Helgarpósturinn - 12.01.1984, Síða 6

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Síða 6
INNLEND YFIRSYN Eru verkalýösfélögin mát? I efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að kaup laun- þega hækki um tvö til fjögur prósent. Þetta þýðir í raun nokkurra prósenta kaupmáttar- skerðingu ofan á þá rýrnun launa sem al- menningur mátti sæta á síðasta ári. Með þessar staðreyndir í veganesti ganga verka- lýðsfrömuðir nú að samningaborðinu, þar sem þeir munu meðal annars krefjast þess af stjórnvöldum að þau hægi á aðgerðum sín- um svo nokkuð megi létta byrðum á laun- þegum, aukinheldur sem fyrirsjáaniegri kaupmáttarskerðingu á næstunni verður mótmælt. Menn spyrja sig þeirrar spurningar hvort viðsemjendur verkalýðsins hlusti á þessar kröfur. Þeir eru á því að ríkisstjórnin ætli að halda stefnu sinni við að kveða niður verð- bólguna með sömu ákefð og í fyrra. Hún sé enda búin að binda þannig um hnútana að verkföll séu næsta óhugsandi. Sú kjararýrn- un sem hún hefur leitt yfir launþega hefur valdið því að þeir þora ekki í hatrammar að- gerðir á vinnumarkaðnum vegna hættu á launamissi ofan á kjaraskerðingu síðustu missera. Einnig er sýnt að meirihluti al- mennings er hliðhollur aðgerðum ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum, hann vill gefa henni tækifæri og með það er hann til- búinn að taka á sig einhverjar byrðar ef það gæti leitt til kjarabótar i kjölfar minnkandi verðbólgu. Ríkisstjórnin veit af þessum stuðningi og notfærir sér hann óspart. Vilji fólks til átaka á vinnumarkaðnum hefur sjaldan verið minni svo sem komið hefur fram í skoðana- könnunum. Eru verkalýðsfélögin þá mát? „Það er alveg ljóst að verkalýðsfélögin hafa staðið mát gagnvart ráðandi stjórnvöld- um“, segir Ögmundur Jónasson, formaður starfsmannafélags Sjónvarpsins, sem er eitt aðildarfélaga BSRB. Og Ögmundur segir áfram: „Verkalýðsfélögin hafa verið ráða- og aðgerðalítil gagnvart efnahagsstefnu stjórnarinnar á meðan kjör almennings hafa rýrnað að því marki sem allir þekkja. Það má með ólíkindum teljast að ekkert hefur heyrst frá fólki. Á því eru sjálfsagt til margar skýringar sem óþarft er að fjölyrða um, þar sem þær heyra fortíðinni til. Hvað hinsvegar framtíðina varðar, held ég að enginn vafi sé á að fólk muni þjappa sér saman innan sinna félaga og berjast gegn þeirri óbilgirni sem stjórnvöld virðast ætla að sýna þvi. Menn eru þegar orðnir gramir, og þá er stutt í átök.“ Ögmundur kvartar þarna yfir aðgerða- leysi verkalýðshreyfingarinnar og er sýni- lega á því að hún hafi ekki haft ráð til að mæta efnahagsstefnu stjórnarinnar. Hvað segir Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ, um þetta: „Eins og atvinnu- og efnahagsástandið er núna virðist ekki grundvöllur fyrir stórvægi- leg átök á vinnumarkaðnum. Ég býst ekki við að hinn almenni Iaunþegi treysti sér út í langvinn verkföll. Menn eru einfaldlega seinþreyttir til vandræða og reynsla undan- farinna ára hefur kennt þeim að verkföll hafa ekki skilað þeim árangri sem skyldi. Með þessu er ég hreint ekki að segja að verkalýðshreyfingin ætli sér ekki einhverjar aðgerðir. Þær verða bara að taka mið af að- stæðum, svo og þeim hug sem almenningur virðist bera til ríkisstjórnarinnar eins og sak- ir standa. Við viljum ekki fallast á það að þessar að- gerðir ríkisstjórnarinnar, sem hún hefur ein- sett sér að framkvæma á árinu, séu óum- breytanlegar. Okkar krafa er að hægt verði á þessum aðgerðum. Stefnan í samningavið- ræðunum sem fara í hönd virðist mér ætla að verða tvíþætt: Annarsvegar verður þess krafist að lægstu laun hækki umtalsvert, eða eitthvað spesíalt verði gert fyrir þennan hóp laune fólks svo það megi hafa í sig og á. Hins- vegar verður ekki sæst á annað en að kaup- máttur síðasta ársfjórðungs haldist óbreytt- ur.“ Verkföll eru sem sagt ekki inni í myndinni, eftir því sem Björn Þórhallsson segir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann, er maður kunnugur háttum verkalýðshreyfingarinnar í fortíð og nútíð. Hann segir: „Mér virðist viðbrögð verkalýðsfélaganna eftir Sigmund Erni Rúnarsson við aðgerðum ríkisstjórnarinnar ekki hafa verið með þeim hætti á síðustu mánuðum að mikils megi vænta af þeim á næstunni, síst af öllu allsherjarverkfalls. “ Helsta galla á starfsemi verkalýðsfélag- anna segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður starfsmannafélagsins Sóknar, vera þann að þau rýni blint í meðaltalsafkomu sinna félagsmanna og miði kröfur sínar við hana. „Með þessu gleymast hinir lægst laun- uðu. Þetta sinnuleysi í garð þeirra hefur ver- ið ríkjandi og sennilega aldrei meira en núna. Það er óverjandi að ekki skuli vera farið að huga að raunhæfri kjarabót fyrir þetta fólk, en því miður sýnist mér verka- lýðsfrömuðirnir ekkert vilja aðhafast hvað þetta varðar. Jú annars, þeir segjast ætla að reyna að semja fyrir vorið og í versta falli næsta sumar. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að þetta fólk getur ekki beðið. Það verður að hjálpa því strax. Þetta er harður dómur á verkalýðsforystuna, en réttmætur sýnist mér engu að síður.“ Ögmundur Jónasson er að mestu leyti sammála Aðalheiði um þetta atriði, en vill þó ekki kenna verkalýðsforystunni um það hvað ríkisstjórnin hefur fengið að gangast upp í kaupmáttarskerðingunni. „Ríkisstjórnin veit auðvitað hvað hún er að gera. Hún er að keyra niður verðbólguna og notar til þess veikasta hlekkinn, sjálfan laun- þegann." Ögmundur segir að lokum: „Aðalatriðið í þessu öllu er að nóg er til af peningum i þessu þjóðfélagi svo allir geti lifað mann- sæmandi lífi. En það sem þarf að gera þegar kreppir að eins og núna, er að deila þessum peningum réttlátlega niður. Það hefur ekki verið gert og bilið hefur því breikkað milli ríkra og fátækra. Þessu þurfa launamenn að kippa í liðinn hið fyrsta. Menn verða að fara að láta í sér heyra, í stað þess að láta hamra sig ofan í svaðið mótþróalaust eins og við- gengist hefur alltof lengi.“ ERLEND YFIRSYN Liliane Uchtenhagen ' Samsteypustjórn í Sviss aö springa út af konu Langstærsta samsteypustjórn i lýðræðis- ríki riðar til falls. Svissneska sambandsráðið á upplausn í vændum út af konu. í fyrsta skipti sem kona var í framboði til sambands- ráðsins, sem jafngildir ráðherrastöðu í öðr- um Evrópulöndum, gerðist það einnig í fyrsta skipti að Þjóðarráðið, þing Svisslend- inga, hafnaði ráðherraefni sem flokkur með þátttöku í samsteypustjórninni hafði tilnefnt til að skipa sæti sem honum bar. í hlut á flokkur sósíaldemókrata, sem átt hefur tvo ráðherra í sambandsráðinu allar götur frá 1959, þegar Svisslendingar hittu á „töfraformúluna" sem þeir nefna svo, fasta aðild nokkurra helstu flokka að stjórn lands- ins. Skiptitala sæta í sambandsráðinu hefur hlotið töfraformúluheitið vegna þess, að hún hefur tryggt Svisslandi setu samsteypu- stjórnar sömu flokka í aldarfjórðung, og þar með hámark stöðugleika í stjórnarfari. Sambandsráðsmenn eru kjörnir á fundum Þjóðarráðsins til fjögurra ára setu í ráðherra- embættum. Sjöunda desember í vetur gerð- ist það, að gengið var til atkvæða í Þjóðar- ráðinu um sambandsráðsmann í stað Willi Ritschard úr flokki sósíaldemókrata. Hafði Ritschard fallið frá eftir setu í sambandsráði frá 1979. Sósíaldemókratar hafa farið heldur halloka í kosningum í Sviss upp á síðkastið. Samstarfsflokkum þeirra í samsteypustjórn- inni, sem allir eru hægrisinnaðri, líkar það harla vel. Notuðu þeir því meirihluta sinn í Þjóðarráðinu til að koma í veg fyrir að sósíal- demókratar styrktu stöðu sína i almennings- álitinu með því að eignast fyrstu konu á ráð- herrastóli í Sviss. Ekki eru nema þrettán ár síðan konur fengu kosningarétt í Sviss, en af 244 ráðs- mönnum í Þjóðarráðinu er 21 kona. Ein hin kunnasta í hópi þeirra er Liiiane Uchtenhag- en úr flokki sósíaldemókrata, og hana til- nefndu flokkssystkin hennar til að skipa sambandsráðssætið sem losnaði í vetur. Frá því 1959 hefur sambandsráðið verið skipað þannig, að af sjö mönnum eiga róttækir tvo, sósíaldemókratar tvo, kristilegir demókrat- ar tvo og miðdemókratar einn. Þingheimur allur í Þjóðarráðinu kýs sambandsráðs- menn, en það hafa verið óskráð lög að út- nefning flokks á ráðherraefni í sæti sem flokknum heyrir til samkvæmt töfraformúl- unni hefur verið staðfest við atkvæða- greiðsluna. En út af því brá, þegar sósíaldemókratar buðu fram frú Liliane Uchtenhagen. Þá hlaut hún aðeins 96 atkvæði, en flokksbróðir hennar, lítt þekktur karlmaður að nafni Otto Stich, var kjörinn í sambandsráðið með 124 atkvæðum. Kosningin er Óbundin og úrslitin því gild, en þau hafa valdið uppnámi í sviss- neskum stjórnmálum. Rofið hefur verið drengskaparsamkomulag stjórnarflokka, um að hver þeirra skuli ráða sínum ráðherr- um, og tveggja ára gamalt stjórnarskrár- ákvæði um jafnrétti kynjanna er fótum troð- ið. Svissneskar konur úr öllum stjórnmála-' flokkum hafa fordæmt afstöðu meirihlutans í Þjóðarráðinu og kalla daginn sem atkvæða- greiðslan fór fram, 7. desember, „Svarta miðvikudaginn". Ber þeim saman um að meirihlutinn sem hafnaði Liliane Uchten- hagen beri vott um að enn eigi jafnrétti kvenna til stjórnmálaþátttöku langt í land að hljóta viðurkenningu íhaldsafla i svissnesk- um stjórnmálum. Enn eru nokkrar kantónur í sambandsríkinu Sviss, sem ekki hafa veitt konum kosningarétt í innanhéraðsmálum. Svissneskar konur eru þeim mun reiðari afstöðu meirihlutans í Þjóðarráðinu sem enginn vefengir, að Liliane Uchtenhagen er í alla staði í hópi hæfustu manna i svissnesk- um stjórnmálum. Bæði í flokki sínum og í þingstörfum hefur hún getið sér orð fyrir röggsemi, frumkvæði og snjallan málflutn- ing. Hún er hámenntuð og kunnur rithöf- undur. En þeir eru til sem halda því fram, að vissan um að hún myndi gegna ráðherraemb ætti með sóma hafi einmitt ráðið úrslitum er meirihluti Þjóðarráðsins felldi hana frá embætti. „Við hverju bjuggust þið?“ spyr Roger Daflon, fyrrverandi borgarstjóri í Genf og eini fulltrúi kommúnista i Þjóðarráð- inu. „Hún er kona, hún er sósíalisti og þar á ofan menntuð — allt þrennt ófyrirgefan- legt.“ Sósíaldemókratar leggja fyrir sitt leyti megináherslu á, að samstarfsflokkarnir í samsteypustjórninni hafi rofið óskráð dreng- skaparsamkomulag, um að hver stjórnar- flokkur ráði sínum fulltrúum í ríkisstjórn, og þar með kippt fótunum undan samsteypu- stjórninni. Að sjálfsögðu vonuðust sósíal- demókratar eftir að rétta hlut sinn í keppni flokkanna um lýðhylli með því að verða eftir Magnús Torfa Ólafsson fyrstir til að tefla fram hæfum ráðherra úr hópi kvenna, og nú sjá þeir sér leik á borði að virkja sér í hag reiði kvenþjóðarinnar í Sviss yfir meðferð meirihluta Þjóðarráðsins á Liliane Uchtenhagen. Framkvæmdanefnd flokks sósíaldemó- krata sat á fundi um síðustu helgi. Þar var ákveðið að kalla saman aukaflokksþing dag- ana 11. og 12. febrúar til að ræða hverjar af- leiðingar brigð samstarfsflokkanna á grund- vallarreglum stjórnarsamstarfsins hafi fyrir þátttöku sósíaldemókrata í samsteypu- stjórninni. Framkvæmdanefndin setur fram mis- munandi kosti til athugunar fyrir auka- flokksþingið, en flokksformaðurinn, Helmut Hubacher, hefur látið í ljós, að hann og meirihluti framkvæmdanefndarinnar séu á því að taka beri þann kost að slíta stjórnar- samstarfinu. Brottför sósíaldemókrata úr samsteypustjórninni fæli í sér þáttaskil í svissneskum stjórnmálum. Aldarfjórðungs stjórnarsamstarf allra helstu flokka í landinu hefur tryggt mikla festu í stjórnarfari og sam- hengi í stjórnarathöfnum. En jafnframt hefur það orð komist á, að ýmislegt miður heppi- legt hafi náð að dafna í skjóli samábyrgðar allra málsmetandi stjórnmálaafla landsins. Oánægja með stjórnarstefnuna er talin vera meginorsök þess að sósialdemókratar töp- uðu fylgi og þingsætum í síðustu kosningum til Þjóðarráðsins í október i fyrra. Staða þeirra í samsteypustjórninni er slík, að þeir hafa einatt þurft að slaka meira á stefnumál- um sínum en aðrir stjórnarflokkanna. Eftir aldarfjórðungs samsteypustjórn sem grípur yfir stjórnmálalitrófið frá hægri um miðju til vinstri, óar mörgum Svisslending- um að við taki hrein borgaraleg stjórn með sósíaldemókrata í stjórnarandstöðu. Gæti þá ýmislegt gengið úr skorðum, því hvað sem um skuggahliðar víðtækrar samábyrgðar ólíkra stjórnmálaafla má segja, hefur Sviss- lendingum tekist að tryggja hag sinn flestum Evrópuþjóðum betur. Og allt út af einum kvenmanni, kynni ein- hver að tauta, þegar næst verður gengið að kjörborði í Sviss. A þvi telja sósíaldemókrat- ar sig muni græða. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.