Helgarpósturinn - 10.11.1983, Page 18

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Page 18
BOKMENNTIR Eru gedlœknar klikkaðir? Jóhannes Björn: Skákad í skjóli Hitlers. — Dauöamarsinn dunar enn Saga merkisbera dauöans. 126 bls. Útg.: Höfundur. 1983. Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvers konar verk er hér á ferðinni. Annarsvegar ber bókin sterkan keim af því að vera ádeilu- rit þar sem spjótum er beint að nútíma geð- læknisfræði en hinsvegar virðist höfundur leitast við að setja sig í spor sagnfræðings og rekur liðna atburði eins og til viðvörunar í nútímanum. Efnislega skiptist bókin í þrjá þætti. í fyrsta lagi er um að ræða hugmyndalegan aðdrag- anda mannkynbótafræðinnar og sögu þeirr- ar hreyfingar sem spratt upp i kringum hana á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar víða um lönd. í öðru lagi er fjallað um hvernig mannkyn- bótafræðin leiddi til fjöldamorða á geðsjúk- um og andlega og líkamlega fötluðum i Þýskalandi nasismans. í þriðja lagi er svo fjallað um afdrif þeirra manna sem stóðu að þessum fjöldamorðum og hvernig hug- myndir af svipuðu tagi eru að sækja á í nú- tímanum. Annar efnisþátturinn er langviðamestur og nær yfir bróðurpart bókarinnar. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem höfundur hefur aflað sér og hann lýsir nokk- uð kemst hann að þeirri niðurstöðu að geð- læknar í Þýskalandi hafi í rauninni notfært sér kyrfilega það pólitíska andrúmsloft sem Hitlersstjórnin skapaði til þess að hrinda í framkvæmd víðtækum tilraunum með fólk og útrýmingu geðsjúkra og bæklaðra meira og minna á eigin vegum og að nasistarnir hafi ekki átt þar neitt frumkvæði. Jafnframt er því haldið fram að geðlæknarnir, sem allir eru ,,herr professor und doktor," hafi alls ekki haft heimild stjórnvalda til þessara að- gerða. Hafi þessar aðgerðir verið undanfari Gyðingaútrýmingarherferðarinnar og stofn- anirnar sem stóðu í þessum aðgerðum hafi verið skóli og æfingabúðir fyrir böðlana í útrýmingarbúðum fyrir Gyðingana. Þarmeð er leitt að því líkum að geðlæknarnir, virtir vísindamenn og heiðvirðir borgarar, hafi verið frumkvöðlar þeirra athafna eða a.m.k. búið mjög í haginn fyrir Gyðingadrápin. Höfundur segir síðan að flestir þessir geð- læknar hafi sloppið við að gjalda fyrir glæpi sína og þeir sem komu fyrir rétt hafi skákað í því skjóli að þeir hefðu verið að fram- kvæma fyrirskipanir að ofan. Margir þeirra hafi fljótt eftir stríð orðið virtir geðlæknar og tekið við stöðum háskólakennara og mótað nýja kynslóð geðlækna. Hitler — umgengni höfundar viö heimildir með eindæmum, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni. Þannig er þetta baksvið tengt við umfjöll- un um nútíma geðlæknisfræði sem höfund- ur telur í meira lagi hæpna, í rauninni húm- búkk og dellu, og þegar allt kemur til alls stórhættulega með tiiliti til nýliðinnar fortíð- ar. Nú hef ég svo sem engar forsendur til þess að dæma um nútíma geðlæknisfræði, þó ég geri ráð fyrir að hún sé eins og önnur vísindi háð tísku og þar geti eins og annarsstaðar vaðið uppi margskonar dellur. Samt held ég að skynsamlegra væri að fjalla um þau fræði út frá þeirra eigin forsendum í samtímanum heldur en að nota tengingar af því tagi sem hér að framan er lýst, ef menn taka geð- læknisfræðina í gegn og deila á hana. Þetta er hundaiógik af svipuðu tagi og því þegar ofstækisfullir ihaldsmenn eru stundum í Morgunblaðinu að tengja hreinsanir Stalíns sáluga við stefnu Alþýðubandalagsins í skattamálum. Ef maður ætlar að skoða þetta verk sem sagnfræðiverk má vissulega hafa af því nokkurn fróðleik um aðdragandann að út- rýmingarherferðinni á Gyðingum og hvern- ig eitt leiðir af öðru í þeim efnum og um hlut menntamanna í Þýskalandi að því máli. Sú saga er alltaf og ævinlega víti til varnaðar. En hér verður að gera verulegar athuija- semdir við vinnubrögð höfundar. Ég ætla ekki að rengja það að höfundur noti bestu fáanlegar heimildir um það efni sem hann fjallar um, en umgengni hans við þessar heimildir er með eindæmum. Þrátt fyrir að bókin sé full af beinum og óbeinum tilvísun- um í hin og þessi verk heyrir það til algerra undantekninga ef vísað er til þeirra þannig að sjá megi hvaðan er tekið eða eftir hverju er farið. Vinnubrögð af þessu tagi rýra veru- lega trúveðugleika verksins. Lélgur próf- arkalestur bendir einnig til flausturslegr vinnubragða. Hótel Loftleiðir — hið nýja heimili Alþýðuleikhússins? Alþýðu- leikhúsið aftur á kreik Alþýðuleikhúsið er ekki dautt úr öllum æðum, enda þótt lítið hafi borið á því undan- farið ár. Nú standa ýmis stórvirki fyrir dyr- um og er fyrst á dagskrá frumsýning á leik- riti eftir þann þekkta kvikmyndagerðar- mann Fassbinder sem einnig fékkst við skriftir. Leikritið verður sýnt fyrst um sinn í Þýska bókasafninu og hefjast sýningar væntanlega undir lok mánaðarins. Þá er hópur undir stjórn Þórunnar Sigurðardóttur að vinna að verkefni um Skaftáreldana og er ætlunin að fara á milli skóla og sýna nem- endum. Alþýðuleikhúsið hyggst leigja sal að Hótel Loftleiðum, en ekki er endanlega ráð- ið hvaða sýning fer þar fyrst á fjalirnar. SJÓNVARP Hetja í hryllingsmynd eftir Pál Baldvin Baldvinsson Nauöug/Viljug Stjórn: Viöar Víkingsson Handrit: Ása Sólueig Taka: Baldur Hrafnkell Hljóö: Oddur Gústafsson Klipping: Ragnheiöur Valdimarsd. Leikmynd: Baldvin Björnsson Frumsýning 6. nóvember. Nú á tímum þegar íslensk kvikmynda- framleiðsla hefur glatað sínu auglýsta nýja- brumi og hversdagssvipur er kominn á helstu postula hennar, þá gerist það að sjón- varpið sýnir nýja kvikmynd og upprifjast dagar þegar ekkert var að sjá nema frábæra framleiðslu LSD. Og öll þjóðin gat sameinast í vandfýsi. Munar okkar núna um einn kepp í sláturtíð? Okkar mönnum í sjónvarpinu gengur enn jafn illa að koma saman skammlausri sögu. Þarna sitja þessar elskur í fjársvelti ár eftir ár og fá ekkert nema launin sín. Þessi sárafáu verk sem þeim er auðið að festa á filmu ár- lega eru að jafnaði sótt í smiðju rithöfunda- stapans og hann bregst sinn eftir sinn, svo áhorfandinn situr eftir með svikna vöru og vantrú á innlendan myndiðnað, líkt og gerð- ist á sunnudagskvöld. Það er óþarfi að vera með einhver stór- yrði, en má ég spyrja: Hver valdi þetta stykki Ásu Sólveigar til vinnslu? Var þeim mæta manni ekki kunnugt að efni þessa texta er langþvælt, þessi saga hefur margoft verið sögð á síðustu tveim áratugum og tíðar með eftirminnilegri máta en hjá Ásu. En í starfi hennar liggja allir helstu gallar verks- ins: illa hugsaður og ófrumlegur þráður, ó- skýrar persónur með illa samin samtöl, lang- dregin og leiðinleg rás atburða. Þetta litla drama var um verkfræðing sem fer í nokkurra daga fýlu: ekki varð maðurinn ga, ekki lagðist hann í sinnuleysi né depres- sjón, ekki datt hann í það né kássaðist uppá konur vina sinna. Hann var bara fúll í langan tíma, svo fúll að konu hans óaði, enda mætti maðurinn ekki í vinnu. Hvað olli þessum ósköpum var alla tíð óljóst. Stjórnandinn tók það til bragðs að setja smá myndasögu í gang, tvo drauma, eitt innskot úr gamalli varúlfamynd og svo magnaða tónlist sem var svo vendilega valin að oft á tíðum bar hún allt annað ofurliði. Tónlistarnotkunin í - Nauðug/Viljug Vctr eina nýmælið í mynd- inni. Raunar er fjarska erfitt að setja sig í spor þess fólks sem vann þetta verk. Stjórnand- inn fær í hendur flatan texta, lagðan í munn persónum sem hafa litla möguleika á að verða meira en týpur, sbr. Lalla í skopger- vingu Borgars Garðarssonar. Stjórnandinn situr uppi með sögu sem er í aðalatriðum óskýr: Við greinum aldrei hvað veldur sinnaskiptum Ásgeirs. Og svo er Viðari ætl- að að fá leikara til að koma þessu til skila á trúverðugan hátt, sem misferst að mestu. Það er langt síðan ég hef heyrt jafnmargar holar setningar. Strákarnir litlu (fyrirgefðu Kormákur) voru skástir, á éinstaka augna- blikum tóks Guðnýju og Eddu að sindra trú- verðugleik, en þau voru bara svo fá. Harald G. Haralds átti bágt í sínu stutta búnings- atriði, en verst var farið með Erling. Hann er sviðsleikari framar öðru, þarf stórt rúm fyrir hljóm raddar sinnar og.líkamsburði — á sjón- varpsskerminum er eins og hann sé í of þröngum jakka; eigi Erlingur erindi á tjald verður það að vera breiðtjald. Svo átti hann heldur ekkert erindi í þennan verkfræðing, Ásgeir. Of gamall og víðs fjarri því að miðla nokkrum persónueinkennum hans. Örlög Nauðug viljug — illa hugsaður og óformlegur þráður, óskýrar persónur með illa samin samtöl, langdregin og leiöinleg rás at- burða, segir Páll Baldvin m.a. ( um- sögn sinni um sjónvarpsmynd Ásu Sólveigar. Erlings hafa því miður orðið þau að hann er bundinn í hlutverk fanta og svola. Hann hef- ur verið illa svikinn um klassísk hlutverk sem henta hans gáfum. Klipping var ekki til að auka hraða atburð- arásarinnar, mátti víða skeyta saman fyrr og þannig þjappa skeiðum. Sum skotanna voru óglögg í upplýsingu, miðluðu svo sem engu nema á stuttum kafla, t.d. dauðasena Lalla á horni Grettisgötu og Klapparstígs. Hefði ekki mátt hraða því og gera það afkáralegra, t.d. með samskeytingu af hjartaslagi Lalla og alls þess sem í glugga leikfangaverslunar er? Yfirleitt þóttu mér sjónarhorn Baldurs kvikmyndara frekar óásjáleg og lítið þjón- andi einhverri túlkun á efninu. Atriðið í bíl- skúrnum var samt undanteking þar á. Þar féllu í einn farveg mynd, tal og leikur, allt til þess að Hjördís kom inn. I öðrum innisenum var áberandi jöfn ofaniýsing sem er hvim- leið og dregur úr öllu drama — einn af hús- draugunum í íslenska sjónvarpinu. Mér finnst erfitt að fjalla um Nauðug/ Viljug án hluttekningar — m.a. vegna þess að ég hef síðustu daga heyrt fjölda fólks fella yfir henni harða dóma. Yfirstjórn sjónvarps- ins virðist ekki átta sig á hversu fáir for- mælendur hennar eru í dag. Lokaniðurstaða Ásgeirs var að stofna smáfyrirtæki, verða eigin herra. Það hefur orðið niðurstaða margra fyrrverandi sjónvarpsmanna; þeir eru í dag bakfiskurinn í sjálfstæðri innlendri kvikmyndagerð. Væri ekki ráð fyrir forráða- menn sjónvarpsins að leita í ríkari mæli til þessara gömlu starfsbræðra sinna, eins og Félag íslenskra kvikmyndagerðarmanna hefur lagt til? Eða á að bíða þar til stöðin verður svo óvinsæl að enginn vandi verði fyrir „frjálsa útvarpsmenn" að koma henni fyrir kattarnefn? 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.