Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.09.1983, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Qupperneq 23
mtudagur 22. september 1983 Allir ráðherrar núverandi I ríkisstjórnar tala nú fjálg- y lega um aðhald og sparnað og gera kröfur til almennings um að herða sultarólina; er nánast sem stirni á geislabauginn umhverfis höfuð ráðherranna. En hér er dæmi um dálítinn tvískinnung. Alexand- er Stefánsson félagsmálaráðherra sem nú baslar við að afla fjár vegna vandræða húsbyggjenda m.a. lét það verða eitt af sínum fyrstu verk- um í ráðuneytinu að hafna gamla ráðherrabílnum hans Svavars Gestssonar og láta kaupa nýjan jeppa fyrir u.þ.b. milljón krónur. Gamli billinn var sendur til Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra ásamt gamla bílstjóranum, því Alexander gerði sér lítið fyrir og réð nýjan bílstjóra, sem sagan segir að hafi verið kosningasmali hans. Er þetta hrein fjölgun bílstjóra og því útgjaldaauki á krepputímunum. Þess má þó geta að „gamli“ Blazer- inn hans Ragnars Arnalds var seld- ur, og má af þessu sjá að ekki er slegið slöku við í neyslukapphlaupi ráðuneytanna...-. Spáni um daginn: „Það er mörgu á þig logið. Það er leitt fyrir þá sem ljúga, og skrifast á þeirra reikning í lífsuppgjörinu, en ekki þinn“. En ég er hrifnæmur. Ég held að allir lista- menn séu það. Það er undirrótin að sköpun þeirra og Iisttúlkun“. Listfengi Ingólfs Guðbrandsson- ar verður ekki dregið í efa. Tónlistin hefur skipað jafn stóran ef ekki stærri sess í lífi hans en viðskiptin. Hann stundaði nám við tónlistar- háskólann í Köln 1954—1955, var námsstjóri í tónlistarfræðslu hér á landi 1956—1963. í því embætti fannst honum hann hafa „bundnar hendur“. Helgi Þorláksson skólastjóri segir þó, að þrátt fyrir að Ingólfur hafi ekki fengið miklu áorkað í þessu embætti, þá hafi hann a.m.k. getað „plægt akurinn fyrir þá sem á eftir komu“. Meðan Ingólfur var námsstjóri, notaði hann tíma sinn til að byggja upp Pólýfónkórinn. Kjarni þess kórs voru gamlir nemendur Ingólfs úr Laugarnesskólakórnum og kór sem hann stjórnaði í Barnamúsik- skólanum, þar sem hann var skóla- stjóri í tvö ár. Þetta starf fór að bera ríkulegan ávöxt. „Fleiri hundruð manns hafa ver- ið í Pólýfónkórnum og þátttaka í kórnum hefur haft gífurleg áhrif á það fólk, aukið skilning þess á tón- list. Kórinn hefur verið okkur meira virði en Ingólfur kannski gerir sér grein fyrir sjálfur", segir Kristinn Sigurjónsson, sem hefur sungið í kórnum og setið í stjórn hans. „Ég hélt stundum að hann væri klikkað- ur að ætla sér sumt af því sem gert hefur verið. Kórfélagar undruðust það oft, að hann náði miklu meira út úr fólki en það taldi sig geta. Þessi hæfileiki er aðeins örfáum gefinn. Hann er einn mesti lista- maður landsins. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum“, segir Kristinn. Aðrir eru ekki jafn hrifnir. „Manni finnst hann aldrei fara troðnar slóðir“, segir einn söngvari af gamla skólanum. „Þetta er leið- inlegt frá professional sjónarmiði. Það er alltaf þessi bægslagangur og tilstand í kringum allt sem hann gerir, þessi undirtónn af minni- hjá góðum amatörum. Það er skelfilegt að sjá hann stjórna. En það er merkilegt hvað hann nær miklu út úr söngvurunum", segir þessi söngvari. Kristinn Sigmundsson segir að Ingólfur hafi haft mikið að segja fyrir sig sem söngvara, hann hafi veitt sér tónlistarlegt uppeldi, sem hann sé þakklátur fyrir. „Ef Ingólf- ur hættir, þá hættir kórinn líka að vera til. Það kemur enginn í staðinn fyrir hann“, segir Kristinn. En rétt eins og Ingólfur þáði vöggugjafir af sínum foreldrum hafa hans börn erft sitthvað af hæfileikum föðurins. Þannig hafa fjórar dætur hans og Ingu Þorgeirs- dóttur lagt út á tónlistarbrautina. Þorgerður Ingólfsdóttir hefur fetað hvað fastast í fótspor föður síns og leitt annan kór í fremstu röð ís- lenskra kóra: Hamrahlíðarkórinn. Rut og Inga Rós Ingólfsdætur leika í Sinfóníuhljómsveit íslands og Unnur María hefur einnig Iagt tón- listina fyrir sig. Ingólfur Guðbrandsson hafði í hvggju að leggja Pólýfónkórinn niður fyrir fimm árum en hann var taíinn af því. „Það eru ekki fyrir- sjáanleg nein kaflaskipti hjá mér núna“, segir hann. „Ég berst áfram þessari baráttu. Ég er sáttur við líf- ið, heilsuhraustur og ég er aftur tek- inn til við heilsurækt. Ég er að fara suður á völl núna að rabba við síð- ustu farþegana til Portúgal í sumar. Ég ætla að taka nokkrar myndir líka. Ég er bara mjög hress og ánægður“. Gœði og verð sem koma á óvart! r*'l í Munchen er nú 149. í 1 októberfest þeirra Bæjara S hafið með pomp og prakt. Svo skemmlilega vill til að íslenska hljómsveitin Mezzoforte mun troða upp meðan á hátíðinni stendur í höfuðborg Bæjaralands, nánar til- tekið á morgun föstudag. Verða tónleikar þeirra haldnir í tónleika- skemmunni Alabamahalle. Miin-. chen er fyrsti viðkomustaðurinn á hljómleikaferð Mezzoforte um V-Þýskaland og hyggjast þeir gera stans í sjö öðrum þýskum borgum. Þá munu þeir koma fram í eigin sjónvarpsþætti sem gerður var í Englandi en verður sýndur um gervallt Þýskaland. Þess má að end- ingu geta að íslenskum sjónvarps- áhorfendum gefst kostur á að berja piltana í Mezzoforte augum í sjón- varpsþætti sem tekinnverður upp hér á landi í byrjun nóvember.... Nærmynd 5 tíma aflögu í annað hvorki í fyrir- tækið né kórinn. Þessar sögur eru yfirleitt sagðar af fólki sem þekkir ekki Ingólf". Um kvennamál sín almennt hafði Ingólfur þetta að segja: „Hvað er líf án ástar. Það er eins og sólarlaus dagur. En mín ástamál eru mitt einkamál. Ég held að konum hafi yfirleitt ekki leiðst í návist minni. En veistu um einhverja sem hefur þurft að vérjast mér? Ég get ekki tekið þetta slúður nærri mér. Mannorðsþjófnaður er víst ekki refsiverður glæpur hér á landi, en hefur þú hitt einhvern, sem þekkir mig og talar illa um mig? Ég hef reynt að gera mikið fyrir marga og aldrei lagt stein í götu fólks, en það er þessi öfund og rætni og þetta illa umtal sem er svo ofarlega í íslend- ingum. Þetta er eitt af leiðinda- brennimerkjum smáborgaraþjóð- félagsins. Það er eins og að þeir sem ekki lifa ævintýrin sjálfir þurfi líka að hafa eitthvað sér til skemmtunar. Mér þykir samt vænt um þetta fólk, ég fyrirgef því og vorkenni því. Einn viðskiptavinur minn sagði niðri á máttarkennd sem er svo algengur Sigurðar Hákonarsonar láttu nú loksins verða af því skelltu þér í dans kennum alla almenna dansa óþvingað og hressilegt andrúmsloft innritun og allar nánari upplýsingar daglega frá kl. 10-19 V BARNA-UNGLINGA OG FULLORÐINSKENNSLA

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.