Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 9
9
1^1 b! __
irinn F'mmtudagur 29. september 1983
Sýning Ingunnar Benediktsdóttur í Norraena húsinu — að vinna
við gler og skapa listaverk úr því hér hlýtur að vera fram úr hófi heill-
andi, vegna þess hvað glerið er hér algengt í óeiginlegri mynd, segir Guð-
bergur m.a. í umsögn sinni.
Gler er ekki aðeins efni sem
hægt er að sjá í gegnum, heldur er
það líka efni sem speglar. Gler er
afar andlegt efni. í hinu gagnsæja
gleri er einhvern veginn eilífðin.
En í speglinum er guðdómurinn,
vegna þess að maðurinn getur séð
sjálfan sig í honum og svo virðist
sem spegillinn sjái ekki manninn
þótt mynd hans sé í honum.
Börn hafa það gjarna á tilfinn-
ingunni að eilífðin sé í klakanum,
að í honum leynist endaleysið,
vegna þess að hann erefnisemer
jafnframtannaðefni. Og þetta
efni hindrar hvorkisjóninané hug
arflugið. Gott er að hugsa and-
spænis gleri og klaka.
í glerinu er hvort tveggja,
hindrun og hindrunarleysi. Glerið
vekur ógurlegan fögnuð en um
leið endalausa sorg, vegna þess að
það hindrar þótt í því virðist vera
eintóm víðátta og efnisleysi. Gler
vekur þess vegna gríðarlega heift.
Fátt er jafn heillandi og það að
brjóta rúðu eða gler almennt.
Glerið er þá áþekkt dauðanum.
Brotið gler verður brotið um aldur
og ævi. Þótt það sé límt á ný með
lími sem límir allt, límir það ekki
brotin sem fóru um hugann þegar
efnið brotnaði. Flestum er kunn
sú gríðarlega kvöl sem vaknaði
við það að kær hlutur brotnaði,
og það að búa við hann límdan:
hvað það er hræðilegt og letjandi
að umgangast límda hluti.
Flestu í fari mannsins er hægt
að líkja við gler.
Einmitt þess vegna þykir börn-
um, og jafnvel fullorðnum líka,
gaman eða ævintýraríkt að brjóta
rúður, einkum í gömlum auðum
húsum, heyra hvernig glerið hryn-
ur með undarlegri tónlist. Um leið
er veðrunum hleypt inn í húsið og
ekkert biður þess nema eyðilegg-
ing og dauði.
Að vinna við gler og skapa lista-
verk úr því hér hlýtur að vera fram
úr hófi heillandi, vegna þess hvað
glerið er hér algengt í óeiginlegri
mynd. í flestum íslendingum er
glersál, brothætt, gagnsæ, og hún
sendir frá sér veikan hljóm þegar
hún brotnar. Sálin í okkur brestur
ekki með háum hvelli. Hún er frá-
leitt i munninum á okkur.
Og loftið hér er svo tært og út-
sýnið mikið, einkum á haustin, að
endaleysið i glerformi virðist
hvelfast yfir landinu. Viðnámið er
hætt að vera til, hugurinn mætir
engri mótstöðu, efnið er horfið úr
efnisheiminum. Þess vegna er svo
hjákátlegt að hlusta á landsmenn,
en einkum þó að lesa dagblöðin
sem þrefa látlaust um efnahag
sem þau hafa ekkert vit á. Enda er
slikt þref ekki raunverulega i eðli
íslendingsins sem er andlegs eðlis.
En samleikur auðvalds og afbak-
aðs sósíalisma hefur breytt munni
manna í þvaðrandi peningabauk
nirfils.
Síðan kemur veturinn og breyt-
ir öllum vötnum í gler. Og í vetrar-
glerinu eru óteljandi myndir. Til
þess geta glerlistamenn leitað en-
dalaust. Og ekki ætti að skorta
glugga til að láta í „frumlegar"
rúður, rúður í líkingu við högg-
myndir, þykkar rúður líkar frost-
bólgu, áþekkar svelli þar sem í
haf a. frostnað hinir ólíklegustu
hlutir. En gluggar nútímans mega
ekki líkjast kirkjugluggum, gler-
listin \erður að leysa sig frá þeim
anda „vínbaraskreytinga“sem þjá-
ir hana. Svo ekki sé minnst á þá
hörmung sem hefur fylgt glerlist
nútímans og á rót sína að rekja til
hóruhúsaskreytinga í bandarísk-
um kvikmyndum og eru allar í
Nýja stílnum frá því um aldamót-
in.
Nýi stíllinn spratt að mestu upp
úr kenningum Ruskins og Willi-
ams Morris um að vega með
handverki gegn iðnframleiðslu;
listin átti að taka náttúruna sér til
fyrirmyndar, einkum jurtir, fléttu
vefs og grasa. Slíka fléttu sáum
við á gólflista í salnum á Kjarvals-
stöðum, á sýningu Hagsmuna-
samtaka myndlistarmanna um
daginn og var hún þar notuð i
táknrænni merkingu: sameinandi
afl. Nýi stíllinn hafði líka rík áhrif
á glerlist, skartgripagerð, líkt og á
verk Lalique, þar sem hið ódýra
gler hlaut gildi dýrmætustu gim-
steina.
Óm af öllu þessu er hægt að
heyra í íslenskri glerlist, hjá Leifi
Breiðfjörð, einkum í glerlistaverk-
um hans, ekki í gluggum, hjá
Brynhildi Þorgeirsdóttur, Ing-
unni Benediktsdóttur sem nú sýn-
ir í Norræna húsinu, og hjá Borg-
hildi Óskarsdóttur, en list hennar
eða hönnun er þó fremur í ætt við
tákn eða með „vitsmunalegu“
ívafi;
Nyi stíllinn breski leitaði síðan
að útrás í breskri hönnun sem
kennd er við Curwen studio. Því
miður eigum við ekkert samein-
andi afl heldur barnalega úlfúð,
og því leita íslenskir listamenn í
formleit sinni út fyrir landstein-
ana. Hér ríkja engar ólíkar skoð-
anir innan listanna, engin vits-
munaleg átök eða frumstæðir
kraftar takast á. Listin og þá list-
sköpunin um leið hefur að mestu
lent í höndum linra barna betri-
borgaranna. í stað þess að fara í
hundana hella þeir sér út í listirn-
ar. Sálfræðingarnir á geðveikra-
hælunum útskrifa líka sæg af li-
stamönnum á hverju ári. Öllum li-
num er beint inn á „listabrautina“
í leit að sjáfsvitund. Ef foreldrar
lenda í vandræðum með „við-
kvæm“ börn sín þá er þeim strax
beint inn á listabrautina. „Nú geta
allir málað“, sagði auglýsingin
þegar plast-satín-gúmímálningin
kom fyrst á markaðinn.
Og auðvitað hafði Hörpusilkið
rétt fyrir sér.
Verst er að Ingunn Benedikts-
dóttir sem sýnir nú í hinn hálf-
gerða Norræna líkhúsi skuli ekki
hafa búið til glerlíkkistu og lagt
húsið í hana, enda virðist það sofa
löngum þyrnirósarsvefni á and-
lega sviðinu, þótt því stjórni kona
sem áður veitti líklega forstöðu
hinni miklu menningarstofnun í
Finnlandi sem mig minnir að heiti
Hænuhanahólmurinn.
Mér er sagt að Norræna líkhús-
ið fái engar fjárveitingar, allar
norrænar fjárveitingar fari nú í
það að styrkja indíána í Suður-
Ameríku til að fara í vettvangs-
kannanir inn í frumskóginn, und-
ir leiðsögn skandinavískra félags-
meðvitaðra náttúruverndar-
manna.
er enn í fullu fjöri. Kynnt? ókynnt?
Þú mátt velja.
9.05 Leitin að vagnhjóli. Væntaniega
steinaldarfrásögn. Varþað kannski
fyrr? Guðrún Jónsdóttir hefur lestur
eigin þýðingar á barnasögu. Afleiö-
ingar bombunnar.
10.35 Það er svo margt aö minnast á.
Eöa: Hve grænn varstu dalur og nú
er hún Reykjavík stekkur. Torfi
Jónsson fer i minnisleik.
14.00 Katrin trá Bóra. Hún var ekki að
slóra. Hún Clara Schreiber, þegar
hún schreibaöi þessa sögu.
19.50 Við stokkinn. Þó ekki gapastokk-
inn, heldur hinn. Anna Kr. Brynjúlfs-
dóttir segir hughreystandi sögur.
20.45 Skáldkona frá Vesturbotni. Skál i
botn. Hjörtur Pálsson og sænska
skáldkonan Sara Lidman. Endur-
tekiö efni.
21.30 Kór Lögmannshlíðarkirkju. Lög-
hlýöinn kór þaö. Og svo syngur
hann á tónleikum. Fyrir noröan.
Margt skemmtilegt.
Laugardagur
1. október
8.20 Morguntónleikar. Hver grefillinn!
Rosalegt. Hann Grevillus er meðal
stjórnendanna. Upp,upp min sál.
Ég læt slmann vekja mig.
10.25 Óskalög sjúklinga. Veivakandi og
friskur. Lóa meö hafragrautnum og
súrmjólkinni Guðjónsdóttir kynnir
vonsælustu lögin, vinur í raun og
svoleiðis.
11.20 Sumarsnældan. Sverrir Guðjóns-
son er kominn með skegg. Hann er
oröinn fulloröinn. Ég man svo vel
eftir honum þegar hann var tólf.
15.00 Um nónbil í garðinum. Hafsteinn
Hafliðason garðyrkjupoppari ham-
ast í arfanum.
16.20 Ég, þið, hin. Náungakærleikur og
félagsleg umhyggja. Eru það yrkis-
efni unga mannsins, Jóns Tryggva
Þórssonar.sem hér les eigin kveö-
skap?
16.25 Þriggja sókna túr. Nýsieginn og
bakaður alþingismaöurinn og viö-
talasmiöurinn víökunni ræðir við
Eyjaguttann meö undrahattinn.
Skyldu þeir ræöa sjóinn?
19.35 Óskastund. Séra Heimir Steinsson
dreifir óskastundum sínum um víö-
an völl. Bjartsýni er betri en meöal-
hóf.
00.05 Fréttir. Dagskrárlok. Nú sígur
svefninn sælar sálir áhá....
Sunnudagur
2. október
10.25 Út og suður. Enn fer einhver út að
suöa, ekki er það Friðrik Páll.
Skemmtilegir feröaþættir.
11.00 Messa. Nú er þaö Garðakirkja. Er
hún i Garöariki?
13.30 Sporbrautin. Allttekurenda. Spor-
brautin líka. Hún fer nú af braut.
Örn Ingi og Óli Torfa i síðasta sinn.
16.25 Þessir dagar. Ójá, þessir dagar.
Þreytandi. Skáldið Bjarni Halldórs-
son.
16.30 Væöing. Siguröur Á. Friöþjófsson
rithöfundur les eigin smásögu.
Smásaga.
18.00 Það var og. Þráinn nýbúinn aö
frumsýna, hress og kátur. Til ham-
ingju.
20.35 Handknattleikslýsing. Hemmi
Gunn segir frá glimu Víkings og
Kolbotten I Höllinni. Hvoru liöinu
tekst aö sigra?
21.15 Merkar hljóðritanir. Tæpast merki-
legt þaö.
23.00 Djass. Harlem 2. þáttur. Jón Múli
Árnason frá Múla segir frá 150 ára
gömlu ferðalagi. Hressari en
nokkru sinni.
llíÓÍII ★ ★★★ framúrskarandi
★ ★ ★ ág*t
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
Bíóhöllin:
Get Crazy (Vertu klikk). Bandarísk
kvikmynd, árgerð 1983. Leikendur.
Malcolm McDowell, Anna Björns-
dóttir, Allen Goorwitz. Leikstjóri:
Allan Arkush.
Söguþráðurinn og útfærslan á hon-
um er kvikmyndalegt rugl. Ágúst
Guömundsson og Stuðmenn gætu
kennt aöstandendum Get Crazy ým-
islegt um þaö hvernig kvikmynda á
rokk og gleði.
— GA
Laumuspil (They All Laughed).
Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982.
Leikendur: Audrey Hepburn, Ben
Gazzarra, John Ritter. Leikstjóri:
Peter Bogdanovic.
Létt grínmynd um kynduga náunga
sem stofna leynifélag til að komast aö
því hvort eiginkonurnar haldi fram hjá
þeim. Slíkt getur aldrei gengiö grin-
laust.
Svartskeggur. Disney-mynd fyrir
bróðurpart fjölskyldunnar.
Utangarðsdrengir. (The Outsiders).
Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit:
Kathleen Knutsen Rowell eftir bók
S.E. Hinton. Kvikmyndataka:
Stephen H. Burum. Tónlist: Carm-
*en Coppola (faðir leikstjórans).
Leikendur: C. Thomas Howell,
Ralph Macchio, Matt Dillon o.fl.
Leikstjóri: Francis Ford Coppola.
Þetta er spennandi strákasaga með
slagsmálum, sorg, hetjudáðum og
dauöa. Og svo auðvitað stelpum,
þeim miklu örlagavöldum. ***
— LÝÓ.
Allt á floti. (Take this Job and Shove
it). Bandarísk kvikmynd. Árgerð
1982. Aðalhlutverk: Robert Heys,
Barbara Hershey, David Keith, Art
Carney, Eddie Albert. Leikstjóri:
Gus Trikonis.
Þessi grinmynd fjallar um bjórbrugg-
ara og lögmál frjálsrar samkeppni hiö
vestra.
Sú göldrótta. (Bedknotes and
Broomsticks) Walt Disney mynd.
Aðalhlutverk: Angela Lansbury og
Roddy McDowell. Lelkstjóri: Robert
Stevenson.
í þessari er einn sá mesti kappleikur
sem sést hefur lengi. Myndin er bæöi
leikin og teiknuð.
Bekkjarklfkan. (National Lampoons
Class Reuníon). Bandarísk, árgerð
1983. Leikendur: Gerrit Graham,
Stephen Furst, Fred McCarren.
Leikstjóri: Michael Miller.
Þessi mynd er framhald Delta klik-
unnar sem sýnd var hér fyrir nokkrum
árum. Nú á klikan 10 ára afmæli og
taka þá hinir fyndnustu hlutir að ger-
ast.
Regnboginn:
Spanskflugan (Spanish Fly). Bresk
gamánmynd. Leikendur: Leslie
Philips, Terry-Thomas.
Bráöskemmtilega skemmtileg háös-
mynd, tekin á Spáni. Meistari skops-
ins mættur i slaginn.
Átökin um auöhringinn (Bloodline).
Bandarísk kvikmynd. Leikendur:
Audrey Hepburn, Ben Gazzara,
James Mason. Leikstjóri: Terence
Young.
Hepburn ieikur táningsstúlku, orðin
fertug. Annað er eftir því. Peningar,
ekkert nema peningar.
Fæða guðanna (Food for the Gods).
Bandarísk kvikmynd. Leikendur:
Ida Lupino og fleiri.
Fantasia um efni sem stækkar allt,
jafnvel rottur.
Beastmaster. Ny bandarísk kvik-
mynd. Leikendur: Marc Singer,
Tanya Roberts, Rip Torn. Leikstjóri:
Don Coscarelli.
Ekta ævintýramynd. Galdrar. Æöstu-
prestar. Hraustur ungur maöur, leik-
inn af hinum karlmannlega Marc
Singer, fæöist úr beljukviði, en er fneö
arnaraugu. Æöstuprestar....?
Annar dans (Andra dansen).
Sænsk kvikmynd, árgerð 1982.
Handrit: Lars Lundholm. Leikend-
ur: Kim Anderzon, Lisa Hugoson,
Siguröur Sigurjónsson, Tommy
Johnson. Leikstjóri: Lárus Ýmir
Óskarsson. * * *
i myndinni ríkir sterk Ijóöræn skynjun
og umfram allt er hún uppfull af
skemmtilegheitum. Lárus Ýmir sýnir
umtalsverðan listrænan þroska, fyrir
utan tæknilegt vald á miðlimum.
— ÁÞ
Rauðliðar (Reds) Bandarisk, árgerð
1981. Handrit: Trevor Griffith, Warr-
en Beatty. Aðalhlutverk: Warren
Beatty, Diane Keaton, Jack Nichol-
son, Maureen Stapleton.
...Beatty hefur óneitanlega unniö
verulegt leikstjórnarafrek meö vold-
ugum sviðsetningum á viöamikilli
sögu. * * * — ÁÞ.
Nýja bíó:
Nýtt lif. islensk kvikmynd, árgerð
1983. Leikendur: Eggert Þorleifs-
son, Karl Ágúst Úlfsson o.fl. Hand-
rit og leikstjórn: Þráinn Bertelsson.
Nýjasta íslenska myndin. Um tvo
hressa stráka sem halda til Eyja i leit
aö nýju lifi. Ævintýri viö hvern þorsk.
Frumsýnd á föstudag.
Háskólabíó: ***
Tess. Bresk-frönsk, árgerö 1980.
Handrit: Gérard Brach og fleiri.
Leikendur: Nastassia Kinski, Peter
Fieth, Leigh Lawson, John Collin.
Leikstjóri: Roman Polanski.
Fyrst og fremst mynd sem gleður
augaö. Hver rammi myndatökunnar,
lýsing, búningar og leiktjöld eru sem
sjálfs.tætt málverk.
— im
Countryman (Sveitalubbinn).
Bresk, árgerð 1982. Leikendur:
Countryman o.fl. Leikstjóri: Dickie
Jobson.
Tónlist Marleys undir mynd um nátt-
úrubörn á Jamaica, þar sem flugvél
meö Cia-manni hrapar. Samspil tón-
listar, náttúru og manns.
Bíóbær:
Polyester. Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Divine, Tab Hunter.
Leikstjóri: John Waters.
Ilmandi gamanmynd um offitu og
sambúðarvandamál i hjónabandi.
Fyrsta mynd sinnar tegundar. Komiö
og finnið alla góöu heimilislyktina.
Undrahundurinn. Barnamynd um
furðulegan hund, ekki óöan. Barna-
sýningar á laugardag og sunnudag.
Tónabíó: **
Svarti folinn (The Black Stallion).
Bandarísk, árgerð 1980. Leikendur:
Kelly Reno, Terl Carr, Mickey
Rooney. Leikstjóri: Caroll Ballard.
Þetta er nokkuö skemmtileg mynd.
Strákurinn er góður, sömuleiðis hest-
urinn og Mickey Rooney. Helst mætti
finna aö einhvers konar taugaveiklun,
sem gætir í klippingunni.
- LÝÓ
Laugarásbíó:
The Thing. Nýleg bandarisk kvik-
mynd. Aðalhlutverk: Kurt Russell,
A. Wilford Brimley, T.K. Carter.
Leikstjóri: John Carpenter.
Frækilegur leiðangur til Suöurheim-
skautslandsins. Þeir eru ekki einir.
Þaö er annar. Auk hans kemur við
sögu isaldarskrimsl sem fer hund úr
hundi.
Stjörnubíó:
Hinn ódauðlegi (Silent Rage).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Chuck Norris.
Spennandi karatemynd fyrir áhuga-
menn.
Gandhi. Bresk-indversk kvikmynd.
Árgerð 1983. Handrit: John Brlley.
. Lelkendur: Ben Kingsley, Candlce
Bergen, Edward Fox, John Gielgud,
Trevor Howard, John Mills, Martin
Sheen. Leikstjóri: Richard Atten-
borough. ***
„Prýöiskvikmynd sem er löng, en
ekki leiðinleg. Merkilegur hluti sam-
tímasögunnar, sem er fegrun, ekki
lygi. Óvægin sjálfsgagnrýni Breta,
sem gerir þeim mögulegt aö liöa bet-
ur á eftir, eins og katólikka, sem er ný-
búinn aö skrifta."
— LÝÓ.
Tootsie. Bandarfsk kvikmynd, ár-
gerð 1983. Lelkendur: Dustin Hoff-
man, Jessica Lange, Terry Garr,
Charles Durning. Leikstjóri: Sidney
Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum
I aöalhlutverkinu og sýnir afburða-
takta sem gamanleikari. Tootsie er ó-
svikin skemmtimynd. Maður hlær oft
og hefur lítið gleöitár i auga þegar
upp er staðið. * * *
— LÝÓ
Nýja bíó: ***
Poltergeist. Bandarísk, árgerð
1982. Handrit Steven Spielberg,
Michael Grais, Mark Victor. Leik-
stjóri: Tobe Hooper. Aðalhlutverk:
Jobeth Williams, Craig T. Nelson,
Beatrice Straight.
...þeir keyra hryllinginn áfram með
sívaxandi þunga og yfirburða tækni,
sem lauslega dregnar persónur og
nokkur væmni ná ekki aö eyöileggja."
— AÞ.
Austurbæjarbíó:
Leyndardómurinn (Sphinx). Banda-
risk, árgerð 1982. Leikendur: Les-
ley-Anne Down, Frank Langella,
John Gielgud.
Fornminjaleiðangur i Egyptalandi og
ýmislegt kemur á óvart. Gettu hvaö.
MÍR-salurinn:
Á sunnudag kl. 16 veröa sýndar þrjár
stuttar myndir um ferðalög Islendinga
til Sovét. Elsta myndin er frá 1954 og
sjást þar nokkrir þjóökunnir landar.
Siðan er mynd frá heimsókn þing-
manna fyrir nokkrum árum og loks frá
heimsókn Geirs Hallgrimssonar er
hann var forsætisráðherra.
Kvikmyndaklúbbur
Alliance Francaise:
Klaustrið i Parma (La chartreuse de
Parme). Frönsk kvikmynd, árgerð
1947. Leikendur: Gérard Philippe,
Maria Casares. Leikstjóri: Christ-
ian-Jacque.
Eftir frægri skáldsögu Stendahls.
Sýnd i Regnboganum 29. sept. og 5.
og 6. okt. kl. 20.30.