Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 15
VAR
Það sem náttúrlega stendur upp úr í friðar-
málunum er baráttan í Mið-Evrópu, einkum
og sérílagi barátta unga fólksins í Þýska-
landi. Það má með sanni segja að þar eigi í
baráttu heil kynslóð sem hefur verið svipt
þeim rétti að horfast í augu við jafnaldra sína
í næstu löndum, og það vegna verka sem
forfeður þeirra unnu. Þetta unga fólk stend-
ur andspænis þeirri staðreynd að það er
miðpunktur kjarnorkustyrjaldar sem háð
yrði á meginlandi Evrópu. Það kom nýverið
fram í skoðanakönnun í Þýskalandi að
meirihluti ungs fólks á aldrinum 16 til 23 ára
hafði enga trú á framtíðinni. Atvinnuleysið
veldur auðvitað nokkru þarna um og aðrir
erfiðleikar sem þessi heimshluti á við að
stríða. NÚ, þetta blasir við alls staðar, við
ráðum ekki við þéssa hröðu tækniþróun,
tæknin er góð, tæknin er þægileg — en við
verðum líka að gæta þess að maðurinn haldi
fullum sóma og fullri reisn. Það er ekkert
sem skerðir þetta hvort tveggja meira en at-
vinnuleysi. Ef við göngum aðeins lengra og
minnumst þess að það skuli vera til heil kyn-
slóð í Vestur-Evrópu, Þýskalandi, Frakk-
landi og jafnvel Danmörku, sem aldrei hefur
haft atvinnu, þá erum við komnir út í sálma
sem eiga eftir að verða stórkostlegasta
vandamál áranna um 2000, krafan um að
fjármununum sé beint í einhverja uppbyggi-
legri hluti en hergagnaframleiðslu verður æ
háværari.
— Það er ekki laust við að maður merki á
tali þínu, Árni, að þú ert stjórnmálamaður,
alþingismaður. Hvernig varð þér við það að
detta út af þingi?
Ég fer ekkert í felur með það að mér þótti
mjög súrt í broti að detta út af þingi. Ég sagði
fyrir kosningarnar að ég ætlaði að slást eins
og hundur, svo líklega er réttast að ég taki
þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Eg get
kannski að nokkru leyti sjálfum mér um
kennt, ég var kominn að þeirri niðurstöðu
að ég ætlaði að hætta þingmennsku og var
búinn að segja mínu fólki fyrir norðan frá
því. Svo snerist mér hugur eins og gengur og
gerist, og þá má vera að við höfum verið full
örugg með okkur þarna í Norðuriandi
eystra. Við álitum víst ekki að ég væri í um-
talsverðri hættu. En ég er staðráðinn í að
reyna að vinna þau aftur atkvæðin fjörutíu
og tvö sem mig vantaði til að komast inn, ég
er harður á því.
Það sem mér fannst einna lærdómsríkast
við að detta út af þingi var að kynnast því
hve staða þingmanna er í raun og veru erfið.
Þegar maður er kominn á minn aldur, yfir
fertugt, er maður ekki alveg eins útgengileg-
ur á hinum almenna vinnumarkaði og yngri
menn, nema maður komist þá kannski á
launaskrá ríkisins á einn hátt eða annan . . .
Það sem ég rak mig líka hark.alegast á var að
þeir menn sem vildu fá mig í vinnu, vildu
ekki gera það upp á þau být i að hafa enga
tryggingu fyrir því að ég hlypist ekki á brott
undireins og stjórnmálin kölluðu. Þannig að
þegar upp var staðið átti ég engra annarra
úrkosta völ en að skapa mér mína eigin at-
vinnu og mitt eigið fyrirtæki. Það hefur
gengið ágætlega og ég hef ekki undan neinu
að kvarta. En ég held að það sé mesti mis-
skilningur að halda því fram að þingmanns-
starfið sé eitthvert bílífi. Það er kannski ljótt
að segja þetta þegar til er fólk í landinu sem
ekki nær 15 þúsund króna mánaðarlaunum,
en þetta er dýrt starf og ég í minni þing-
mannstíð safnaði hreinlega skuldum vegna
kostnaðar við starfið. Ef þingmannsstarfið er
ekki metið að verðleikum getur það líka ver-
ið hættulegt fyrir þjóðfélagið — að til þing-
mennsku veljist eingöngu menn sem hafa
sín eigin fyrirtæki eða eru vel efnaðir af ein-
hverjum öðrum ástæðum.
— Þú ert enn í talsverðum tengslum við
Alþingi, sem varaþingmaður, og auk þess
hefurðu fengið það hlutverk að gera úttekt á
störfum og aðstöðu íslenska þingsins og
bera það saman við erlend þjóðþing. Hverj-
ar eru niðurstöðurnar?
I stórum dráttum held ég að óhætt sé að
fullyrða að íslenska þingið vinnur vel meðan
það er við störf. Þingtíminn er hinsvegar
alltof stuttur og enn miðaður við gamla
bændasamfélagið, þegar menn gátu verið
hvort tveggja þingmenn og starfandi bænd-
ur. Svo held ég að það sé mikilvægt að gera
þegar í stað gangskör að því að fækka lögum
og gera lögin einfaldari, fella úr gildi laga-
bálka sem ekki þjóna neinum tilgangi leng-
ur. Þetta er orðinn mikill frumskógur. Við
þurfum líka að gera þingið mikilvirkara í því
að framfylgja þeim lögum sem það setur —
þingið setur lög, hendir þeim síðan út í þjóð-
félagið, en fylgist sama og ekkert með því
hvernig þeim er framfylgt.
— Eg minnist þess að hér í eina tíð talaðir
þú um það að œskilegt vœri að íslenskir jafn-
aðarmenn sameinuðust í einn flokk? Ertu
enn þeirrar skoðunar að hugsanlegt sé að
sameina miðju- og vinstra fólk á íslandi und-
ir eitt merki?
Þetta hefur verið reynt, þess er skemmst
að minnast þegar Alþýðuflokkurinn og Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna gerðu heið-
arlega og ærlega tilraun til að ganga í eina
sæng. Þá voru meira að segja skrifuð lög fyr-
ir Jafnaðarmannaflokk íslands. Ég á mér
þann draum og hef aldrei farið dult með
hann að við getum sest niður fólk í mörgum
flokkum, sem höfum áhuga á sósíal-demó-
kratisma og jafnaðarstefnu og náð sam-
komulagi um nýjan flokk eða einhvers kon-
ar samtök. Það var kannski ætlun Vilmund-
ar vinar míns að Bandalag jafnaðarmanna
yrði slík samtök — en í stöðunni eins og hún
er núna held ég að það sé viturlegast að
reyna að sameina Alþýðuflokkinn og
Bandalagið. Þarna er bara um að ræða
tvístring á sama fólkinu, fólki sem á hug-
sjónalega nánast algjöra samstöðu. Nú, kon-
urnar, ég sé ekki betur en að mjög margt
sem frá þeim kemur komi algjörlega heim
og saman við stefnu Alþýðuflokksins og
Sambands alþýðuflokkskvenna. Ég á líka í
stökustu erfiðleikum með að sjá þörfina á
sérstöku kvennaframboði, þótt vissulega
hafi þær vakið upp mikla og merkilega um-
ræðu hér. Ég held líka að í öðrum flokkum,
líka Sjálfstæðisflokki, sé fólk sem er í raun og
veru ekkert annað en jafnaðarmenn og á
hvergi annars staðar betur heima en í öflug-
um jafnaðarmannaflokki. í framhaldi af
þessu er sú skoðun mín að hér eigi að vera
tveggja flokka kerfi. Við höfum ekki nokk-
urn skapaðan hlut að gera við þessa sex
flokka sem hér eru. Þeim mun fleiri sem
flokkarnir eru, þeim mun meiri líkur eru á
upplausn, á erfiðleikum við stjórnarmynd-
anir og á því að raunverulegum valkostum
kjósendanna fækki — meðal annars vegna
þess að kjósandinn á kannski samleið með
öllum þessum flokkum í einu, en enginn
þeirra nær að hafa sitt fram vegna klofnings-
ins.
— Tveggja flokka kerfi? Hvernig flokka?
Annars vegar íhaldsflokk, alvöru íhalds-
flokk, og hins vegar jafnaðarmannaflokk,
verkalýðsflokk. Ég fæ ekki séð að þriggja
flokka kerfið í Bretlandi hafi til dæmis reynst
neitt verr en fjölflokkakerfið í Danmörku
eða tugaflokkakerfið á Ítalíu og svo fram-
vegis. I tveggja flokka kerfi hefur fólk þó allt-
af þann möguleika að hafna öðrum hvorum
aðilanum og þarf heldur ekki að eiga það á
hættu að kjósa yfir sig ríkisstjórn sem það
hefur ekki hugmynd um livernig lítur út þeg-
ar upp er staðið. Ég veit til dæmis ekki
hversu margir af þeim sem kusu Sjálfstæðis-
flokkinn í síðustu kosningum ætluðust til
þess að Steingrímur Hermannsson yrði for-
sætisráðherra...
Hér slítum við talinu, enda orðin nokkur
röskun á högum okkar þegar systurnar,
dœtur Árna, koma galvaskar inn í stofuna,
nokkuð misstórar þó — önnur tvítug og stúd-
ent, en hin rétt í burðarliðnum, aðeins sex
vikna. Það er sumsé ýmislegt í deiglunnií lífi
Arna Gunnarssonar fyrir utan stjórnmálin,
útvarpsauglýsingarnar og álarœktina . . .