitann á. Komið haust og farið að kólna. Verst hve reykurinn er mikill. Agneta úr Abba faer sór nokkra smóka meö Smokie. Sænskur tónlistarþáttur og von- andi verður þar töluð enska. Við er- um alþjóðlegir 21.15 Umræðuþáttur. Um hvað? Svika- mylluna? Rauöu mylluna? Þjóö- þrifamálin? Þrifnaðarmálin? Hvað sem öðru liður, þá verða það lands- ins gagn og nauðsynjar. 22.10 Rauði hringurinn (Le Cercle Rouge). Frönsk sakamálamynd, árgerð 1970. Leikendur: Alain Ðel- on, Vves Montand, Gian-Maria Volonte, Bourvil. Leikstjóri: Jean- Pierre Melville. Loksins ein af þess- um frönsku og góðu. Tveir misindis- menn leggja á ráöin um skartgripa- rán. Annar á í útistöðum við glæpa- menn, hinn við lögguna. Má ekki á milli sjá hvor er verr á vegi staddur. Hörkuspennandi. Laugardagur 24. september 17.00 l'þróttir. Nú er það Bjarni Felixson og hans krkappar. Röndóttur sveinn. 18.55 Enska knattspyrnan. Laglega gert hjá Jónasi. 20.35 Tilhugalíf. Veslings elskendumir, aumingja þeir. Ó, þetta er-svo gam- an. Framhaldsflokkur. Breskur. 21.05 Félagi Napóleon (Animal Farm). Bresk teiknimynd, árgerð 1955, gerð eftir samnefndri skáldsögu Georges Orwells. Leikstjóri: John Hakas. Húsdýrin á bænum gera byltingu, en byltingin étur börnin sín. Skrambi góð mynd fyrir alla aldurshópa. Frjálshyggjumenn límdir við tækin. Uppáhaldsbókin þeirra. Nokkurs konar Biblia. 22.15 Út í vlta (To the Lighthouse). Bresk sjónvarpsmynd, alveg ný. Leikendur: Rosemary Harris, Michael Gough, Suzanne Bertish. Leikstjóri: Colin Gregg. Skáldsaga Virginiu Woolf í myndbúningi. Sum- ardvöl á Kornvöllum árið 1919 og návistin opnar börnunum nýja heima. Er þetta sjálfsævisaga? Sunnudagur 25. september. 18.00 Sunnudagshugvekja. Nonni Hjölli Nonna flytur og færir fórnir. 18.10 Amma og átta krakkar. Áfram amma, hvaöa hangs er þetta eigin- lega? 18.30 Heiðagæsin. Bresk mynd en að mestu tekin hér á landi. í Þjórsár- verum. Fallegur fugl. 20.30 Sjónvarp næstu viku. Yfirmáta of- urheitt í kolum. Undir niðri allt i þús- und molum. Og golfvöllurinn allur út i holum. 20.50 Karlakór Reykjavíkur og Kristján Jóhannsson. Kristján er maður að minu skapi. Hann syngur eins og engill ef hann vill það við hafa. Hvenær fáum viö svo aö sjá Ma- dame Butterfly? 21.25 Wagner. Ég veit hver horfir núna. Wagner var mikið skáld á tóna. Hér hefur göngu sina nýr framhalds- flokkur meö Richard Burton i titil- hlutverkinu. Wagner átti litríka ævi og við fáum sýnishorn af þvi hér. Hámæltur þáttur. 22.20 íslensk föt '83. Veljið islenskt, vek- iö athygli! Frá tískusýningu á iðn- sýningu. Algjör kroppasýning. ÚTVAIM' Föstudagur 23. september 9.05 Sigga og skessan í umferðinni. Það vill segja: Sigga og hinn al- menni bifreiðarstjóri. Þeireru flestir eins og skessur. Hér er það barna- saga meö uppeldislegt gildi. 10.35 Mér eru fornu minnin kær. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli,

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.