Helgarpósturinn - 08.12.1983, Síða 12
Helgarpósturinn
hjá
leikhópnum
fræga:
Bukkad
uppá
hjá
hér allskyns matjurtir og ávexti og
það nægir öllum. Kostnaður er í
lágmarki. Spes kokkar sjá um mat-
reiðsluna". Það var sest að borð-
um og boðið uppá kampavín og
tertu og hvaðeina. Það stóð semsé
sérstaklega á; saumakona hóps-
ins, mamma Kimets, átti afmæli
og glatt á hjalla. Magga talaði kat-
alónsku uppá kráft einsog inn-
fæddur. Hún sagðist nú hafa lifað
í þessum draumi í tvö ár slétt;
hefði fyrst komist í kynni við hóp-
inn á listahátíðinni 1980 í Reykja-
vík. Samlagast honum síðan ári
síðar.
Djöflar
Hópurinn var nýkominn úr
frækilegri Frakklandsför, þar sem
hann tók þátt í alþjóða leikhús-
festívalinu í Avignon og lagði und-
ir sig Páfahöllina í gamla bænum
við húrrahróp tíu þúsunda. Þau
höfðu sett aðstandendum hátíðar-
innar það skilyrði að allar þeirra
uppákomur yrðu ókeypis og það
varð úr. Aðfaranótt hins 7. ágúst
sigldu djöflar á upplýstum báti eft-
ir ánni Ródano. Þeir otuðu logandi
kvíslum og orguðu í kapp við eld-
spúandi dreka í helvísku tóna-
flóði. Á árbakkanum biðu þeirra
uppundir þrjú þúsund manns, sem
síðan fylgdu á hæla þeim að Páfa-
höllinni. Blys í öllum regnbogans
litum lýstu leiðina að torginu
framan við höllina þar sem söfn-
uðust saman um tíu þúsund
manns. Þar átti sér stað söguleg
styrjöld með miklum eldglæring-
um á milli hinna hvítu máttar-
valda og árásarliðs djöflanna. Há-
punkti var náð þegar einn djöfull-
ínn kunngerói: „Avignon er okk-
ar!“ Og svo var. Krítíkerar og leik-
húsfólk hvaðanæva að hreifst
uppúr skónum á þessari stundu.
Els Comediants voru stærri punkt-
ur yfir i festívalsins en nokkurn
hafði grunað — og ekki má
gleyma frönsku eldtæknunum
Les Ephémers, sem aðstoðuðu.
Hátíð var í bæ.
í Canet de Mar
Mér fannst ég vera staddur í
Tinnabók eða einhverju álíka þeg-
ar ég gægðist innum hliðgrindina
hjá EIs Comediants undir lok
ágústmánaðar. Við augum blasti
dýrindis höll, ekki ósvipuð Myllu-
setri: Villa Soledad. Ég ýtti á bjöllu
og kom innúr löngum og háum
trjágöngum í stóra og bjarta sali.
Einn íbúanna, kallaður Kimet,
heilsaði mér kumpánlega og tók
þegar í stað að hrópa „Magga" út-
um allar trissur, en ekkert svar.
Hann útskýrði að einhver burgeis
á átjándu öld hefði byggt þessa
höll úr innvolsi þræla. Hún hefði
síðan fylgt ættinni uns hún fór til
fjandans í lok liðins árs og þau
eignuðúst allt heila klabbið fyrir
kúk á priki. „Ekki er það amalegt
að fara til fjandans", hugsaði ég og
gaut hornauga til kartöflugarðs-
ins. „Við erum litin hornauga af
bæjaryfirvöldum", sagði Kimet.
„Þeim býður við að sjá okkur öll
hér í einni kássu eins og mý á
mykjuskán... og þeir stela frá okk-
ur leikhúsinu í fleiri mánuði undir
jólaglingurmarkað. Þetta er eina
leikhúsið hér í Canet og við leigj-
um það svo til viðstöðulaust á
meðan yfirvöldin gjamma ekki“.
Ekki hafði hann fyrr sleppt orð-
inu en hvolpslegur hundur óð á
móti okkur með írafári. Skildist
mér að þar væri kominn bróðir
tíkur er lét líf sitt með torkennileg-
um hætti í vor sem leið. Sú tík
þótti eftirminnilegur persónuleiki
og yndi allra.
Veisla
Magga Árna stóð við símann.
Allt í kring voru comediantar og
sumir inní kompu að horfa á vídeó
hópsins. Mér var boðið í mat og
allir héldu til matskálans úti á túni.
Sól skein í heiði en tæpast grillti í
himin fyrir limmiklum og laufstór-
um trjám. „Við fluttum hingað í
maí síðastliðnum og það fylgdi
'garðyrkjumaður með í kaupun-
um“, útskýrði Magga. „Við höfum
(^unnars
Nú cr kornin hljómplata mcö
tónlist cftir Gunnar Thorodd-
scn, fv. forsætisráðherra.
Hljómplatan hcfur að geyma 14 lög í
flutningi margra þckktra listamanna.
Þcircru: Kristinn Sigmundsson, Sigríður
Ella Magnúsdóttir, Einsöngvarakvartelt-
inn, Karlakórinn Stcfnir, Dómkórinn,
Gunnar Kvaran scllólcikari, Gísli Magn-
ússon píanóleikari, Smári Ólason orgel-
lcikari, o.fl. Auk þcss lcjkur Gunnar heit-
inn sjálfur á píanó 7 stutt lög scm hann
kynnir sjálfur á plötunni
Á plötuumslagi scgir Ólafur Ragnarsson
meðal annars:
„Dr. Gunjnar Thoroddsen, fyrrverandi
forsætisráðhcrra, kom mönnum oft á
óvart á löngum ferli sínum á vcttvangi
þjóðmála. Einn þáttur hæfilcika hans fór
þó hljótt, cn cr nú kynntur alþjóð. Það cr
tónlistargáfan. Viðfangscfni hans á tón-
listarsviðinu voru nánast einkamál hans
og fjölskyldunnar og stundirnar við
píanóið aðallcga notaðar til þcss að öðlast
hvíld frá erli dagsins.
Rætt hafði vcrið við Gunnar um að gefin
yrði út á vcgum Fálkans hljómplata mcð
lögum hans. Skömmu fyrir andlát sitt
hafði Gunnar í því skyni valið nokkur
sýnishorn þeirra tónsmíða, scm hann
hafði fengist við um árabil.
Undirbúningur útgáfunnar var síðasta
vcrkcfnið sem Gunnar vann að, og lagði
hann sig allan fram við það vcrk eins og
annað scm hann fékkst við um dagana.
Hann færði lögin úr huga scr yfir á
nótnablöð, vann mcö útsetjurum, valdi
flytjcndur og ræddi við þá um túlkun
laganna. Gunnar lifði það ekki að sjá
þctta verkefni sitt komast í höfn, og cr
hljómplatan nú gefin út í minningu
hans ...”
FÁLKIN N*
Suðurlandsbraut 8, Laugavegi 24, Austurveri.
nI2 helgarpösturinn