Helgarpósturinn - 03.12.1983, Síða 15
Helgarpóstsvidtalið:
Þorsteinn Ö. Stephensen
Þetta er alltsaman einn allsherjar flottræfiis-
háttur. Nú leggur Guðrún Helgadóttir til að
bankinn láti hætta vinnu við bygginguna.
Kjallarinn á þessu sexhæða húsi getur vel
gengið sem tónleikahús. Það er brot á lýðræði
hvernig stjórnmálamenn taka sér vald til að
gera allt sem þeim sýnist".
Hinn almenni maður segir
nei
— Erþad ekkisvipad virdingarleysi við fólk-
id í landinu aö byggja flugstöðvarferlíkiö aö
því óspuröu?
„Sú ákvörðun er tekin af kjörnum mönnum.
Það er samskonar brot gagnvart fólki einsog
aö fá ekki þjóðaratkvæði um hvort við eigum
að vera i Nató. Þessi undansláttur íslenskra
stjórnvalda gegn útlendu hervaldi og gegn
alþjóðlegum hringum einsog Alúsviss finnst
mér benda til þess að íslenskir stjórnmála-
menn séu haldnir minnimáttarkennd gagn-
vart útlendingum, í stað þess að koma fram af
reisn, einsog þegar Islendingar neituðu Norð-
mönnum um Grímsey og gerðu það af
myndarskap".
— Geta friðarsamtök listamanna komið því
inní hausinn á okkur Islendingum að nú sé
ekki seinna vœnna að biðja um heimsfrið?
,,Við vitum hvernig er með friðarsamtök
hér. Fjöldi fólks virðist halda að hér sé á ferð-
inni dulið samráð við Sovétríkin. Er ekki búið
að heyja hverja styrjöldina af annarri og al-
menningur búinn að láta draga sig einsog
sauðfé útá vígvöllinn? Það er tími til kominn
að hinn almenni maður segi nei. Þegar friðar-
samtökin eru orðin nógu fjölmenn og öflug þá
verður að taka upp nýjar aðferðir við fólk. Það
verður ekki lengur hægt að skjóta það ef það
neitar að fara í stríð. Það er afskaplega lang-
vinnur prósess að fá fólk til að hugsa. Ég hef
mjög lengi velt því fyrir mér hvernig á því
standi að þessir hlutir geta endurtekið sig
svona, tortúrinn og fjöldamorðin sem ófriði
fylgja. Ég hef einkum á seinni árum hugsað
mikið um þetta. En einsog gengur þá er maður
einstefnumaður meðan maður er í starfi og
hugsar bara um það.
Fortakslaus sósíalismi er ekki farsæll á með-
an ekki er tekið tillit til þeirrar kröfu í eðli
manneskjunnar að hún hafi frjálsræði og
frumkvæði að vissu marki. Annar meginþátt-
ur í manneðlinu virðist vera græðgin og með-
an hún fær óhindrað að njóta sín geta menn
og hringar safnað auði. Til að ávaxta pening-
ana gefst það best að búa til vopn, og það tákn-
ar svo styrjöld þegar nóg þykir komið af þeim.
Ef það tekur kynslóðir að breyta heiminum þá
yrði að ala börn og unglinga upp í réttu hugar-
fari, þar sem ýmsir eiginleikar okkar samtíð-
ar, eins og sviksemi og refsháttur, yrðu ekki
með. Og umfram allt þyrfti að byggja upp heil-
brigt siðgæði. Ég á við, að það þarf að setja
löggjöf við klækjum fólks í viðskiptum. Á
nógu löngum tíma tækist að breyta, — hætta
styrjöldum. Eina ráðið til þess er að fá aimenn-
ing til að hugsa og skipta sér af hlutunum.
Fyrsta sporið er að auka menntun og menn-
ingu allra þjóða. Takmarkið er fjarlægt en
mestu varðar að rétt sé stefnt, fara milliveg
sósíalisma og kapítalisma".
— Ertu ennþá sósíalisti, Þorsteinn?
,,Ég hef aldrei verið beinlínis sósíalisti. Ég
hef sympatíserað með þeim af því sósíalismi
er það sem næst kemst mínum skoðunum.
Engin samtök eða bandalög eru til fyrir mig.
Þó hef ég stutt þá framar öðrum. En ég á enga
hönk uppí bakið á þeim og þeir ekki á mér“.