Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.12.1983, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Qupperneq 24
HRINGBORÐIÐ Kreppuhyggindi í dag skrifar Auður Haralds Heimskautanóttin grúfir sig yfir okkur og þjóöin hrópar út í svart- nættið: Hvaö eiga litlu heimilin að borða þegar endar ná ekki sam- an? Svarið er auðvitað fars. Allt frá því að hugmyndin að farsinu barst okkur frá Danmörku fyrir hálfri öld eða svo, hefur þjóðin fallið í þann fars-sæla farveg að borða fars. Takið eftir, hugmyndin, ekki uppskriftin, því danska farsið myndi aldrei fást til að kannast við hið íslenska sem svo mikið sem fjarskyldan ætfingja. Hinir ótrúiegu eiginleikar fars- ins spanna allt frá því að vera mettandi og teygjanlegt upp í að megna að dylja svo rækilega hold- legan uppruna sinn að jafnvel grænmetisætur geta etið það með hreinni samvisku. Meðal annars sem hið breiða svið hæfileika nær yfir er fjaður- mögnun sem ögrar eðlislögmál- inu. Falli steikt kjötbolla af diski sínum, fjaðrar hún með mjúku doínghljóði beint upp á diskinn aftur, sé honum haldið stöðugum á þeim stað er bollan lagði upp frá. Sumar farstegundir sýna jafnvel yfirburði sem vakið gætu afbrýði- semi hjá flestu öðru fiðurfé en kondórnum. Sökum þessara eiginleika má nota afgangsbollur til dæmis sem tennisbolta, en þá skal þerra af þeim steikarfeitina fyrst, þar eð hún getur eyðilagt spaðana. Stærri bollur má afhenda börnum til fótboltaafþreyingar. Þetta er ódýrasti kosturinn sem þjóðin býr að um þessar mundir. Næst á eftir farsinu kemur hakkið. Úr því má gera fars í heimahögum og gengur maður þá ekki að því gruflandi hvað fer í farsið. Aftur á móti er maður engu nær um hver hefur gruflað i því. Öðru hverju rennur það æði á heilbrigðiseftirlitið að rannsaka unnar kjötvörur. Að sýnistökum og kukli loknu segja þeir dagblöð- unum hvað þeir fundu. Átján millj- ónir af kólígerlum á kúbíksenti- metrann af farsi. Og þjóðin kinkar kolli og tekur eftir að næstu daga á eftir er farsið engan veginn eins líflegt og vant er, heldur liggur til- tölulega kyrrt í umbúðunum. Af einhverjum duldum ástæð- um eru niðurstöður rannsókn- anna alltaf birtar á útlensku. Er það gert af miskunnsemi í garð lítilmagnans? Því kólígerlar eru saurgerlar og við vitum hvaðan þeir koma. En getum vér öreigar gengið inn í kjötbúðina og hrópað: Er ein- hver hér sem notar fingraaðferð- ina? Nei. Þegjandi kaupum við á- fram farsið og hakkið og viður- kennum vanmátt okkar. Það er afleiðing þessa þrúgandi vanmættis að eftir tveggja mán- aða hakkneyslu vegna bágrar lausafjárstöðu, vantaði mig eitt- hvað eða einhvern til að hata. Ef- laust eru það ómeðvituð viðbrögð undirmeðvitundarinnar og bein tengsl við kólígerlana að ég valdi manninn sem gatar skeinibréfið sem ég kaupi. Hann er hæfilega fjarlægur en samt nálægur alla daga. Ég mun aldrei hitta hann og hatur mitt get- ur vart skaðað hann. Það er engin hemja hvað mað- urinn er kærulaus í starfi. Þá sjald- an að hann leggur sig niður við að gata, þá er það duttlungum hans háð hvort hann gatar þar sem mér hentar að rífa. Aðeins örsjaldan hittist þannig á. Oft gamnar hann sér við að gata hálfa leið. Hann veit hvað ég verð svekkt þegar rifnar upp í blaðið. Af fullkomnu miskunnarleysi sem ég örlög þessa manns. Mér finnst það liggja í augum uppi að maður sem gatar svona illa nauð- þurftir bræðra sinna og systra sé rakið illmenni á öllum sviðum. Hann er illa liðinn í skeinibréfs- verksmiðjunni og enginn vill sitja með honum við borð í kaffitím- anum. Hann hefur aldrei fengið að vera í skemmtinefhdinni og er hættur að fara á árshátíðirnar. Einu sinni átti hann vini, en jafn- vel tilfinningalausa skepnu eins og hann fór að gruna að hann væri ekki aðlaðandi þegar þeir fluttu allir í önnur byggðalög. Börnin flúðu að heiman um leið og þau höfðu aldur til og fyrir skömmu lét ég konuna hans yfir- gefa hann. Um leið og hún var far- in, sameinuðust nágrannar hans um að fá hann rekinn úr íbúðinni sinni. Honum tókst hvergi að fá húsnæði, en eftir talsverða hrakninga leyfði ég honum að setjast að í yfirgefnum, hriplekum kofa í miðjum skeinibréfsskógin- um. Þar situr hann, einmana og niðurlútur og gerir sér ekki enn grein fyrir, samkvæmt síðustu rúllu, að harmsaga hans hefði aldrei gerst ef hann hefði sinnt götuninni. almennilega. Á Þorláksmessu ætla ég að láta kynditækið bila hjá honum. Það gerist fimmtán mínútum eftir að honum verður ljóst að hann fær engin jólakort þetta árið. Ef hann tekur sig á og sendir mér bara eina rétt gataða rúllu ætla ég að skutla til hans jólagjöfum á hundasleða. Annars ekki. Mér er fyllilega ljóst ,að götunar- vél fyrirtækisins er eitthvað vönk- uð. En sú útrás sem ég fæ við að drýgja þetta hatur öðru hverju gerir mér kleift að taka offram- boði á gluggaumslögum, ofsókn- um gjaldheimtunnar, hömlulausu orkuverði, kólígerlum sem deyja við suðu og jafnvel jólunum með votti af jafnaðargeði. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvort við erum að ala upp kyn- slóð sem þekkir ekki kjöt í heilu og æpir, ef henni tekst að ná fullorð- insárum og flýja til útlanda og fá þar steik: „Siðleysingjar! Þeir hafa myrt eitthvert dýr.“ Kyrrkjörer bókmennta- viðburður, göldrótt saga og áhrifarík KYRR KJÖR, ný skáldsaga Þórarins Eldjáms mun ekki valda binum stóra les- endahóp hans vonbrigðum. Saga Guð- mundar Bergþórssonar sem bvergi er frjáls nema t draumum sínum og skáldskap. / veruleikanum liggur hann máttvana og bjargarlaus. En í eymdinni lifir draumur- inn um frelsið og tekur á sig margvíslegar myndir í buga pess sem ekki unir kyrrum kjörum. Hér togast á leiftrandi fjör og djúp alvara. ,,Þórarinn Eldjárn hefur með KYRRUM KJÖRUM sameinað skáldskap og þjóðsögn á heillavœnlegan hátt, stefnt okkur til fundar við fortíðina í því skyni að skemmta okkur og líka til þess að við megum sjá samtímann í skýrara Ijósi. “ Jóhann Hjálmarsson í ritdómi. Kr. 648.40 AUK hf. Auglýsingastofa Kristínar 83.74 121Reykjavík Simi 12923-19156 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.