Helgarpósturinn - 29.09.1983, Síða 12

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Síða 12
12 Fimmtudagur 29 „Ef við skoðum söguna sjáum við að flest leikrit eru skrifuð af körlum og þau lýsa heim- inum frá sjónarhóli karla. Það eru mjög fáar konur sem hafa skrifað klassísk leikrit, það er helst á síðustu árum sem þær hafa sent frá sér leikverk. Þari við bætist að um 80% af leik- hlutverkum eru karlhlutverk, en 60% af íslensku leikarastéttinni eru konur. Leikritin sýna allt of einhæfa mynd. Að mínum dómi á leikhúsið að vera spegill samtímans og það dugar ekki að láta karlana eina um að lýsa til- finningum kvenna, þó að margir og merkileg- ir höfundar hafi auðvitað gert það vel. Við viljum örva konur til að skrifa leikrit og semja tónlist. Þó að sumir karlar segi reyndar að konur geti■ ekki skrifað laglínu, trúi ég því ekki. Við viljum stuðla að því að listakonur úr mismunandi greinum vinni saman og síðan ætlum við leikkonurnar að koma verkinu á framfæri á okkar hátt. Ég fór fyrst að hugsa um kvennaleikhús fyrir nokkrum árum þegar ég vann í leikhúsi úti í Bretlandi, nánar tiltekið í Cardiff. Þá kom þangað 50 kvenna leikhópur sem kallar sig Spiderwomen frá Bandaríkjunum. Það gustaði um leikhúsið við komu þeirra. Svo fór ég að ræða þetta við Sólveigu Halldórsdóttur leikkonu, en við höfum unnið mikið saman, bæði hér heima og í Bretlandi. Kvennaleikhús er nokkuð sem ég hef ætlað mér að setja á stofn lengi og nú er loksins komið að fram- kvæmdum". Þið eruð komnar af stað og búnar að fá höfund til að skrifa fyrir ykkur? „Já, Nína Björk Árnadóttir situr þessa dag- ana við að ganga frá leikriti sem er skrifað sér- staklega fyrir okkur. Það byggist að nokkru leyti á ljóðabálki sem birtist í síðustu bók hénnar Svörtum hesti í myrkri. Við fórum þannig að, að ég kom að máli við Nínu og gaf henni upp lista yfir fimm leikkonur sem mig langaði að vinna með. Afraksturinn er að koma í ljós. Við erum að leita að húsnæði, eins og allir þeir sem reyna fyrir sér með leik- hópa. Við fáum inni í Gerðubergi og Félags- stofnun stúdenta. Við hugsum okkur að Ieita samstarfs við kvenfélögin og byggja sýning- una þannig upp að hægt sé að ferðast með hana“. .... . Þá kemur þessi klassíska spurning hvernig þið ætlið að fjármagna fyrirtækið? „Við gerum okkur vonir um að fá styrk af því fé sem ætlað er leikhópum og stefnum að því að geta greitt laun“. í gegnum árin hafa leikhópar komið og far- ið. Þeir detta upp fyrir ýmissa hiuta vegna og aðrir koma í staðinn. Hefurðu einhverja ástæðu til að halda að kvennaleikhús eigi langt líf fyrir höndum? „Það verður framtíðin að leiða í ljós. Við erum að koma í framkvæmd draum sem lengi hefur búið með okkur sumtim og það er alltaf þess virði að reyna. Á meðan slíkir hópar spretta upp er leikhúsið með lífsmarki, það er nauðsynlegt að leita stöðugt nýrra leiða og nýrra forma. Ég vil taka það fram að við erum ekki að stofna leikhús til höfuðs stofnana- leikhúsunum, frekar að víkka út það leikstarf sem hér fer fram. Það ættu ýmis form að geta þrifist hlið við hlið. Slík leikhús geta tekið upp verk sem ekki passa stofnanaleikhúsunum, t.d. hefur Stúdentaleikhúsið sýnt verk og dag- skrár sem annars færu ekki á fjalirnar“. Stúdentaleikhúsiö vel á minnst. Þú áttir hlut að fyrstu stóru sýningu þess merka leik- húss sem hefur haldið lífinu í listelskum í rigningatíðinni í sumar. Hvernig var að vinna að „Bent“ og hvernig vinnur þú yfirleitt sem leikstjóri? „Ég byrja á því að lesa leikritið rækilega og geri mér hugmyndir um hvað ég vil fá út úr verkinu. Síðan er að finna rétta fólkið í hlut- verkin. Við lesum verkið saman og „analyser- um“ það, en það verður að viðurkennast að ég er ekki mjög snjöll í slíku. Ég vinn út frá til- finningum mínum og held áfram þar til ég fæ það út sem ég vil fá. í sýningu Stúdentaleik- hússins á Bent, kynnti ég mér nasismann. Hér er biblían mín í þeim fræðum The Rise and Fall og the third Reich. Það var mjög skemmtilegt að vínna þessa sýningu með þess- urn stór'a 50 manna hóp. Þarna var aðeins einn lærður leikari, hitt var allt áhugafólk, næstum því eintómir karlmenn. Ég vildi eiga hlut að því að koma Stúdentaleikhúsinu af stað og það verður ekki annað sagt en að það hafi tekist. Það er fullt af lífi. Ég sá Beckett- sýninguna nánast þá sömu og Stúdentaleik- húsið setti upp úti í Bretlandi undir stjórn Becketts sjálfs. Þar gengu áhorfendur út, en hér var uppselt á allar sýningar og öllum fannst ofsagaman. Það er gaman að velta fyr- ir sér hvers vegna svona hlutir gerast. Hér er fólk tilbúið til að koma á sýningar, sumir bara fyrir forvitnis sakir. Hvers vegna skyldi það ekki gilda lika um kvennaleikhús sem hefur margt að segja?“ Við höfum alveg sleppt ættfræðinni og uppruna þínum og best að við höldum okkur við þá stefnu, en hvað um feril þinn? Hvernig kom það til að þú snérir þér að leiklistinni? Ég tilheyri þeirri kynslóð leikhúsfólks sem ekki átti í neinn leiklistarskóla að venda. Þeir JÍBlg jai-- „pústurinn 1983 Heiprpðsl: infli Bjarna voru dottnir upp fyrir þegar ég var að velta fyrir mér framtíðinni. Upphaflega langaði mig til að verða málari, en ég komst fljótt að raun um takmarkaða hæfileika mína á því sviði. Ég held að það hafi, verið 1967 sem neistinn kviknaði. Þá kom Odinleikhúsið frá Holsterbro í Danmörku hingað, mér fannst það alveg stórkostlegt og ég man að ég gekk út af sýningunni full gleði yfir því að svona nokkuð væri til, list eins og þau voru að túlka. Sýning þeirra höfðaði beint til tilfinninganna. Eg fór til Kaup- mannahafnar að læra leiktjaldagerð eftir þetta og þar tók ég þátt í að stofna leikhóp með íslendingum sem bjuggu þar. Þá voru í borginni t.d. Helga Hjörvar sem nú er skóla- stjóri Leiklistarskóla Islands, Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur, Signý Pálsdóttir leikhússtjóri á Akureyri o.fl. Þarna voru ýmis fræ að spíra. Við settum upp leikrit og sýnd- um í Jónshúsi. Þar með var bakterían alvar- lega komin á kreik. Síðan kom ég heim og átti hlut að öðrum leikhópi, þá sýndum við t.d. Jóðlíf eftir Odd Björnsson sem síðar var sýnt í sjónvarpi. Svo lá leiðin í nám til Bretlands. Þar var ég um skeið við vinnu sem lærlingur í Shakespeartilraunaleikhúsi sem ferðaðist um Evrópu. Síðan vann ég með eiginmanni mínum fyrrverandi í Cardiff og víðar að upp- setningum og leik, en það var auðvitað hann sem fékk kredit fyrir þau störf. Á þessum árum vorum við að gera tilraunir með hreyfi- leikhús. Við tókum ýmis klassísk leikrit t.d. Shakespeare og reyndum að túlka þau á nýjan hátt með hreyfingum, dansi og svo textanum. Við vildum brjóta upp formið og leita nýrra leiða til að túlka textann, en með árunum varð textinn æ mikilvægari. Um tíma bjuggum við hér heima og settum þá upp Fröken Júlíu eftir Strindberg. Okkur var boðið til Bretlands og á listahátíðina i Bergamo á ítaliu með Júlíu og í kjölfar þeirra sýninga var okkur boðinn styrkur við leikhúsið í Cardiff og við fengum Texil: Mrlslfn Ásigelrsdðiiir M er ekki ai piata áhc Bjallan hringir tvisvar. Meða til dyra, horfi ég á umhverfið af Lindargötuna. Það er hérna fyr vill skipuleggja blokkabyggð. Þórarinsson tónskáld hleypir m kona kemur hlaupandi niður sti að hitta. Leifur fer eitthvað út ekki alvarlegt viðtal. Við setju kaffi, bleksterkt með heitri mj hægt að byrja. Mér hefur borist kvennaleikhús ásamt fleiri leikl þau áform.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.