Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 25
óýna bcr - rtii ■■ P )°riu nki ^irfei rið Æ nif Gtfp svört samviska hans líka að kveinka sér örlítið undan meðferðinni. Bókavörðurinn var líka svo ósköp liðlegur, en hafði þó rænu á að fara þess á leit við Björn að hann sýndi sína pappíra þegar hann æskti þess að fá lánaðar öndvegisbækur á borð við Leikrit Guðmundar Kamb- ans, Orðaleppa Oddnýjar Guð- mundsdóttur og Kristnihald Kiljans. „Nei, ég er ekki með nein skil- ríki," ansar Björn. „Ég týndi sko veskinu mínu í gær.“ Bókavörðurinn leit eitt andartak á Björn tortryggnisaugum, ákvað síðan að illar grunsemdir sínar væru ástæðulausar og hóf að stimpla bækurnar út. Þá fannst Birni loks nóg að gert þann daginn, 'afraksturinn enda orðinn hátt á þriðja tug bóka. Fátt er náttúrlega hvimleiðara en að geta ekki treyst á ráðvendni fólks, einkum og sérílagi þegar sam- eiginleg og sjálfsögð þjónustufyrir- tæki eins og bókasöfn eiga í hlut. Og vitaskuld viljum við flestir Reykvík- ingar að bókakostur Borgarbóka- safnsins okkar vaxi og margfaldist, og ekki síður að safninu haldist vel á þeim bókum sem þegar eru í eign þess. Því vonum við að Björn Bjarnason sé ekki mjög iðinn við sitt andfélagslega athæfi fremur en aðrir sem hafa hans slæma innræti. En um leið vörum við auðblekkta bókaverði og annað fólk við Birni karlinum; glæpur hans er kannski ekki mjög stór og því síður út- breiddur — en þegar allt kemur til alls og öllu er á botninn hvolft lifum við á öld skilríkja og nafnnúmera... því er nú andskotans verr... Borgarbókavörður: til hvers að stela úr safninu? „Þetta er náttúrlega lögbrot hjá ykkur og hægt að kæra það sem slíkt," sagði Elfa Björk Gunnarsdótt- ir borgarbókavörður eftir að henni var sýndur afrakstur ránsferðar Björns Bjarnasonar. „Þetta er auð- vitað hálfgerð kennslustund í því að stela frá opinberum stofnunum og því vil ég að það komi skýrt fram að það er heldur fátt sem Björn þessi Bjarnason getur gert við bækurnar þegar hann er kominn með þær út úr safninu. Ekki getur hann selt þær — fornbóksalar kaupa ekki bóka- safnsbækur og þess vegna er miklu greindarlegra fyrir menn að róa á einhver önnur mið ef þeir vilja auðgast. í öðru lagi er ekki mikil prýði að þeim í hillu, því bækurnar eru ræki- lega stimplaðar og merktar bóka- safninu, það er stimplað á titilblöðin og límdir í þær miðar og óhugsandi að reyna að þurrka öll ummerki safnsins af bókunum án þess að vinna umtalsverð spjöll á þeim. Það finnst mér dálítið sérkennilegur smekkur að vilja hafa slíkar bækur inni í stofu hjá sér. í þriðja lagi er ákaflega einkenni- legt að stela hlutum sem maður getur sem hægast fengið frjálsri hendi. Safnið er sameiginleg eign okkar Reykvíkinga og öllum er frjálst að fá þar lánaðar bækur. Svo ef fólk stelur bókum hjá okkur á annað borð, sem er mjög fágætt, þá þætti mér gaman að vita til hvers — ekki getur það selt þær, varla fer það að hafa þær uppi í hillum hjá sér og það getur fengið þær lánaðar með lítilli fyrirhöfn og fyrir lítinn pening. Hvað varðar afbrot Björns Bjarnasonar, þá höfum við reglur um það í safninu að mönnum beri að sýna persónuskilríki og vitan- lega á starfsfólkið að fara eftir því. Það er um hálft ár síðan þessi regla var endurskoðuð og tekin upp að nýju, þannig að það er tiltölulega stutt síðan það varð algjört skilyrði að sýna persónuskilríki. Þetta er auðvitað sjálfsögð og nauðsynleg regla, en það er líka mannlegt að gera mistök, það gerið bæði þið á Helgarpóstinum og við á Borgar- bókasafninu. Spurningin er auðvitað sú hvað hægt er að gera til að auka öryggi og eftirlit á safninu — það er að minnsta kosti sú spurning sem vaknar í framhaldi af greininni um hann Björn ykkar. í söfnum erlendis sem eru miklu stærri og sterkari en við er stundum starfsmaður við út- göngudyr, sem skoðar í töskur þeirra sem ganga út. En það er ákaf- lega dýrt að vera með starfsmann á kaupi í 60 tíma á viku við að skoða í töskur. Það er náttúrlega bara spurning um hvað borgar sig. Sam- kvæmt þeim tölum sem ég hef um þjófnaði úr safninu er engin spurn- ing um að það yrði dýrara en óbreytt ástand. Á söfnum erlendis eru líka til kerfi þar sem eru sett merki í hverja bók, sem pípa um leið og gengið er út úr safninu. Þetta er auðvitað mjög dýrt, auk þess sem ég hef frétt að það hafi ekki alls staðar gefið jafn góða raun. Það er því mjög vafa- samt hvort það er forsvaranlegt að eyða skattpeningum Reykvíkinga í slíkt. Borgarbókasafnið afskrifar auð- vitað talsvert mikið af bókum á hverju ári. Stærstur hluti af því eru bækur sem ekki tekst að innheimta, bækur sem eru kallaðar inn hvað eftir annað en ekki skila sér. Ég kynnti mér tölur um afföll í öllum útibúum síðan í fyrra og þar kom greinilega í ljós að sáralítið af þeim bókum sem tapast er stolið. Það virðist heyra til undantekninga að það sé stolið úr safninu. Þær einu bækur sem við höfum orðið vör við að sé einhver ásókn í að stela eru orðabækur, þær eru ekki lánaðar út og reynt að vaka yfir þeim eins og hænur á eggjum. En ef við komum aftur að honum Birni Bjarnasyni, þá ræddi ég um hann við starfsmann sem er búinn að starfa í þrjú ár hér niðrá aðal- safni. Hún sagðist aðeins einu sinni hafa orðið vör við það síðustu þrjú árin að það væri logið til nafns á þennan hátt. Svona athæfi kemst auðvitað undireins upp og kemur í Ijós að Björn eða hvað sem hann heitir á ekki heima þar sem hann segist eiga heima. En þetta er sem- sagt sárasjaldgæft. Sá skúrkur sem við erum ósáttust við hér á safninu er kúnninn sem ekki skilar þrátt fyrir ítrekaðar rukkanir og símhringingar. Þetta er ákaflega erfiður maður og óþöl- andi, og við höfum tekið upp þann sið að skrifa slíka viðskiptavini niður á svarta lista sem eru sendir í öll útibúin. Eftir það er safnið algjör- lega lokað fyrir honum. En svo er auðvitað sjálfsagt að líta á björtu hliðarnar og gefa gaum að allri þeirri hersingu sem alltaf skilar á réttum tíma eða jafnvel fyrr. Ég reyni ekki að halda því fram að við séum fullkomin frekar en aðrir. En hitt væri ákaflega jákvætt ef þeir sem halda á penna og gefa út blöð reyndu að stuðla að því að við í þessu svokallaða menningarþjóð- félagi reyndum að ala okkur þannig upp að þjónustustofnanir eins og bókasöfn geri sem mest gagn. Við eigum að geta lagst á eitt til að gott verði betra — kannski ekki síst að fara vel með bækurnar, skila þeim fljótt og stela þeim ekki." Hin lífvana fórnarlömb Björns Bjarnasonar standa I snyrtilegum röðum — bækur um náttúruvlsindi... í Bústaðaútibúi; kvittað fyrir.... ...og á Hofsvallagötunni... ...og sjálfar fornsögurnar... ...og hér velur hann sér eftir nokkra umhugsun einn af doðröntum Þorsteins Thorarensen um sjálfstæðis- baráttu islendingaog þjóöernisvakningu... ...jú auðvitað; Nei, ég er ekki með neitt nafn- sklrteini... Ánægður lánþegi — nóg að lesa... Fátt mannlegt er Birni óviökomandi - hér stendur hann I ævisögudeildinni og gluggar í hrakfarasögu Janis Joplin... Á ég að þora, þori ég... ... og I Sólheimaútibúi... HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.