Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 3
Fannamaður útivistar * Kristján M. Baldursson heitir framkvæmdastjóri Útivistar. Hann barðist gegnum fárviðrið á dögun- um, upp á ritstjórn til okkar, og sýndi í reynd hversu nauðsynlegt það er að vera í góðri alhliða þjálfun. Er- indið var að koma árbók Útivistar á framfæri en hana fá menn gegn 380 króna ár- gjaldi. í því gjaldi felst að sjálfsögðu afsláttur á allar ferðir félagsins og önnur hlunnindi. Félagar Útivistar eru nú um 1900, tjáði Krist- ján okkur áður en hann kvaddi og braust fagmann- lega út ( hríðina að nýju. ★ Smartmynd Ahorfendur bregðast misjafnlega við svívirðingunum — sumir bíta á jaxlinn, aðrir brosa, enn aðrir skella hurðum. Limlestingar og þakleki * „Nei, þetta hefur ekki ver- ið skakkafallalaust hjá okk- ur, langt því frá,“ sögðu þessar tvær leiksystur, sem voru að dreifa áróðri fyrir sýningu Stúdentaleikhúss- ins á Svívirtum áhorfend- um, f vikunni. Þær heita Halla Helgadóttir, ein saumakvenna og búninga- hönnuða, og Soffía Karls- dóttir, ein fjögurra leikenda. „Á síðustu sýningu brák- aði Stebbi (einn leikarinn) á sér tá og lék sárkvalinn það sem eftir var kvöldsins," sagði Soffía. „Það er kannski engin furða þótt fólk limlesti síg i öllum hamaganginum. Svo urðum við náttúrlega að aflýsa sfð- ustu sýningu þvi að ekki var hægt að láta Stebba leika með staf.“ „Annarri sýningu urðum við að aflýsa eftir óveðrið um daginn," bætir Halla við. „Og það var ekki bara vegna ófærðarinnar, heldur steypt- ist yfir okkur heilt synda- flóð inní húsinu. Það flæddi innum öll gólf og veggi og meira að segja inná raf- magnstöflur." Svivirtir áhorfendur. Ligg- ur þá ekki beint við að spyrja hvernig áhorfendur taki svívirðingunum? Soffía og Halla: „Það er nú á ýmsa vegu. Sumir eru alveg viðþols- lausir og fussa og sveia, ganga jafnvel út og skella á eftir sér hurðum. Aðrir sitja hvítþvegnir og brosandi undir svívirðingunum og mega vart vatni halda eftir sýningu ...“ Þrjár sýningar á Svívirtum áhorfendum, væntanlega þær síðustu, verða að öllu skakkafallalausu í Tjarnar- bíói á fimmtudag, föstudag og sunnudag. ★ rsJORCiES HANK AUKIN KÓNUSIA Alþýðubankinn hefur opnað gjaldeyrisafgreiðslu, sem annast al- menna þjónustu á sviði erlendra viðskipta. Við bjóðum velkomna ferðamenn, námsmenn og aðra þá sem vilja kaupa eða selja erlendan gjaldeyri, eða stofna innlendan gjaldeyrisreikning VISA greiðslukort til notkunar innanlands og erlendis Vid gerum vel vió okkar fólk Alþýöubankinn hf. Laugavegi31 sími 28700 Útibú Suðurlandsbraut 30 sími 82911 * Hvaða kynórar eru þetta? „Kynórar er nafn á einu af tveimur stuttum leikritum sem Alþýðuleikhúsið er að taka til sýninga frá og með fösitudegi I næstu viku. Hitt nefnist Tilbrigði við önd. Á frummálinu bera þau heitin Sexual Perversity in Chicago og Duck variation. Þetta eru amerísk nútíma- verk eftir ungan og upprennandi höfund, David Mamep að nafni, sem þykir líklegur til sömu vinsælda og Sam Shepard naut á sínum tíma. Þessa uppsetningu á leik- ritum Mameps gefum við svo samheitið Andardráttur sem fólk má skilja á hvaða veg sem er.“ — Á hvaða málum taka þessi leikrit? „Kynórar fjalla um náttúruna sem hluta af manninum en þessu eröfugt farið meðTilbrigði viö önd sem tekur á manninum sem hluta af náttúrunni. Þetta eru þannig mjög náttúruleg verk ef svo má segja, og segja frá alls- konar náttúrum.“ — Klámfengin kannski? „Nja... Leikritin eru mjög berorð og hreinskiptin skul- um við segja. Þaðerekki veriðað veltasérupp úr klámi, hvorki af höfundar hálfu né okkar sem setjum verkin upp. En það er gengið beint að hlutunum, þráðbeint!" — Eru þetta broslegir hlutir? „Já, ég ætla að vona að það verði hægt að brosa að þessari uppsetningu okkar, og helst hlæja á stöku staö.“ — Hvað geturðu sagt mér meira af höfundi þessa Andardrátts ykkar? „Hann fæddist í Chicago árið 1948 og stendur því á hálffertugu. Hann skrifaði sitt fyrsta leikrit aðeins 23 ára gamall sem reyndar er annaö þeirra verka sem við erum með í Andardrættinum, Duck variation. Þessi frumraun hans hlaut frábærar viðtökur, var verðlaunuð margsinnis og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Sem stendur á hann að baki nokkuð á annan tug leikrita og er þaö sammerkt með öllum þeirra að þau eru stutt, hnitmiðuð og skýrlega framsett. Það er hans stíll.“ — Alþýðuleikhúsið hefur átt i óttalegu húnæðis- basli síðustu leikár og nú bregður svo við að þið sýnið í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Hvernig má það vera? „Ja, Flugleiðamenn voru nú einfaldlega svo elskulegir við okkur að bjóða þessa aðstöðu I húsnæðishallær- inu, og kunnum við þeim auðvitaö bestu þakkir fyrir. Við erum búin að innrétta ráðstefnusal hótelsins að okkarþörfum og mérfinnst hann veraorðinn mjög kósf. Ég efast ekki um að þarna verður hægt að reka skemm- tilegt leikhús. Þetta á að geta orðið okkar framtiðar- húsnæði..." — Það er þá engin örvæntingartónn í ykkur Alþýðu- leikhúsfólki? „Nei, biddu fyrir þér. Að vfsu hefur húsnæðisbaslið leikið okkur talsvert illa, en meðan okkur býðst heill ráðstefnusalur undir starfsemina og einhverjir mæta á sýningar okkar, þá er ekki yfir neinu að kvarta. Að Al- þýðuleikhúsinu stendur stór hópur af kraftmiklu fólki sem á ekki orðið „uppgjöf" til I sínum orðaforða.“ — Segðu mér Svanhildur. Er leikhús alltaf skemm- tilegt? „Mér finnst leikhúsvinna alltaf skemmtileg, þótt við- fangsefnin geti hins vegar verið misjafnlega áhuga- verð. Það hefur verið algjört dúndur að setja upp Andar- dráttinn, bæði er að verkin eru áhugaverð og fólkið frá- bært í samstarfi sem vinnur með mér I þessu. Ég vona að þessi vinnugleði komi fram í sýningunum.“ - SER. Svanhildur Jóhannesdóttir leikstjóri vinnur um þessar mundir með Alþýðuleikhúsinu að uppsetningu tveggja leikrita eftir Bandaríkjamanninn Davia Mamep, en þau heita Kynórar og Tilbrigði við önd. Svanhildur útskrifaðist með fyrsta órgangnum úr Leiklistarskóla Islands órið 1976 og var um nokkurra óra skeið fastróðinn leikari hjó Leik- félagi Akureyrar. Sem leikari hefur hún einnig komið við í Iðnó og Þjóðleikhúsinu en síðustu ór hefur hún einkum ein- beitt sér að leikstjórn. HELGARPOSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.