Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 24
Einsog velflest veluppalin íslensk börn á ég Ijúfar end- urminningar og uppbyggileg- ar úr bókasafninu, bókasafni hverfisins, þessari uppeldis- midstöö, þessum fróöleiks- brunni, þessari dyragátt menningarinnar — og má vitaskuld ekki til þess hugsa án þess um mig fari aö upp geti runniö sú tíö aö bóklest- ur afleggist, söfnum veröi lokaö og mannkyniö taki til viö allsherjar gláp og gón, svo ekki sé talaö um eyrna- fnykinn bölvaöan, sem Flosi Ólafsson nefnir svo, útvarps- rás meöalmennskunnar... Hvaö ég er aö fara? Jú, bókasöfn eru meinholl og þessi grein fjallar um bóka- söfn frá oggulítiö óvenjulegri hliö, bókasöfn og óráövand- an safnþega, Björn Bjarna- son aö nafni. eftir Egil Helgason Það var hérna um daginn að ég braust í gegnum ófærðina til að verða mér úti um jólalesninguna, sem ég hafði ekki efni á að kaupa, fór sumsé einsog gengur á bóka- safnið að fá lánaðar bækur — nei, það er kannski réttara að segja eins- og er; bókunum, Laxness, Þórbergi, Ciceró og fleiri öndvegishöfundum stai ég án þess að blikna, án þess að blána... Nei, misskiljið mig ekki. Ég lét mér ekki bara nægja að ganga inn á bókasafnið íklæddur víðum frakka með stórum vösum og stinga inná mig bókum, laumulegur og lúpulegur. Og ég hljóp ekki heldur út að loknum verknaðinum, einsog ótíndur smábófi. Nei, slíkar aðfarir eru bæði grófar og heimskulegar og engum meistaraþjófi samboðnar, auk þess sem hættan á að vera grip- inn glóðvolgur með allt niðrum sig er langtum of mikil. Nei, ég skyldi vera miklu lúmskari og útfarnari í mínum óheiðarleika og beita aðferð sem við Helgar- póstsmenn höfðum fregnað að þekktist meðal bókhneigðra steli- þjófa í höfuðborginni. Nefnilega- lega að arka inn á bókasafn eins og hver annar lánþegi, velja sér góðar og hnýsilegar bækur eftir sínum smekk og höfði, ganga síðan með þær að afgreiðsluborðinu, óhemju sakleysislegur og ráðvandur til augnanna. Þar segir maður mjúkur í máli að maður sé nú ekki með neitt skírteini, það sé runnið út fyrir löngu, en maður hafi fullan hug á að gerast tíður viðskiptamaður safns- ins. Jú, og svo gefur maður upp nafn, númer, heimilisfang og stöðu, allt falskt og upplogið, og hverfur síðan burt með bókastaflann, allar þessar vönduðu bækur sem aldrei sjást framar innan veggja bóka- safnsins, heldur prýða til frambúðar hillurnar í hinu vandaða bókasafni steliþjófsins. Við höfðum nefnilega frétt frá vinkonu okkar sem starfar á bókasafni að slíkt athæfi væri blátt áfram ótrúlega auðvelt; þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir frá borgarbókaverði væri sjaldnast beðið um skilríki á bókasöfnum, enda eru bókaverðir upp til hópa gott fólk og grandvart sem trúir á menntun, manngildi og hið allra- besta í náunganum. Við fórum sumsé útaf hinni marg- umtöluðu örk og tékkuðum á þessu, eins og sagt er á vondu máli. Og niðurstaðan — um hana má lesa hér á eftir... í skjóli stórra og forljótra blokka uppá Austurbrún stendur húskofi, ekki mjög hátimbraður. Þar er til húsa útibú Borgarbókasafnsins 24 HELGARPÓSTURINN — Björn Bjarnason tekur bækur ófrjálsri hendi f imn .***•* r qJLj? ■ • ■“ jmtm NEI, EGEREKKI MEÐ NAFNSKÍRTEINI númer þrjú, Sólheimaútibú. Einar ljósmyndari laumaðist þangað inn á undan og gerði sig ósýnilegan innan um hilluraðirnar og í humátt á eftir blaðamaðurinn stelvísi, sem rölti sig í makindum úr einum efnis- flokknum yfir í annan og seildist eftir ýmiss konar góðbókmenntum: Vettvángi dagsins eftir Laxness, Um ellina eftir Ciceró, Velferðarríki á villigötum eftir Jónas Haralz, rit- safni Sverris Kristjánssonar og svo má lengi telja. Þvínæst gekk hann öruggur í fasi að afgreiðsluborðinu, en hikaði þó ögn þegar hann rak augun í skilti á veggnum þar sem stendur: Sýna ber persónuskilríki vid kaup skírteinis. Svo lagði hann bækurnar á borð- ið og sagði, kannski pínulítið skjálf- andi i rómnum: „Heyrðu, ég ætla að fá þessar bækur. Ég er víst ekki með neitt skírteini." „Hefurðu verið hérna hjá okkur áður?“ spyr bókavörðurinn, roskin kona. „Nei, ég er sko nýfluttur í hverfið." „Jæja, en ertu með persónu- skilríki?" • Aköf leit í vösum. „Jú ... nei annarS. Ég er víst ekki með veskið á mér.“ „Viltu þá ekki fylla þetta út?“ segir hún og réttir fram rauðan miða. Nafn: Björn Bjarnason. Nafn- númer: 1325-7254. Fd. ár: 7. 11. 1957. Staða: nemi. Heimili: Sólheimar 25... og svo framvegis. Undirritað með ófagurri rithönd Björns þessa Bjarnasonar, sem hefur kynnt sér reglur bókasafnsins og skuldbindur sig hér með til að hlíta þeim. Það þyrfti auðvitað umfangsmikla lög- reglurannsókn til að hafa uppá Birni þessum Bjarnasyni, það er að segja ef hann væri ekki að játa sekt sína í þessu greinarkorni. Hálftíma síðar var þrjóturinn Björn aftur á ferli, nú í útibúi Borgarbókasafnsins í kjallaranum undir Bústaðakirkju, og hugðist al- deilis leika sama leikinn. Kjarkurinn var líka öllu meiri en í fyrri tilraun- inni og því varð bókastaflinn öllu stærri en þá — kjörbækur á borð við Kompaní þeirra Þórbergs og Matt- híasar, Haustskip Björns Th. Björns- sonar, þrjár skáldsögur Scott Fitzgeralds og svo framvegis. Maður sem ies svona góðar og upp- byggilegar bókmenntir hlýtur að vera strangheiðarlegur.... í Bústaðaútibúinu fór líka allt á svipaðan veg. Björn Bjarnason var auðvitað ekki með nein skilríki og var heldur ekki beðinn um að fram- vísa þeim, enda þótt skiltið góða blasti þar við sjónum. Björn útfyllti miðann á hinn sama hátt, með ör- fáum tilbrigðum þó, kvað sig vera til heimilis í Hellulandi 8 í Fossvogi. Kvittaði undir skírteinið og spurði bókavörðinn hvort ekki væri komið eitthvað af nýju jólabók- unum? Eitthvað er nú lítið um það, svaraði bókavörðurinn og safnið varð því ekki fátækara af nýju bók- unum í þetta skiptið. Annars hefði Björn verið vís til að gefa einhverju frændliði sínu þær í jólagjöf... Tvíburabróðir Björns Bjarna- sonar og alnafni, sem býr á As- vallagötu 29, var á ferli síðar þennan sama dag í litla sæta útibú- inu vestur á Hofsvallagötu, í bóka- safni bernskunnar, sem er húsað í einu herbergi í gömlum verka- mannabústað. Þegar Björn ráfaði meðfram gamalkunnum bóka- hillunum, Dularfullu bókunum, rit- safni Matthíasar Jochumssonar, ævisögu Abrahams Lincoln, fór

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.