Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 7
Um hver áramót koma leiðtogar landsins fram I útvarpi og sjónvarpi og flytja þjóðinni áramóta- ávörp. Forseti, forsætisráðherra, biskup og út- varpsstjóri brugðu ekki út af hefðinni um þessi áramót, en hefðu þau gert það, hefðu þessi ára- mót ekki orðið svipur hjá sjón, svo tryggilega er hefðin tengd þessum tímamótum i lifi okkar allra. En hvað sögðu þau í ávörpum sínum? Man það nokkur lengur, nú þegar vart er liðin vika af nýja ár- inu, 1984? Jú, liklega muna margir eftir einhverju, sem þeirtöldu bitastaett í þessum ræðum og tóku e.t.v. til sin. Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir beindi ávarpi sínu til unga fólksins og minnti það á að það mætti ekki gleyma fortíð sinni, menn- ingu og sögu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra vék spölkorn frá hefðbundnum verðbólgu- og sultarólaboðskap og benti á nauðsyn þess, að við næðum „traustum tökum á grundvallarforsend- um heilbrigðs þjóðlífs." Hann sagði að við stæð- um ekki áneinum venjulegum áramótum heldurá óvenju alvarlegum tlmamótum. Með þessu skír- skotaði hann til árangurs ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum hingað til og grettistakanna sem framundan eru í þeim efnum, og eins til hins ör- lagaþrungnaandrúmslofts sem nú ríkiráalþjóða- vettvangi. Og hr. Pétur Sigurgeirsson biskup flutti ávarp þar sem vonin var leiðarljósið; vonin um að menn bæru gæfu til að bregðast rétt við erfiðleikum líð- andi stundar, ekki sfst ófriðarblikunni. Hann sagði: „aðalvandinn eru ekki erfiðleikarnir, heldur hvernig þeim er tekið, hvernig við þeim er brugð- ist...“ Margir hafa sjálfsagt gefið inntaki árvarpanna gaum og hugleitt það. En þeir eru eflaust einnig Aramótaávörp leiðtoganna í Ijósi klisjunnar eftir Hallgrlm Thorsteinsson og Sigmund Erni Rúnarsson margirsem létu sérfátt um finnast og fannst leiö- togarnir ekki segja sér neitt nýtt. Fannst eins og þetta hefði verið sagt allt áður. Fyrir þennan hóp Islendinga voru ávörpin kannski eins og flugeldar áramótanna: glæringarsem ristu aðeins eitt and- artak í sálarlífið, og það sem eftir sat aðeins eins og rakettuprik sem þeir rákust á ( húsagörðum næstu daga á effir, sömu daga og þeir rákust á á- vörpin á siðum dagblaðanna. Helgarpósturinn ákvað að kanna orðfærið í þessum ávörpum í Ijósi þess sem í daglegu tali er nefnt klisja. A máli prentaraer klisja prentmót, t.d. af mynd eða bjaðhaus, sem geymt er til að nota aftur og aftur. í daglegu tali eru viss orð, orðfæri eða hugmyndir nefnd klisjur, þegar þau eru notuð of oft eða hafa úrelst í málinu. Við fórum yf ir ávörp leiðtoganna þriggja og tók- um upp þær málsgreinar og setningar sem okkur fannst að hljómað hefðu oft áður [ áramótaávörp- um til þjóðarinnar. í þessum dæmum er lögð á- hersla á það sama og oftast áður: þjóðernis- kenndina, menningararfinn, íslenska tungu, nauösynina á samstilltu átaki í efnahagsmálum o.s.frv. Við gáfum þessum dæmum klisjunafnbót- ina. Við viðurkennum að það er frekar andstyggi- legt af okkur að gera þetta, ekki síst þegar þess er gætt, að þessarsetningarúrávörpunum eru flest- ar gjörsamlega slitnar út úr samhengi. Það var hins vegar nauðsynlegt til þess að varpa Ijósi á þetta fyrirbrigöi í áramótaávörpunum sem senni- lega veldur hvað mestu um það að margir skella við þeim skollaeyrum. Vigdís Finnbogadóttir forseti kom e.t.v að kjarna málsins I ávarpi sínu þegar hún sagði: „svo má lengl hrópa eitt orð að menn hætti að heyra, nema þeim sé því Ijósara inntak þess...“ Forsetinn átti þarna við orðið menningu, islenska menn- ingu. Hún var að brýna fyrir unga fólkinu að gleyma ekki menningunni sem hún hefur svo oft fjallað um í ræðum sínum. En hvert er inntak is- lenskrar menningar í dag? í augum margra eru vissir þættir hennar að verða að klisjum. Ýmis gömul gildi haldaséren önnurhverfaóhjákvæmi- lega. Eða hvað segja leiðtogarnir, sem sömdu þessar ræður? Við ákváðum að merkja þeim ekki setningarnar á þessum síðum, lesendur geta spreytt sig á þvi verkefni. Umræðaum íslenskatungu siðustu árhefurað mestu snúist um hvernig eigi að kenna hana í skóla og hvernig eigi að bera hana fram. Mun minnahefurfariðfyrirumfjöllun um almennamál- notkun, um það hvernig íslenska er notuð: hver segir hvað og hvernig. Klisjunotkun stjórnmála- manna og annarra snertir einmitt þetta vanrækta svið íslenskra málvísinda. „Áramótin vekja okkur til umhugsunar. Nú er réttur tími til aö endur- nýja forsjón Guös og misk- unn í hugskoti okkar...“ „Flest undanfarin ár höf- um við íslendingar eytt umfram efni...“ „Ótalinn er sá auöur, sem líklega er mestur, auðurinn í okkur sjálfum. ísienska þjóðin er vel menntuð og býr yfir mik- illi þekkingu..." „Mikilvægast er, að efnahagslegum byrðum veröi dreift þannig, að þeir beri, sem borið geta. Mér er ljóst, að þetta er ekki í fyrsta sinn sem rainnst er á breiðu bökin. Efiaust er þaö einnig rétt, að oft hefur mistekist að dreifa byrðunum réttiát- lega. Engu að síöur er krafan réttmæt og að því verður að stefna...“ „Við búum við þau gæði umfram flestar þjóðir, að samstaða okkar er slík aó á íslandi fær helst enginn að deyja einn, né heidur að fæðast til þjóðfélagsins aleinn og umkomulaus..." „Við eigum nóg iand- rými og landið er gott og mengun lítii. Gróðureyö- ing hefur að vísu orðið of mikil, en því má auðveld- lega snúa við...“ HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.