Helgarpósturinn - 10.11.1983, Síða 12

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Síða 12
GRÁSÍÐA Ekki þekkja allir sína hœnu Skáldum er gjarnt að grípa til líkinga. Að þessu leyti og á ýms- an annan hátt líkjast þau Jesúsi (Hvernig sem stafsetningin á nafni hans kann að vera er and- lega lífið hið sama, sagði biskup- inn) og nota eins og hann dæmisögur. Góð skáld eiga í fór- um sínum ótal líkingar og marg- brotnar dæmisögur. En þegar hið mikla og velheppnaða sálmaskáld Matthías Jóhannes- sen er tekinn tali í morgunút- varpinu og spurður um málefni sinna manna þá grípur hann ævinlega til sömu líkingarinnar: eggsins og hænunnar. Skáldrit- stjórinn er ekkert að ausa úr lík- ingasjóði sínum í morgunsárið. Þó er skáldið aldrei syfjað og ekki morgunsvæft heldur gætt MorgunVilja, eins og annað skáld sagði. Sú er skoðun skáldsins Matthíasar að Morgunblaðið hafi verpt hinu mikla tvíblóma eggi, Þorsteini Pálssyni. Tvíblómi þessi er nú formaður Sjálfstæðis- flokksins og heitir að láta hundr- að blóm vaxa í flokknum og þjóðfélaginu. En mörgum finnst vera maókeimur af slíkum lof- orðum, enda er „hundraðblóma- loforð" Maós mörgum enn í fersku minni. Tvíblóminn Þorst- einn Pálsson neitar harðlega og kveðst vera kominn úr hinni réttu hænu, hagvaxtarhænunni. Nú er það staðreynd að eng- inn hvítliði er til án rauðliða og enginn rauðliði án hvítliða, og eins er með eggin: ekkert egg er til án eggjahvítu og eggjarauðu. Þess vegna fara saman eggja- hvíta og eggjarauða. Sumir halda því fram að sömu pólitísku litirnir séu ævinlega í stjórn- málaegginu, engri hænu hafi enn tekist að verpa græningja- eggi, grasrótareggi, þverhænu- pólitík. Þó eru þverhænur til og þverir hanar, og eggin ævinlega með hænuunga í sér eða hana, og sama er að segja um stjórn- málin. Það fer ekki á milli mála að útungunarvélin hjá Morgunblað- inu er stöðugt í gangi. Mörg eru fúleggin en frjóvgast samt og fúl- hænur og fúlhanar fæðast. A tímabili ungaði blaðið út þeim unghænum og unghönum, holdakjúklingum sem ollu klofn- ingi í Sjálfstæðisflokknum. Engin skýring hefur fengist nema sú að skurnin hafi verið sprungin eða brostið við rangt hitastig í flokksvélinni. Klofningshugsunin kom oft fram sem tvíblómi vær.i eða vottur af honum en var getulaust gal í einblóma flokki. Þá verpti hænan tvíblómanum Þorsteini Pálssyni sem sameinar klofningsöflin, með fagurgala sínum. Hið fljótheppna fremur en seinheppna sálmaskáld Morgun- blaðsins gefur ótvírætt í skyn með orðum sínum að blaðið sem það stýrir sé einskonar hænsna- kofi og flokkurinn sem fylgir blaðinu, Sjálfstæðisflokkurinn, sé þá sú hæsnastía sem ungarnir úr útungunarvél blaðsins fara í við fyrsta hanagal, eða hænukvak. Er þetta orðheppni hjá unga- hænunni eða er hún að ausa yfir sig sínum eigin hæsnaskít með skáldlegum en óviðeiðandi hætti? Um það skal ekki fjallað hér. En margir vilja eiga sinn þátt í tvíblómanum Þorsteini Pálssyni. Svarthöfdi hrósar egginu en gefur í skyn að hann eigi sinn þátt í útunguninni. Og viðbrögð tvíblómans virtust gefa tii kynna að ekki þekki allir sína hænu,, að hann haldi að sum egg fæðist af sjálfu sér, eingetnu eggin, hæna komi þar hvergi nærri. Þá eru umræðurnar komnar á svipað stig og þegar Bísansinn féll. Meðan ríkið liðaðist sundur voru stjórnmálamenn, fræði- menn, kirkjunnar menn, vitring- arnir, skáldin og stjórnmála- mennirnir ekki aðeins að deila um kynferði englanna, hvort englarnir væri kvenkyns eða karlkyns (deilurnar voru þáttur í kvenna- og karlabaráttu þess tíma: hinir jarðnesku karlenglar kváðu engla himinsins vera af sama kyni og þeir en kvenengl- arnir sögðu þá vera kvenkyns) heldur logaði allt í deilum meðal hinna menntuðu stétta um, hvort hefði komið á undan egg- ið eða hænan. Sumir sögðu hænan, aðrir sögðu eggið. Úr hverju kom eggið? Úr hænunni. Er þá eggið ekki forveri hæn- unnar? var spurt. En hver verpti egginu? spurði þá andstæðingur- inn. Hænan. Vitringarnir, hagfræðingarnir, stjórnmálamennirnir komust að engri niðurstöðu í hinum hörðu deilum, hins vegar féll Bísansinn á meðan og almenningur svalt. íslenskar umræður eru gjarn- an eitthvað í ætt við þær bísant- ísku og við hugsum með ein- hverjum ógurlegum hænuhaus sömu moðhugsunina sem berst úr Morgunblaðinu, blaði allra landsmanna. Næstum enginn Is- lendjngur er ósnortinn af hænsnakofamenningunni þar. Margir þekkja þó ekki hænuna sína, halda að þeir séu róttæk egg, en ef skurnin er brotin utan af hegðun þeirra og hugsun koma hvítan og eggjarauðan í ljós. Eggjarauðan er ríkjandi í æsku, en svo tekur hvítan við þegar eggið vill fara að koma undir sig fótunum og gagga eða gala. Svo eru til ýmsir Islendingar sem virðast vera eins konar allrahænuungar. Þeir æða á milli hænanna. Og það er svo undar- legt að í hænsnakofum stjórn- málanna hér á landi eru gerð kraftaverk: Hæna sem hefur verpt eggi getur skilað egginu aftur og eggið „verpir sér inn í hænuna" en hænan verpir ekki þessu eggi fyrr en eftir talsverð- an tíma „meðan eggið er að hagnast inni í hænunni." Þá verpir hænan hagvöxnu eggi, og eggið „verpir sér óðar inn í næstu hænu.“ Slíkar eru furður íslands. Þær leysa gátuna miklu: Hænan verpir egginu og eggið verpir sér inn í hænuna, hagvex jDar, hænan verpir því, það verpir sér á ný, frá hænu til hænu meðan þjóðarhænan og heimurinn stendur. Heimurinn sem er á- þekkur egginu, með eggjarauð- liða í æsku en hvítliða að kvöldi, í sama íhaldsegginu. MATKRAKAN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Morölsk dœmisaga harmrœn Nóvember hlunkast áfram og skammdeg- ið setur skynjun manns æ þrengri skorður. Margir komnir á árvissan bömmer og kenna um myrkri og vondri ríkisstjórn (myrkra- völdum). Þetta orsakasamhengi kann að vera rökrétt, svo langt sem það nær. En til eru syndir sem illgerlegt er að skrifa á reikn- ing skammdegis og ríkisstjórnar. Ein þeirra synda er sjálfsfyrirlitning eða sjálfsvan- ræksla sú sem felst í því að láta ofan í sig hvers kyns ómeti í hugsunarleysi, oft undir því yfirskini (og í trausti þess) að líkaminn sjái um sig sjálfur, það sé andlega fóðrið eitt sem skipti máli: góðar bókmenntir og kvik- myndir, góður „andlegur" félagsskapur; líkaminn sé aðeins ómerkilegt sálarhulstur, ekki þess virði að hugarorku sé eytt í að velta vöngum yfir hans hvimleiðu gerviþörf- um. En sé þessa hulsturs ekki gætt ver það sálina ekki sem skyldi, hún verður fyrir; hnjaski og getur eitrast, og að lokum rifnar1 hulstrið utan af henni og skilur við hana varnarlausa og sjúka. — Mörgum þeim er þetta lesa mun áreiðanlega þykja þetta óþörf orð um sjálfsögð sannindi, og er þá vel; hinum kæringarlausu langar mig hins vegar að segja eftirfarandi sögu af því hvernig B-vítamínskortur lék grátt velviljað fólk og andríkt, í þeirri von að einhverjir láti af villu síns vegar. Sagan af Fridmeyju og Guövardi Vinafólk mitt Friðmey og Guðvarður hófu sambýli fyrir tveimur árum, þá komandi bæði úr svoköliuðum föðurhúsum þar sem þau höfðu lítt þurft fyrir lífinu að hafa. Þau eru bæði jafnréttissinnuð og kúltíveruð, hún myndlistarmaður, hann leikari, bæði bók- menntalega sinnuð og allt það. Þau hafa ver- ið barnlaus þar sem þau héldu að barn myndi leggja stein á framabraut þeirra og torvelda þeim að ná hinu langþráða jafnrétti kynjanna. Liður í þeirri jafnréttisbaráttu var að hvorugt skyldi stjana undir hinu, t.a.m. með því að hafa til mat ofan í hitt, heldur skyldu þau borða hvort fyrir sig það sem þeim hentaði best, þegar og þar sem þeim hentaði best. Þetta þýddi kjörbúðasamlokur og skyndibitastaðamat víðs vegar um bæinn eftir því sem sviðsetning frama og kynjajafn- réttis krafðist, Orafiskibollur úr dós þegar þau litu inn til mömmu og pabba í kurteisis- heimsókn. Þegar sambúð Friðmeyjar og Guðvarðar hafði staðið nær óslitið í tvö ár — að undan- skildum nokkrum dramatískum fýluköstum þar sem þau nutu þess að bregða sér í reiði- ham og syndga út um bæinn — brá svo við að Guðvarður var að æfa hlutverk í leikrit- inu Að lokinni langþráðri garðveislu. Hlutverk hans krafðist óhemju einbeitingar þar sem hann átti að rymja bööööö sem ölóður væri á ólíklegustu stöðum í sýning- unni. Sérdeilis illa gekk honum að baula á réttum stöðum á meðan hann var að hjálpa einni leikkonunni að afklæðast á einkar ljóð- rænan hátt. Upp úr þessu fór að bera á þunglyndisköst- um hjá Guðvarði og þess á milli var hann uppstökkur með afbrigðum, þannig að vesa- lings leikstjórinn varð að láta hann skipta um hlutverk; þannig hrapaði Guðvarður úr hlutverki baulandi menningarvita niður í hlutverk kynhverfðrar gengilbeinu sem átti aðeins tvær replikkur í stykkinu. Eftir frum- sýninguna fór að bera á útlimaskjálfta hjá Guðvarði, hann missti og ekki einungis matarlyst heldur Iystina að lifa. Það var með herkjum að Friðmeyju tókst að drösla hon- um fram á klósett á morgnana, sem hún hætti fljótlega þar sem við hans vesöld bætt- ist hægðateppa. Nú hætti Friðmeyju að lítast á blikuna og kallaði á lækni. Eftir að hann hafði þreifað Guðvarð og þuklað, reitt af honum hár og skoðað í smásjá, kvað hann upp úrskurð: „B- vítamínskortur, nánar tiltekið tíamíns, Bl. Tíamín köllum við læknar oft „móralska vítamínið". Orkugjafi heila og miðtaugakerfis er ein- göngu glúkósa í líkamanum. Fái heilinn ekki dagskammtinn sinn af tíamíni tekur hann að sljóvgast, menn verða þunglyndir og upp- stökkir og hætta að lokum alveg að geta ein- beitt sér. Langvarandi tíamínskortur veldur því að menn eru síþreyttir, missa matarlyst, léttast og hægðateppast fyrr en varir. Loka- stigið er beriberi — taugakröm. Guðvarður þessi á skammt í það“. Læknirinn horfði á Friðmeyju kippast til á sjúkrabeðnum sem í vöðvakrampa væri, virti fyrir sér hálfþurr olíuportrett af dapur- legum konum í kröm. Að þessum hryggðar- myndum séðum setti hann sig í landsföður- legar stellingar og þrumaði: „B-vítamín- skortur hjá Islendingum er þjóðarskömm. Við, með allan okkar grút og lýsi. Á hverju nærist þið eiginlega?!" „Á blóði, svita og bökuðum baunum", svar- aði Friðmey angistarfull og féll svo föl og tekin í beðinn til tíamínsjúks sambýlismanns síns. Læknirinn hristi hægt höfuðið og grét sölt- um tárum. Ráðrúmsins vegna get ég ekki rakið þessa harmsögu öllu lengur. Ég get þó glatt ykkur með þeim tíðindum að þau Frið- mey og Guðvarður eru á batavegi — njót- andi minnar forsjár og læknisins — og iðrast þess sáran að hafa forsmánað sálarhulstrið og byggt á bökuðum baunum í jafnréttisbar- áttunni. í framtíðinni ætla þau að lifa sam- kvæmt boðorði Krists: „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“. „Moralen er..“ Moralen er ikke „tag du konen med nár du skal gá ud efter 01", heldur: farið saman og kaupið fisk og grænmeti sem þið síðan eldið saman í bróðerni, og: skálið í lýsi á hverjum morgni, því þar er tíamín að fá! Ég mæli með að þið sjóðið fiskinn upp á gamla mátann í þetta skiptið, og borðið kartöflur og hamsa- tólg með. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.