Helgarpósturinn - 03.12.1983, Page 25

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Page 25
Ómar Ragnarsson, stúdent frá MR 1960. III. einkunn 5.80 Gunnlaugur Þóröar- son, stúdent frá MR 1939. II. eink- unn 6.00 Flosi Ólafsson, stúdent frá MA 1953. III. einkunn 4.57 (gefiö eftir gömlum einkunna- stiga) hefur áð minnsta kosti tekist að reikna skuldirnar mínar hingað til. Hins vegar gekk mér bærilega í þeim fögum sem ég hafði áhuga á; íslensku, bókmenntum og tungu- málum. Það voru bara raunfögin sem ég sleppti og nennti ekkert að standa í. — Hvernig var þá samkomulagid viö uppfrœdarana? Það var svona upp og ofan. Eg var algjört Ijós í barnaskóla, líklega það sem er kallað kennarasleikja, var árinu yngri en hinir krakkarnir og Ieit mikið upp til kennarans. Þetta lofaði sumsé allt brilljant áfram- haldi. Ég dúxaði upp úr tólfára bekk, en eftir það hrapa ég svona hægt og rólega niðurávið í skóla- kerfinu. Uppfrá því mætti segja mér að ég hafi ekki verið neitt voðalega þægilegur nemandi. Margir kennar- ar áttu heldur ekki annað skilið. Mér féll að vísu ágætlega við suma, en voðalega illa við aðra og fór ekk- ert í felur með það. Þeir sluppu líka mikið til við nærveru mína, því ég var oft utanskóla og vann þá útí bæ. — Hverjum augum lítur þú svo stúdentsprófiö nú tíu árum síðar? Ja, þarna fékk ég allavega inn- tökupassa uppí Háskóla; þar sem ég hef stöku sinnum gutlað svolítið i bókmenntum og fleiru mér til gam- ans. Þannig hef ég á vissan hátt hagnast á þessu, þó mér finnist námið eins og það var óttalega mik- ið húmbúkk. Þetta var svona sitt lít- ið af hverju og ekkert almennilegt af neinu og mér fannst þetta alltaf hálfgerð tímasóun. Svo hef ég alltaf haft lítið álit á einkunnum og nota þær ekki sem mælistiku á fólk, hvorki þá né nú. Flosi Ólafsson Rekinn sjö sinnum úr MA Það var veturinn 1949 að ég var á miililandaskipi að vaska upp leir- tau vestur í New York að ég hugsaði með mér að allt væri skárra en þetta helvíti. Og ég ákvað að halda áfram í skóla. Um haustið 1950 byrj- aði ég í Menntaskólanum á Akur- eyri. Þetta var skrautlegri skóla- ganga en almennt gerist. Ég var orðinn ótrúlega mikill heimsmaður innan við tvítugt og var á þessum árum á alver ferlegu mótþróaskeiði. Ég sé það núna, þegar ég fer að rifja þessa kostulegu skólagöngu upp, að ég hef verið svona nokkurn veginn óalandi og óferjandi í þessum vesalings sak- leysingjaskóla á Akureyri. Ég var þarna eins og naut í flagi, gersam- lega umsnúinn og hafði, samkvæmt þáverandi lífsskoðun, aílt á hornum mér. Ég fyrirleit kennarana, nem- endurna, stofnunina, reglurnar, Akureyringa, Norðlendinga, Islend- inga og heimsbyggðina alla, er mér nær að halda. Ég lærði alveg ótrú- lega lítið í þessum skóla, enda tossi á mótþróaskeiðinu. Ég var rekinn alls sjö sinnum úr Menntaskólanum á Akureyri og endanlega án þess að vera gefinn kostur á að hverfa þangað aftur til náms. Þetta var síðari hluta vetrar í fimmta bekk. Ég fór suður á Kefla- víkurflugvöll og vann þar fram á vorið, en um sauðburðinn fór ég vestur á Snæfellsnes til séra Þor- gríms á Staðarstað og þar vorum við Stebbi Scheving sumarið og næsta vetur, lásum hjá klerki undir stúdentspróf og gættum búsmalans. Lyktirnar urðu svo þær að ég tók fimmta og sjötta bekk saman, skreið í gegnum stúdentsprófið við lítinn orðstír og var svo sannarlega kominn suður á undan prófskírtein- inu og sestur að hérna í Kvosinni. — En ftvað segir Flosi, telur hann sig hafa hagnast á stúdentsprófinu eða jafnvel goldið þess að hafa tekið svo lágt próf? Ég hef satt að segja ekkert hugsað um það síðan. Ég er ekki með minnimáttarkennd eða mikil- mennskubrjálæði eða neinar aðrar tilfinningar útaf þessu stúdents- prófi. Ég get varla ímyndað mér að ég hafi haft neitt slæmt af því. Það er altént víst að ég hefði ekki orðið þeirrar dásamlegu gæfu aðnjótandi að stúdera bæði tannlækningar og hagfræði í Þýskalandi ef ég hefði ekki náð þessu stúdentsprófi. Gunnlaugur Þórðar- son Sementshæð ofan á timburhús Þetta var kannski það einkenni- legasta nám sem um gat í Reykjavík á þeim tíma. Við Agnar bróðir minn fórum aldrei í barnaskóla, heldur lærðum heima, svo líklega höfum við verið lakar undirbúnir en flestir aðrir sem hófu nám í gagnfræða- skóla og menntaskóla. Það var móðir okkar, af dönsku bergi brotin, sem kenndi okkur mest, líka ís- lenskuna. Þvi talaði ég íslensku og dönsku jöfnum höndum, en dansk- an var eðlilega ekki gallalaus og ís- lenskan dönskuskotin. Þetta er nokkuð sem ég má enn gæta mín á. Þegar í menntaskólann kom var auðvitað margt sem glapti fyrir, mér hefur stundum dottið í hug að það sé ennþá erfiðara að læra nú en þiá, það er svo miklu fleira til að glepja hugann. Ég var til dæmis mjög upptekinn af Steini Steinarr. Og svo var ég eins og gengur svolít- ið kátur nemandi, baldinn eins og sagt er. Mér finnst líka núna að ég hafi verið seinn að þroskast. Mínum besta námsþroska náði ég líklega talsvert síðar, í lögfræðinni, og svo þegar ég fór til náms í Frakklandi og tók doktorspróf á stuttum tíma. En ég hef alltaf haft ánægju af því að læra og hef það ennþá. Cicero, sem ég hef mikið dálæti á, segir í verki sínu um ellina, að eitt ráðið til að sporna við henni sé að halda alltaf áfram að auka þekkinguna. Ég er enn á skólabekk. Það var íslenskan sem var minn mesti höfuðverkur í menntaskóla. Mig minnir að ég hafi 1.2 og 2.1 í meðaleinkunn á stúdentsprófi í ís- lensku. Ég held það séu fáir sem geta státað af lægri einkunn. Þegar ég kom í skólann kenndi hvert góð- mennið á fætur öðru mér íslensku, meðal annars þeir Guðni Jónsson og Steingrímur Pálsson. Þeir sem voru baldnir eins og ég gengu á lag- ið og komust upp með að læra ekki neitt. Svo dundi Björn Guðfinnsson allt í einu yfir í sjötta bekk. Það var líkt og verið væri að byggja sementshæð ofan á fimm heéða timburhús. Ég varð svo leiður á þessu öllu saman að ég hélt að ég mundi aldrei stinga niður penna til að rita íslensku. Eg reyndi svo að bæta ráð mitt þegar í Háskólann kom og þá breyttust viðhorfin smátt og smátt. Ég lenti líka í því að vera rekinn úr Menntaskólanum í Reykjavík ásamt vini mínum Rikka Thors. Þetta var út af einhverri uppákomu í Kennaraskólanum, afskaplega ómerkilegri fannst mér. Ætli nokkr- um hefði dottið brottrekstur í hug fyrir þessar sakir í dag. Það stóð jafnvel til að við færum norður til að þreyta stúdentspróf þar en því var afstýrt með atkvæðum góðra manna á borð við Boga Ólafsson og Ólaf Hansson, sem litu málið mild- ari augum en Pálmi rektor. En í refs- ingarskyni, minnir mig, máttum við láta okkur hafa það að lesa allt pen- súmið frá því í fjórða bekk. Nei, nei, ég hef aldrei haft neina minnimáttarkennd þótt ég væri stundum lágur í prófum. Mér datt aldrei í hug að ég væri neitt vitlaus- ari en hinir. eftir Egil Helgason Pepsi Áskorun! 52% völdu Pepsi af þeim sem tóku afstöðu 4719 Coke 4429 Jafn gott 165 Alls 9313 Láttu bragðið ráða HAUSTTILBOÐ! ► .1 i 4 i i i i 5 ! .6 / 1 1 1 2 1 l 3 i 7 i \ 10 :r -v. i i i 8 Í9\ , jrÆ 1. Haus 5. Hryggur 9. Slag 2. Svíri 6. Lend 10. Höm — Læri 3. Bógur 7. Rifjasteik 11. Skanki og taer 4. Hnakkakambur 8. Síða 159. - kr. kg. tilbúið í kistuna 1 Máls t 6 Þrihyrnmgur 2 HerAakambur 7 Mali 3 Framhryggur 8 Háls 4 Þunnasleik 9 Bögur 5 Þykkasteik 10 Bögur 1 Skanki 16 Kviöstykki 2 Siöa ' 17 Siag 3 Klumpur 18 Skanki 4 Innanlærisvoðvi 5 Kviöstykki eröakambui 3 Hryggur 6 Þr'hyrningur 7 Hali 18 Skanki 19 lundtr 20 Bringa 21 Innantarisvöövi 129r kr. kg Flokkur U.N. I Tilbúiö í frystinn Ath. Biöjiö um bók Arnar og Örlygs um nautakjöt og svínakjöt og margt skemmti- legt kemur í Ijós. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM SEMIIIIIHI HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.