Helgarpósturinn - 03.12.1983, Side 12
iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiMiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiMiiiiii
GRÁSÍÐA
Við pylsuvagninn
Hvað er Grásíða? Það veit
enginn enn. Er hún ný síða í
nýju blaði? Er hún blaðsíða í
blaði, grá að lit? Nei, kannski
hún sé sverð? Líklega er hún
grátt gaman.
Það er von að fólk spyrji. En
hvar eru svörin?
A síðunni.
Kannski.er Grásída sverð sem
klýfur þjóðarþursana í herðar
niður í gráu gamni...
Ef þið finnið engin svör, spyrj-
ið þá orðabækurnar sem allt
vita.
I orðabók Menningarsjóðs seg-
ir Arni Böðvarsson:
Grásíða kv. 1 miklar birgðir
af hnoðuðu smjöri; smjörkista. 2
spjótsheiti.
Þarna er skýringin komin.
Grásíöa er einmitt þetta. Og
áfram með smjörið. Ruglið ekki
smjöri Grásíðunnar saman við
smjörvann „sem kemur mjúkur
úr ísskápnum" — smjör Grásíð-
unnar er hart feitmeti og í dag
er það að finna við pyisuvagn-
inn.
Á föstudaginn var stóðu þeir
við pylsuvagninn Steingrímur
Hermannsson, með sjálfum sér.
En eins og allir vita er forsætis-
ráðherrann „ekki maður sem fer
einsamaH" því það getur hann
ekki enda karlmaður, og auk
þess er hann margir.
Til að mynda hringdi kona til
mín í gær og hún sagði: Stein-
grímur er margráður, margföld-
unartafla, margþráður og marg-
mikill. En hann er ekki marg-
hyrna heldur margvíður, marg-
spakur, marglyftur og margeyg-
ur en engin margfætla.
Nú stóð þessi margmikli mað-
ur við pylsuvagninn og þá kom
Svavar Gestsson og fékk sér
pylsu með öllu, ásamt Stein-
grími; því hann fékk ekki að
„bíta í“ hjá forsætisráðherra,
eins og Svavar hefði gjarnan vilj-
að — ef ég þekki hann rétt. Á
dögum hinnar látnu vinstri-
stjórnar fengu þeir að „bíta í“
hvor hjá öðrum. En þeir dagar
eru liðnir. Eða eins og Geir Hall-
grímsson sagði:
Nú bíta menn bara í hjá sjálf-
um sér eða í hið súra epli.
Eins og allir vita er Geiri afar
orðheppinn, og hann bætti við:
Einkum eftir að þjóðin hefur
sagt við vinstrimenn: Ett’ann
sjálfur. Eða bítt'í’ann áðér.
Nú vatt Steingrímur sér að
Svavari og sagði:
Svavar, þú ferð ekki að segja
mér það að þið fariö að kalla á
alþingi götunnar, eftir að fólki
var haldið innan dyra við vinnu
á kjörkaupi öll vinstristjórnarár-
in.
Við köllum ekki á neinn, við
Alþýðubandalagsmenn. Fólkið
kallar á sig sjálft. Og þið kallið
það yfir ykkur.
Þetta sagði Svavar með spá-
dómsþunga sem honum er svo
eiginlegur og er ættaður úr
Biblíunni.
Steingrími líkaði vel svarið og
sagði:
Þú færð að „bíta í" hjá mér
næst.
Og svo tók Steingrímur um
ennið, líkt og hann svimaði eða
einhver vinstrivilla væri að
koma yfir hann, en hún er arf-
gengur sjúkdómur í Framsóknar-
flokknum. Þessi hægi, áleitni
svimi yfir augunum og í tung-
unni. Olafur Ragnar hefur til að
mynda erft þessa svimandi
tungu, en hjá honum kemst hún
reyndar oft í svimandi hæðir.
Nú kom Guðrún Helgadóttir til
skjalanna og sá einhverjar
vöflur á Svavari. Hún bað um
ekkert með engu, enda hefur
hún ævinlega verið alþýðukona.
Og þess vegna fékk hún enga
pylsu, bara bréfið. Og hún sleikti
það sæl og alþýðleg á svipinn.
Alþýðan hefur lengst af aðeins
fengið að sleikja bréfið, sagði
Guðrún. Nema sá hluti hennar
sem hefur ævinlega sleikt r...gat-
ið á íhaldinu.
Það veður aldrei á Guðrúnu,
en hún er ævinlega í hægum og
malandi gír. Og þegar hún hafði
heyrt umræðuefnið og að Svav-
ar væri tregur til að kalla á al-
þingi götunnar til að henda
íhaldi þingsins út á götu.þá sagði
hún:
Ef þú, Svavar, kallar ekki á al-
þingi götunnar, þá kalla ég á
konur götunnar.
Ja, þær eru nú því miður ekki
til hérna, sagði Steingrímur.
Væru þær hér hefðu þær þegar
leyst mikinn vanda. En að mínu
mati er kreppan ekki orðin það
mikil enn að ástæða sé til að
skapa götukvennaástand. Þær
leysa reyndar ekki efnahagsmál-
in, að mínu mati, efnahags-
kreppuna í sjálfu sér, en ég
mundi telja að þær leystu mik-
inn eða mikið og að mestu leyti
hin sálrænu vandamál krepp-
unnar.
Já, og í anda sósíalismans,
sagði Guðrún.
Það kann vel að vera, sagði
Steingrímur í hægum malandi
tón. Eg legg engan mælikvarða
á það. Hver og einn verður að
dæma fyrir sig.
Og svo gengu þau inn í Al-
þingishúsið til að leggja mæli-
kvarðana þar.
MATKRÁKAN
Kartöfluætur í sultarólum
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
Kæru landar!
Enn dimmir á okkar þrátt fyrir allt elskaða
föðurlandi. En það gerir ekkert til. Enginn
þarf að láta sér leiðast í skammdeginu, því
okkur bjóðast sólarlandaferðir á greiðslu-
kjörum við allra hæfi. Enn kóinar þótt við
göngum þrátt fyrir allt í groddalegu föður-
landi. En það gerir ekkert til, því nú geta allir
keypt sér pels á greiðslukjörum við allra
hæfi. Eða svo segir a.m.k. í sjónvarpinu á
undan Marlowe og Dallas.
Ég get nú ekki séð að það flokkist undir
fjárfestingarsukk þótt ménn kryddi skulda-
súpuna ögn og skreppi til Kanarí að ná sér í
ekta brúnku til að auka lánsmöguleika sína
í bönkum, í stað þess að liggja eins og undir-
borgaðir ráðherrar undir truntusólum sól-
baðstofanna. Og varla trúi ég að sultarólarn-
ar haldi aftur af mönnum. Þær hljóta að vera
orðnar býsna slitnar; ég heyrði a.m.k. ekki
betur í stefnuræðu forsætisráðherra í upp-
hafi farlama Alþingis en að hans allra-
minnstu systkin, launþegarnir, væru búin að
reyra verðbólguna úr 130% niður í 30% með
sultarólunum einum saman. (Á ársbossa. 01-
afur heitinn Hansson prófessor hneykslaðist
ævinlega á því að menn skyldu segja grund-
uöllur en ekki bossi í slíku samhengi, þar
sem bossi á íslensku væri orðsifjalega skylt
enska orðinu basis.) Og hvað inn- og út-
vöndrun landans líður almennt, þá útleggst
það svo á máli Steingríms: Fari þeir sem fara
vilja, komi þeir sem koma vilja, mér og mín-
um að meinalausu. Stóískur og föðurlegur
ævinlega, hæstvirtur Steingrímur.
Kartöflur og hvítlaukur hafa séð um að
mýkja sultarólarnar fyrir mína parta, þó
ekki nóg til að ég geti smeygt mér úr þeim
í bráð og farið burt. En þær eru þó það rúmar
að ég kemst nokkurn veginn hindrunarlaust
á milli dagskólakennslu og prófarkalesturs,
úr öldungadeildarkennslu í pistlaskrif, með
viðkomum í húshaldi. Þess vegna hlýt ég að
teljast fokheld og vona bara að þannig sé
með flesta. Þar af leiðir að í mínum stopulu
frímínútum slaka ég ögn á ólinni og endur-
næri andann fyrir næsta slag einfaldlega
með því að horfa út um gluggann. Þannig
dregur úr rennsli blóðs, svita og tára og fjar-
lægðin gerir fjöllin blá. Til að komast af (fyrst
ekki burt) verður maður að læra að gaum-
gæfa og gleðjast yfir sínu nánasta umhverfi.
Þessu Pollýönnuráði hefur mér fyrir löngu
lærst að lifa eftir, og nú ætla ég að reyna að
sannfæra ykkur um hvernig má beita því í
reynd, í von um að það megi mýkja sultaról-
ar ykkar ögn, þannig að þið getið virkilega
hagrætt ykkur og horft í leiðslu út um glugg-
ann (eða niður í vaskinn) með blik í augum.
í útlöndum ‘r hvort eð er ekkert skjól, eilífur
stormbeljandi.
Utsýnið úr stofuglugganum mínum er að
öðru jöfnu þjóðlega hrikafagurt. Blæbrigðin
óteljandi, allt eftir veður-, hugar- og skýja-
fari. Minnir um margt á steinþrykksmyndir
Árna Þórarinssonar. Glugginn snýr í suður,
nánar tiltekið út að Öskjuhlíðinni og þar
með heitavatnsgeymum landsbyggðar-
firrtra Reykvíkinga. Téða geyma ber eins og
steingerð tröllkonujúgur við flöktandi him-
in.
Á daginn dansa þar skýin trítilóð, en
stundum klípur Steingrímur þau og þau
hægja ferðina og þéttast í öskugráan fram-
sóknarflóka, svo úr verður úfin hugsana-
þoka sem byrgir fyrir sólu og sinnið um leið.
— Eftir að myrkrið er skollið á má sjá heita
gufuna smjúgandi upp um leyndar sprungur
flökta grængula í ljósi Öskjuhlíðarvita sem
fyrir tilstilli æðri máttarvalda logar alltaf. —
Firrt náttúra, að vísu, en í forgrunni (glugga-
kistunni) ótrúlega eðlileg blómin: lúpulegur
tengdapabbi og bísperrt tengdamamma
með feiminn kaktusinn á milli sín.
Og þá er bara eftir að minnast á mötunaut-
ana sem gæða sér undir glugganum á hinum
gjöfulu kartöfium. í Öskjuhlíðarvitaskininu
minna andlit þeirra á Kartöfluæturnar hans
Van Gough: ....í svip þeirra allra róleg og
æðrulaus undirgefni undir hið eilífa lögmál
örlaganna”.
Semsé: engin ástæða til landflótta þrátt
fyrir kartöfluuppskerubrest; þær þýsku má
krydda, t.a.m. eins og hér segir.
Kartöflur hinnar hagsýnu
húsmóöur
Einfaldur, seðjandi réttur og firna góður.
Upplagður þegar hagsýna húsmóðirin kem-
ur þreytt heim úr vinnunni með samfallna
innkaupatösku; fátt til í kotinu annað en
kartöflur og gamalt brauð. Útkoman úr þess-
ari uppskrift ætti að geta mettað fjögurra
manna fjölskyldu (sem aðalréttur), nema
húsbóndinn sé þeim mun þurftarfrekari, en
nægja handa sex sem meðlæti, t.d. með gul-
grænu lambakjöti:
900 g kartöflur
2 tsk salt
u.þ.b. 100 g smjör eða smjörlíki
2 miðlungs laukar, smátt saxaðir
1 marið hvítlauksrif
5 sneiðar af l-2ja daga gömlu heilhveiti-
eða franskbrauði, ristaðar og skornar í
teninga
3 egg
% dl mjólk
u.þ.b. Vi tsk nýmalaður svartur pipar
u.þ.b. 1 tsk þurrkað timjan
1-2 steinseljugreinar (eða u.þ.b. 1 msk
þurrkuð)
ISetjið kartöflur í pott ásamt vatni og
• 1 tsk af salti og fullsjóðið þær í u.þ.b.j
20 mín. Veiðið þær upp úr pottinum og látið
rjúka aðeins af þeim, afhýðið síðan og skerið
í munnbita.
2Bræðið smjörið á stórri, djúpri pönnu
. við miðlungshita og steikið lauk, hvít-
lauk og brauðteninga upp úr því í 8—10
mín., eða þar til laukurinn er orðinn gul-
brúnn.
3Á meðan þeytið þið saman í skál egg,
. mjólk, afganginn af saltinu, pipar og
timjan.
4Þegar laukurinn er orðinn hæfilega
. steiktur, bætið þið kartöflubitunum
saman við og látið malla í 2—4 mín., eða þar
til kartöflurnar hafa tekið smá lit. Hrærið
samviskusamlega í á meðan, svo að ekkert
brenni nú við.
5Hellið nú eggjahrærunni yfir og
• blandið vel saman við gumsið; hrærið
stöðugt í þessu í u.þ.b. 3 mín., eða þar til egg-
in eru hlaupin. Berið fram sjóðheitt.
P.S. Ef þið notið nýja steinselju er henni
stráð yfir réttinn þegar hann er tilbúinn;
þurrkuðu steinseljunni er betra að blanda
saman við eggjahræruna ásamt hinum
kryddunum.
Kartöflubaka meö lauk og
osti
Hér kemur svo uppskrift að sallafínum
kartöfluofnrétti handa u.þ.b. 4. Meðlæti:
gott brauð. í sósuna er settur rifinn sítrónu-
börkur sem lyftir bragðinu upp í æðra veldi.
700 g kartöflur
3 stórir laukar
2 Vi dl mjólk
6 svört piparkorn
lA tsk múskatduft
1 lárviðarlauf
2 msk smjör
2 msk heilhveiti
rifinn börkur af 1 sítrónu
1 marid hvítlauksrif
ögn af salti
4 dl (u.þ.b. 225 g) rifinn bragdmikill ost-
ur
u.þ.b. V* tsk cayennapipar (eða u.þ.b. Vi
tsk paprikuduft)
8 grænar ólífur (má sleppa)
2 greinar steinselja (eða 1 msk þurrkuð)
IStillið ofninn á 200 g. Sjóðið kartöfl-
. urnar í léttsöltuðu vatni þar til þær eru
hér um bil fullsoðnar. Afhýðið og skerið í
sneiðar.
2Afhýðið laukinn, saxið gróft og setjið
. í pott ásamt mjólk, piparkornum,
múskati og lárviðarlaufi. Látið suðuna koma
upp, minnkið hitann og látið malla í 15 mín.
Veiðið laukinn upp úr og látið renna vel af"
honum. Haldið eftir mjólkinni, en veiðið upp
úr henni piparkornin og lárviðarlaufið og
fleygið.
3Bræðið smjörið í potti yfir miðlungs-
. hita. Hrærið hveitið út í og sjóðið í
mínútu. Hellið mjólkinni saman við, bíðið
þar til suðan kemur aftur upp og hrærið
stöðugt í á meðan; síðan er sósan látin malla
í 2 mín. og vissara að halda áfram að hræra
í henni.
4Takið pottinn af hellunni og hrærið
• saman við sósuna rifnum sítrónuberk-
inum, mörðum hvítlauknum og Wi dl af
rifna ostinum.
5Smyrjið stórt, grunnt, eldfast fat og
• raðið helmingnum af kartöflusneið-
unum yfir botninn, stráið yfir ögn af cay-
ennapipar, einum þriðja af því sem eftir er af
ostinum, helmingi ólífanna og steinseljunn-
ar. Að því búnu er öllum lauknum dreift yfir,
afgangnum af ólífunum og steinseljunni og
öðrum þriðjungi ostsins. Kryddið aftur með
ögn af cayennapipar og raðið síðan í fatið
þeim kartöflum sem eftir eru.
6Dreypið nú sósunni jafnt yfir kartöfl-
. urnar og stráið síðasta þriðjungi osts-
ins yfir þær. Bakið réttinn í u.þ.b. 30 mín.
eða þar til loftbólur hafa myndast í ostinum
og hann er rétt farinn að brúnast.
P.S. Þar sem cayennapipar er býsna sterk-
ur verður að nota hann með gát. Ef þið eruð
smeyk notið þá heldur paprikuduft sem hef-
ur svipað bragð en er miklum mun mildara.
12 HELGARPÓSTURINN