Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 14
Árni Gunnarsson í Helgarpósts- viðtali BROTTHLAUPIÐ eftir Egil Helgason mynd EinarGunnar Ekki veit ég hver var á hinum enda línunnar, né hvað hann hafði að segja. En eitthvað hlýtur hann að hafa verið að herja lóminn ísím- ann, því þegar viðmœlandinn á mínum enda, þingmaðurinn fyrrver- andi, kom aftur inn í stofuna, sagði hann: Ég veit ekki hvað er að gerast með þessa þjóð. Stundum finnst mér hán vera að leggjast í tóma vesöld og sjálfsvorkunn. Þvílíkur er bar- lómurinn oft á tíðum. Fyrrverandi þingmaður — viðmœlandinn er nú meira en það og gott betur: Fyrrum blaðamaður og ritstjóri á Alþýðublaðinu, vinsœll og víðreistur útvarpsmaður hér í eina tíð, þekkt rödd, ritstjóri á Vísi heitnum, framleiðandi auglýsinga fyrir nýju útvarpsrásina, áhuga- maður um fiskirœkt, en fyrst og fremst einn af máttarstólpum krat- ismans í landi: Arni Gunnarsson. Madur má vara sig svolítid á honum Árna. Hann er kappsmaöur, mœlskur vel, og þeg- ar hann er annars vegar þarf enginn að ganga aö því gruflandi hver hugðarefnin eru. Hugur hans dvelur enn inni á Alþingi, í hringiðu þjóðmálanna — þegar starfsmálin - ber á góma getur fátt haldið aftur afhonum, hann talar sig á flugstig, hvort sem hlýðir á virðulegur þingheimur ellegar stakur blaða- mannsstauli af Helgarpóstinum. Ríkisútvarpiö verður fyrst uppi á teningn- um í samtali okkar. Þessi tími minn á Utvarpinu var óskaplega skemmtilegur, lærdómsríkt líf og ævintýra- legt, eins og ég held að blaðamennska hljóti að vera öilum mönnum sem taka hana alvar- lega. Mér reiknaðist einhvern tíma svo til að ég hafi sagt frá sex eldgosum á þessum ár- um, síðast Vestmannaeyjagosinu. Ég fór til Vietnam á vegum Útvarpsins og var þar þeg- ar styrjöldin stóð sem hæst. Ég komst næst- um á Norðurpólinn og eiginlega út um aliar jarðir, bæði hér heima og erlendis. Eftir á finnst mér að þetta starf sé einhver dýrmæt- asta reynsla sem ég hef öðlast á lífsleiðinni og í samanburði við það verði ýmislegt að hálfgerðu hjómi þegar ég fer að kynnast líf- inu betur. Ég furða mig raunar oft á því hvað margt fólk er lítilli reynslu ríkara, hvað það er í raun illa undirbúið, þegar það leggur upp í göngu sína gegnum mannlífið. — Hefurðu alltaf verið krati, Árni? Jú, reyndar, ég hef alltaf verið krati. Mig minnir að ég hafi verið 14 ára þegar ég gekk í Félag ungra jafnaðarmanna. Þetta hefur líka gengið í ættinni; faðir minn var á sínum tíma í framboði fyrir Alþýðuflokkinn og afi minn var mikill stuðningsmaður jafnaðar- stefnunnar. Þessi stefna — ætli ég geti ekki orðað það svo að hún sé í grundvallaratrið- um í stíl við mína almennu lífsskoðun um manninn og tilgang hans, svo hún hefur hentað mér ákaflega vel alla tíð. — 1978 verður þú þingmaður flestum að óvörum ásamt nokkrum öðrum þekktum fjölmiðlamönnum, sem fóru í framboð fyrir Álþýðuflokkinn. Sú bylgja sem þá reis í kringum Alþýðuflokkinn hjaðnaði ósköp fljótt — voru kjósendur kannski bara aö greiða þessum þekktu andlitum atkvæði? Andlitin hafa vísast haft eitthvað að segja. En ég vil samt meina að 1978 hafi fólk fyrst og fremst kosið Alþýðuflokkinn vegna þeirr- ar umbótastefnu sem hann boðaði, barátt- unnar gegn spillingunni í kerfinu.og þeirrar efnahagsstefnu sem hann boðaði þá og hef- ur æ síðan verið rauði þráðurinn í pólitík Al- þýðuflokksins. Strax þá vöruðum við ein- dregið við þeirri stefnu sem var rekin í fjár- festingum, bæði í landbúnaði og sjávarút- vegi, við vöruðúm við einhæfni atvinnuveg- anna, erlendu lántökunum og fleiru sem tím- inn hefur síðan leitt í Ijós að var á gildum rök- um reist. En það er nú svo merkilegt með þessa elskulegu þjóð okkar að það er eins og hún þurfi alltaf að reka sig á áður en hún trú- ir því sem henni er sagt. Svo náttúrlega gerist það að Alþýðuflokk- urinn hleypur úr ríkisstjórn. Það er afskap- lega umdeilanleg ákvörðun, ákvörðun sem ég held að seinnameir verði talin ein hin af- drifaríkasta í sögu Alþýðufiokksins hina síð- ari áratugi. Við getum reynt að gera okkur í hugarlund hver staða Alþýðuflokksins hefði verið ef hann hefði setið inni með 14 manna þingflokk í heilt kjörtímabil og jafn- vel verið búinn að hafa einhver áhrif innan ríkisstjórnarinnar áður en til kosninga kom. Þetta hefði ef til vill verið skynsamlegra en að hlaupast burt eins og flokkurinn gerði. — Þú telur sumsé að um ótímabœrt brott- hlaup hafi verið að rœða? Ég neita því ekki að eftir að hafa skoðað þetta mál i ró og næði nú síðustu misserin tel ég að þetta hafi verið afskaplega vanhugsað- ur verknaður. Hins vegar vegur það upp á móti að flokkurinn var með þessu mjög sam- kvæmur sjálfum sér. Hann vildi reyna að ná fram vissum þjóðfélagsbreytingum, sem hin- ir flokkarnir virtust ekki hafa minnsta áhuga á, að minnsta kosti framan af. Það er kannski ein þverstæðan í sögu Alþýðuflokksins að hann hefur alltaf reynt að vera ábyrgur flokkur, til dæmis var mjög sterklega brýnt fyrir okkur í þingflokknum að vera ábyrgir í gjörðum okkar á þingi. En svo þegar á- byrgðin leggst með hvað mestum þunga á flokkinn, eins og í ríkisstjórninni 1978, virð- ist hann ekki nægilega reiðubúinn að axla hana. Ég hef að undanförnu litið svo á að Al- þýðuflokkurinn þurfi að móta sér miklu á- kveðnari pólitíska stefnu — gera það betur upp við sig hvert hann er að fara. Af hverju hefur saga Alþýðuflokksins hin síðari ár, eft- ir að megnið af gömlu baráttumálunum var í höfn, mótast svona mikið af klofningi? Það er ekki bara vissu agaleysi um að kenna, þótt það sé vissulega ein ástæðan. Af hverju hefur jafnaðarmannaflokkur hérlendis ekki náð jafn sterkri stöðu og jafnaðarmanna- flokkar í nágrannalöndunum? Af hverju fer Héðinn Valdimarsson á sínum tíma, af hverju fer Hannibal og af hverju fer Vil- mundur? Þetta eru spurningar sem við þurf- um að velta fyrir okkur í mikiili alvöru. Ein ástæðan er að mínu viti sú að menn hafa ekki áttað sig nægilega vel á því að hin stór- merku baráttumál Alþýðuflokksins, allt frá vökulögunum upp í gegnum allt almanna- tryggingakerfið, eru ekki lengur neitt einka- mál Alþýðuflokksins. Allir hinir flokkarnir eru fyrir löngu búnir að tileinka sér þessi mál meira eða minna, ég held að í raun sé enginn ágreiningur milli íslensku stjórnmálaflokk- anna um það hvernig staðið skuli að félags- legri löggjöf í landinu, þó menn greini eitt- hvað á um hversu langt skuli gengið. En þetta hefur að vissu leyti valdið því að Al- þýðuflokkurinn hefur ekki náð að festa sig aftur, skapa sér ákveðna stöðu í þessu póli- tíska litrófi. — Hvar á þá Alþýðuflokkurinn að bera niður í þjóðfélaginu? Ég er þeirrar skoðunar að núorðið sé ekk- ert hlutverk mikilvægara fyrir íslenskan jafnaðarmannaflokk en að berja saman þessa bresti, þessi brot, sem hafa myndast í þjóðfélaginu okkar — til dæmis þegar menn eru að búa til einhverjar andstæður úr þétt- býli og dreifbýli. Mer þykir það ansi kyndugt ef ekki er framtíð á Islandi fyrir flokk sem kennir sig við jafnaðarstefnuna, sósíaldemó- kratismann, sem hlýtur eðli málsins sam- kvæmt að vera hinn gullni meðalvegur milli kommúnisma og kapítalisma. Að mínu mati er af nógu að taka fyrir slíkan flokk. Ég óttast það til dæmis núna að hér sé í fyrsta skipti að skapast raunverulegt stéttaþjóðfélag, stétta- þjóðfélag sem byggir á einföldu tekjumis- rétti. Ein ástæðan fyrir þessu er sú að við höfum alltof lengi búið við óréttlátt skattav kerfi. Ég á við tekjuskattinn, sem er ekkert annað en launamannaskattur og verður aldrei innheimtur af öðrum en þeim sem fá greidd laun, eru í atvinnu hjá öðrum. Þeir sem skammta sér laun sjálfir losna hins veg- ar við þennan skatt, og þeir eru Iíka í að- stöðu til þess að skammta sér ýmislegbann- að sem almennur launamaður nýtur ekki. Neðanjarðarkerfið í peningalífinu hér er orðið svo ótrúlega viðamikið, að ég efast um að nokkur maður geri sér það ljóst. Ég er til dæmis viss um að söluskattssvikin hérna eru margföld á við það sem menn telja. Við eig- um tvímælalaust að fella niður þetta sölu- skattskerfi og taka upp virðisaukaskatt og við eigum að hætta við tekjuskattinn eins fljótt og hægt er. Hann var upprunalega ætl- aður til tekjujöfnunar, en hefur fyrir löngu snúist upp í andhverfu sína. Við erum komnir að atvinnumálunum og augun í Árna skjóta gneistum. Stór hluti af starfi þessarar ríkisstjórnar er auðvitað fólginn í engu öðru en að bæta fyrir þau brot sem hún hefur sjáif framið. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að menn sjái að sér. En ég er ekki viss um að ríkisstjórnin hafi áttað sig nógu vel á því að það er ekki nóg að keyra niður verðbólgu á kostnað launamannsins. Það verður að gera eitthvað róttækt til að efla atvinnulífið hér, til að efla trú þessarar góðu þjóðar á sjálfa sig og gera útlægt þetta svartagallsraus sem hér er svo ríkjandi um þessar mundir. Við verð- um að breyta til og við breytum ekki öðru- vísi en með hugarfarsbreytingu. Það er til dæmis orðið æði tímabært að við förum að líta réttum augum á sjávaraflann okkar — sem þá auðlind sem hann í rauninni er. Við sitjum hér við einhverja mestu matvæla- kistu sem til er á byggðu bóli og notum hana eins og ómerkilegasta veiðimannaþjóðfélag. Við höfum alltaf hugsað um það eitt að taka inn ágóðann á sem skemmstum tíma og aldrei litið til mögru áranna. Síldina veidd- um við þangað til síldarstofninn var nánast útþurrkaður, honum var bjargað í horn á síð- ustu stund. Sömu sögu er að segja af loðn- unni. Ég varaði mjög við ofveiði á loðnu í þinginu 1980 og krafðist þess að veiðarnar yrðu stöðvaðar. Þá var ég kallaður kjáni suðrí Reykjavík af einhverjum skipstjórum á Eskifirði sem sáu ekki betur en það væri krökkt af loðnu út um allan sjó. Nei, sjávaraflinn okkar er auðlind og við verðum að umgangast hann af virðingu. Það er ekkert út í hött að bera saman þorskinn okkar og hráan gimstein. Manni sem vill hafa tekjur af gimsteinasölu dettur ekki i hug að selja gimsteininn óslípaðan. Hann er miklu verðmætari slípaður. En við tökum þorskinn og seljum hann úr landi í blokk og frystum flökum, í stað þess að nýta hann til hlítar og setja hann í umbúðir sem gætu farið beina leið inn í frystikistuna hjá manninum í útlandinu. Við umgöngumst þessi dýru hráefni sem við eigum ákaflega óskynsamlega. Fiski- rækt er annað mál sem ég hef óskaplega trú á og held að geti breytt hér lífskjörum á til- tölulega skömmum tíma. Því miður höfum við látið nágranna okkar, Norðmenn, kom- ast þetta tíu-fimmtán ár fram úr okkur í fiski- rækt. Hér á landi hafa stjórnvöld aldrei sýnt þessum málum minnsta áhuga og jafnvel staðið í vegi fyrir því að einstaklingar gætu þróað fiskeldisstöðvar á eðlilegan hátt. Það hafa verið einstaka brautryðjendur sem hafa barist áfram í fiskirækt, oft gegn skilnings- leysi stjórnvalda — menn eins og Jón í Lár- ósi, Skúli á Laxalóni, Laxamýrarbræður og kannski þeir sem hafa staðið að fiskeldi í Kollafirði. Aðstaða okkar er jafnvel enn betri en Norðmanna, við höfum heitt vatn og næstum ótakmarkaða möguleika á fóður- framleiðslu. Ég er sannfærður um það að ef fjármagni væri veitt í fiskirækt væri hér á ferðinni stóriðja, og ekki af þeirri óþægilegu tegund sem veldur mengun og náttúruspjöll- um, heldur elskuleg og hugguleg stóriðja sem gæti aukið þjóðartekjurnar gífurlega. Þetta er bara eitt af mörgu sem mér finnst við ekki aðgæta nógu vel, íslendingar, og það á tíma þegar við sjáum fram á minnk- andi atvinnumöguleika og jafnvel atvinnu- leysi, sem að mínu mati er einhver mesti vá- gestur sem getur sótt okkur heim. — Þetta eru stór orð. En eru þetta kannski ekki bara einhverjar tyllidagahugmyndir, kosningafyrirheit? Nei, í mínum huga er það miklu meira. Þetta eru hlutir sem verður einfaldlega að setja niður á blað og vinna eftir. Ef við ætlum að uppfylla þá þörf sem verður fyrir atvinnu- tækifæri hér á landi næstu áratugina verð- um við að fara að hefjast handa við að efla atvinnulífið og auka fjölbreytnina. Þetta land býr yfir ótal möguleikum og tækifærum ef við hættum að beina fjármagninu í þessa gegndarlausu sóun sem engum arði skilar, kröflufjárfestingar eins og við kratar kölluð- um það á sínum tíma, bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. Og auk þess verðum við að reyna að taka þau lið fyrir lið þessi spillingar- mál og uppræta þau — þar er ég ekki að tala um að senda lögreglu á menn eða neitt slíkt, heldur aðkallandi lagfæringar á lögum, lag- færingar á framkvæmd laga. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að ef við hugum að þessu og í leiðinni að dálítið bættum mann- legum samskiptum, þá búum við í langbesta landi í heimi. — Spillingin. Eitt afþeim málum sem þið kratar töluðuð hvað mest um á sínum tíma skaut aftur upp á yfirborðið í Þjóðviljanum um daginn — Leynifélagið Islenskir aðal- verktakar. . . Já, Islenskir aðalverktakar er fyrirbæri sem er vel þess virði að skoða vandlega, ég held að þjóðin eigi fullan rétt á því að vita hvað er að gerast þar innan veggja. Það eina sem fólk veit í rauninni um þennan selskap er að þetta er helmingaskiptafélag Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks og að hann hefur töluverð áhrif, þótt þau sé oft erfitt að merkja. Ég vil til dæmis leyfa mér að efast um það að nokkur viti hverjir stjórna ís- lenskum aðalverktökum — það væri kannski þess virði að aðgæta hverjir það eru og kanna hvaða stöðu þeir menn hafa í þjóð- félaginu. Það væri líka ómaksins vert að að- gæta hverjar tekjur þessara manna eru og hve margir þiggja laun hjá íslenskum aðal- verktökum. Svo má líka spyrja hver eru dótturfyrirtækin, hverjir reka þau og hvern- ig þau eru rekin, bæði hér heima og erlendis — hvert hagnaðurinn af rekstrinum fer, hvort hann fer bara í þessar gríðarlegu hús- byggingar uppi á Ártúnshöfða, harðviðinn og marmarann, eða hvort flokkarnir sem standa að þessu fá þaðan einhverja fjármuni til síns rekstrar. Það er líka gild spurning hvort ríkið sem eignaraðili að þessu félagi getur ekki látið birta reikninga þess? Ég hef nánast fulla vitneskju um það að auk þess að safna gífurlegum auði í húsbyggingum, á þetta félag ómælda lausafjármuni, mestan- part út á verkefni sem íslenska ríkið leggur því til og því hefði ég ekki talið óeðlilegt að íslenska ríkið hefði meiri umráðarétt yfir þeim fjármunum sem þarna koma inn. Ég hef oft og lengi krafist þess í ræðum á þingi að þessi mál yrðu tekin í gegn og grandskoð- uð. En ég veit ekki hvers konar ægivald þessi félagsskapur hefur, það er eins og menn beri einhvers konar óttablandna virð- ingu fyrir honum og treysti sér ekki til að hreyfa nokkurn skapaðan hlut við þessu máli. — Víkjum að öðru, þú ert einn af þeim mörgu sem hafa tekið til máls í vaknandi friðarbaráttu síðasta árs? Mér finnst það svo ótrúlegt að við skulum þessar vikurnar og mánuöina vera að nálg- ast æ meira þau ragnarökin, sem menn hafa oft á tíðum talað um, kannski meira í gamni en alvöru, og það vegna þess eins að eitt hagkerfi telur sig öðru betra. Þetta gerist allt þrátt fyrir að við vitum að við búum á einu lífvænlegu plánetunni í þessum kalda stjörnugeimi sem næstur okkur er, en erum samt þess albúin að fórna þessu öllu saman vegna þess eins að einhverjir lúsablesar vilja sanna það fyrir alheimi að eitt hagkerfi sé betra en annað. Ef maður einfaldar þetta á þennan hátt stendur maður frammi fyrir alveg skelfilegri framtíðarsýn. Ég er stuðn- ingsmaður samvinnu vestrænna ríkja, en tel um leið að það geti farið mjög vel saman við þessa friðarbaráttu. Við erum aðilar að At- lantshafsbandalaginu og eigum fulltrúa þar og það veitir okkur einmitt tækifæri til þess að halda uppi áróðri, gegndarlausum áróðri, fyrir því að afvopnunarviðræðunum sé fram haldið.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.