Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Bókaspjall Ennþá einusinni er jólabókahol- skeflan gengin yfir og landsmenn sem óðast að jafna sig eftir ágjöf- ina, hver í sínu vari. Vonandi hef- ur enginn þeirra farið með öllu varhluta af þessum árvissu ham- förum, því blindur er bóklaus maður og betra er berfættum en bókarlausum að vera. Hitt er á- hyggjuefni sem traustar heimildir herma, að verulegur samdráttur hafi orðið í bókaútgáfu og bóksölu frá árinu á undan, sem mun hafa verið metár að því er varðar fjölda útgefinna bókatitla. Fækkun titla nam að sögn 13% milli ára. Á hinn bóginn er ljóst að upplög bóka hafa minnkað um 20-30% á síð- ustu tveimur til þremur árum og bóksala því dregist verulega sam- an. í því reikningsdæmi eru bóka- klúbbarnir undanskildir, en þeir hafa væntanlega að talsverðu leyti dregið úr bóksölu á almenn- um markaði. Séu þeir hinsvegar teknir með í dæmið, er ekki víst að samdráttur í bókakaupum landsmanna sé jafngeigvænlegur og tölur bóksala gefa til kynna. Þess er ekki að dyljast að bókin á í vök að verjast í vaxandi sam- keppni við æ fjölbreytilegra menningar- og afþreyingarefni, og má ganga að því vísu að þar eigi myndbandatískan stóran hlut að máli ásamt með ódýrari hljóm- plötum og kassettum og stór- auknu framboði á tónleikum, list- sýningum, kvikmynda- og leik- sýningum. Tómstundum manna eru nú einusinni ákveðnar skorð- ur settar og þeim verður ekki var- ið til allra hluta í senn, jafnvel þó menn væru allir af vilja gerðir. Um það er varla deilt að bókin hafi sínar sérstöku eigindir sem gera hana á ýmsan hátt eftirsókn- arverðari en aðra fjölmiðla. Hún er handhægari og meðfærilegri en þeir flestir og veitir ánægju sem ekki er annarsstaðar að finna. Það finna þeir best sem eiga vönd- uð heimiiisbókasöfn eða eru tíðir gestir á almenningsbókasöfnum. En það er sitt hvað bók og bók, og óneitanlega er hörmulega stór partur af bókaflóðinu á ári hverju bundinn dægurflugum og afþrey- ingu sem skilur lítið eða ekkert eftir. Þannig hefur það lengstaf verið eftir seinna stríð og fátt við því að gera. Orðlögð bókelska þjóðarinnar hefur sí og æ tælt fjár- aflamenn til að taka þátt í árlegu happdrætti jólabókaflóðsins með þeim afleiðingum að í landinu munu nú vera skráðir um 80 bóka- útgefendur, sem er viðundur hvernig sem á málið er litið og ó- tvírætt heimsmet! Þó vafalaust horfi skuggalega hjá mörgum þessara útgefenda eftir síðustu uppskeru, verður ekki annað sagt en hún hafi verið venju fremur blómleg, og þá ekki síst í þýddum bókmenntaverkum. Nægir í því sambandi að nefna höfunda einsog Cervantes, Kafka, Heinesen, Stancu, Graham Greene, Jersild, Böll, Malraux, Virginíu Woolf, Alejo Carpentier og Mohamed Choukri, eh fimm þau síðastnefndu voru nú í fyrsta sinn þýdd á ísiensku. Er ekki að efa að nýstofnaður þýðingarsjóð- ur, sem Guðrún Helgadóttir beitti sér fyrir á Alþingi, á sinn þátt í þeirri grósku. Ljóðlist virðist hafa verið á und- anhaldi fyrir lausu máli á liðnum árum, enda voru þær frumsömdu ljóðabækur á síðasta ári, sem náðu máli, innanvið tíu talsins. Afturámóti hefur mikil gróska hlaupið í innlendar barna- og unglingabækur og birtust einar tíu góðar bækur í þeirri grein, sem er mikil framför frá fyrri tíð. Innlendar skáldsögur og smá- sögur settu sterkan svip á útgáf- una á liðnu ári, og var eftirtektar- vert að sex kunn ljóðskáld gáfu út skáldverk í lausu máli: Ólafur Jó- hann Sigurðsson, Ólafur Haukur Símonarson, Þórarinn Eldjárn, Steinunn Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir ungir prósa- höfundar sem athygli vöktu voru meðal annarra Einar Kárason, Vigdís Grímsdóttir, Páll Pálsson og Stefanía Þorgrímsdóttir. Þetta hlýtur að teljast dágóð uppskera í vondu ári. Tvennt vakti sérstaka eftirtekt á síðustu vertíð: Annarsvegar fjórar veglegar bækur um íslenska myndlistarmenn, Arngrím ' mál- ara, Finn Jónsson, JÓhann Briem og Þorvald Skúlason. Hinsvegar einar sjö bækur um innlenda stjórnmálamenn lífs og liðna: Ein- ar Olgeirsson, Bjarna Benedikts- son, Ingólf Jónsson, Guðlaug Gíslason, Eystein Jónsson, Ólaf Jóhannesson og safnritið „Þeir settu svip á öldina" með 16 ævi- söguþáttum. Er ekki fjarri lagi að álykta, að niðurlæging stjórnmála á líðandi stund hafi kallað á upp- rifjun fyrri tíma, þegar talsvert meiri reisn var yfir stjórnmála- vafstrinu, eða þannig horfir það að minnstakosti við núna og kann að vera einber missýning. Af fræðiritum sem mikilí fengur var að ber að nefna „íslenska sjáv- arhætti" (3. bindi), „Hugtök og heiti í bókmenntafræði", „ís- lenska flóru“ , „Landið þitt“ (4. bindi) og „Ferðabók Sveins Páls- sonar," og er ekki'að vita nema einhverju gagnmerku riti hafi ver- ið gleymt í þessari fljótaskrift. Erfitt er að spá nokkru um það, hvert stefnir eftir þau áföll sem bókaútgáfan hefur nú orðið fyrir, því uppgripahneigðin og happ- drættishugsunarhátturinn munu VARAHIUTIR í ALLA JAPANSKA BÍLA Honda, Mazda, Mitsubishi, Toyota og Datsun NP VARAHLUTIR Ármúla 22 — 105 Reykjavík. Sími 31919 Draupnisgötu 2, 600 Akureyri. Sími 26303. Hvergi hagstæðara verð. I dag skrifar Sigurður A. Magnússon héreftir sem hingaðtil ráða ferð- inni. Meðan nokkrir helstu útgef- endur sjá sóma sinn í því að halda til streitu góðum bókmenntum, innlendum og erlendum, er óþarft að örvænta. Hafi einhverjir stór- huga útgefendur farið flatt á sín- um góðu bókum, er hinsvegár full ástæða til að staldra við og varpa fram þeirri tímabæru spurningu, hvenær ráðamenn bókmennta- þjóðarinnar hyggist setjast á rök- stóla og móta einhverja skynsam- lega heildarstefnu í menningar- málum, meðal annars með hlið- sjón af völtu gengi bókmennta í landinu. Þar kynni afnám sölu- skatts af bókum að vera eitt hald- bært úrræði, ef það raunverulega leiðir til lægra verðs á þessari nauðsynjavöru, en hitt er miklu afdrifarikara að finna leiðir til að veita bókaramennt þjóðarinnar hliðstæð lífsskilyrði og til dæmis landbúnaði eða sjávarútvegi. Það sannaðist áþreifanlega á Islend- ingum á myrkum öldum þreng- inga og hörmunga, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, heldur líka á þeim verðmætum sem mölur og ryð fá ekki grand- að. Það mættu iandsfeðurnir gjarna hafa hugfast oftar en á há- tíðis- og tyllidögum. LEIKHÚSSQESTIR — ÓPERUQESTIR Lengið ferðina og eigið ánægjulegri kvöldstund. Arnarhóll býður upp á stórkostlegan matseðil, fyrir eða eftir sýningu. J Húsið opnar kl. 18.00. Borðpantanir í síma: 91 — 18833. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.