Helgarpósturinn - 08.12.1983, Síða 28

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Síða 28
•fc ■n V * Maður lifir ekki hóli gagnrýnenda — hlýtt á nvjar íslenskar plötur með Guðnýju Guomunasdóttur og Valgeiri Guðjónssyni eftlr Egil Helgason Staöur: Timburhús, grænt að lit, við Frakkastíginn. Stund: Rigningarsamur skamm- degismorgunn. Viöstaddir: Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari, Valgeir Guðjónsson Stuðmaður, æsku- maður sonur Guðnýjar, auk blaða- manns Helgarpóstsins. Tilgangur: Að hlusta á fáeinar nýútkomnar íslenskar plötur, ræða þær, íslenska plötuútgáfu og íslenska tónlist frá ýmsum sjónar- hornum. Blaðamaðurinn ruglar plötu- bunkanum, dregur, og upp kemur sjálfur Kristján Jóhannsson, fyrsta einsöngsplata hans, ítalskir slag- arar og aríur í bland við hið sígilda háa c Hamraborgarinnar. Valgeir: Þetta er metsöluplatan um jólin, klassísk plata sem á eftir að slá öllu poppinu við. HP: Klassísk? Nú hafa menn gagnrýnt efnisvalið á plötunni, sagt að þetta sé tómt léttmeti.... Guöný: Við getum sagt að þetta sé popp síðustu aldar. Valgeir: Já, popp fyrir stóran hóp fólks. Það er heldur ekkert að því að gefa út efni sem nær til fólks. Þegar ég var að byrja í tón- listinni átti allt að vera svo fjarska- lega framsækið, en maður verður veskú að selja sínar afurðir, rétt eins og sjómenn og bændur. Maður lifir ekki á hóli gagnrýn- enda. HP: Hvað haldið þið, er plötuút- gáfan að taka við sér aftur? Valgeir: Það virðist vera ein- hver uppsveifla í þessu eftir lægð- ina síðustu árin. En sveiflurnar eru samt oft ósköp litlar. Platan sem við gáfum út í sumar var í fyrsta sæti vikum saman, þó voru það kannski ekki nema par hundrað eintök sem seldust á viku. Guöný: Þegar plötuútgáfan var sem mest hér um árið virtist nú slæðast með ýmislegt sem ekki var mikils virði. Valgeir: Já, það voru alls konar menn sem töldu sig kallaða þegar betur áraði. Margir ætluðu að verða feitir á plötuútgáfu. Kristján Jóhannsson rúllar enn á fóninum, léttklassískur, og eftil vill ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna ekki er gefið út meira af „klassískum" plötum hér á landi. Valgeir: Þetta er annars afleitt orð „klassísk" tónlist. Tónverk sem er spilað einu sinni fær kannski nafnbótina „klassískt", á meðan tónlist sem glymur í eyrum landans áratugum saman er ekki „klassísk". Ég lýsi eftir nýju orði! Bjartsýni hefur aftur gripjð um sig á íslenskum hljómplötumarkaði öllum að óvörum, eftir kreppubúskap síðustu ára. í sumar og haust var svo komið að plötusala var nær engin, enda hljómplötur óhemju dýrar og horfur á að hverfandi lítið yrði af íslenskum hljómplötum á jólavertíð- inni. Þóttu þetta nokkur viðbrigði frá blómatíma íslenskrar hljómplötuútgáfu, árunum 1975-1980, þegar flestir gítargutlarar og sönghanar þóttust ekki síður eiga erindi á óbrotgjarnt plast en þeir sem frægari voru og vinsælli. Það var blómatíminn, árin eftir að íslendingar fóru að taka upp sínar plötur sjálfir. Síðan harðnaði sumsé smátt og smátt á dalnum, eins og segir í blöðunum, og plötu- útgefendum orðið hollast að éta sínar hugsjónir eða éta ekki neitt. En kraftaverkin gerast enn og pennastrikin ekki síður; eins og frelsandi engill kom Albert út úr þokum haustsins, barg hinu sökkvandi skipi, og felldi niður vörugjald á hljómplötum. Og þá var aftur hægt að fara að kaupa plötur. Margir hafa gert því skóna að platan verði „jólagjöfin í ár“, eins og sagt er. Meðalplata mun nú kosta um 400 krónur, en hin sigilda jólagjöf, jóiabókin, kostar talsvert meira. „Markaðsstaða“ plöt- unnar er því óneitanlega nokkuð sterk. Samt sjást merki þessa fjörkipps ekki enn að ráði í hljóm- plötuútgáfunni sjálfri, til þess erekki nógu langt um liðið frá afdrifaríkri ákvörðun fjármálaráðherr- ans. Því eru líklega færri hljómplötur um hitu kaupendanna en oft áður. Eins og við var að búast rennur hljómplötuútgáfan í nokkuð sama farvegi og verið hefur undan- farin ár. Ef til vill er fátt um tímamótaverk, en þó margt eigulegrar og áheyrilegrar tónlistar. Stóru fyrirtækin, Steinar og Fálkinn, gefa út talsvert af erlendum plötum, pressuðum hér á landi, en sýna þó íslenskri tónlist ræktarsemi sem fyrr. Hjá Steinum vekja mesta athygli þrjár „poppplötur“ sem teknar eru upp með miklum kostnaði erlendis. Þar eru á ferðinni þeir heimsfrægu Mezzoforte-pilt- ar, Baraflokkurinn frá Akureyri og Jóhann Helgason. Mun hugmyndin vera sú að koma öllum þessum plötum í sölu og kynningu erlendis. Sú plata sem án efa vekur mesta athygli hjá Fálkanum er plata með lögum eftir Gunnar heitinn Thoroddsen. Gunnar leikur þar sjálfur nokkur lög eftir sig á píanó, en auk hans syngja og spila margir þekktir músíkantar, þar á meðal Kristinn Sigmundsson söngvari sem hér heyrist í fyrsta sinn á hljómplötu. Margir minni bræður eru líka um hituna á markaðnum. Grammið, hljómplötufyrirtæki tónlistar sem almennt þykir ekki mikil söluvara, gefur út nýbylgjuplötur með hljómsveitunum Vonbrigðum, Kukli og Tappa tíkarrassi. Geimsteinn gefur út plötu með Rúnari Júlíussyni þar sem hann syngur lög eftir látinn amerískan þjóðlagasöngvara, Tim Hardin, og plötu með C.T.V., nýrri hljómsveit sem mun ættuð af Suðurnesjum. Safari-records, nýtt fyrirtæki sem ætlar sér stóran hlut, gefur út plötu með fönk-hljómsveitinni Frökkunum. Það er sumsé talsverð grænka í poppinu/rokkinu eins og endranær. Heldur er færra um fína drætti i öðrum deildum tónlistar, enda nokkuð undir högg að sækja fyrir slika „minnihlutahópa". Flestum ber þó saman um að metsöluplatan um þessi jól verði með klass- ískri tónlist, eða svo gott sem. Það er plata Kristjáns stórtenórs Jóhannssonar, sem nú kemst undir grammófónnái í fyrsta sinn. Fieiri aðilar leggja líka sitt af mörkum til að efla „æðri“ tónmennt íslendinga, í flestum tilvikum fólk sem stendur í plötuútgáfu af eigin rammleik og hugsjón. Háskólakórinn gefur út plötu með nútímatónverkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson, og annar úrvalskór, Lang- holtskórinn, gefur út plötu með eigin söng. Edda Erlendsdóttir pianóleikari leikur á hljómplötu verk eftir Schubert og þá mótingjana Schönberg og Alban Berg og önnur píanóplata kemur út á vegum Fálkans — valin sýnishorn af leik Rögnvalds Sigurjónssonar i gegnum tíðina. Þetta er sumsé ærið úrval og eru þó ótaldar ýmsar barnaplötur, jólaplötur og sjálfsagt sitthvað fleira. Hljómplötuútgáfunni er að vaxa fiskur um hrygg enn á ný — í tilefni af því fékk Helgarpósturinn tvo valinkunna músikanta, sinn úr hvorum geiranum, tii að spjalla um fáeinar nýútkomnar plötur, íslenska plötuútgáfu og íslenska tónmennt. Guöný: Við getum kallað það „alvarlegri tónlist". Valgeir fellst á það, með pínulitl- um semingi þó. Guöný: Það vantar náttúrlega mikið uppá að okkar bestu flytj- endur og tónskáld geti komið sínu efni á hijómplötur. Það eru ekki mörg fyrirtæki sem vilja leggja útí slíkt. Til að fjármagna plötuútgáfu verða músíkantarnir að leggja húsið undir, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ég hef ekki lagt útí það sjálf. Nú hefur tónlistarlífið að vísu tekið miklum breytingum, tónleikahald er alltaf að aukast og stöðugur straumur af ungu fólki sem kemur frá námi. Ég trúi ekki öðru en að eitthvað fari að gerast í útgáfu á íslenskum tónverkum. Þessu til áréttingar dregur blaðamaður upp glænýja plötu, al- varlega, þar sem Háskólakórinn syngur tónverk eftir Hjálmar H. Ragnarssonog Jónas Tómasson.Á fóninn með hana, eitt augnablik. Guðný: Þetta er tónlist sem ég efast ekki um að höfði til fleiri en þeirra sem sækja tónleika. Mér hefur líka virst að yngra fólkið sæki frekar í nýrri verkin en þau eldri, til dæmis þá músík sem Musica Nova flytur. Þarna fer saman á plötunni innihaldsríkir textar og frískleg tónlist, sem gerði til dæmis gríðarmikla lukku á ferðalagi kórsins um Sovétríkin, eins og menn eru nú íhaldssamir í tónlistinni þar. « Valgeir: Ég verð að játa að ég þekki ekki tónlistina... en ég þekki báða kompónistana, bara að góðu.... HP: Nú eru þessi tvö ungtón- skáld, Hjálmar og Jónas, búnir að vera að í fjölmörg ár og næstum orðnir miðaldra. Samt hafa verk þeirra naumast náð á plast ennþá. Er þetta ekki stórt gat í menning- unni? Guðný: Það er hægt að nefna fjölda tónlistarmanna sem hafa beðið jafnlengi og lengur. Því miður virðist ekki með góðu móti hægt að gefa út nema eina-tvær klassískar plötur hér á ári. Allt um- fram það stendur bara og fellur með því sem einstaklingar eru til í að leggja á sig. Valgeir: Á meðan á ég efni á meira en fimmtán plötum, annað hvort sem flytjandi eða höfundur. Svona er hljómplatan nú nátengd poppinu. Poppið, rokkið, dægurtónlistin, alþýðutónlistin. Uppúrbunkanum góða skýtur nýrri plötu nokkuð annars eðlis, akureyrskt kulda- 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.