Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 12
GRÁSÍÐA
Við pylsuvagninn: Þær þverpólutísku
Helgi Seljan og Sverrir Her-
mannsson áttu leið fram hjá
pyisuvagninum og sáu hóp al-
þingiskvenna standa þar við
pyisuát. Það var ekki annað að
sjá en þær væru aldar upp við
pyisuna. Samt bitu þær afar
meyjarlega í þær, og þá sagði
Sverrir Hermannsson:
Hér standið þið þær þverpólu-
tísku.
Við eigum eftir að athuga það,
sagði Sigríður Dúna.
Mér finnst sumar konur vera
miklu heldur skápólutískar,
sagði Ragnhildur Helgadóttir.
Það er það helsta, sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir. Hér, þar
sem er hundrað og áttatíu gráðu
karlmannaveldi.
Sigríður Dúna hló opnu blóma-
brosi og sagði: Enda er veldið
hringavitlaust.
Hvað viljið þið eiginlega,
ágætu konur? spurði Helgi
Seljan af þeirri áköfu einurð sem
einkennir hann.
Sigríður Dúna fór þá strax í
upptalningarnar, og hún sagði:
Við í Kvennaframboðinu viljum,
talið í réttri röð:
1.) Að móðurhlutverkið verði
metið sem starf.
2. ) Að hjónabandið verði metið
sem starf.
3. ) Að það að vera kona sé met-
ið sem starf.
4. ) Að það að starfa verði metið
til kaups.
5. ) Að heimilið verði talið vera
vinnustaður.
Þegar hér var komið í upptaln-
ingunni og Sigríður Dúna var
komin að sundurliðun í a), b) og
c) þá bar Steingrím Hermanns-
son að og hann hafði heyrt á tal
Sigríðar og sagði:
Er hægt að meta heimilisstörf
og hvatir manna til fjár?
Við Hvatarkonur teljum að
svo verði hægt eftir að heimilið
fer inn á heimilistölvuna, sagði
Ragnhildur Helgadóttir.
Gott, sagði Sigríður Dúna. Það
er staðreynd að konan vinnur
tvöfaldan vinnudag: á vinnustað
og á heimilinu. Hún stimplar sig
út á þeim fyrr nefnda til að fara
inn í þann síðar nefnda í eftir-
og næturvinnu. Konan á heimt-
ingu á heimiliskaupi.
Verður hún þá ekki að stimpla
sig inn á heimilið? spurði Helgi
Seljan.
Auðvitað, svaraði Jóhanna.
Og hún stimplar sig inn í eld-
húsið? spurði Sverrir.
Að sjálfsögðu, sagði Sigríður.
Stimplar hún sig þá líka inn,
þegar hún fer upp í rúmið með
manninum sínum? spurði Stein-
grímur.
Ef einhver vinna fer þar fram
af hennar hálfu, svaraði Sigríð-
ur.
Hvað þá með eiginmanninn?
spurði Steingrímur.
Eigi sér stað samstarf þá
stimpla bæði sig inn er þau
ganga til sængur með athöfn í
huga og reynd, sagði Sigríður
Dúna.
Mér finnst það ekki nema sjálf-
sagt, sagði Steingrímur.
Beiti þau hvort annað jafnrétti
í bólinu, sagði Helgi Seljan. En
hvernig með kaupið? Eins og við
marxistar spyrjum gjarna.
Eftir samstarf borga þau hvort
öðru, sagði Sigríður Dúna.
Verða samfarir þá líka metnar
sem starf? spurði pylsusalinn.
Konan hefur ævinlega þurft að
taka þær á sig sem kvöð án þess
nokkuð kaup komi fyrir, sagði
Sigríður Dúna.
Nú kinkuðu allir karlmennirnir
kolli. En konurnar brostu þver-
pólutísku brosi. Síðan litu al-
þingismennirnir til lofts, en
konurnar litu til jarðar. Þá sagði
Steingrímur:
Með leyfi að spyrja, er þá ekki
verið að gera heimilið að eins-
konar duibúnu vændishúsi? Eða
samblandi af því og verksmiðju?
Það hefur heimilið og hjóna-
bandið verið ævinlega séð frá
marxiskum sjónarhóli, sagði
Helgi Seljan. Marx sagði: Hjóna-
band er hórdómur. Gift kona
hóra eiginmannsins.
Mér finnst það sannast að kon-
ur séu það ef Sigríður Dúna fær
sínu framgengt, sagði Steingrím-
ur. Þá sanna konur það fúslega
sem karlrembumenn hafa reynt
að klína á þær um aldaraðir en
mistekist jafnan, að minnsta
kosti í augum hvers ærlegs
manns.
Álit karlmanna koma okkur
ekki við ef konan verður frjáls
og fær sitt kaup, sagði Sigríður
Dúna. Mér er sama þótt konur
verði að ganga með skeiðklukku
og stimpilklukku. Þær verða það
lögum samkvæmt ef frumvarp
mitt nær fram að ganga. Vegna
þess, laust upp talið í aðal- og
undirliðum, samkvæmt nýja um-
bótakerfinu, að:
A-liður sem tengist síðan C-liði
og er með gildistöluna 6..
MATKRAKAN
Gæfurík þorskaugu
Gleðilegt ár, þið sem nú hoppið yfir hest-
háa skafla inn í nýja árið með skuldabagga
á herðum. Þegar þessi orð eru rituð er allt
útlit fyrir að símsenda verði þennan pistil,
því ég hef verið veðurteppt heima hjá mér í
fleiri daga, ef að líkum lætur, því erfitt er að
greina mun dags og nætur í gjörningaveðri,
einkanlega ef maður hefur, að hátíðasið,
snúið sólarhringnum um 270 gráður (samt
ekki á Celsius). Eg veðurteppt við skrifborð-
ið og nýársmaturinn úti á svölum, fastir liðir
eins og venjulega.
Eftir kjötát jólanna dreymir mig í svefni
sem vöku um nýjan þorsk, sem ég hef árang-
urslaust reynt að afla í gæftaleysinu. Ég þrái
ferskmeti og þorskaugun mest: hvít, fljót-
andi í súpu: hamingjuboðar. Eða starandi
dreymin undan krydduðum brauðmylsnu-
augnlokum hlakkandi til fundarins við
kavíarkartöflur í munni mínum, löðrandi í
sýrðum rjóma.
I trausti þess að þorskurinn stígi úr
draumnum yfir í vökuna á næstu dögum, að
geislar gæfuríkra augna hans nái að bræða
ísinn á víkum milii svívirtra vina, koma hér
á eftir einfaldar þorskuppskriftir, m.a.s. sára-
einfaldar og ódýrar. (I framhaldi af því og af
gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er fyrst og
fremst naglasúpukokkur en ekki lúxussæl-
keri, en sú staðreynd virðist hafa farið fram
hjá sumum...)
En fyrst ég næ hvorki í haus né sporð á
þorskinum í veðurteppunni, fjölyrði ég ekki
þar um, heldur reyti í ykkur nokkur af nýárs-
boðorðum Matkrákunnar fyrir árið 1984.
1. Gjörnýttu allt matarkyns nema hið þunna
af þorskkinnfisknum, því sá sem það ger-
ir verður iyginn.
2. Búðu til sósur úr bældum tilfinningum í
stað þess að kasta skyri.
3. Elskaðu íslensku kartöflurnar í allri sinni
ófrýnd, eins og sjálfan þig.
4. Hóglega, hæglega, skaltu afhýða iaukinn
og saxa, því hann er ofurviðkvæmur eins
og aðrir Pétrar Gautar þrátt fyrir sterkj-
una.
5. Reyndu að semja eggjakökurnar í E-moll,
því þær eru mjúkar og rakar að innan,
hörundsbjartar að utan.
6. Hafðu til marks: þegar skeggin ganga í
bland við kryddin er fiskisúpan til, ekki
fyrr.
En varðandi matseld og manneldi er þó
mikilvægast að hafa í huga eftirfarandi orð
Megasar:
Ekkert er ómögulegt
allt getur mögulega skeð
á móti geði er sett geð sem veð
á móti ógeði ógeð.
Ofnbakaöur heill fiskur
(handa 4)
U.þ.b. 1 'A kg heill fiskur (hvers kyns,
en ég mæli með ómaklega iítilsvirtum
þorsknum) salt
steinselja, dill eða sneiddur laukur
u.þ.b. 2 msk sítrónusafi.
1. Biðjið fisksalann að taka gellurnar úr
höfði fisksins án þess að fjarlægja það.
Skemmtilegt er að bera fiskinn fram heil-
an og höfuðið er bragðgott.
2. Hreinsið fiskinn og skolið undir rennandi
vatni. Hreyfið ekki við bakugganum, því
gott er að nota hann sem mælikvarða um
hvenær fiskurinn er tilbúinn. (Þegar
hægt er að draga uggann auðveldlega af
beininu er fiskurinn yfirleitt hæfilega soð-
inn.)
3. Fyllið fiskinn annað hvort með kryddjurt-
um eða lauksneiðum, saltið hann bæði að
utan og innan og leggið í smurt, eldfast
fat, dreypið sítrónusafa yfiróg þekið með
álpappír.
4. Bakið fiskinn í 200 gr. heitum ofni þar til
fiskholdið er orðið hvítt inn að beini.
Skerið í fiskinn til að athuga hvort hann
losnar auðveldlega frá beinunum. Úr fisk-
inum kemur góður kraftur sem annað
hvort má neyta eins og hann kemur fyrir
eðánota í sósu. Þorskur sem er 1V4 kg að
þyngd bakast á þennan hátt á u.þ.b. 45
mín.
5. Þorskinn má bera fram með söxuðu
harðsoðnu eggi (eggjum) hrærðu saman
við kraftinn sem kemur af fiskinum eða
piparrótarsósu, ásamt soðnu grænmeti
eða hrásalati, eða ofnbökuðum kartöfl-
um með kavíar og sýrðum rjóma.
Piparrótarsósa/- smjör
Piparrótin (Horseradish) er seld þurrkuð í
glösum en einnig rifin í litlum pökkum, og
stundum fæst hún heil hér í verslunum. Rifin
piparrót heldur bragði sínu mun betur en sú
þurrkaða og er því sjálfsagt að nota hana.
1 dl rjómi, stífþeyttur
u.þ.b. 2 msk sítrónusafi
2 msk rifin, ný piparrót, e.t.v. ögn meira
af pakkaðri
Hrærið sítrónusafanum saman við rjóm-
ann, litlu í einu, og bragðbætið með salti og
piparrót eftir smekk. Bera má sósuna fram i
skál og strá ögn af paprikudufti yfir, eða
hella henni í lítið álform og frysta og bera
hana fram frysta í sneiðum.
Fylltur þorskur (handa 4)
1 þorskur með höfðinu, u.þ.b. 1 'A kg
salt, sítrónusafi, basil
Fylling:
1 stór laukur, saxaður
6 ansjósuflök eða u.þ.b. 6 sardínur, í bit-
um
u.þ.b. 20 g smjör/ smjörlíki
1 steinseljuvöndur, saxaður, eða nokkr-
ar msk af þurrkaðri steinselju
Penslun:
hveiti, egg, raspur, pipar
1. Hreinsið fiskinn og núið að utan og innan
með salti, sítrónusafa og basil.
2. Hrærið saman söxuðum lauk, ansjósum
eða sardínum sem olían hefur verið látin
drjúpa vel af, smjöri og saxaðri steinselju
og setjið inn í fiskinn. Nælið þunnildin
saman með tannstönglum eða litlum,
ryðfríum kjötpinnum, svo fyllingin hald-
ist á sínum stað.
3. Leggið fiskinn í smurt, eldfast fat og stráið
svo hveiti yfir hann, malið pipar yfir.
Penslið því næst með hrærðu eggi og
stráið fínni brauðmylsnu eða tilbúnum
raspi yfir. Leggið nokkrar smjör- eða
smjörlíkisklípur yfir fiskinn og bakið við
200 gr. í u.þ.b. 45 mín.
4. Berið fram t.d. með soðnum hrísgrjón-
um, blönduðum saxaðri búlgarskri
papriku (niðursoðinni) og leggið hrís-
grjónin gjarnan á fiskfatið, svo að þau
drekki í sig soðið. Auk þess má bera fram
blaðsalat og/eða kavíarfylltu kartöflurn-
ar sem uppskrift fer að hér á eftir.
Bakaðar kartöflur meö
kavíar
4 stórar kartöflur
1 'h dl sýrður rjómi
u.þ.b. 75 g grásleppuhrogn (kavíar)
e.t.v. ögn af nýmöluðum svörtum pipar
og svo sem 1 tsk af koníaki.
Burstið kartöflurnar og þvoið vel, leggið á
rist og bakið við 250 gr. í u.þ.b. 50 mín. Takið
þær út, skerið af þeim ,,lok“, fjarlægið svo
sem 2-3 tsk innan úr þeim og hrærið því sam-
an við sýrða rjómann. Jafnið síðan blönd-
unni yfir kartöflurnar og deilið grásleppu-
hrognunum yfir. Mjög gott er að bragðbæta
hrognin með agnarögn af koníaki og ný-
möluðum svörtum pipar.
Ef þið bakið kartöflurnar um leið og fisk
við 200 gr. má sjóða þær fyrst í 10 mín. og
baka síðan í ofninum í 30-40 mín. (eftir
stærð).
12 HELGARPÓSTURINN