Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 12
GOSSTRIBSINS Vid könnumst öll vid þá. Þeir starfa ad samgöngu- málum. An þeirra væri ekkert gos og enginn pilsner í sjoppum — ekkert kók, ekkert Egils-appelsín, ekk- ert pepsi med staurnum. Þetta eru mennirnir sem dreifa gosdrykkjunum um landið: framveröir gos- stríösins, sem geisaö hefur í landinu frá stríðslokum, eöa lengur. Því þeir eru ekki bara útkeyrslumenn — langt því frá. Þeir eru ekki síður sölumenn. Það eru þeir sem kynna kaupmönnunum nýju tegundirnar og sjá um afgreiðslu á gosi og öli, skrifa nótur og taka viö greiðslum. Þeir birtast manni ljóslifandi í bernskuminning- unni. Þetta voru sko gæjar sem kunnu að handleika kókkassa. Maður hætti öllum leik viö búðina þegar guli kókbíllinn með rauðu stöfunum keyrði upp að lagerdyrunum. Hliðarbyröinu var skellt niður og kassarnir síðan rifnir af pallinum hver á eftir öðrum, tveir í einu, eins léttilega og mamma þurrkaði af eld- húsborðinu. eftir Hallgrlm Thorsteinsson myndir: EinarG. Einarsson ,,Þá voru þetta lágu trékassarn- ir, þessir gulu. Maður greip fingr- unum um eina flöskuna og þumal- fingrinum í gatið og þannig tók maður tvo kassa í einu. Þetta var auðveldasta aðferðin og það þurfti svona smá æfingu til að ná þessu,“ segir Jón Björnsson, sem keyrði út hjá Vífilfelli í nokkur ár upp úr 1950. Hann hefur nú sagt skilið við flöskurnar og sér um við- hald á kókvélunum. Þær hafa nú annars tekið við af flöskunum eig- inlegaallsstaðar nema í matvöru- verslunum, einstaka sjoppum og á heimilum, en jafnvel á síðast- nefnda svæðinu eiga hefðbundn- ar flöskur með töppum í vök að verjast fyrir Soda Stream appa- ratinu frá Smjörlíki hf. En áfram með kassana. „Þegar maður var kominn upp á lagið með það að taka tvo kassa í einu var það langbesta aðferðin. Það var ekki mikil hætta á að flaska dytti úr ef maður tók þá með sveiflu niður, fyrst annan og svo hinn. Með sinn kassann í hvorri hendi var auðvelt að skjóta sér á milli í þröngum lager. Menn sögðu að þær lengdust á manni hendurnar en þeir sem báru kass- ana í fanginu gáfust fljótt upp á því,“ segir Jón Björnsson. Guðmundur Eysteinsson hefur keyrt gosbíl hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni í 30 ár. Hann byrj- aði 1953. 12 HELGARPÓSTURINN „Fyrsta daginfl minn í vinnunni keyrði ég Ford ’31 pallbíl. Fínn bíll og var lengi í keyrslu eftir það. Bíl- arnir voru aliir pallbílar. Það var ekki farið að byggja yfir bílana fyrr en upp úr 1960 þegar við fór- um að fara í þessar lengri ferðir á Snæfellsnes og austur á Kirkju- bæjarklaustur," segir Guðmund- ur. Útkeyrslusvæði gosdrykkja- framleiðendanna þriggja í Reykja- vík er nú frá Snæfellsnesi og aust- ur að Klaustri eins og þá. A aðra staði eru gosdrykkir og öl flutt með skipum og almennum flutn- ingabílum, en líka með flugvélum, t.d. til Eyjafjarðar. Guðmundur Eysteinsson man eftir ferðunum upp úr 1950: „Þetta var allt þyngra og erfiðara þá. Við vorum með einn bíl þá en þrjá núna. Bílarnir þá voru kannski 8-9 tonn en núna 15-16 tonn. Þetta voru langir dagar. Maður lagði upp úr bænum um sexleytið á morgnana og svo var keyrt út fram á miðnætti. Vetrar- ferðirnar gátu verið sérstaklega erfiðar auðvitað. Við vorum alltaf á nálum út af frostum, því þetta voru opnir bílar og gosið má ekki frjósa. Það þolir svona um sex stiga frost. Það þurfti alltaf að selja af bílnum samdægurs. Já, ég mán eftir að hafa komist í hann krappan. Við vorum einu sinni stopp í 22 tíma í Staðarsveit í brjáluðu veðri, í janúar 1966. Þetta var í sama veðri og þakið fauk af Heklu-húsinu. Við vorum þarna með rhönnum á tveimur öðrum bílum, bíl frá Shell og tóm- um Leyland-pallbíl frá Esso. Esso- bíllinn tókst á loft í rokinu og sent- ist eina 40 metra. Eftir að hann lenti skoppaði hann áfram aðra 40 metra eins og tvinnakefli. Þetta var ótrúlegasta sjón sem ég hef séð — þetta gerðist svo snögglega, þaðvarsvo ótrúlegur hraði á biln- um. Það sem bjargaði ökumannin- um var húddið. Hann hafði farið út til að kíkja á húddið sem var að losna af, en fauk þá sjálfur frá bíln- um og skreið svo upp í Shell-bíl- inn. Shell-bíllinn stakkst svo á annað framhjólið og snerist í hálf- hring en við björguðum okkur með því að snúa bílnum upp í vindinn. Við biðum þarna í 20 tíma og mér fannst svo skrítið að það log- aði alltaf Ijós á Esso-bílnum þarna utan við veginn. Svo loks þegar aðeins sljákkaði í veðrinu skreið ég að honum og þá var hann enn í gangi bíllinn.” Gosstríðið var í algleymingi á árunum í kringum 1960. Þá var gosstríðið líka flöskustríð. „Flöskustríðið var aðalstríðið," segir Jón Björnsson, sem keyrði út í Reykjavík. „Það vantaði alltaf gler til að tappa á.“ Fyrirtækin nöppuðu flöskum hvort frá öðru, þ.e.a.s. Ölgerðin og Sanitas, en Kók var stikkfrí, enda með allt öðruvísi flöskur. Egils appelsín liti t.d. ekkert vel út í Iitlum kókflösk- um, þessum með upphleypta vörumerkinu. „Vandinn var að gera kaupmanninn ekki óánægð- an, halda honum góðum," segir Jón. „Hann átti í stöðugri baráttu við að halda í kvótann sinn hjá fyr- irtækjunum samkvæmt glerja- fjölda.” Annars eru framverðirnir sam- mála um þaðáð gosstríðið sé núna aðallega háð í fjölmiðlum og að þetta sé auglýsingastríð, sam- keppnin. „Þetta er í' fjölmiðlun- um,“ segir Jón Björnsson. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um heiðarleika í við- skiptum." „Þetta er meinlaust stríð núna,“ segir Guðmundur Eysteinsson, „og þetta hefur færst meira út í auglýsingarnar. Það eru svo margar tegundir á markaðnum núorðið. En það hefur alltaf verið samkeppni. Það væri ekkert gam- an ef engin samkeppni væri. Fyr- irtækin keyrðu út á sömu dögum, mikið, og ég neita því ekki að það var kapp í þessu. Við vildum held- ur vera á undan hinum á staðina.” Guðmundur Guðmundsson, sem keyrir út hjá Sanitas, segist lít- ið hafa orðið var við samkeppn- ina. „Hefur hún ekki aðallega verið í DV?“ spyr hann. „Þetta eru allt öndvegis kunningjar manns hjá hinum fyrirtækjunum. Þetta var ekki beint samflot... jú, það Guömundur Eysteinsson Jón Björn'sson var kannski viss samkeppni..." „Þetta eru bestu kunningjar, þessir sem maður hefur umgeng- ist í vinnunni út um landið,” segir Guðmundur Eysteinsson. Honum finnst Egils appelsin ennþá besti gosdrykkurinn. „Ogsvo kók, líka. Þegar ég byrjaði hjá Ölgerðinni var Sanitas appelsínið vinsælasta appelsínið. Svo breyttum við Egils appelsíninu eftir ítrekaðar tilraun- ir. Það vann svo smám saman á án þess að það væri auglýst. Maður sér að kók-strákarnir drekka mikið appelsín og malt. Og svo drekkum við mikið kók. Það er eðlilegt að menn drekki frekar það sem þeir eru ekki alltaf með í bílnum sjálfir." Það var freistandi þegar maður var strákur að nappa einni flösku af opnu kókbílunum, þessum gulu með rauðu stöfunum. Það var verra með Sanitas og Ölgerðarbíl- ana. Bæði voru hliðarborðin hærri á þeim og eins var og er verra að opna gosdrykkjaflöskur þessara framleiðenda heldur en kókflöskurnar, þegar maður er upptakaralaus prakkari úti á götu. Hvernig var þetta eiginlega, var mikið nappað af bílunum í þá daga? „Já, já það var alltaf nappað,” segir Jón Björnsson, sem keyrði út kókið í Reykjavík. Þetta var mest í kringum skólana. og þess vegna reyndum við að vera á þeim stöð- um þegar ekki voru frímínútur. Svo höfðum við alltaf einn auka- kassa í hlassinu sem ekki var tal- inn með. Þannig gerðum við ráð fyrir þessu. Svo reyndum við að vera bara einn inni í búðinni í einu og svo sást líka vel gegnum grind- urnar á pallinum..." En nú eru bílarnir yfirbyggðir og pörupiltar eiga erfiðara með að nálgast þessa forboðnu ávexti sem áður stóðu gratís úti á götu. Og hin fimlegu handtök mann- anna með kókkassana eru nú sjaldséðari: nú er farið að nota litlar trillur til að aka kössunum af bílunum inn í búðirnar, þar sem þeim verður við komið. Starfið er orðið auðveldara. Einu sinni voru til kassar sem rúmuðu 50 flöskur. Þeir voru 40-50 kíló. „Það gugnuðu margir á þessu starfi," segir Guðmundur Eysteinsson. „Þetta var hröð tarnavinna og við bárum þessa kassa í fanginu. Margir fóru með bakið á sér. Það er mikill munur á umbúðunum þá og nú. Þetta er allt léttara."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.