Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 3
Varla geta óskir um gleðilegt ár veriö innilegri en þessar sem konan fyrir miðri mynd ber fram. Hún var að skemmta sér á Broadway ásamt kunningjum á nýárskvöld þegar þessari mynd var smellt af. um á sfðustu árum. Með Ifflegri skemmtun sinni kvað fólkið I Átthagasal niður gamla orðtæk- ið: Öl er innri maður, og tókst skemmtunin frábærlega að sögn innanbúðarmanna. Hér sjáum við þrjá þeirra,-Jónas Jónasson útvargsmann, Hrafn Pálsson félagsráðgjafa og Eyjólf Jónsson lögfræðing. vfnföngum i þessum hóþi, enda eðlilegt þar sem klúbburinn saman stendur af mönnum sem- sótt hafa sér lækningu á drykkjusýki vestur f Bandarlkjun í Átthagasal Hótel Sögu fagn- aði Freeport-klúbburinn nýju ári á nýárskvöld. Gagnstætt því sem gerðist á öðrum samkomum fólks þetta kvöld, bar ekkert á Meðal gesta Nýársklúbbsins í Naustinu á nýárskvöld voru strákarnir f Mezzoforte, en þá um kvöldið tróðu þeir f sfðasta sinni uþþ með hljóðfæri sfn áður en þeir héldu aftur „heim“ til Eng- lands að berjast viö heimsat- hyglina. Á myndinni ræðast þeir við: Eyþór Gunnarsson hljóm- borðsleikari, trommarinn Gunn- laugur Briem og hinn nýi með- limur grúppunnar, hollenski ásláttarleikarinn Jereon de Rijk og umræðuefniö er mjög llklega, múslk. Þessi mynd var tekin f Súlna- sal Hótel Sögu á nýárskvöld, en þar hefur rúmlega hundrað manna hópur komið saman til að fagna nýja árinu sfðustu fimmtán ár eða svo. Nöfn herra- mannanna við borðið vitum við því miður ekki, en vfst eru vln- föngin fyrir framan þá dæmigerð fyrir gleöina sem rfkti þetta fviníng. „Okkur langar svo út á dans- gólfið að við erum alveg að tryll- ast. Það er rosalega erfitt að halda aftur af sér, enda alveg frá- bært stuö hérna," sögðu þessir gáskafullu þjónár f Súlnasal Hótel Sögu á nýársfagnaöinum þar, og tóku nokkur dansspor því til áréttingar milli þess sem þeir þeyttust milli borða gestanna með vínföng þeim til handa. „Það máttu vita að fiðringurinn er gasalegur f löppunum á okk- ur," bættu þeir viö; en þessir þjónar Súlnasalarins bera nöfnin Jón Ögmundsson og Guðmund- ur Ásgeir Geirsson ef einhver kynni að hafa áhuga á að bjóða þeim upp næst þegar þeir eru á frfvakt! Baldvin Jónsson auglýsinga- stjóri Morgunblaðsins ásamt eiginkonum sfnum. Lífsnautnastefna Nýársklúbbs- ins f framkvæmd f Naustinu á nýárskvöld. Hér sjást þeir Guð- finnur Einarsson bflasali og Hver er Sandra? „Sandraerein gerðaf nútfmastúlku. Þaðmásegjaað hún hafi alið sig upp sjálf. Gæti verið fyrsti fulltrúi þeirra kynslóða sem nú kallast lyklabörn. Enginn ber ábyrgðáhenni og hún telursigekki bera ábyrgö á nein- um öðrum en sjálfri sér. Sandra er þannig persóna, að hún er jafn góð við alla, eöa miklu frekar jafn hlutlaus gagnvart öllum, -dýrum, aumingjum, glæpamönnum, rithöfundum, blómum. Henni er sama um allt, en samt er hún jákvæð að þvi leyti aö hún er sffellt að fást við eitthvað, þótt það séekki einmitt þaðsem aðrirkrefjast af henni, einsog til dæmis matargerð." — Hvernig kemur Sandra bíómyndarinnar heim og saman við Söndru bókarinnar? „Skáldsaga Jökuls Jakobssonar er nákvæmlega timasett á dánarári Elvis Presleys. í henni er Söndru lýst sem Ijóshærðu hippafiörildi á sandölum og I ind- verskum kyrtli. Þegar ákveöið var að gera mynd eftir þessari sögu töldum við fráleitt að fara aö endurskapa hippatfmann. Þessi tlmi erof löngu liðinn til aðeigavið okkurbrýnt erindi hérog nú, en um leiðof nálægurokk- urtil að hafayfirsérsjarmanostalgfunnar. Hippafiðrild- ið er ekki lengur.til nema ef vera skyldi á góðum kamri f Kristjanfu. Þess vegna breyttum við útlitinu á Söndru, en ennþá eimir eftir f henni af hugsunarhætti þessarar kynslóðar." — Sú gagnrýni hefur komið fram i blaðaumsögnum að ástæður þess að Sandra raskar svo lífi skáldsins í myndinni séu ekki skýrar. Hverju svararðu þessu? „í fyrsta lagi er langt frá þvf að Sandra sé eini örlaga- valdurinn í lífi Jónasar. Alveg frá upphafi myndarinnar kemur fram að Jónas á f erfiðleikum, bæði með einkalíf sitt og það starf sem hann hefur tekist á hendur. Á þessu sumri verður hann, þrátt fyrir metnað og góð fyr- irheit, leiksoppur utanaðkomandi afla. Eina kyrrðin f þessu umróti, bæði innra með honum og f umhverfi hans, er hins vegar Sandra. Þessi afskiptalausa vera með sfna stófsku ró verður hálmstrá fyrir hann. Og við vitum hversu haldgóö hálmstráin eru.“ — Er samband Jónasar og Söndru þá ekki raunveru- legt ástarsamband? „Nei, ekki f heföbundnum skilningi. í Söndru er það, sem þarf til að ögra formföstum viðhorfum miöaldra manns eins og Jónasar. Það sem hann leggur mest upp úr og streöar mest eftir þykir henni ekki merkilegra en hvað annað. En slðan verður jjaö einmitt þetta æðru- leysi sem hann hrífst af og gerir hann að lokum sáttan við sjálfan sig. Þar fyrir utan hefur maður orðið var við þann undarlega misskilning að miðaldra menn geti ekki orðið skotnir f öðru vfsi stúlkum en einhverjum vel tenntum Dallasgellum á barbískóm“. — Þekkirðu einhverja Söndru? „Jájájájájájájá. Alveg gommu“. Hin nýja íslenska kvikmynd Skilaboð til Söndru, eftir samnefndri skóldsögu Jökuls Jakobssonar, var frumsýnd fyrfr jól í Hóskóla- bíói og er sýnd þar um þessar mundir, auk þess sem sýningar eru hafnar utan Reykjavíkur. Nokkur umræða nefur orðio um mynd- ina og ekki síst aðra aðalpersónu hennar, Söndru,sem ræðst til rit- höfundarins Jónasar þar sem hann vinnur að kvikmyndahandriti um Snorra Sturluson og ó ekki síst þótt í þeim breytingum sem verða ó lífi rithöfundarins þetta sumar. Guðný Halldórsdóttir, handritshöfundur myndarinnar, er spurð um Söndru. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.