Helgarpósturinn - 03.12.1983, Qupperneq 7
eftir Hallgrím Thorsteinsson
,,Nú eru allir hassistarnir
sem voru á móti spítti og
kóki farnir að nota þetta.
Það hefur orðið svakaleg
aukning á þessu, bara síð-
asta ár. Helmingurinn af
hassliðinu vildi aldrei nota
spítt en nú finnst þessum
hópi alveg jafn gott að fá
sér í nös“.
Þetta segir þrítugur Reykvíking-
ur, sem við getum kallað Jón. Hann
er nýkominn úr meðferð vegna of-
neyslu á amfetamíni. Áður en Jón
fór í meðferð hafði hann í tvö ár
samfleytt neytt efnisins dagle^a —
hann gat ekki án þess verið.
„Innst inni vissi ég alltaf að þetta
gæti ekki haldið svona áfram. En ég
blekkti alltaf sjálfan mig, og alla í
kringum mig. Ef ég fékk mér ekki í
nös strax á morgnana var ég upp-
stökkur, taugaveiklaður og hálf
geðklofa af svefnleysi. Þess vegna
var fyrsta hugsunin þegar maður
vaknaði að fara inn á klósett og fá
sér morgunskammtinn. Þá gjör-
breyttist allt".
Þó að Jón sé nú laus við amfeta-
mínneysluna og þau vandamál sem
hún olli honum verður það sama
ekki sagt um marga félaga hans.
„Margir þeirra eru enn verr staddir
en ég var. Margir sprauta sig“.
Neysla á sterkum fíkniefn-
um, öðrum en áfengi og
kannabis hefur farið hrað
vaxandi hér á landi á
allra síðustu árum. Mest virðist
aukningin hafa verið á þessu ári og
þá einkum í ólöglegum innflutningi
og neyslu á amfetamíni, sem neyt-
endur nefna „spítt".
„Við höfum orðið mun meira var-
ir við amfetamín á þessu ári heldur
en í fyrra", segir Gísli Björnsson hjá
fíkniefnadeild Lögreglunnar í
Reykjavík. „í fyrra lögðum við hald
á 73,6 grömm af amfetamíni en á
þessu ári höfum við þegar náð um
400 grömmum. Það þarf ekki að
vera, að neyslan hafi aukist jafn
mikið og þessar tölur segja til um en
það er ljóst að hún hefur aukist".
Gísli segir að neysla á kókaíni hafi
haldist nokkuð svipuð hér á landi
síðustu árin, og að hún hafi að
mestu fylgt sama mynstri og í Dan-
mörku: „Kókaín náði fótfestu hér
um svipað leyti og þar — svona fyrir
2—3 árum. I fyrra lögðum við hald
á 7—8 grömm af kókaíni hér, og í ár
er það aðeins meira". Gísli segir að
kókaíns sé neytt í frekar þröngum
hópi fólks sem hafi rúm fjárráð.
Kókaín er dýrt. Eitt gramm af því
kostar 6—8000 krónur hér. Gramm-
ið af amfetamíni er hins vegar selt á
1500—3000 krónur. Kannabis er
hins vegar mun ódýrara. Eitt
gramm af hassi eða marihuana
(„grasi") er selt á 3—500 krónur.
Nokkrir þeirra sem HP talaði við
vegna þessara mála, vissu til þess að
heróín hefði verið flutt til landsins
oftar en einu sinni, en þó í litlum
mæli. Heróín virðist ekki hafa náð
neinni fótfestu hér á landi og í bækl-
ingi um neyslu áfengis, tóbaks,
fíkniefna og ávanalyfja sem Land-
læknisembættið gaf út í fyrra, er fátt
talið benda til þess, að öðru jöfnu,
að heróínneysla verði verulegt
vandamál hér á landi.
Neysla annarra fíkniefna er hins
vegar orðin verulegt vandamál. í
bæklingi Landlæknisembættisins
segir m.a. um tóbak og vímuefni al-
mennt: „Þrátt fyrir það varnarstarf,
sem nú þegar fer fram, bendir fátt til
þess að varanlega dragi úr notkun
þessara efna. Þarf áreiðanlega enn
víðtækari aðgerðir, með nánu sam-
starfi fjölmargra aðila, ef betri ár-
angur S að nást".
Flest ungmenni á Islandi
nota fíkniefni. Áfengi er
lang útbreiddasta vímu-
efnið. Áfengisneysla hefur
aukist hér á landi síðustu árin, og
kannanir hafa leitt í ljós að tiltölu-
lega fleiri unglingar neyta þess nú
en áður. Þeir drekka líka oftar og
meira í hvert skipti en áður var.
Konur eru líka farnar að drekka
meira en áður. Til dæmis má taka
niðurstöður úr könnun sem var
gerð 1980. Þá kom í ljós, að 73% 15
og 17 ára drengja drukku áfengi
einu sinni í mánuði eða oftar. Sama
hlutfall fyrir 15 og 17 ára stúlkur var
66%. Nú er talið að um 4—5% af
heildarfjölda innlagðra sjúklinga
hér á landi dvelji á meðferðarstofn-
unum fyrir alkóhólista.
En undanfarin ár hefur þeim
sjúklingum á þessum stofnunum
farið ört fjölgandi sem leita þangað
vegna ofneyslu á öðrum vímugjöf-
um en áfengi, einkum kannabis.
„Af þeim sem koma á Silungapoll
hafa um 10% neytt kannabisefna
daglega í ár eða lengur", segir Þór-
arinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
sjúkrastöð SÁÁ. „Ef fólk undir 35
ára aldri, sem kemur á Silungapoll,
er skoðað sérstaklega kemur í ljós
að 20% af því hafa notað kannabis
vikulega í eitt ár eða lengur, og 30%
af 20—30 ára fólki sem leitar sér
meðferðar hjá okkur hafa reykt
kannabis vikulega í eitt ár eða leng-
ur.
Það þýðir ekkert að vera sérfræð-
ingur í áfengismálum ef maður veit
svo ekkert um allt hitt, því að allt að
50% af fólki í meðferð hér neyta'
annarra lyfja samhliða áfengi. Þetta
eru valíum og mogadon t.d. og svo
amfetamín. Það hefur orðið greini-
leg aukning á amfetamínneyslu á
þessu ári og það varð mikil sveifla í
þessu í haust", segir Þórarinn.
Þórarinn segir að þessa auknu
amfetamínneyslu sé hægt að rekja
til kannabisreykinga. „Þetta hangir
saman eins og LSD-neyslan tengdist
hassinu. Hassneytendur eru farnir
að nota önnur ólögleg efni, einkum
amfetamín, svona til hátíðabrigða
um helgar. Þetta eru kannski dag-
legir kannabisneytendur sem
drekka líka um helgar, og fara þá að
taka „spítt". Með amfetamíni geta
þeir drukkið meira og þannig vefur
þetta upp á sig hjá þeim". Um 10%
þeirra sem koma á Silungapoll hafa
notað amfetamín og þar af um
helmingur einu sinni til þrisvar í
mánuði. Aðeins lítill hluti þeirra
hefur neytt amfetamíns einu sinni í
viku eða oftar — fáir eru algjörlega
háðir efninu, en þeir eru til.
Af viðtölum við fíkniefnaneyt-
endur, lækna og lögreglu má ráða,
að hassneysla síðasta áratugar sé
grundvöllur þeirrar vaxandi neyslu
á sterkum lyfjum sem nú á sér stað. -
Saga Jóns, sem þessi grein hófst á,
er mjög í þessum anda:
„Ég byrjaði 17—18 ára í hassi. Ég
var byrjaður í brennivíni nokkrum
árum áður. Fyrst fengum við okkur
bara i pípu fyrir bíó og vissar aðrar
athafnir en svo jókst þetta. Þegar ég
var 19 ára var ég farinn að reykja á
hverjum degi. Ég var „stoned" allan
daginn — fékk mér alltaf í pípu fyrir
hádegi. Ég reykti svona 7—10
grömm á viku í 10—11 ár.
Ég er í byggingavinnu og mér leið
illa í vinnunni. Mér fannst erfitt að
vinna innan um fólk þegar ég var
„stoned". Þetta var algjör sálarkvöl.
Fyrir fimm árum byrjaði ég að
kaupa mér „spítt". Fyrst var þetta
til hátíðabrigða, t.d. á gamlárskvöld
til að geta drukkið meira, en svo
gramm og gramm mánaðarlega.
Fyrir tveimur árum kynntist ég svo
fólki sem alltaf átti í nös og var á
„spítti" á hverjum einasta dejgi.
Ég fór að sniffa daglega. Eg var
orðinn þreyttur á langvarandi
sinnuleysi og leti sem fylgdi hass-
inu. Fyrst fann ég ekki fyrir því að
sniffa daglega. Engin óþægindi.
„Spíttið" hélt manni vakandi og ég
var hress í vinnunni, til í hvað sem
var. Ég gat unnið meira en áður. Ég
þurfti líka á meiri peningum að
halda því að ég þurfti tvö grömm á
viku til að halda mér gangandi. Ég
snú
HELGARPÓSTURINN 7