Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 11
BATA- OG BILASIMINN FRA ERICSSON GEORG AMUNDASON & CO SUÐURLANDSBRAUT 6 - SÉflAR: 81180-35277 bara guð að halda um höndina á mér og stýra pennanum. Mín pennastrik eru komin frá guði. Og heldurðu að einhver árang- ur verði af þeim fyrir íslands- söguna? Um það brýt ég ekki heilann fremur en aðrir snillingar, sagði Albert. Hitt er alveg víst að ég tek Álandseyjanóbelinn frá Thor Vilhjálmssyni. Guðrún góndi á Albert og augun ætluðu út úr henni. Já, sagði Albert. Fyrst tek ég Jóns Sigurðssonarverðlaunin. En á Álandseyjanóbelinn hef ég stefnt síðan ég fór í fótboltann. Maður eins og ég, gamall knatt- spyrnumaður, er markviss maður. UMFERÐARMENNING Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. EINN FULLKOMNASTI BÁTA- 0G BÍLASÍMINN Á MARKAÐINUM BÚINN ALLRIÞEIRRITÆKNISEM TRYGGIR SNURÐULAUST SÍMASAMBAND TIL OG FRÁ BÁTNUM 0G BÍLNUM HVAR SEM ER Á LANDINU. Búnaöurinn er aö sjálfsögðu samþykktur af PÓSTI & SÍMA til tengingar inná báta og bílaþjónustu stofnunarinnar. SRA Ericsson radio systems - C-600 báta- og bílasíminn er notaður um alla Skandi- navíu og þessar fullkomnu stöðvar eru þegar í notkun hér á landi. VIÐ BJÓÐUM EKKI EINUNGIS EIN BESTU BÁTA- OG BÍLASÍMTÆKIN, ÞJÓNUSTA OKKAR ER BYGGÐ Á LANGRI REYNSLU SÉRÞJÁLFAÐRA FAGMANNA. Alþingi hafi gefið þér hana. Barnið hljóp fagnandi frá Guð- rúnu og Albert. Þá sagði Guð- rún: Síst hefði mér dottið i hug að þú værir svona bókmennta- sinnaður. Maður gæti haldið að þú hefðir lært hjá Nirði P. Njar- vík. Ég þarf ekki að læra neitt, sagði Albert. Ég segi eins og Picasso að ég leiti ekki. Ég finn. Þetta sagði hann við mig í Nissa. Maður hefur heyrt að þú værir næstum ólæs, sagði Guðrún. Það skiptir engu máli, læsi eða ólæsi, sagði Albert. Maður getur samt „búið til bækur“. Hvernig? spurði Guðrúm Hvernig? hváði Albert. Ég bið SRA Ericsson system - C-600 báta- og bílasíminn er í mörgum mismunandi gerðum eftir því hvort hann á að byggja inn í mælaborð, inn í stokk á milli sæta eða hafa hann sjálfstætt borðtæki, t.d. uppi á mælaborði. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! GRÁSÍÐA Við pylsuvagninn Daginn eftir að Ingólfur Guðnason gróf undan Páli al- þingismanni á Höllustöðum stóðu þau við pylsuvagninn Al- bert Guðmundsson og Guðrún Helgadóttir, og Guðrún sagði við Albert: Jæja, Albert, þú ert víst alltaf að skrifa. Miklu heldur að pennastrika, sagði Albert. Það er líka list, sagði Guðrún. Já, er ekki allt kallað list núna? spurði Albert. Er ekki það sem þú skrifar kallað bókmennt- ir? En þú strikar, sagði Guðrún. Og strik eru skyldari myndlist en ritlist. Það held ég ekki, svaraði Al- bert. Mín strik eru algerlega óskyld nýja villidýramálverkinu. Samt eru strik strik, sagði Guð- rún. Er ekki allt sem kemur út á bók kallað bókmenntir? spurði Albert. Var ekki maður sem gaf út tvö bindi af strikum á pappír? Áttu hin þéttu strik ekki að vera, leiðin til tunglsins eða þau öll saman lögð jafn löng og leiðin kringum jörðina? Verk Kristjáns Guðmundssonar var myndlist, sagði Guðrún.Strik eru myndlist en ekki ritlist. Þú ert alófróð um bókmenntir, heyri ég, sagði Albert. Kom ekki lika út bók sem hét Punktur, punktur, komma, strik. Var hún ekki kölluð skáldverk? Að vísu, sagði Guðrún og ætl- aði ekki að heykjast, þótt henni sárnaði að heyra hvað Albert er víðlesinn. Ekkert að vísu, sagði Albert. Hver er munur á mínu striki og punkti, punkti, kommu, striki? Bara punktarnir og komman. Og er ekki búið að sleppa þeim al- gerlega í nútímabókmenntum? Hægan, sagði Guðrún. Andar- tak. Ekkert andartak, sagði Albert. Ég gef út mína bók Strikid með einu pennastriki sem nær yfir alla bókina. Og í henni verður ekki einu sinni punktur. Lesand- inn getur haldið áfram að strika síðan sjálfur. Hvað er frumlegra? Er þetta ekki hvatning til lesand- ans að vera skapandi sjálfur? Eruð þið ekki sífellt að klifa á „sköpun‘7 En innihaldið? sagði Guðrún. Það verður að vera innihald, boðskapur, hvatning til alþýð- unnar. Hvað er meira innihald en strik? spurði Albert. Maður verð- ur að senda þig aftur í MR sem þú hefur reyndar aldrei komið úr algerlega. Það er svo skrítið. Og hvað er meiri boðskapur en boðskapur striksins, menn haldi sínu striki, sem þið kommarnir haldið ekki lengur. Þið haldið ekki einu sinni vatni. Svo eru þankastrik. Vantar ekki þanka í bókmenntirnar? Getur alþýðan svo ekki strikað sjálf? Heldur þú að ég ætli að verða mosavaxinn á Alþingi og verða með eilíf pennastrik? Nei. Ég strika. Ég kem með mitt pennastrik. Svo er ég farinn. Verið þið komm- arnir svo með ykkar prakkara- strik. Kommúnisminn er varla orðinn miklu meira: Prakkara- strik á prakkarastrik ofan í stað þankastrika. Nú bað Guðrún um pylsu með öllu. Hún tuggði hægt og reyndi að finna bókmenntalegt bragð á Albert. Hann fékk sér auðvitað vindil á meðan. Og hann keypti pylsu og gaf barni og sagði: Farðu með pylsuna heim með þér, væni minn, og segðu henni mömmu þinni að hann Albert á HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.