Helgarpósturinn - 10.11.1983, Síða 14

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Síða 14
eftir Ingólf Margeirsson — Hvað viltu með svona sögu, Þórarinn? „Þetta er voðalega stór spurning... og auðvitað svara ég henni ekki. “ Meira fœst ekki upp úr Þórarni Eldjárn um hina nýju skáldsögu hans KYRR KJÖR. Að sinni. Hann hugsar sig þó um meðan undir- ritaður bíður nánari svara, segir loks: „Eg er fyrst og fremst að skrifa sögu. Ég er höfundur. Höfundur skrifar, stundum svona sögu, stund- um aðra.“ Síðan teygir hann sig í kaffibollann. í KYRRUM KJÖRUM segir frá Guðmundi skáidi Bergþórssyni sem aðeins er frjáls maður í draumum sínum og skáldskap. í veruleikanum liggur hann máttvana og bjargariaus í flatsæng sinni innan um bækur og skriffæri; með einan styrkinn í vinstri handlegg, frá olnboga og fram í fingurgóma. Guðmundur ákvæðaskáld eignast brenni- merktan þjóf sem vin og líkamlega hjálpar- hellu. Báðir þrá þeir frelsið og eygja það í Sjálfum Pálma Purkólín, dvergi sem býr í steini og geymir gull og smyrsli er geta gert skáldið alheilt. I sögu sinni fléttar Þórarinn saman þjóðsögum, sögulegum heimildum og skáldskap i margræðan vef. Líkt og kvæði Þórarins, erindi og rímur er saga hans margbytna, grafin kjöllurum og ranghölum þótt yfirborðið virðist oft slétt og látlaust. Þessi lýsing gæti reyndar átt við um Þórarin sjálfan. Hann er ekki maður mikill að líkam- Iegum burðum, hógvær og fámáll, einkum um eigin persónu, en býr yfir andlegu gulli og smyrslum líkt og dvergurinn Purkólín. En heitt skal kveða svo dvergurinn komi út úr steininum. Þórarinn virðist ráða í þessar hugsanir, því hann segir um leið og hann leggur frá sér bollann: ,,Ég hef ekki áhuga á að skrifa skáldsögu sem er öll á yfirborðinu. Vörðuð leið til lífshamingju. Ég kýs að textinn liggi á sem allra flestum plönum. Ég stefni að þessu meðvitað, ýja auk þess að enn öðrum plön- um sem lesandinn fær að spúla. Auðvitað er svo líka á bak við allt jafnheiðarleg og heil- brigð nautn og sú gamla góða „Lust zu fabu- lieren' .sem Goethe talaði um. Skáld og aumingjar —KYRR KJÖR tekur mid af þjósögum og sögulegum heimildum, lítur þú á hana sem sögulega skáldsögu? „Ekki geri ég það nú. Hún er miklu frekar ósöguleg. Ahistórískur róman. Eða science- fiction sem snýr öfugt. Ég lít svo á að öll tímabil; nútíð, fortíð og hugsanleg framtíð séu jafneðlilegur vettvangur fyrir sögu, og það var nánast tilviljun að 18. öldin framan- verð varð fyrir valinu. Kveikjan að bókinni var kannski fyrst og fremst maðurinn Guð- mundur Bergþórsson, og hann var uppi þá“. Og nú þagnar Þórarinn á nýjan leik. — Af hverju fékkstu áhuga á Gudmundi Bergþórssyni? „Mér fannst hann svo merkilegur. Fatlaður og óskólagenginn alþýðumaður sem náði svona langt þrátt fyrir kröm. Eða kannski vegna hennar. Og eitt er athyglisvert: hann var atvinnurithöfundur alla sína tíð, sá eini í landinu". — Atvinnurithöfundur, þad ert þú líka. Sérðu kannski sjálfan þig í Guðmundi? „Areiðanlega að einhverju leyti. Við erum kollegar". Þögn. — Styrkur ykkar liggur í krafti orðsins? „Æ, ég er hræddur um að Guðmundi hefði þótt heldur Iítill kraftur í mínum yrkingum. Enda er ég fæddur eftir að rafíýsing var komin á víðast hvar í sveitum. En eitt má hugleiða: Það hefur verið mikið um það í ís- lenskum bókmenntum að sýna skáldið sem aumingja. Menn sem eru skáld eiga að vera fyrirlitnir fyrir það. Menn sem eru fullfrískir líkamlega og leggjast í skáldskap og annan ræfildóm áð mati almennings. í veruleikan- um er þessu alveg þveröfugt farið með Guð- mund Bergþórsson. Hann er líkamlegur aumingi, en rís af því hann er skáld og hlýtur virðingu fyrir". Hyldýpin tvö — Hvernig fannst þér að eiga við skáld- söguformið? „Það er viðurhlutameira en ljóð og smá- sögur; gleypir mann meira og krefst meira úthalds. Það er erfiðara að halda öllum þráð- um saman". Við sötrum kaffið áfram um hríð. Svo leið- ist umræðan inn á höfunda og bókmennta- fræðinga. Þorarinn grettir sig. „Ég er höfundur og lætur það best að skrifa. Svo eru náttúrlega til bókmennta- fræðingar og gagnrýnendur og þeirra hlut- verk er að flokka hlutina og fiffa þeim til þannig að hægt sé að tala um stöðu bók- menntanna og þróun“. — Því hefur verið fleygt að skáldsagan sé dauð? „Það getur verið að Skáldsagan sé dauð — hafðu það með stóri essi — en margar skáld- sögur eru lifandi. Það er illa komið ef bók- menntafræðingar tala eins og tískuhönnuðir um það hvort verk séu realismi eða fantasía. Það minnir mig alltaf á yfirlýsingar eins og „I ár eru buxurnar þröngar og pilsin síð". Ég er svo frumstæður að það eina sem skiptir mig máli er hvort bækur eru vel eða illa skrifaðar. Það er algjör misskilningur ef menn halda að það sé hægt að krækja sig aft- an í línu eða stefnu og vera þar með stikkfrí. Vissulega má þannig fá hljómgrunn í nokkur ár, en svo er það iíka búið. Höfundar eiga aldrei að láta gagnrýnendur ráðskast með sig. Bókmenntafræðingar eru mjög þarfir, en Brandesarkomplexinn getur verið stór- hættulegur". Nú er Þórarinn farinn að ná sér á strik. „Höfundar verða að finna í sjálfum sér, eða hjá nánum vinum og vandamönnum, ein- hvern þann mælikvarða sem segir þeim hvenær þeir eru á réttri leið. Aðeins þannig geta þeir varast hyldýpin tvö, hrokann og beiskjuna, sem eiga það til að fylgja sigrum og ósigrum á rithöfundarbrautinni". Og hann heldur áfram eftir stutt hik: „Ánnað atriði sem snertir bókmenntafræð- inga. Þeir eru svo gjarnir á að reyna að búa til kynslóðaskipti. En slík skipti gerast bara ekki þannig að klippt sé á eina kynslóð og önnur taki við um leið. Þær skarast. Hlálegt dæmi er til frá Sviþjóð þar sem það komst upp í vana að flokka skáld eftir áratugum. Skáld 3., 4., 5., 6. og 7. áratugarins. Um ára- mótin 69—70 biðu svo allir spenntir, en þá klikkaði eitthvað og skáld áttunda áratugar- ins birtust aldrei. Samt var nóg um yrkingar. Sennilega hefur flokkunarkerfið verið orðið úrelt. Á Islandi var meinið hins vegar lengi það að skáldin eltust ekki. Atómskáldin voru alltaf talin ung og menn rönkuðu ekki við sér fyrr en flest þeirra voru komin á sextugsald- ur. Nú er greinilegt að fræðimenn ætla ekki að láta sömu gleymsku endurtaka sig. Mig minnir að ég sæi í blaði um daginn að Pétur Gunnarsson væri talinn einn af eldri höfund- unum. — Þórarinn, þú ert ekki aðeins skáld — heldur einnig menntaður bókmenntafrœð- ingur? Þórarinn vill greinilega sem minnst um þessa fortíð sína tala. „Júúú... Nei, ég er nú enginn bókmennta- fræðingur. Það er svo langt síðan ég lauk því námi að ég þyrfti að fara í endurhæfingu. Er orðinn það gloppóttur í fræðunum. Annars lesa rithöfundar og bókmenntafræðingar allt öðruvísi en annað fólk; þeir eru búnir að glata sakleysi venjulegs lesanda. Rithöfund- urinn fer til dæmis alltaf að hugsa: „Hvernig hefði ég nú skrifað þetta? Eða hann fyllist öfund — og hugsar sem svo: „Helvíti, af hverju datt mér þetta ekki í hug?“. Þórarinn starir út í loftið. „Kannski ég sé nú dálítið þessi gamli bóka- sákleysingi undir niðri, þrátt fyrir allt. AHa vega þykist ég fá þau skilaboð gegnum þykkan og Iagskiptan hjúp af spiliingu, að það séu að gerast skemmtilegir hlutir í ís- lenskum bókmenntum". — Eins og ..? „Einar Már Guðmundsson, Anton Helgi, Einar Kárason. Svo þessir eldgömlu jaxlar: Sigurður Pálsson, Pétur Gunnarsson, Stein- unn Sigurðardóttir, Einar Guðmundsson og fleiri. Það tekurJdví varla að nefna háaldraða menn eins og Olaf Jóhann, Hannes Péturs- son og Þorstein frá Hamri; eins og ég sagði þá eru árgangar rithöfunda að verða stuttir. Eins og hjá loðnunni. Hvað lifir hún lengi?“. Og nú kemur hið gamalkunna glott háð- fuglsins Þórarins í ljós. Undirritaður gengur á lagið. Skrípaþrá — Svo ertu þjóðfrœgur húmoristi, Þórar- inn? „Eitt af því leiðinlegasta sem til er, eru leið- inlegar bækur. Ég vil mjög ógjarna verða til að fjölga þeim. Humm. Ég hef haft sérstaka öryggisventla þar sem þessari skrípaþrá er gefinn laus taumurinn. Þetta þykir nú mörg- um frekar ófínt, en það er ekkert við þessu að gera“. Þögn. „Enda er það mjög ófínt". — Finnst þér tilveran hlœgileg? „Nei, alls ekki. En það er hægt að bregðast við tilverunni á margan hátt. Eg hugsa að sú afstaða að geta brugðið sér í skrumskælingu sé nauðsynleg. Hún hefur alltaf fylgt mann- kyninu. Höfundur er oft sá maður sem horfir á og sýður saman það sem hann sér og heyrir. Ég held það sé hættulegt að taka mannanna vafstur of alvarlega. Daglegt mannlíf á ég við. Oft er þetta eins og partur úr leik. Sá sem flöskustúturinn bendir á. Allt þetta má ekki taka alvarlega, þá verður maður ruglaður. En ég er ekki að tala um persónulegar raunir og harma og hremmingar sem margir fá að reyna. Að því leytinu er tilveran síður en svo hlægileg. — Hvernig er að vera rithöfundur í dag? „Ekki kvarta ég. Ég ákvað sjálfur að verða rithöfundur og ekki við neinn annan að sak- ast. Hvar ætli ég hefði lent ef ég væri ekki rit- höfundur?" Þórarinn hugsar sig um. „Jú, ætli ég væri ekki menntaskólakenn- ari. Það væri eflaust gott, langt sumarfrí — rithöfundar eiga aldrei frí — en varla mundi ég vilja skipta; rithöfundurinn fæst við sköp- un. En að komast af fjárhagslega er eilíft vandamál og verður eflaust aldrei leyst. Ég vil að rithöfundar sameinist um að efla launasjóð rithöfunda. Þar þiggja þeir enga ölmusu, heldur fá aftur örlítið brot af sölu- skatti sem ríkið leggur á bækur. Reyndar má bæta því við að ríkið fær stærsta bitann af bóksölu hérlendis, söluskattinn og toll af inn- fluttum efnum sem fara í bókagerð. En mér líst ákaflega illa á ríkisstyrkta rithöfunda líkt og kerfið í Svíþjóð býður upp á. „Garanterad författarlön", eins og Svíar kalla þessi tryggðu rithöfundalaun geta orð- ið rithöfundum fjötur um fót, gert ritverk þeirra háð ríkinu. Fyrir mér eru skriftir árátta. Það gilda ná- kvæmlega sömu reglur um alla sköpun, hvort sem það er föndur, smíðar, myndlist, leikur, músík, ritverk; sköpun er ákaflega ríkur þáttur í okkur öllum. Og — ritmennska er á endanum vinna með tungumálið. Máiið hefur alltaf höfðað sterkt til mín og mig hef- ur ávallt fýst að sýsla með það“. Form og tilfinning — Þú ert formfastur höfundur Þórarinn, allt að því forn í máli. Stundum er líkt ug formið beri tilfinninguna ofurliði? „Já, ég er formfastur. En aðeins sá sem hef- ur tileinkað sér form hefur leyfi til að hafna því. Ég lít á sjálfan mig sem málverndunar- mann. Hins vegar á ég enga samleið með þeim málverndunarmönnum sem eltast við dönskuslettur og vilja feiga hluti sem taka myndlíkingagrunninn og sprengikraftinn úr málinu. Um daginn var t.d. fárast yfir því að eitt dagblaðanna hafði sagt frá því að hundar hefðu slegist á Framnesveginum; það væri ekki á færi neinna að slást nema að hafa eitt- hvað til að slá með. Þetta er náttúrlega tóm vitleysa, að amast við þessu, við segjum t.a.m. að við grýtum bókum og eigum þá alls ekki við grjót í því sambandi. Ef þú lítur í slangurorðabókina sem kom út í fyrra, sérðu strax hve nýskapandi og frjótt það tungumál er. Þar er unnið mikið málverndunarstarf. Settu það að vísu í gæsalappir. Ég hef áhuga á að nota tungumálið og í ljóðum mínum hef ég sérstaklega lagt mig eftir því“. Þórarinn pírir augun og krossleggur armana í víggirðingarstöðu. „En varðandi þetta með formið og tilfinn- inguna, þá held ég að allir rithöfundar séu að reyna að skrifa þannig að form og tilfinning haldist í hendur. Framar öllu tel ég að stefna beri að ákveðnum einfaldleika, textinn verður að vera þannig úr garði gerður að hann geti ekki verið öðruvísi. Þó án þess að hann verði banall eða yfirborðskenndur. Vissulega getur það komið fyrir að rím, stuðlar og höfuðstafir taki völdin en það dug- ir ekki til lengdar". Fjölskyldufaðir úti í bœ — Þórarinn, hver ert þú eiginlega? Skáldið horfir skelfingu lostið á undirritað- an eitt andartak, tekur síðan gleraugun ofan og nuddar augun með vísifingri og þumli hægri handar, setur upp gleraugun á nýjan leik og hallar sér fram á við, syfjulegt á svip. „Já, þú segir nokkuð... Hver er ég..? Ég er nú bara fjölskyldufaðir úti í bæ, ekkert merkilegra en það. Sem persóna er ég óskaplega lítið intressant, frekar trist meira að segja". — En þú ert landsfrœgur maður. Hvernig leggst frœgðin í þig? „Eg hef aldrei litið á sjálfan mig sem neinn sérstakan frægðarmann. En stundum finnur maður að fésið er þekkt og getur á manna- mótum valdið „kveikingu í hugskoti handan við myrkvaða voga“ þú veist. Þá fer fólk oft að láta mann vita að það sé fylgst- með manni. Margir bara glaðir, og nær undan- tekningarlaust eru það gamlir Möwe—eig- endur. Flestir eru þó óánægðir og fellur mjög þungt að maður skuli vera að skipta sér af því sem þeir sjálfir mundu gera svo miklu betur, bara ef þeir gerðu það. — Ef ég þekkti þig ekkert og hefði aðeins bœkur þínar að styðjast við, vœri ég engu nœr um persónu þína. „Hummm. Þegar fólk les bækur, þá getur textínn verið allsóskyldur persónu höfund- arins. Sumir skrifa þannig að persóna þeirra skiptir máli. Ég er ekki sá höfundur. Eg segi ekkert að það sé betra eða verra. Strindberg plantaði t.d. graftarkýlum í líf sitt til að geta skrifað. Ég held að aðferðin skipti ekki máli heldur það eitt, enn og aftur, hvort menn eru góðir eða vondir höfundar. Svo rísa líka skólar, þó kannski einkum hjá þeim sem skoða bækur en fást lítið eða ekkert við skriftir. Nú eru dálítið í tísku alls kyns játn- ingabækur og úthellingalitteratúr. Ég held nú að ég muni aldrei fást við slíkt. Mér lætur

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.