Helgarpósturinn - 10.11.1983, Side 5
Harpa kvenplötusnúður
☆ Diskótekarar eða plötu-
snúðar eru vaxandi stétt
manna, enda ekki fáir
skemmtistaðir og sam-
komuhús sem bjóða ein-
vörðungu upp á tónlist af
grammófóni til að hafa ofan
af fyrir gestum sínum.
Undan þessu kvarta tón-
listarmenn auðvitaö sár-
lega, en unga fólkið lætur
sérvel líka. í veitingahúsinu
Safari við Skúlagötuna er
eitt fullkomnasta diskótek
landsins og þar sitja við
stjórnvölinn hjónaleysin
Ásgeir Bragason, stórdans-
ari og fyrrum trommuleikari
Purrks Pillnikk, óg unnusta
hans Harpa Karlsdóttir. Við
á Helgarpóstinum vitum
ekki betur en Harpa sé eini
kvenplötusnúður á íslandi.
Hún hóf diskótekarastörf í
Sigtúni fyrir rumu ári, lék
síðan fjölbreytta rokktónlist
á Borginni um skeið, en
leikur nú beljandi fönk og
diskó á spegladansgólfinu í
Safari.
Áður en útsendarar
Helgarpóstsins kvöddu
Hörpu Karlsdóttur varð hún
fúslega við þeirri bón að
spila uppáhaldslagið okkar
— auðvitað Gráa fiðringinn
með Stuðmönnum með til-
heyrandi Ijósasjói. ★
☆ Fer um þig hrollur þegar
þú skriður uþþ í ískalt rúm-
ið á kvöldin? Gleymirðu að
ylja rúmið upp með hita-
poka eða flösku eins og
gert var í gamla daga? Nú
er komið ráð við þessu og
það er að finna í versluninni
Hof sem að öðru jöfnu sel-
ur prjónagarn og stramma.
Lausnin er hitalak úr poly-
ester. Það er eins konar loð-
feldur sem hitnar skömmu
eftir að lagst er upp I og
heldur Kkamshita alla nótt-
ina; þú hefur eins konar
hitapoka undir þér. Lakið ku
vera einkar gott fyrir gikt-
veika. Það fæst í stærðum
70x150 cm og 150x150 cm
og kostar 540 kr. og 822 kr.^
☆ Við sögðum í siðasta
HP frá velgegni myndar Lár-
usar Ýmis Óskarssonar, -
Annar dans, I „sænska ósk-
arnum“
Guldbaggen,
þar varð hún I
þriðja sæti i
svonefndu
gæðamati yfir
myndir síð-
asta árs. Nú
getum við
glaðst yfir þv( að íslending-
ur á einnig hlut I þeirri
mynd sem varð númer tvö,
— heimildarmynd Stefan
Jarls.Hefnd náttúrunnar.
Það er Einar Bjarnason
kvikmyndatökumaður sem
lengi starfaði í Sviþjóð en
er nú fluttur hingað til
lands og tók m.a. kvikmynd-
ina Skilaboð til Söndru sem
frumsýnd verður fyrir jól.
Einar var aöstoðarkvik-
myndatökumaður við gerð
Hefndar náttúrunnar.... AF
URRR >
Enn af Janis Carol
☆ Helgarpósturinn hefur
verið iðinn við það upp á
síðkastið að flytja fréttir af
Janis Carol — Carol Niels-
son kallar hún sig reyndar
núorðið — á leiksviði í
Lundúnum.
Þar syngur
hún þessa
dagana aðal-
hlutverk i
„Song and
Dance“,
frægum
söngleik
Andrew Lloyd Webbers,
höfundar „Jesus Christ
Superstar", „Evitu“ og
„Cats“. Dansað er og sungið
í Palace Theatre, einu
stærsta og þekktasta leik-
húsinu í
West—End. Til gamans
birtum við nú þessa mynd
sem okkur barst nýskeð af
framhlið leikhússins með
nafninu Carol Nielsson
skráðu logandi Ijósum. ★
Umsjón:
Egill Helgason og Jim Smart
Burstafell er flutt
í nýtt rúmgott húsnæði að Bíldshöfða 14.
Nú erum við í næstu nálægð við öll helstu
nýbyggingasvæði Reykjavíkur og með bættri aðstöðu
bjóðum við aukna þjónustu og vöruval.
Góð aðkeyrsla — Næg bílastæði.
Eftir 20 ára veru í Smáíbúðahverfi
þökkum við íbúum hverfisins ánægjuleg
samskipti á liðnum árum og bjóðum þá velkomna
til viðskipta á nýjum stað.
BURSTAFELL
Byggingavöruverslun Bíldshöföa 14,
Símar: Verslun 38840/Skrifstofa 85950
Það er næstum alltaf opið
ALLIR
BÍLAR
TEKNIR
INN
Opið frá ki. 8—21 — opið í hádeginu — um helgar
— laugardaga ki. 9 — 19 — sunnudaga ki. 10—12
og 1—19.
Höfum mikið úrval af nýjum og sóluðum hjólbörðum
undir flestar gerðir fólksbifreiða.
Tölvustýrðar
jafnvægisstiHingar.
HJOLBARÐA-
VERKSTÆÐI
SIGURJÓNS
HÁTÚNI2A-SÍM115508^
HELGARPÖSTURINN 5