Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Sígilt þjóðþrifamál, flugmál okkar íslend- inga, er enn einu sinni á döfinni þessa fyrstu daga nýs árs. í þetta sinn hin mikla sam- göngulífæð — innanlandsflugið. Á þriðju- daginn birtist frétt þess efnis í öllum dag- blöðunum að gríðarlegt tap væri á innan- landsflugi Arnarflugs, að félagið hefði sagt upp því starfsfólki sem starfar að innan- landsfluginu og hygði á gagngera uppstokk- un á rekstri þess. Arnarflug hefur haldið uppi innanlandsflugi síðan haustið 1979 og flýgur nú reglulega til tíu staða á landinu, auk þess sem félagið sinnir umtalsverðu leigu- og sjúkraflugi. „Við höfum reynt flestar venjulegar að- ferðir til að skera niður og auka tekjurnar eins og unnt er,“ segir Haukur Björnsson, stjórnarmaður í Arnarflugi. ,,En það hefur ekki borið tilætlaðan árangur þótt útkoman sé kannski örlítið skárri en 1982. Nú þurfum við að fara að leita annarra óhefðbundnari leiða, en á þessu stigi málsins er ekki alveg ljóst hverjar þær verða." „Farþegaflutningarnir hjá okkur hafa dregist saman um svona 2000 farþega milli ára, og hið sama er að segja um frakt,“ segir Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs. „Hins vegar hafa póstflutningar stóraukist, á sama tíma og allir taxtar og far- gjöld hafa staðið í stað. Kostnaðarlega hefur þetta velt utan á sig eins og bolti og virðist erfitt að vinda utan af honum nema að skera algjörlega upp. Það fer heldur ekki á milli mála að rekstrarkostnaðurinn og alls konar sameiginlegur kostnaður við innanlands- flugið hefur verið of hár. Það getur enginn staðið í taprekstri ár eftir ár, ekki Arnarflug fremur en aðrir. Verði það ljóst eftir þessa skoðun að ekki sé hægt að komast hjá veru- legum taprekstri, þá er ég alveg sannfærður um að við hættum þessu flugi.“ Heimildir Helgarpóstsins herma að innan Arnarflugs hafi menn fráleitt verið á eitt sátt- ir um hvernig bregðast bæri við vandanum. Háværar raddir hafi verið uppi um það inn- an framkvæmdastjórnarinnar, sem mun öllu valdameiri stofnun en aðaistjórn félagsins, að leggja bæri innanlandsfiugið niður hið • • Orninn lækkar flugiö fyrsta — það sé farið að höggva talsvert nærri eignum félagsins, auk þess sem heldur hafi hallað undan fæti í millilandafluginu. Slík úrræði hafa mætt harðri andstöðu, eink- um meðal fulltrúa flugmanna, sem eðlilega vilja sem minnstan samdrátt á fiugleiðum. „Arnarflug hefur haidið uppi flugi á mörg- um heldur mögrum rútum, svo þessir erfið- leikar hjá þeim eru auðskildir," segir Matthías Bjarnason samgönguráðherra. Þarna er nokkur kjarni máls. Arnarflug flýg- ur á litla og fámenna staði, oft við mjög erfið fiugvallarskilyrði, en flugvélakostur félags- ins hefur að mörgu leyti ekki þótt hentugur til að slíkur rekstur skili arði. Til marks um það er að Arnarflug seldi aðra Twin-Otter vél sína á síðasta ári, en slíkar vélar rúma 19 farþega, á meðan meðalfarþegafjöldi hjá félaginu er á bilinu 7-8 farþegar í flugi. Hvað sé til ráða? Enn sem komið er tala þeir Arnarfiugsmenn helst um innri skipu- lagsbreytingar á rekstrinum, breytingar á mannahaldi, einhverja fækkun starfsfólks, auk þess sem leitað verði leiða til að áuka tekjur af innanlandsfiuginu, til dæmis með| auknu leiguflugi, „þótt ekki sé um auðugan garð að gresja þar, eins og innanlandsflugið er nú rígbundið í bak og fyrir," segir Agnar Friðriksson. Ekki telja þeir heldur neitt svig- rúm til fargjaldahækkana, enda þótt fargjöld á innanlandsleiðum hérlendis séu tiltölulega lægri en gerist í nágrannalöndunum. Hins vegar vilja þeir gera sem minnst úr því, að minnsta kosti enn sem komið er, að til ein- hverrar fækkunar geti komið á ferðum eða , jafnvel að flug verði aflagt til einstakra staða fyrr en i fulla hnefana, enda eru þá likur á að flug á slíka staði þar sem aðstæður eru mjög erfiðar, til dæmis Súgandafjörð og Siglu- fjörð, mundi leggjast niður um langt skeið. „Það hefur ekki verið rætt í aivöru að hætta flugi til einstakra staða," segir Örn Helgason, yfirmaður innanlandsdeildar Arnarflugs. „En hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að reynt verði að taka út þá staði þar sem tapið er mest. Við getum heldur eftir Egil Heigason ekki kvartað yfir því að sætanýtingin sé ekki með betra móti hjá okkur, hún hefur verið yfir 60 prósent. Svo er líka möguleiki að fara aðrar leiðir i samdrættinum, til dæmis að hætta að fijúga um helgar og spara með því einhvern launakostnað." Það hefur ekki verið gert opin- bert ennþá, en ljóst er að Flugleiðir hafa einnig farið talsvert halloka í innanlands- fluginu á síðasta ári og mun helsta ástæðan vera nokkur fækkun á farþegum, um 8 prósent að því sagt er. Þó munu Flugleiðir ekki hyggja á neinar breytingar á innan- landsflugi sínu. Einnig mun hafa harðnað í dalnum hjá minni félögunum, leiguflugfé- lögunum hér í Reykjavík og landshlutaflug- félögunum, þótt rekstur þeirra sé mun ein- faldari í sniðum. Heimildamaður Helgar- póstsins segir að þar beri menn sig heldur illa undan undirboðum Arnarflugs i leigu- fiucinu. , Samræmd stefna? Matthias Bjarnason samgönguráðherra telur að aukið samstarf, samhliða samkeppni milli félaganna, muni skila sér í bættri þjónustu og bættum rekstri. Hann telur hins vegar ekki tímabært að ríkið taki annan þátt í flugrekstrinum innanlands en þann að bæta aðstöðu á flugvöllum og þjónustu þar. Hins vegar telur hann alls ekki á döfinni að ríkið taki upp beinar styrkveit- ingar til að auðvelda flugfélögunum að halda uppi innanlandsfluginu. Framtíð innanlandsflugs Arnarflugs mun ráðast á næstu vikum og líklegt að margur sveitarstjórinn og oddvitinn bíði í ofvæni eft- ir útkomunni. Agnar Friðriksson: - „Við munum reyna til þrautar hvað hægt er að gera til að koma rekstrinum á réttan kjöl. En hitt er alveg ljóst að Arnarflug er ekki í nokkurri aðstöðu ti! að styrkja sam- göngukerfið hér að íslandi með beinum fjár- framlögum, að minnsta kosti ekki lengur og hefði kannski aldrei átt að gera það.“ ERLEND YFIRSÝN Robert O. Goodman (t.v.) sýnir séra Jesse Jackson (t.h.) og Jesse yngra syni hans flugsveitarmerkið á bolnum sínum, þegar forsetaefnið hitti fangann í Damaskus. Bandarísk kosningabarátta hád fyrir Miöjaröarhafsbotni Fyrstu daga á nýju ári er barátta fyrir for- setakosningar í Bandarikjunum hafin fyrir alvöru, og fer í svipinn einkum fram á blóð- völlum Líbanons og í höfuðborgum ná- grannaríkja, sem reynt hafa að notfæra sér upplausnina í þessu hrjáða landi. Með því að senda bandarískan herafla til að hlutast um innanlandsófriðinn í Líbanon og átök ná- grannaríkjanna Sýrlands óg Israels um áhrifasvæði, hefur Ronald Reagan forseti tryggt að athygli Bandaríkjamanna er bund- in við Beirut öllum öðrum stöðum fremur. Enn á hann eftir að bíta úr nálinni eftir að hafa sent 241 landgönguliða í dauðann af völdum einnar bílsprengju 23. október i haust. Og nú hefur séra Jesse Jackson, svert- ingi sem leitar eftir forsetaframbóði í ár fyrir Demókrataflokkinn, gert forsetanum skömm til, með því að sækja í greipar Sýr- lendinga handtekinn flugmann úr banda- rískri árásarferð. Robert Ö. Goodman komst af, þegar Sýr- lendingar skutu niður tvær árásarflugvélar af flugvélaskipum, sem að skipan Reagans gerði árás á loftvarnastöðvar þeirra norð- austur af Beirut. Goodman er svertingi, og Jackson gerði að ádeiluefni á stjórnina í Washington, að hún lægi á liði sínu við að frelsa fangann. Hafði prestur samband við sendiráð Sýrlands og hélt með fríðu föru- neyti til Damaskus, en í fullri óþökk Reagans, sem kvað slíkt flan tii þess eins fallið að flækja mál Goodmans. En sú varð raunin, að eftir að séra Jackson náði fundi Assads Sýrlandsforseta var honum afhentur stríðsfanginn til heimflutnings. Varð þá Reagan að senda forsetaflugvél eftir Jackson og ferðaféiögum hans og taka á móti þeim Goodman í Hvíta húsinu. Þessi uppákoma skall ofan í gusugang út af skýrslum rannsóknarnefnda Bandaríkja- þings og landvarnaráðuneytisins um orsakir manntjónsins mikla, þegar sprengjubíl var ekið rakleitt inn í aðalstöðvar bandarísku landgönguliðanna á Beirutflugvelli. í báðum skýrslum er átalið andvaraleysi allra sem ábyrgð báru á öryggi hermannanna, jafnt herforingja og embættismanna. Skýrsla rannsóknarnefndar landvarnaráðuneytis- ins, sem Robert L.J. Long, aðmíráll á eftir- launum, hafði formennsku fyrir, er þó sýnu skorinorðari og tekur fyrir víðara svið. Þar er lýst ábyrgð á hendur yfirmönnum í Beirut og Washington fyrir andvaraleysi og van- rækslu, en auk þess gagnrýnd sú ákvörðun að leitast við að ná markmiðum Bandaríkja- stjórnar í Líbanon með hernaðarlegum ráð- um í stað þess að einbeita sér að diplómatisk- um ráðstöfunum. Reagan forseti tafði birtingu skýrslunnar frá nefnd Longs aðmíráls í viku, og greip að auki fram fyrir hendur herstjórnarinnar með því að lýsa yfir, að sjálfur bæri hann alla ábyrgð en ekki einstakir menn í herstjórnar- röðinni. Með því kom forsetinn i veg fyrir herréttarhöld, sem orðið hefðu til þess að málið væri rannsakað niður í kjölinn og óþægilegar staðreyndir leiddar í ljós. Hafið er í Washington kapphlaup milli for- setaembættisins og þingsins, um hvor aðii- inn eigi frumkvæði að ráðstöfunum til að færa landgönguliðana í Beirut úr hættu. Stjórnin veltir fyrir sér að flytja þá um borð í herskipin úti fyrir ströndinni, og forustu- menn beggja fiokka í Fulltrúadeild þingsins búa sig undir að taka málið upp, þegar þing kernur saman 23. þessa mánaðar. Tip O’Neill, foringi demókrata og forseti Full- trúadeildarinnar, hefur látið hafa eftir sér, að þingið hefði frekar átt að heimila Reagan að hafa landgönguliðana í Beirut í eitt misseri en þrjú, og Robert H. Michel, for- maöur þingflokks repúblíkana, hefur lagt til að landgönguliðarnir yfirgefi Beirut hið fyrsta. Ekki bætir úr skák fyrir Reagan, að farar- snið er komið á hersveitir Evrópuríkjanna, sem sendar voru til Beirut samtímis banda- rísku landgönguliðunum. Frakkar hafa flutt 500 af 2000 manna liði sínu á gæsiusvæði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon. Frú Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur lagt til að sveitir á vegum SÞ taki við af fjór- veldaliðinu í Beirut. Lengst hefur þó Pertini Ítalíuforseti gengið. Hann hefur hvatt til heimkvaðningar 2100 ítalskra hermanna frá Beirut, með þeim rökum að komið sé á dag- inn að markmið Bandaríkjastjórnar þar sé ekki að verja friðinn heldur landvinninga ísraels, og skýrasta sönnun þess sé að banda- rískum sprengjum rigni yfir Líbanon í tonna- tali. Donald Rumsfeld, sérstakur sendimaður Reagans til landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs, er nýfarinn til Sýrlands með skilaboð frá Bandaríkjaforseta til Assads Sýrlands- forseta. Hefur Reagan tekið líklega uppá- stungu séra Jacksons, um að þeir forsetarnir eflir Maghús Torfa Ólafsson hittist í kjölfar árangursríkrar farar sinnar til Damaskus að leysa Goodman flugliða úr haldi. Að auki er komið á daginn, að Bandaríkja- forseti hefur ákveðið að sækja að Assad eftir diplómatískum leiðum á nýjum vígstöðvum. Sýrlandsstjórn hefur getað skákað í því skjóli, að erfðaféndur hennar í írak eru bundnir í báða skó af Persaflóastríðinu við íran. Lokað hefur verið fyrir olíuleiðslur frá írak sem um Sýrland liggja, og hefur þess vegna þrengt mjög að fjárhag íraks. í staðinn sér í Sýrlandi fyrir olíu, að verulegu leyti ókeypis. Fyrir nokkrum vikum var Rums- feld í Bagdad og ræddi við Saddam Hussein forseta íraks, en ekkert stjórnmálasamband hefur verið milli landanna frá því 1967. Að heimsókn sendimanns Reagans til Bagdad afstaðinni, fór sendinefnd skipuð háttsettum mönnum úr utanríkisráðuneyti og land- varnaráðuneyti Bandaríkjanna milli höfuð- borga Persaflóaríkjanna, og kunngerði þeim að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að leggj- ast á sveif með írak í stríðinu við íran. ísraelsstjórn er ekki rótt út af fálmi banda- manna sinna í Washington eftir leið úr klíp- unni í Beirut. Síðan séra Jackson fékk Good- man frjálsan í Damaskus, hefur ekki linnt árásum ísraelskra flugvéla á yfirráðasvæði Sýriandshers í Líbanon. Síðast var gerð hermdarárás á Baalbek, þar sem að minnsta kosti 500 óbreyttir borgarar fórust og særð- ust að sögn Rauða krossins. Tilgangurinn með árásum sem þessum er tvíþættur, annars vegar að torvelda Sýr- landsstjórn að ganga tii málamiðlunar við Bandaríkin, en hins vegar að sýna ísraelskan hernaðarmátt einmitt þegar ísraelsher í Suður-Líbanon hörfar til nýrra stöðva og breytir um hernámsaðferðir í þvi skyni að draga úr mannfalli. Auk þess er ísraelsstjórn nauðbeygð til að spara fé. Greiðsluhalli ríkissjóðs, erlend skuldasúpa og 200% verðbólga hafa þrengt svo fjárhag ríkisins, að komið hefur til tals að taka að sinni fyrir fjárveitingar til landnáms Gyðinga á herteknum svæðum, helgasta hugsjónamál núverandi stjörnarflokka. ísrael er því ekki í neinni aðstöðu til að bjóða Bandaríkjastjórn byrginn, en telur sig ekkert hafa að óttast á kosningaári. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.