Helgarpósturinn - 05.01.1984, Blaðsíða 17
— Kœrasta hlutverk
mitt til þessa
segir Júlíus Vífill sem
syngur tenórhlutverk greifans
í Rakaranum í Sevilla
,,Eg tek háa C-id tvisvar", segir
Júlíus Vífill Ingvarsson tenór-
söngvariþegar HP innir hann eftir
raddbeitingu tenórhlutverksins í
Rakaranum í Sevilla sem frum-
sýndur verdur í fslensku óperunni
sunnudaginn 8. janúar.
Júlíus Vífill hefur vakið athygli á
undanförnum árum sem tenór-
söngvari og hann fer með eitt að-
alhlutverkanna í framangreindri
óperu eftir Rossini. Önnur hlut-
verk eru m.a. í höndum Kristins
Sigmundssonar, Sigríðar Ellu
Magnúsdóttur, Kristins Hallssonar
og Jóns Sigurbjörnssonar. Júlíus
syngur hlutverk greifans Alma-
viva. „Ég leik dæmigert tenór-
hlutverk, ungan mann, rangeyg-
an af ást. Greifinn eltir unga
stúlku, Rosinu, til Sevilla, þar sem
hún dvelur hjá dr. Bartolo sem er
fjárhaldsmaður hennar. Fígaró
eða rakarinn i Sevilla gerist hins
vegar milligöngumaður greifans
um að nálgast stúlkuna á réttan
hátt. Þetta er létt grínópera, full af
skemmtilegri og góðri músík sem
allir kannast við. Rossini skrifar
eins og fyrir kennslubækur söng-
skóla. Þess vegna er það mjög
hollt fyrir röddina að syngja þetta
hlutverk; sannkölluð góð æfing.
Þetta er léttur tenór eða „tenore
leggiero" eins og italskir kalla
röddina".
Um hlutverkið segir Júlíus Vífill
ennfremur: „Þetta er fjórða hlut-
verk mitt á óperusviði eftir að ég
lauk námi fyrir tveimur árum á
Italíu og sneri heim til íslands. Þrjú
þeirra hafa verið aðalhlutverk og
þetta er það áreynslumesta og tví-
mælalaust það kærasta sem ég
hef átt við".
Þess má geta að Júlíus Vífill hef-
ur áður sungið Baron von Schober
í Meyjaskemmunni, Monostados í
Töfraflautunni og Nanhí-Pu í Mík-
adó. En hvernig skyldu taugarnar
vera fyrir frumsýningu?
„Þær eru spenntar", segir Júlíus
ogbrosir. „Allirsöngvararnir hafa
verið meira og.minna með kvef.
Júlíus Vlfill tekur
háa C-ið fyrir Ijós-
myndara HP á æf-
ingu I íslensku
óperunni.
Það er lika komin i mann ákveðin
þreyta, æfingarnar hafa verið stíf-
ar en hvíldin yfir hátíðirnar hefur
þó bætt þetta mikið upp. Þetta er
búið að vera mjög skemmtilegt
tímabil, hópurinn er samæfður og
þekkist vel frá því áður. Ég held að
áhorfendur megi búast við
skemmtilegu kvöldi.
Það er mikið um glens og gam-
an og tónlistin víðþekkt. Eflaust
munu flestir njóta tónlistarinnar
likt og þeir væru að heilsa upp á
gamla ástvini".
Leikstjóri sýningarinnar er
Francesca Zambello, og stjórn-
andi hljómsveitarinnar Marc
Tardue. Lesendur eru hvattir til
að fjölmenna á þennan merka
tónlistarviðburð. — IM
KVIKMYNDIR
Lopinn teygður
Laugarásbíó
PSYCHO II
Bandarísk 1982
Höfundur handrits: Tim Hollard
Myndatökustjóri: Dean Cundey
Framleidandi: Hilton A. Green
Leikstjórn: Richard Franklin
Aðalhlutverk: Anthony Perkins, Vera Miles,
Meg Tilly, Robert Loggia o.fl.
22 ár voru liðin frá því að hin sígilda
spennumynd Alfred HitchcockSjPsycho, var
gerð og þangað til mönnum vestra datt það
i hug að teygja lopann og skrifa framhald.
Geðklofinn Norman Bates (Anthony Perk-
ins) er því látinn útskrifast sem heilbrigður.
Lia Loomis (Vera Miles) mótmælir hástöfum
og segir við dr. Raymond, lækni Normans,
að hún geri hann ábyrgan ef Norman taki
upp fyrri hætti og stingi menn á hol. Og þá
getur fjörið hafist.
Þessir tveir leikarar eru þeir einu sem léku
í gömlu myndinni hans Hitchcocks og þeir
fara með sömu hlutverkin. Perkins hefur
misst mikið af hinu hálf-homosexual ungæði
sínu sem hentaði hlutverki Bates á sínum
tíma. Nú er hann eiginlega svipur hjá sjón;
sinaber og ellilegur í gömlu, ljósu flauelsföt-
unum sínum og svörtu rúllukragapeysunni.
Og hann er alveg hættur að bryðja hnetur á
taugaveiklaðan máta. En Perkins er samt
alltaf Perkins. í sjálfu sér er Psycho II ágæt
hryllingsmynd. Gallinn er hins vegar sá, að
Richard Franklin hefur bundið hendur sínar
með því að prjóna aftan við fullskapað
meistaraverk. Hann verður því háður Hit-
chcock og reynir af veikum mætti að endur-
vekja gömlu svart-hvítu spennuna með ýms-
um hætti án þess að takast það. Þannig hefur
hann myndina með því að sýna hið fræga
sturtumorð Hitchcocks óstytt sem er gott og
vel en síðar í myndinni reynir hann sjálfur
að stæla kvikmyndatökuvinkla og klipping-
ar gamla meistarans án þess að úr verði fugl
né fiskur. T.a.m. klæmist Franklin á sturtu-
atriðinu, notar sömu sjónarhorn og forveri
hans á bílinn sem dreginn er úr feninu (loka-
atriði gömlu myndarinnar), frá mótelinu upp
að húsinu, og stigaganginn séðan úr lofti,
svo eitthvað sé nefnt. Loks bregður leikstjór-
inn á það vonda ráð að ganga mörgum skref-
um lengra en Hitchcock og sýna morðin í
smáatriðum en þar bregst honum bogalistin,
því snilld Hitchcocks fólst m.a. einmitt í því
að láta hroðaverk og aðra spennuvalda ger-
ast utan tjaldsins og þenja taugar áhorfand-
Sálir til sölu
Regnboginn. Mephisto. Ungversk — þýsk.
Árgerð 1981. Handrit István Szabo og fleiri
eftir skáldsögu Klaus Mann. Leikendur:
Klaus-Maria Brandauer, Rolf Hoppe, Krys-
tyna Janda og fleiri. Leikstjóri: István Szabo.
Það hefur tekið sinn tíma fyrir Mephisto að
komast á hérlendan dúk. Þegar 1981 vann
hún til verðlauna á Cannes-hátíðinni, og var
sýnd fljótlega á eftir í öllum nágrannalönd-
um okkar.
Skáldsagan, sem myndin byggist á, er eftir
Klaus Mann, sem var annaðhvort bróðir eða
sonur Tómasar Mann. Hún fjallar um leikar-
ann Hendrik Höfgren, mikinn hæfileika-
mann, semalltaf er átoppnum hvað sem á
dynur í kringum hann, fús til að varpa fyrri
sannfæringu sinni fyrir róða, ef hún er ekki
að skapi nýrra valdhafa. Dæmisaga um
hvernig (lista)-fólk fargar sannfæringu og
siðferðilegum viðmiðunum í eltingarleik sín-
um við veraldargengið.
Sagan byggist á manni sem var til og starf-
aði í Þýskalandi á sama tíma og sagan gerist.
Það er engum blöðum um það að fletta að
Klaus Mann hefur haft þessa persónu í huga.
Sá hét Lofgren, og var hann enn sleipari en
sögupersónan, því hann hélt sér fljótandi eft-
ir stríð, þótt hann hafi verið aðalleikari og
leikhússtjóri nazistanna. Eftir að hafa látið af
störfum þegar nazistarnir voru sigraðir,
kom hann til baka fram á sjónarsviðið og var
gerður að þjóðleikhússtjóra tveimur eða
þremur árum eftir stríðslok. Kann raunar
ans til hins ítrasta. Myndatökustjórinn reynir
ennfremur að ná stemmningu John L. Russ-
ells (kvikmyndatökumaður Psycho) í ein-
staka atriðum með löngum hreyfingum
(krana) en kemst ekki í hálfkvisti við sumar
tökur Russells eins og upphafsatriði gömlu
Psycho þar sem beinlínis er flogið yfir borg,
að hverfi, inn að húsi og innum gluggann þar
sem leikararnir Janet Leigh og John Gavin
eru í heitum ástarleik.
Psycho II á allan sinn tilverurétt undir
Psycho sem stendur áfram óhögguð sem
meistaraverk og gæti reyndar vel án þeirrar
síðari verið. — IM
fleira að hafa komið til en jafnvægiskúnst
hans í pólitíkinni, því mörg eftirlætisbörn
nazistanna risu fljótt að völdum og virðingu
í Þýskalandi eftirstríðsáranna.
Aður en István Szabo gerði þessa mynd
var Mephisto ofarlega í hugum fólks í Vest-
ur-Evrópu, því að nokkrum árum áður hafði
Klaus-Maria Brandauer I Mephisto
Regnbogans.
hið fræga Sólar-leikhús í Frakklandi gert
rómaða leiksýningu eftir bókinni — sama
fólk og seinna gerði myndina góðu um Moli-
ére.
Ekki er að undra þótt listafólki finnist efni-
viðurinn heillandi. Þarna er ekki bara fjallað
um hina sígildu spurningu um ábyrgð lista-
mannsins gagnvart list sinni og lífsskoðun-
um, heldur er þetta þema spunnið á marg-
slunginn hátt með grunninn í ekki ómerkara
verki en Faust eftir Goethe. Faust fórnar sálu
sinni og því sem honum er heilagast fyrir
viskuna og máttinn. Hann selur sig fjandan-
um (Mephisto). Glansrulla Höfgrens er ein-
mitt Mephisto, en í lífinu er hann í hlutverki
Faust og er nazistahershöfðinginn (der min-
istergeneral) hans eigin Mephisto, og er
raunar ennþá mergjaðri sem slíkur en Höf-
gren á sviðinu.
Styrkur þessarar myndar er hve snilldar-
lega er farið með þetta þema og svo af-
bragðsgóður leikur í öllum hlutverkum.
Hæst ber Brandauer í aðalhlutverkinu og
Rolf Hoppe í hlutverki erkinazistans. Ennig
má geta eftirlætisleikkonu Vajdas í seinni tið
Krystyna Janda. Mjög vel er leikstjórnarlega
unnið úr öllum þeim atburðum sem lýst er,
það er að segja hvað varðar athafnir leikar-
anna og hreyfingar í stórgóðri sviðsmynd.
Nokkuð vantar þó uppá að hinn kvikmynda-
legi (filmíski) seyður hljómi þar með. En ekki
verður á allt kosið. Allténd er þetta besta
myndin í bænum.
-LÝÓ
HELGARPÓSTURINN 17