Helgarpósturinn - 29.09.1983, Qupperneq 24
24
r»l Hilmar Hélgason situr ekki
f J auðum höndum þessa dag-
•J' ana. Fyrirtækið Sölusamtök-
in sem hann á í kompaníi við Ásgeir
Hannes pylsusalá Eiríksson hefur
nú krækt sér í umboð á sérstöku
efni í pilluformi sem drýgir elds
neyti véla um 10%. Pillan fræga er
framleidd af Bell Laboratories í
Bandaríkjunum og er Hilmar ný-
kominnþaðan þar semhanntryggði
sér umboðið fyrir ísland — og öll
Norðurlönd. Hilmar tók með sér til
USA íslenskan sérfræðing í diesei-
vélum sem þrautreyndi ágæti pill-
unnar, því áform Sölusamtakanna
er ekki aðeins að pilluna megi nota
í bensíntanka bifreiða heidur einnig
í dieselvélar og vélar sem brenna
svartolíu, m.ö.o. að koma skipaflot-
anum á pilluna. Banaaríska fyrir-
tækið heitir Hilmari 2.5 milljón
dollara tryggingu fyrir skemmdum
á vélum af völdum eldsneytispiil-
unnar...
% 1 Hilmar ferðast ekki aðeins
f~ J um Bandaríkin þessa dagana.
y Hann er einnig nýkominn
úr mikilli Norðurlandareisu þar
sem hann lagði drögin að söluneti
blómafræfla í Skandinavíu. Sölu-
samtökin eru nefnilega með umboð
fyrir öll Norðurlöndin og hyggjast
nú selja blómafræfla eftir sama
sölumannakerfi og hérlendis. Nú er
að sjá hvort Skandinavar taki jafn
vel í fræflana eins og íslendingar,
því við étum 10 sinnurn meira af
blómafræflum en Bandaríkja-
menn, miðáð við höfðatöiu.:.
f
Það eru fleiri en Steingrímur
Hcrmannsson sem kaupa
undir sig „litla jeppa“. Á
dögunum var keypt eitt stykki
jeppi, ekki af lakari sortinni, undir
forstjóra Mjólkursamsölunnar.
Samsalan borgaði og fjárfesti í ieið-
inni í öðrum bíl, sem er til brúks
fyrir yfirverkstjóra Mjólkursam-
sölunnar. Ólygnir segja að einlabíl-
ar í eigu Mjólkursamsölunnar en til
notkunar fyrir yfirmenn séu sextán
talsins...
r« '<i I haust mun væntanleg á
f J markaðinn hljómplata sem
J hefur að geyma lög eftir dr.
Gunnar Thoroddsen en sem kunn-
ugt er var hann ágætur lagasmiður
og hljóðfæraleikari. í fyrstu var
ætlunin að fá Róbert Arnfinnsson
til þess að syngja inn á plötuna, en
hætt var við það og mun hófanna
hafa verið leitað við Sigríði Ellu
Magnúsdóttur og Kristin Sig-
mundsson. Þá munu þeir Gunnar
Thoroddsen og Ólafur Ragnarsson
hafa verið byrjaðir á annarri sam-
talsbók sem koma átti út fyrir jólin.
Þar mun einkum hafa verið fjallað
um átökin í Sjálfstæðisflokknum
og stjórnarmyndunina, svo og
stjórnarsamstarfið. Óvíst mun
hvort af útgáfu bókarinnar verður
Fimmtudagur 29. september 1983
_Helgai---
_pðsturinn
Sitthvað forvitnilegt er að
I frétta af vetrardagskrá sjón-
yl varpsins. — Af innlendu
frétta- og fræðsluefni er það að
segja að 9. október verður sýndur.
þáttur sem nefnist Land í mótun,
hinn síðasti í myndaflokknum um
náttúru íslands sem íslenska sjón-
varpið lét gera. — Seint í nóvember
hefur að öllum líkindum göngu
sína nýr þáttur í sjónvarpinu og er
ætlað að heita Úr menningarlífinu -
eða eitthvað þvíumlíkt. Útvarpsráð
á þó eftir að ganga frá því máli.
Þættinum yrði ekki ætlað að koma
inn á svið Gluggans, þar sem listir
sitja í fyrirrúmi, heldur skal hér
fjallað um menningarlífið á breið-
um grundvelli: um tunguna,
heimilismenningu, móralinn i land-
inu o.s.frv. Það er Sigurður Gríms-
son sem á að sjá um þennan þátt, ef
af verður..
V 1 Ráðherrar og bílar hafa, auk
1 Labradorhundahættunn'ar,
y verið eitt helsta fréttaefni sl.
viku. Við megum til með að bæta
um betur. í sumar brá Sverrir
vegna fráfalis dr. Gunnars. Þess má
einnig geta að dr. Gunnar mun hafa
unnið að gerð bókar um mælskulist
og ræðumennsku að undanförnu....
V 1 Þeir vinsælu skemmtikraftar
f~J Jörundur Guðmundsson og
y Laddi (Þorhallur Sigurðsson)
sem s.l. vetur skemmtu gestum
Þórscafés með Þórskabarett svo-
kölluðum munu í vetur flytja sig
um set og verða með kabarett á
Hótel Sögu eftir áramót. Þeir hafa
fengið til liðs við sig tvo unga leik-
ara, Pálma Gestsson og Orn Árna-
son, sem báðir hafa leikið með
Revíuleikhúsinu í Gamia bíói. Ný
hljómsveit mun þá taka við af
Ragga Bjarna og félögum sem lengi
hafa verið sem hluti af innrétt-
ingunni í Súlnasalnum og mun
Magnús Kjartansson stjórna henni.
Forráðamenn Þórscafés leita hins
vegar núna að öðrum skemmti-
kröftum til að taka við Þórskaba-
rett....
Herntannsson iðnaðarráðherra sér
í veiðitúr. I túrinn var fenginn vænn
Range Rover-jeppi á bílaleigu. Sagt
er að hann hafi kostað litlar 25.000
krónur i þrjá sólarhringa. Þegar
maður nokkur spurði bilaleiguna
hvort ráðherrann hefði borgað úr
eigin vasa eða hvort allt hafi farið á
reikning ríkisins,var svarið: Ja,
hvað heldur þú?...
771! Kaupmannasamtökin efndu
f I til fundar s.l. miðvikudag
y með Davíð Oddssyni borgar-
stjóra. Þar voru til umræðu lóða-
mál í nýja miðbænum, en sem
kunnugt er vill Hagkaup fá að reisa
þar gríðarmikinn stórmarkað. Á
fundinum gerðust þau tíðindi að
kaupmenn samþykktu ályktun þar
sem farið var fram á frestun lóðaút-
hlutunar, en Davíðsmenn leggja
kapp á að afgreiða málið. Kaup-
menn bentu á mikinn umferðar-
þunga sem myndi skapast á svæð-
inu og það að iítil þörf væri á stór-
markaði á þessurn stað, auk þess
sem kanna þarf kostnað. Þá kom
einnig fram að hentugra væri að
stórmarkaðir væru í útjaðri borgar-
innar og var t.d. bent á Ártúnsholt-
ið. Umsókn Hagkaups er til um-
fjöllunar í skipulagsnefnd og bend-
ir allt til þess að fyrirtækið fái Ióð-
ina nema Sjálfstæðismenn taki sig
til og virði vilja kaupmanna sem
reyna að vernda hag sinna manna
gegn þessum stóru...
Vangaveltur eru um það
f J innan Sjálfstæðisflokksins
að Geir Hallgrímsson,
formaður og utanríkisráðherra,-
muni ekki taka við þingsæti sem
varamaður Ellerts Schram. Hann
muni aðeins sitja þing sem ráðherra
en sæti Ellerts taki Guðmundur H.
Garðarsson ....
Hjörtur Pálsson, dagskrár-
f~ 1 stjóri útvarps, hefur um
y ársskeið verið í leyfi frá störf-
um og hefur í hans sæti setið Ingi-
björg Þorbergs. Núna um mánaða-
mótin snýr Hjörtur hins vegar aftur
og tekur upp þráðinn við Skúla-
götuna....
rf Heyrsthefuraðhópuráhuga-
f~ I samra bifreiðaeigenda sé nú
y að kanna möguleika á stofn-
un nýs hagsmunafélags bifreiðaeig-
enda. Telja viðkomandi að félags-
starf í FÍB sé heldur betur í lægð um
þessar mundir og félagið hafi nán-
ast ekkert gert síðan efnt var til
flautukonsertsins fræga-annað en
að stofna ferðaskrifstofu,þótt tölu-
vert væri til af slíku fyrir. Segja við-
komandi að eina lífsmarkið með
FÍB sé útgáfa Öku-Þórs, en lög fé-
lagsins séu hins vegar þannig að þau
tryggi fámennum hópi manna völd
í félaginu sem séu nánast óhnekkj-
anleg,vilji þeir sitja. Einhver órói
mun annars innan FÍB um þessar
mundir og mun framkvæmdastjóri
félagsins, Hafsteinn Villielmsson,
hafa látið af störfum en Hafsteinn
var jafnframt framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofu félagsins. Hefur
enginn verið ráðinn í hans stað,
a.m.k. ekki enn....
fT'f Á annan í jólum verður
I væntanlega mikið meein-
y prógramm: Skaftáreldar.
Umsjón hafa þeir Ómar Ragnars-
son og Magnús Bjarnfreðsson,
gamalreyndir sjónvarpshaukar.
Þátturinn mun spanna bæði sögu-
legt og náttúrufræðilegt svið, og er
sagt að Magnús sé þar meiri í
byggðum, en Ómar í óbyggðum...
Helsti ráðgjafi við gerð þáttanna
var Sigurður heitinn Þórarinsson
jarðfræðingur, en fráfall hans
breytti miklu um alla framvindu
þeirra. Þó verður eflaust athyglis-
vert að sjá viðtal við hann sem var
tekið inni í Lakagígum þar sem
hann segir sögu Skaftárelda frá
jarðfræðilegu sjónarmiði,- — Ára-
mótaskaupið á gamlárskvöld verð-
ur ef að líkum lætur með svipuðu
sniði og síðast og í umsjá sömu
aðila; en það eru þeir Andrés Ind-
riðason og Þráinn Bertelsson. —
Loks er að geta stikluþáttar á ný-
ársdag sem Ómar Ragnarsson ann-
ast. Nú er það torfbær í Skagafirði
sem hann hefur grafið upp; mun
hann spjalla við merkilega einsetu-
konu sem þar býr. Vonandi lætur
hann þó ógert að spyrja hvort hún
viti hvað banani er....
. . . af ylvolgu þríggja koma
körfubrauðunum frá Samsölubrauðum
.
Omissandí brauð til morgunverðar
— jafnt og í nestispakkann.
Hollusta og grófleíki einkenna nýju
þríggja koma körfubrauðín.
- ■
■M f*'h. r. £
m,
-
t
*
i