Helgarpósturinn - 12.01.1984, Page 13
nýlega gert stóran viðskipta-
samning við aðila í Svíþjóð um
sölu á 60-70 þúsund páskaeggjum
á þessu ári. Opal h/f hefur einnig
gert tilraunir með útflutning en í
minni skala.
Flestar sælgætisgerðir standa á
gömlum merg. Freyja, Nói, Síríus,
Opal,Linda: allt eru þetta fyrirtæki
sem stofnuð voru fyrir og um síð-
ari heimsstyrjöld. Þau hafa því
langa og drjúga reynslu af fram-
leiðslunni. Mörg fyrirtækjanna
treysta hreint og beint á smekk og
bragðlauka elstu starfsmanna.
Eða eins og Kristinn Björnsson
segir: ,,Þetta eru gömul reseft.
Elstu starfsmenn okkar vita upp á
hár hvernig blöndurnar eiga að
vera. Það liggur við að segja megi
að þeir dýfi puttanum í blönduna,
smakki á eins og úrvalskokkar og
segi af eða á.“
Gósenland
Litum aftur á tölur Hagstofunn-
ar. Samanlögð innlend fram-
leiðsla á sælgæti og innflutningur
nam 3086 tonnum árið 1982.
Sömu tölur fyrir árið 1981 hljóða
samanlagðar upp á 2774 tonn. Og
tölur frá árunum á undan sýna
einnig aukningu. Tölurnar fyrir
árið 1983 eru enn ekki komnar en
með sömu vaxtartíðni má ætla að
heildarneyslan í fyrra hafi verið á
bilinu 3300-3500 tonn. En taka
skal þeirri tölu með fyrirvara.
Sundurliðaðar tölur eru til. Þannig
sýnir árið 1982 okkur að mest hafi
verið framleitt af súkkulaði í
stöngum og plötum eða 576 tonn.
Lakkrísinn er einnig vinsæll en á
sama ári spýttu vélarnar úr sér
234 tonnum af hinni svörtu munn-
sælu. Árið 1982 framleiddu ís-
lendingar 144 tonn af brjóstsykri,
190 tonn af karamellum, 176 tonn
af súkkulaðikexi, 144 tonn af lin-
um töflum, 104 tonn af páskaeggj-
um og 84 tonn af konfekti. Á þessu
sama ári fluttum við inn 308 tonn
af fylltu súkkulaði og öðru súkku-
laði, 266 tonn af páskaeggjum og
öðrum súkkulaðivörum, 385 tonn
af súkkulaðikexi, 183 tonn af
brjóstsykri, 61 tonn af lakkris og
91 tonn af tyggigúmmíi, svo dæmi
séu tekin.
En þrátt fyrir fjöruga sælgætis-
verslun eru margir framleiðendur
hvekktir á vörugjaldinu sem nú er
31%. „Þetta er enginn smápen-
ingur sem við verðum að punga
út,“ segir Eyþór Tómasson. í tíð
ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen
var þetta enn verra en þá var
vörugjaldið 39%. Hins vegar hafði
ég vonað að Albert myndi laga
þetta mál en ekki hefur hann nú
gert það.“
Vörugjald eða ekki: Við úðum í
okkur sælgæti og gerum það af
frjálsum vilja. Buff, súkkulaði-
molar, lakkrísrör, prinspóló, ópal,
tópas, karamellur, konga, malta,
bounty, rís, staurar og konfektbit-
ar velta bruddir og tuggnir niður
vélindað og safnast fyrir í mag-
anum.
Namm, namm.
Jafnvel sælgætisframleiðend-
urnir velta fyrir sér ósköpunum.
Sigurður Marínósson í Mónu segir:
„Erum við íslendingar ekki alltaf
stærstir og bestir? Eg held að það
skipti bara engu máli hvaða tölum
við sláum upp í Hagstofnunni. Það
ber sennilega allt að sama brunni:
Við erum eitt gósenlandanna sem
neyta vörunnar i botn hver sem
hún svo er. Við erum veiðimanna-
þjóðfélag sem vill vera best og
stærst."
Eflaust má finna flóknar sál-
fræðiskýringar á þessu sætindaáti
okkar: við erum mörg okkar á
„oral — stiginu” ennþá — þeas.
fáum öryggiskennd við að sjúga
ímyndað móðurbrjóst — og sæt-
indin fylla okkur sælukennd. Nær-
ingarfræðingar hafa sennilega
einnig sínar skýringar: fábreytt ís-
lenskt fæði kallar á sykurþörf,
mikil sætindaneysla eykur aftur á
móti þessa þörf og þar fram eftir
götunum. Og félagsfræðingar eru
án efa með tiltækar ábendingar:
Streita, óreglulegir matartímar og
hraði leiðir af sér skyndibitastaði
og sjoppur, þar sem sætindi eru
einkum á boðstólum. Foreldrar
hafa ekki tíma fyrir börn sin og
kaupa sér friðþægingu með gott-
eríi. Og svo framvegis og svo
framvegis. En hverjar sem skýr-
ingarnar eru má þó segja eitt með
sanni: íslenskt sælgæti er gott,
betra en flest erlent, alla vega
mjólkursúkkulaði og aðrar sæl-
gætistegundir. Um þetta eru allir
sælgætisframleiðendur sammála
sem HP ræddi við og allir neyt-
endur reyndar líka. Úrvalið er
ennfremur mikið: Við vöðum
hreinlega í sælgæti og við njótum
þess og neytum þess.
Ópal frá Súdan
Einar Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Opals h/f, segir við HP að
framleiðsla síðasta árs hafi verið
um 225 tonn. „Við framleiðum
mestmegnis brjóstsykur og opal-
töflur," segir Einar. „Öll hráefni
eru flutt inn erlendis frá.“ Opal-
töflurnar eru kunnar öllum ís-
lendingum, en hefurðu nokkurn
tímann hugleitt hvað er í þeim?
Einar getur svarað því: „Aðal-
uppistaðan í töflunum er gúmmí-
hlaup sem bindur bragðefni og
önnur efni í töflunum. Þetta
gúmmíhlaup er nefnt „gummi-
bich" og er reyndar flutt hingað
frá Súdan gegnum umboðsaðila í
Hamborg.”
Við súkkulaðigerð er allt hrá-
efni flutt erlendis frá nema mjólk-
in eða mjólkurduftið. Hér er um
að ræða kakóbaunir, kakósmjör
eða kakómassa svonefndan. Er
það kannski íslenska mjólkin sem
gerir íslenskt átsúkkulaði (og
reyndar suðusúkkulaði einnig)
svona bragðgott og vinsælt?
Úrvals hráefni
„Við erum með fyrsta klassa
hráefni," segir Eyþór Tómasson,
forstjóri Lindu á Akureyri. Og Ey-
þór á að vita hvað hann talar um,
því hann hefur verið starfandi við
verksmiðjuna allt frá upphafi eða
árið 1948. „Við erum eina verk-
smiðjan á landinu sem vinnur
súkkulaði úr hreinum baunum í
stað kakómassa," segir Eyþór.
„Við brennum baunirnar og full-
vinnum þær hérlendis. Þar að
auki fáum við erlenda sérfræð-
inga til Islands á hverju ári sem
dveljast hér hálfan mánuð í senn
og fylgjast með framleiðslunni
jafnframt því að þeir koma með
nýjar uppskriftir og aðrar nýjung-
ar í sælgætisgerð. Við höfum haft
sérfræðinga frá Englandi, Hol-
landi og Þýskalandi."
Kristinn Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Nóa-Síríus, tekur
undir gæði íslenska súkkulaðsins:
„Það eru notuð dýr og vönduð
hráefni í sælgætisgerðina. Hjá
okkar fyrirtæki notum við t.a.m.
aldrei harðfeiti eins og margir
framleiðendur gera, heldur ekta
kakósmjör. Við höfum fengið
margar fyrirspurnir erlendis frá,
og innanlands reyndar líka, um
Ónefndur íslendingur heldur
á ársneyslu sinni af sælgæti:
13 kllóum.
Við étum
3000 tonn
af sælgæti árlega!
eftir Ingólf Margeirsson mynd Jim Smart
Namm, namm!
Gosi varö aö asna vegna sœtindaáts. Hans og Gréta lentu nœstum því í grautar-
potti nornarinnar afsömu ástœðu. Og Karíus og Baktus geröu stráknum lífiö leitt
vegna þess aö hann hámaöi í sig gotterí og gleymdi aö bursta tennurnar. Iœvintýr-
um og sögum er reynt að vara börnin viö sœlgœtissukki en þaö gengur treglega.
Alla vega á íslandi þar sem blessuö börnin eru reyndar ekki einu sökudólgarnir,
síður en svo. Trúiö mér eöur ei: Viö étum rúmlega 3000 tonn af sœlgceti árlega.
Já, þú last rétt. Þrjú þúsund tonn rúm. Þaö gera um 13 kíló árlega á hvert manns-
barn í landinu.
Tölur Hagstofunnar fyrir áriö 1982 segja eftirfarandi: Innlend sœlgœtisfram-
leiösla er alls 1734 tonn en heildarmagn innflutts sœlgœtis nemur alls 1352þúsund
tonnum. Samanlagt hljóöar því sœlgœtisneyslan upp á 3086 tonn fyrir áriö 1982.
Og þörfin er reyndar meiri, því samkvœmt upplýsingum framleiöenda sœlgœtis á
íslandi annar framboöiö ekki eftirspurninni.
Namm, namm!
það hvernig súkkulaðivörur okk-
ar séu unnar. „I sama streng tekur
Sigurður Marínósson, forstjóri
sælgætisgerðarinnar Mónu: „Við
værum dauðir ef við notuðum
ekki úrvalshráefni og ynnum
vöruna á vandaðan hátt. Fram-
leiðsla okkar gefur bestu sæl-
gætisframleiðslu erlendri ekkert
eftir.!'
70 þús. páskaegg
til Svíþjóðar
íslenskt sælgæti er sem sagt í
háum gæðaflokki. Erum við þá
ekki með príma útflutningsvöru í
höndunum?
„Án efa,“ segir Kristinn Björns-
son. „Vandamálið er þó, að enn
sem komið er önnum við ekki inn-
lendri eftirspurn. Útlöndin hafa
því setið á hakanum. Nói-Síríus
hefur nú keypt vélasamstæðu til
landsins sem verið er að setja upp.
I síðari hluta þessa mánaðar verða
vélarnar tilbúnar og munum við
steypa 3'Æ tonn af súkkulaði á 7
tímum. Þá getum við farið að
sinna erlendum mörkuðum að
einhverju rnarki."
Aðrir sælgætisframleiðendur
hafa einnig flutt út íslenskt sæl-
gæti. Nói-Síríus hefur flutt út vörur
í litlum mæli, m.a. Tópas til Fær-
eyja og einnig til annarra Norður-
landa. Sömu sögu er að segja um
aðra sælgætisframleiðendur.
Linda flutti út sælgætisvörur til
Bandaríkjanna, Kanada og víðar
en hætti öllum útflutningi fyrir
fjórum árum. í bígerð er þó að
flytja út að nýju. Móna h/f hefur
HELGARPÓSTURINN 13