Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 2
^Jazzvakning hefur ár- lega yljað blúsaðdáendum um hjartarætur í skammdeg- inu með innflutningi ame- riskra blúshljómsveita sem tvívegis hefur reyndar verið - The Missisippi Delta Blues Band. Eftiráramótin erstefnt aö því aö önnur amerisk blús- grúppa sæki okkur heim og heitir hún The San Fransisco Blues Band. Þá má geta þess að vonir standa til að I byrjun desember leiki hér á vegum Jazzvakningar trió gítarleik- ara Miles Davis sem John Scofield nefnist. Meö hon- um leika gamall kunningi okkar frá heimsókn Gary Burtons bassaleikarinn - Steve Swallow, og trommar- inn Adam Nuisbaum...^ T^Við gátum þess ( sfö- ustu viku að Arnartak, for- lag Jóhannesar Helga, - myndi á næstunni senda frá sér fjölskrúðugt ritverk eftir dr. Benjamín Eiríks- son, sem nefnist ÉG ER. Arnartak hefur fleira á prjónun- um. Þaö gefur einn- ig út á- næstunni bókina HEYRT & SÉÐ eftir Jó- hannes Helga. Það eru fimmtlu og sjö skrif um jafn mörg málefni á árunum 1975-83 og viða aflað fanga. Þá eru tvær kasettur væntanlegar frá Arnartaki: Suðurnesjaljóö og lög frá liðnum árum eftir Kristin Reyr, mikið prógramm, sem níu lista- menn flytja: tónlistar- menn, sönvarar, leikarar, kvæðamenn. Hin kasettan er Spámaðurinn eftir - Kahlil Gibran I þýðingu - Gunnars Dal. Á kassett- unni eru samnefnd Ijóð eftir Gibran, sem gefin hafa verið út I glfurlegum upplögum vlða um heim. - Jónína H. Jonsdóttir flytur Ijóðin, en Kristinn Reyr flytur inngang...ofc- ÁRGERÐ 1984 ÁRGERÐ 1984 BÍLASÝNING laugardag og sunnudag kl. 2-5 í sýningarsalnum Rauðagerði 27 Nissan/Datsun Micra splunku- nýja súperstjarnan sem farið hef- ur sigurför um allan heiminn. Bensineyðsla Micra er svo ótrú- lega lltil aó blaðamenn hinna þekktu stórblaöa Motor, Auto Motor Sport og Bilen motor og sport höfðu aldrei ekið jafn spar- neytnum bíl. Tlmaritið Quick seg- ir bensíneyðslu Micra vera 4,2 I. á hundraði út á landi og 5,9 I. á hundraði í bæjarakstri og er þaó sama niðurstaða og ótal önnur tlmarit komust að. Vió teljum ekki ástæðu til þess að segja frá bensíneyðslu Micra í sparakstri þvf bensineyðsla í sparakstri og raunbensíneyðsla er sitt hvað. Subaru1800 GLF, fjórhjóladrifinnj hefur selst meira en nokkur annar bíll á íslandi það sem af er 1983. Sumum finnst notalegt og öruggt að sofaápeningunumsínumsvip- að óg ormar á gulli. Þeir sem ekiö hafa og átt Subaru eru hins vegar ekki ( vafa um að peningar þeirra eru betur geymdir l Subaru GLF, 4WD, þvf Subaru er ekki bara 1. flokks bfll heldur Ifka 1. flokks fjár- festing. Eigum ennþá örfáa f jórhjóladrifna Subaru 700 High roof delivery van árg. 1983 á einstaklega hagstæðu LÆKKUÐU verði. Subaru High roof erlipurog sparneytin sendi- bifreiðen þó enginn aukvisi þegar til átaka kemur. Fjórhjóladrifið og lággir sjá til þes^ að Subaru High roof er nánast óstöðvandi f slæmri færð. Akið ekki út í óviss- una — akið á fjórhjóladrifnum Subaru. ' Tökum flestar geröir eldri bíla upp í nýja Ingvar Helgason H/F Sýningarsalnum Rauðagerði 27. Sími 33560 H.S.Í. í fjóröflunarherferð ☆ Handknattleikur er trú- lega vinsælasta keppnis-' iþróttin á íslandi.Hér eru 12.000 manns virkir kepp- endur I greininni og leikirnir yfir keppnistlmabilið, f ís- landsmótinu og bikarkeppn- inni (allir aldursflokkar), samtals 1900. Það gefur auga leið að svona um- fangsmikil starfsemi kostar sitt og nú er H.S.Í. að hleypa af stokkunum stærstu fjáröflunarherferð sem það hefur staðið fyrir. Að sögn Friðriks Guö- mundssonar formanns H.S.Í. verða margar leiðir farnar f fjáröfluninni, t.d. var stærsta auglýsingablað H.S.Í. gefiö út á dögunum í sambandi við landsleikina við Tékka og ætlunin er að gefa út þrjú slík f viðbót fyr- ir áramót, mikið happdrætti er að fara f gang þar sem heildarverðmæti vinninga er 700 þús.,plakat af lands- Gunnlaugur við hljóönemann Músík sem ekki heyrist oft ■^„Nei.það verður engin sér- stök tónlistarstefna sem ræður rfkjum í þættinum. Hins vegar er þaö stefna þáttarins að leika músík sem heyrist ekki oft f öör- um popptónlistarþáttum útvarpsins s.s. Listapoppi, syrpum, óskalagaþáttum o.s. frv...“, segir Gunnlaugur Sigfússon um nýjan út- varpsþátt, Traðir, sem hann stjórnar og er á dagskrá annaðhvert föstudagskvöld kl. 22.35. — Hlustarðu þá mikið á þessa þætti til þess að finna út hvað þú eigir að spila sjálfur? „Nei, ég hlusta yfirleitt Ift- ið á útvarpið, — það er t.d. ekkert útvarpstæki á mfn- um vinnustað. En maður þarf ekki að hlusta mikið á útvarp til áð vita hvað er ekki spilaö þar“. Aðalvinnustaður Gunn- ú laugs er Búnaðarbanki Is- lands og eins og lesendur HP ættu að vita skrifar hann hljómplötugagnrýni fyrir blaðið. ★ liðinu verður gefið út og dreift til sölu um land allt og svo mun H.S.Í. verða með bflasýningu í Laugar- dalshöll. Skuldir H.S.Í. nema nú um 1400 þús. og er stefnt að því að greiða þær upp í vetur. ★ Góð æfing ☆ Guðmundur Haukur Jónsson erönnum kafinn maður. Hann kennir fulla kennslu í 8. og 9. bekk við Digranesskóla I Kópavogi; hann er skólastjóri Orgel- skóla Yamaha, — sem mun vera einn fjölmennasti tón- listarskóli landsins með 150 — 200 nemendur; hann rek- ur eigin bréfaskóla eða öllu heldur kassettuskóla f orgelleik; hann starfar í hljómsveitinni Alfa Beta og tvö kvöld í viku skemmtir hann í Skálafelli Hótels Esju með orgelspili og söng. — Þar heimsótti HP hann um daginn og spurði hvern- ig væri að vera i „eins- manns-hijómsveit“... „Það er ágætt, þá er alla- vega engan hægt að skamma nema sjálfan sig. Þetta er líka góð æfing og mér finnst gaman að spila hérna. Það eina sem fer f taugarnar á mér og gerist á hverju kvöldi er fólk sem kemur að tala við mig á meðan ég er að spila og syngja og er að biðja um eitthvert lag eða vill jafnvel kenna mér lög. Að öðru leyti er gott að vera hérna og margir tónlistarmenn sækjast eftir að komast hér að“. ★ Þessi gérðist á frétta- stofu Sjónvarps: Komið var f gættina hjá Einari Sig- urössyni, nýjum frétta- manni erlendra frétta, og spurt: — Hvað ætlarðu að hafa I Kastljósi núna? — íran: írak, segir Einar. :%•. Þá heyrist sagt hinum ÚÚV-: megin við þilið: /:ÚÚÚ: — Og hvernig fór? í næsta herbergi situr Bjarni Felixson, Iþróttafréttamaöur... 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.