Helgarpósturinn - 08.12.1983, Side 3
Jarðnesk gufa
-í?-Það eru ekki öll gufuböð
eins, sem kannski margur
kann að kalda. Þau gufuböð
sem almenningur hefur átt
að venjast til þessa eru hituð
upp með rafmagnsofnum, en
,nú eru'hinsvegar komin til
sögunnar böð sem notast við
okkar jarðneska heitavatn,
þ.e.a.s. þetta sem seitlar (
leiðslum heimilanna og held-
ur á okkur hita jafnt dag og
nótt.
Vaxtarræktin hf. að Duggu-
vogi hefursiðustu þrjá
mánuði verið með í gangi tvo
gufubaðsklefa ( húsakynnum
sínum sem hitaðir eru upp
með þesari heitavatnstækni.
„Þetta er séríslensk útgáfa
af sána, sem við vitum ekki
til að þekkist annarsstaðar
með sama hætti" segja for-
ráðamenn Vaxtarræktarinnar.
Þessi gufuböð þeirra virka á
þann hátt að eitt heitavatns-
rör liggur á gólfi klefanna og
út af því ganga nokkrar grein-
ar með aggalitlum götum
þaðan sem gufuna leggur
upp af þegar heitu vatni er
veitt f rörin. Svo einfalt er
það nú — og reyndar fárán-
legt að sjálfri jarðgufuþjóö-
inni skuli ekki hafa dottið
þetta snjallræði I hug fyrir
langt löngu. Forráðamenn
Vaxtarræktarinnar bentu þó á
að Laugvetningar hefðu verið
með svipað kerfi I gangi I
nokkurn tíma, en það væri að
þvl leyti frábrugðið þeirra að
notast væri við hveravatn.
En hvaða kosti skyldu
svona sánaklefar hafa um-
himnesk sæla
fram þá gömlu góðu sem hit-
aðir eru upp með rafmagni?
„Fyrst ber að telja að það
er nærri þrefalt ódýrara að
keyra gufubað á heitu vatni
en rafmagni. Þau eru llka
mun fljótari að hitna og ekki
þarf að einangra þau eins
rækilega og rafmagnsböðin"
segja þeir hjá Vaxtarræktinni
og nefna enn einn kost I við-
bót: „Heitavatnsböðin gefa
ekki af sér jafn þurrt loft og
hin vilja gera en það er nokk-
uð sem margir kvarta sáran
undan.“
Þannig að viðskiptavinir
ykkar eru lukkulegir með
þessa gufu?
„Þeir eru það og llkja
þessu tvennu ekki saman;
rafmagnsgufum og heita-
vatnsgufum."
Þess má I lokin geta að
nokkrir arkitektar ríkisins
skelltu sér I þessa gufu
Vaxtarræktarinnar I Duggu-
vogi um daginn og llkaði svo
vel að þeir eru þegar farnir að
huga að slfkum sánum fyrir
nokkur skólaíþróttahús úti
um landið sem liggja á
teikniborðum þeirra um þess-
ar mundir.^.
Bara Gas
■^Nýjasta plata Baraflokks- £
ins, GAS, hefur vakið firna «
mikla athygli fyrir vandað og ^
hressilegt rokk. Það athyglis- =
verðasta sem gert hefur verið £
I íslenskri tónlist I mörg herr- “
ans ár, segja sumir rokk- 'a
spekúlantar. _ Si
Söngvari flokksins, Ásgeir o
Jónsson, er einnegin ánægð- “
ur með útkomuna: „Þetta er °
tvímælalaust okkar allra £
besta stykki fram að þessu. °
En það er ekki þar með sagt .b
að við séum búnir að finna o>
okkur einhvern stall sem við ■<
ætlum að dvelja á næstu
árin. Beiskjan kemur á næsta
ári þegar við förum að endur-
. skoða þetta verk og sjá hvað
' við gátum betur.
Ég er fyrst og fremst
ánægður með þetta stóra
stökk sem við tökum fram á
viö með þessari plötu“, segir
Ásgeir. „Það sýnir aö ekkert
er okkur óviðkomandi I rokk-
inu. Við reynum við allt".
— Gefur GAS rétta mynd
af þvl sem þið viljið fara I
tónlistinni?
„Hún er miklu nær okkar
hjarta en tvær hinar fyrri.
Þær voru meira leitandi og
eiginlega svolítil strákapör
miðaö við GAS. Fyrst núna
erum við komnir út I alvör-
una, hættir öllum undirbún-
ingi og farnir að vinna af
öryggi. Það er ofboðslegur
kraftur I bandinu um þessar
mundir og nýja platan ber þvl
glöggt vitni“.
— Ykkur hefur verið likt
við Bowie?
„Já, það er svo sem ekkert
vitlausara en hvað annað. En
ég gæti bent fólki á marga
aðra listamenn sem hafa ekki
síður haft áhrif á okkur; art-
ista á borð við Talking Heads,
Bill Nelson, Queen og jafnvel
Kinks. Annars finnst mér I
fyllsta máta eðlilegt að okkar
tónlist sé líkt við múslk ann-
arra, þvl það er tónlist eðli-
legt að vera undir áhrifum frá
þvl sem er að gerast I heimi
hennar hverju sinni. Það er
ekki til sá tónn sem ekki
hefur verið notaður áður.
Hinsvegar er það sannfær-
ing mín að okkar tónlist beri
með sér mjög persónulegan
stil. Þetta eru fyrst og fremst
við sjálfir sem handleikum
hljóðfærin. Og úr þeim lekur
okkar fílingur, okkar músík“.
— Hvernig er hún?
„Hún er Iffsglöð tónlist".
— GAS er ætlað að fara á
erlendan markað. Eigiði
sjens þar?
„Við eigum góða möguleika
I útlandinu. Okkur hefur verið
tekið afskaplega vel af áhrifa-
mönnum I rokkheimi Eng-
lands. Við urðum varir við
það að þegar við vorum að
vinna að plötunni þar I landi,
þá litu margir efni plötunnar
hýru auga, fannst það stór-
gott og kváðust ekki ætla
annað en að GAS gæti
gengið I Tjallann".
— Eruð þið á leiðinni út?
„Ekki I bráðina. Platan mun
fara þessa hefðbundnu leið I
kynningu erlendis; fyrst með
útgáfu lltillar plötu, þvl næst
með viðtölum og svo með
auglýsingum I blöðum og
tlmaritum. Þegar og ef eitt-
hvað fer að hreyfast I þessum
efnum, rjúkum við út. Start-
holurnareru I góðu lagi hjá
okkur“. *+■
Þetta verður ákaflega persónuleg bók. Nei, ég ætla mér
ekki þá dul að skrifa hina endanlegu bók um ísland, það er
ekki á mTnu færi. Ég reyni að lýsa þeim hughrifum sem landið
vakti með mér á feröum okkar I sumar — stöðum sem viö fór-
um á, fólki sem við hittum, atvikum sem við lentum I. Innl
þessa persónulegu lýsingu reyni ég svo að f léttaörlítilli sögu,
þjóðsögum, goðafræöi og menningu.
— Ferðir þínar í sumar, hvert lágu leiðir?
Við fórum i mikla reisu kringum landiö á þjóðvegi eitt. Svo
fórum við I margar minni ferðir, til dæmis um Snæfellsnes og
Vestfiröi, I túr á fiskiskipi og I hreint stórkostlega ferð á hest-
um yfir hálendið.
— Þú skrifar bókina i samkrulli við þekktan Ijósmyndara,
ekki rétt?
Jú, og myndirnar eru stórfenglegar, ég sá sýnishorn af
þeim úti London um daginn. Höfundur þeirra er Rollof Bery,
kanadlskur Ijósmyndari. Það var sameiginlegur vinur okkar
sem átti hugmyndinaað þessu samstarfi. Hann varhérlheim-
sókn og sá bók eftir Bery á borðinu hjá mér og þá laust niöur
I hann þessari hugmynd. Bery kom svo hingaö I vor og dvaldi
I næstum tvo mánuði og kemur væntanlega aftur I febrúar til
aö taka fáeinar vetrarmyndir. Þessi ferðalög voru, held ég,
talsverð viðbrigði fyrir Bery, þvl hingað til hefur hans við-
fangsefni fyrst og fremst verið Miðjaröarhafið. Hann hefur
gefið út margar bækur um löndin þar i kring.
— Skrifar þú þá bara myndatexta?
Kannski álitur Rollof það... Nei, ég vona að textinn verði
bitastæöari en svo. í svona stórum myndabókum er oft hætt
viöaötextinnverði mjög staðlaðurog sattað segjahálfleiðin-
legur. Ég reyni fyrirallamuni að forðast það að vera leiðinleg.
Mig langartil að reyna að skrifa lesmáliö i anda hinna sigildu
ferðabókahöfunda 19du aldarinnar, svo sem Dufferins lávarð-
arog Williams Morris. Þettaersvonarabbstill, kannski svollt-
ið gamaldags.
— Hverju viltu reyna að koma til skila í bókinni?
Það er auðvitað fátt sem ég get sagt íslendingum um ís-
land. Ef til vill finnst þeim þó áhugavert hvaö útlendingi eins
og mérfinnst um landið. En erlendum lesendum vonast ég til
að geta komiö I skilning um hvað (sland er einstakt og stór-
fenglegt jafnt I stóru sem smáu og náttúran yfirþyrmandi fal-
leg, oft skelfileg.
— Nú er eiginkona danska sendiherrans, Ann Paludan,
einnig rithöfundur. Er þetta einhvers konar siðvenja í utanrik-
isþjónustunni?
Þáer það ekki slæmur siður. En ég var llka rithöfundur áður
en ég hitti manninn minn. Ég held llkaað það sé gott að reyna
að komast I sem mesta snertingu við landið sem maður dvel-
ur I hverju sinni. Og það góða við ritstörf er aö þau er hægt að
stundahvar sem er. Ég hef séð alltof margar leiðar eiginkonur
í utanrlkisþjónustunni.
— Hvenær er svo von á bókinni?
Sem stendur er ég á kafi I bókum um ísland og íslendinga.
En þaö er nú einu sinni svo að þeim mun meira sem maður
les, þeim mun meira vill maður vita. En nú erum við að fara I
sex vikna frl og þá ætla ég að hætta að grúska I bili og byrja
aöskrifa. Þaðverðuralgjörhimnasæla. Þaðergert ráðfyrirað
ég skili inn handriti 15da mars. — EH
Pamela Brement er bandarískur rithöfundur og blaðamaður.
Hún varfréttaritari TimeMagazineí Vietnam og Laos ó ófriðarór-
um og síðar í New York. Fyrir fjórum órum gaf hún út sína fyrstu
skóldsögu, Miröndu, og vinnur nú að annarri. Um þessar mundir
vinnur hún einnig að bók um ísland í samstarfi við þekktan Ijós-
myndara. Pamela er íslendingum líklega að bestu kunn fyrir að
vera hin drífandi eiginkona bandaríska sendiherrans hér ó landi,
Marshalls Brement.
Bók um ísland?
Hverslags bók?
HELGARPÓSTURINN 3