Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 7
í undirheimumsólarlanda'Frásögn íslenskrar stúlku eftir Hallgrim Thorsteinsson Hann sannfærði hana um að peningar hennar væru best komnir í sinni vörslu. Þar væru þeir öruggastir. Hún fékk honum aleiguna frá íslandi, um 100.000 krónur, og hann sagði: ,,Ég skal þrefalda þessa peninga fyrir þig.“ Þetta var í september 1981. Vinir hans kalla hann Papa- gayo, „Páfagaukinn". Þetta haust lögðu hann og José, vinur hans, ásamt tveimur öðrum upp frá Lissabon í mánaðarreisu til nokk- urra Evrópulanda: Spánar, Frakk- lands, ftalíu, Svíþjóðar, Danmerk- ur og síðasta stoppið hjá þeim var í Hollandi. Ökutæki þeirra var drapplitaður Opel af millistærð, ekki áberandi bíll. Þetta var út- pæld ferð. Hún leit út fyrir að vera saklaus sumarleyfisferð um áifuna en tilgangurinn var aðeins einn, og hann fólst í síðasta stoppinu. Vinirnir höfðu stundað um- fangsmikla og ábatasama hass- sölu á sólarströndum Spánar þá um sumarið, í Malaga og Torre- molinos. Tilgangur ferðarinnar nú var að kaupa heróín í Hollandi fyr- ir þennan vertíðargróða — og fyr- ir peningana hennar. Vetursetu höfðu félagarnir alltaf í Lissabon og þar höfðu þeir komið sér upp öflugasta hassdreifingarkerfi borgarinnar og innflutningur þeirra á hassi þangað frá N-Ameríku nam hundruðum kílóa. Nú vildu þeir breyta til og kynna nýja vöru á markaðnum: Stóra H-ið, hestinn, heróínið. Þetta voru sko engir smákallar. Þeir voru orðnir þreyttir á um- stanginu í kringum hassið, auk þess sem þeim fannst það ekki gefa nógu mikið í aðra hönd. í heróíninu var fólgin minni áhætta (það var auðveldara að smygla því en hassinu) og gróðinn var mörgum sinnum meiri og fljót- teknari. Fíkniefnalögreglan í Lissabon uggði ekki að sér. Ekki strax. „Ég fór út til Spánar með ferðaskrifstofu sumarið '81, í júlí,“ segir hún. Hún vill halda nafni sínu leyndu af skiljanlegum ástæðum og við skulum kalla hana Öddu. Adda var nýbúin að slíta samvistum við sambýlis- mann sinn eftir nokkurra ára sam- band sem ekki gekk upp. „Ég tók þá ákvörðun um að taka eitt ár í það að lifa villt, lifa óskynsamlega, flippa bara út. Einn daginn var ég allt í einu stödd á diskóteki í Torremolinos, sem heitir Pipers. Það er kannski dæmigert fyrir uppreisnarandann í mér á þessum tíma að ég fór ein- mitt á þetta diskótek, því að Ingólfur Guðbrandsson hafði var- að okkur sérstaklega við því að sækja þangað. Hann vissi hvað þarna fór fram. Þetta er miðstöð fíkniefnaverslunarinnar fyrir stór svæði í Evrópu. Pipers er glæsileg- ur staður. Þarna inni eru þrjú dansgólf, sundlaug og fleira en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem sækja staðinn eru karlmenn — glæsilegir karlmenn. Þarna hitti ég José. Hann vann formlega í því fyrir Pipers að saf na þangað ungum, fallegum stúlkum af ströndinni, helst skandinavísk- um stelpum, og þær íslensku þóttu og þykja ... sérstakar. José var eftirlýstur í Portúgal, en meðan hann hafði vinnu þarna var ekki amast við honum og eigandi stað- arins hélt yfir honum verndar- hendi. José var í uppáhaldi jafnt hjá karlmönnum sem kvenfólki vegna kyntöfra sinna. Hómó- sexúalismi blómstrar þarna út um allt og þykir sjálfsagður hlutur í þessu umhverfi. Kyntöfrar eru statussymból í þessum hópum og karlmennirnir flykkjast að þeim sem hafa útlitið með sér eins og José. Hann komst langt bara á út- litinu, en hann er líka harður af sér og skarpgreindur. José, eins og margir vinir hans, stefndi hátt í líf- inu. Hann vildi verða auðugur; að- ferðirnar skiptu hann engu máli. Ef hann þurfti að leggjast með vinnuveitandanum, þá var að taka því. José kynnti mig fyrir portú- gölskum vinum sínum, þar á með- al Papagayo. José hafði valið Papagayo til að vera fulltrúi sinn í Portúgal og stjórna fíkniefnadreif- ingunni þar. Papagayo var 25 ára, tveimur árum yngri en José." Adda fór með Papagayo, José og félögum á næturrölt. Hún seg- ist fyrst hafa verið grandalaus en síðan hafi hún „kveikt" á gæjun- um og farið að kaila þá „mini- mafiosa". „Þeir urðu hálfsmeykir við mig, enda aðeins vanir undirgefnum og þöglum konum. Ég var öðru- vísi í þeirra augum, spennandi og lét ekki slá mig út af laginu. Þeir voru hissa á mér, og báru mig á höndum sér og síðustu viku ferð- arinnar minnar eyddi ég með þeim í lúxus og við dvöldum m.a. í lystisnekkju eiganda Pipers- diskóteksins.“ Adda fór heim til íslands með ferðaskrifstofunni á tilsettum tíma, en hún hafði aðeins verið viku í Reykjavík þegar Papagayo hringdi í hana. Hann var hrifinn af henni og vildi fá hana út aftur. Hún hugsaði sig um, en ákvað svo að hrökkva ekki heldur stökkva. Hún snaraði saman dágóðri fjár- upphæð úr ýmsum áttum á skömmum tíma, um 100.000 krónum á núvirði. Þetta átti að vera framfærslueyrir hennar í þann tíma sem hún nú ákvað að eyða í útlöndum. „Eitt ár, ekki degi lengur," ákvað hún, og hélt til Lissabon. Þar hitti hún Papa- gayo aftur: „Ég skal þrefalda pen- ingana fyrir þig ...“ Það var ekki laust við að hrifningin væri orðin gagnkvæm. „Þetta er geðveikis- lega skarpur tappi, og já, ég býst við að ég hafi verið fallin fyrir honum. Hann var dómínerandi gæi og foringi í sínum hópi. Ég lét hann fá peningana mína en þeir komu aldrei til baka eins og ég vildi; það var eins og hann vildi halda peningunum til að halda mér hjá sér. Eg sá lítið af pening- um eftir þetta, en fékk allt sem ég þurfti." Félagarnir héldu í innkaupa- ferðina til Hollands en á meðan dvaldi Adda heima hjá Papagayo, sem bjó enn í heimahúsum í mið- borg Lissabon, Camp Santana, blönduðu hverf i þar sem búa mjög ríkir og mjög fátækir. f Camp Santana býr líka erkibiskupinn og þar eru höfuðstöðvar lögreglunn- ar í borginni. Steinsnar frá lög- reglustöðinni er svo kaffihús, Primaveira (vor), þar sem allar megin fíkniefnameldingarnar fara fram. „Papagayo skákaði í skjóli fjöl- skyldu sinnar, sem er vel metið efri-millistéttarfólk. Hann var haf- inn yfir grun. Meginbarátta lög- reglunnar á þessum tíma beindist líka gegn kókaínsmygli frá Brasilíu. Eftir að strákarnir komu heim frá Hollandi byrjuðu þeir á því að kynna heróínið, koma fólki á bragðið, og þeir byrjuðu að „díla" í litlum mæli. Veltan varð samt strax ofsálega mikil. Gramm- ið, á núvirði, var selt á um 12.000 krónur og það var „köttað" (drýgt með öðrum efnum) á ýmsan máta, eftir því hver kaupandinn var. Og þetta eru mun meiri peningar þarna en hér. Verðið á gramminu samsvaraði þannig tvöföldum mánaðarlaunum verkamanns í Portúgal. Papagayo byrjaði strax að neyta heróíns, strax í verslunar- leiðangrinum. Fyrst tóku þeir þetta í nös en fóru svo síðar að sprauta sig. Ég sat bara hjá og horfði á meðan þeir buðu í partí og splæstu á nös. Ég fylgdist með þessu eins og vídeói og pældi í því þjóðfélagsástandi sem þessi ung- menni .bjuggu við. Það var alls- staðar verið að „díla“ og allsstað- ar var vændi. Einn læknanemi sem ég þekkti keyrði stelpuna sína, sæta stelpu úr sveit, á fína bari um 10-leytið á kvöldin og sótti hana svo aftur klukkan 3—4 og hirti peningana. Þetta var fyrir ofan minn skilning því að þetta var svo elskulegt og viðkunnan- legt fólk. En fyrir því var svona lagað einfaldlega praktískir hlutir, eðlilegt ástand. Það var hlegið að mér þegar ég fór að furða mig á þessu. Papagayo átti kost á sæmi- lega vellaunuðu starfi á skrifstofu í gegnum fjölskylduna, en hann leit ekki við því. Hann vildi verða ríkari en pabbi.“ Eftir því sem heróínneysla Papagayo og félaga jókst því af- skiptari varð Adda. Stressið í sölu- mennskunni fór líka dagvaxandi og þeir höfðu engan tíma. Hún náði portúgölskunni illa og þeir nenntu sjaldnast að tala við hana ensku: Þeir stóðu í ströngu við að koma efninu út til kaupendanna sem gátu ekki án þess verið. Framhald. á nœstu síðu HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.