Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 10
ft '99* *#.«•» *#•#> ' 9 tk './ •■ j j. »."«•.».■• < ír * • r » * #• í * .4 HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaöamenn: Egill Helgason og Sigmundur Ernir Rúnarsson Utlit: Björn Br. Björnsson,' Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goögá h/f. Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiösla: Þóra Nielsen Lausasöluverö kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavik, sími 8-15-11. Afgreiösla og skrif- stofa eru aö Ármúla 36. Slmi 8-15-11. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaöaprent hf. Áramótaklisjur Svo lengi sem miöaldra ís- lendingar muna hafa helstu forvígismenn þjóðarinnar flutt þeim hjartnæmar hugvekjur um áramót. Þessi ávörp eru orðin að ríkulegri hefð sem þykir jafn sjálfsögð á þessum tímamótum og flugeldar og fyllerí. Þessir ávarpsmenn áramót- anna renna blint í sjóinn með þaö hversu margir hlusta á boðskap þeirra, nema hvað heyrst hefur úr horni að þeim fari æ fækkandi með árunum. Ástæðuna er sjálfsagt að finna i þvf viðhorfi að áramóta- ávöroin séu að miklum hluta orðin endurtekningar frá ári til árs. Eða hver hefur ekki áður heyrt álfka setningu hljóma fyrir eyrum um áramótin: „Þrekvirki okkar hefur verið að gera hér allt úr garði sem hér byggju milljónir en ekki 240 þúsund manns er standa hér undir sjálfstæðum þjóðarbú- skap.“ Þetta hafa menn heyrt allt frá barnæsku og heyrðu enn um sfðustu áramót. í Helgarpóstinum f dag er farið grannt ofan f áramóta- ávörp helstu forvfgismanna þjóöarinnar. Þar mátti víða greina klisjur, heilar máls- greinar sem mega teljast end- urtekningar á gömlum ávörp- um. Áherslan er sem fyrr lögö á þjóöerniskenndina, ríka menningararfleifð, nauösyn á samstilltu átaki f efnahags- málum, fegurð landsins og þjóðartungunnar og mikil landgæöi, i Þessi ræðutónn viröist vera oröinn hefðbundinn, jafn ó- rjúfanlegur þáttur af sjálfum ræðunum sem þær eru sjálf- um áramótunum. En er þá um- ræðuefni áramótanna að þrot- um komið? Þeirri spurningu og fleirum er varpað til helstu forvígismanna (Djóðarinnar í Helgarpóstinum í dag. Forsetinn okkar, biskupinn og forsætisráðherrann svara fyrirþað hvort ávörp þeirrahafi verið klisjukennd eða endur- tekningar frá síðustu áramót- um. „Við deilum líklega um flest,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra í áramótaávarpi sfnu. Meðal þess sem við höfum deilt um er tunga okkar, ís- lenskan. Deilur þessar hafa að langmestu leyti snúist um framburðog íslenskukennslu í skólum. Áhugamenn um fs- lenskt mál hafa hins vegar sjaldnar fjallað opinberlega um þann þátt tungunnar sem e.t.v. skiptir mestu máli: mál- notkunina. Grein Helgarpósts- ins í dag er innlegg í þetta van- rækta svið umræðunnar um fslenskt mál. W* ■r-jr * -» -v* 1 i A í menningarmiðstöðinni að Kjarvalsstöðum hefur um árabil ríkt ófriður, ekki síst milli listráðunauta Kjarvalsstaða og forstöðumannsins Alfreðs Guðmundssonar, sem ekki þykir sérstaklega virkur eða já- kvæður í samstarfi, auk þess sem oft hefur slegið í brýnu milli starfsfólks og stjórnar Kjarvalsstaða. Slík staða A w, -y*\ w m’. v»t» ’ísb. vss, wv, m w w. w. wi W* er nú komin upp einn ganginn til, og heyrum við að Þóra Kristjáns- dóttir, sem verið hefur Iistráðu- nautur undanfarin ár, ætli að hætta, nú síðast vegna deilna við formann stjórnar Kjarvalsstaða, Einar Há- konarson listmálara, auk þess sem samstarf þeirra Alfreðs mun síður en svo hafa verið elskulegt.... E yrsti alvarlegi ágreiningurinn milli sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna í ríkisstjórninni virð- ist nú orðinn vegna hugmynda Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra um að Islendingar taki yfir þyrluflug- og björgunar- starfsemi varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Þykir þetta frumkvæði Halldórs óvænt, því hingað til hefur hann ekki beitt sér í þessum málum. Tók Morgunblaðið m.a. þessar hug- myndir óstinnt upp í leiðara á mið- vikudag, þótt ráðherrann hafi í reynd aðeins bent á að með þjálfun geti íslendingar leyst þessi störf jafn vel af hendi og Bandaríkjamenn. Það gustar mikið af Halldóri núna, og segja kunnugir að þrátt fyrir margumrædda einveldisstöðu hans í kvótamálinu sé full samstaða og náið samráð þessa dagana milli hans og Kristjáns Ragnarssonar hjá LÍU og forystu Sjómannasam- bandsins og Farmanna- og fiski- mannasambandsins í öllum þessum máium... I ins og sést hefur í fjölmiðlum, aðallega Morgunblaðinu, eru land- eigendur við Apavatn ákaflega ó- hressir með eldistöð sem Laugalax hf. er að reisa þar eystra. Vilja sumir ábúendur allt til vinna að losna við stöðina, og hafa útmálað hættuna sem stafa á af henni. Þeir reyndust hins vegar heldur bráðir, þegar þeir ræddu við blaðamann Tímans rétt fyrir jól. í viðtalinu lýstu þeir því hve mjög þessi væntanlega eldistöð myndi spilla mikilli og góðri veiði í Apavatni, og þar með valda mikilli tekjurýrnun hjá veiðiréttarhöfum. Þetta þótti skattstjóra Suðurlands- umdæmis merk tíðindi og mikil, því hann hafði ekki hugmynd um nein- ar tekjur bænda af veiði í vatninu. Slíkt hafði aldrei komið fram á skattframtali. Hann hyggst því láta skoða málið og kanna hvað orðið hefur af þessum tekjum... Lllt er orðið vitlaust í skreið- arútflutningsgeiranum vegna þeirra ummæla sem Þjóðviljinn hafði á þriðjudag eftir Braga Eiríkssyni hjá Samlagi skreiðar- framleiðenda þess efnis að íslenskir skreiðarseljendur hefðu mútað • röngum manni í Nígeríu, þ.e. þeim spillta Shagari sem nú hefur verið steypt af herforingjum. Hin nýja herforingjastjórn mun hafa gefið til kynna að hún ætli að virða alla skreiðarsamninga sem staðið hefur verið að með lögmætum hætti, og óttast menn nú að þessi mútuvið- skipti íslendinga og Shagaristjórn- arinnar verði ekki flokkuð undir lögmæta samninga þegar opinber ummæli framkvæmdastjóra Sam- lags skreiðarframleiðenda hafa ver- ið þýdd fyrir sendiherra Nígeríu í Osló... f//í W, W, 'f/i Wi Kátt.í koti dagur ó barnaheimili Falleg bók d lágu verði - fyrir börn fullorðna s kthygli vakti hversu mikið fé Alexander Stefánsson félags- málaráðherra tókst að fá til hús- næðismálanna í fjárlögunum. Við heyrum að ein meginástæðan fyrir þessu greiða fjárstreymi milli fjár- málaráðuneytisins og félagsmála- ráðuneytisins sé sú að þeir Alexand- er og Álbert Guðmundsson fjár- málaráðherra eru gamlir skóla- bræður úr Samvinnuskólanum, spiluðu saman fótbolta og Alexand- er studdi þar fyrir utan Albert í for- setakosningunum. Þannig geta menn sameinast um pólitíska bolta þótt þeir séu sinn í hvoru liði... ' teingrímur Hermannsson - forsætisráðherra hefur stungið upp á því í ríkisstjórninni að „fram- kvæmt verði langtímamat og spáð um þjóðfélagsþróun næsta aldar- fjórðúng," eins og hann sagði í ára- mótaávarpinu sinu. Ekkert smá verkefni það! Gert er ráð fyrir að 5-9 manna hópi fólks verði hóað saman inn í þennan fyrsta íslenska „think tank" eða hygmyndageymi, og að verkefnið verði sett niður hjá Þjóð- hagsstofnun. En það er erfitt að kortleggja, sérstaklega framtíðina, og verkefnisstjórinn þarf því að vera skarpur, helst skyggn líka. Steingrímur mun vera kominn með mann á blað hjá sér sem hann ætlar þetta verkefni. Sá er enn huldu- maður. Nú er að sjá hvort sjálf- stæðismenn geta sætt sig við mann- inn... I já Flugleiðum á Reykjavík- urflugvelli er nú verulegur urgur út af mannabreytingum. Þannig er mál með vexti að umdæmisstjóri Flugleiða á Akureyri, Sveinn Kristinsson, var fluttur úr þeirri stöðu vegna einhverra erfiðleika í starfi og stöðvarstjórinn í Keflavík fluttur norður. Sveinn var gerður í staðinn að verkstjóra í innanlands- fragtinni á Reykjavíkurflugvelli, óg mun sú ráðstöfun hafa mælst svo illa fyrir þar að hafnar voru mót- mælaaðgerðir starfsfólks og undir- skriftasöfnun. Þau mótmæli munu þó engan árangur hafa borið...... Ótrúlega hagstæöir greiðsluskilmá/ar 20% A/lt niður i útborgun og eftirstöðvar allt að 6 mánuðum • FLÍSAR • HREINLŒTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR • • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIÐUR • SPÓNN • • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • • VIÐARÞILJUR • • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • • ÞAKJÁRN • ÞAKRENNUR • • SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O. FL. Dl 10 mánudaga—fimmtudaga kl. 8-18. Föstudaga kl. 8-19. Laugardaga 9-12. ID [ l |TTll BVCBMBflVÖBDRl Hrinabraut 120 — sími 28600 III Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). 1 IU CNDURSKOÐUN OG RCIKNINGSSKIL SF Hér með tilkynnist að við höfum opnað nýja endurskoðunarstofu. Veitt verður öll þjónusta á sviði endurskoðunar og reikningsskila. Gf CNDURSKOÐUN OG RCIKNINGSSKIL SF LfiUGflVEGUR 18 101 REVKJflVIH SIMI 91 27888 NNR2133 8362 LÓGGILTIR ENDURSKOÐENDUR ERNfl 6RVNDÍS HflLLDÓRSDÓTTIfl GUÐMUNDUfl FRIÐRIH SIGURÐSSON JÓNflTflN ÓLflFSSON 10 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.