Helgarpósturinn - 12.01.1984, Síða 22

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Síða 22
SKÁK Að reikna eða reikna ekki eftir Guðmund Arnlaugsson í síðasta þætti vitnaði ég til þeirrar ágætu bókar sem Bron- stein hefur ritað um skákmótið í Ziirich 1953. Þessi bók kom út í enskri þýðingu árið 1978, og að þeirri útgáfu ritar Euwe sérstakan formála. Mér finnst einn kafli þessa for- mála mjög áhugaverður, líklega einkum vegna þess að þar setur Euwe fram hugmyndir svipaðar þeim sem ég hef stundum verið að velta fyrir mér, þótt ég hafi aldrei sett þær á blað. Ég ætla að endur- segja þessar hugmyndir lauslega. Euwe setur fram þá skoðun að skipta megi taflmeisturum í tvo flokka: þá sem reikna og þá sem reikna ekki eða, nákvæmar orð- að: þá sem eru síreiknandi og hina sem reikna minna. Orðið að reikna er hér notað í merkingunni að rekja leikjaraðir í huganum. Munurinn á Bronstein, Tal og ef til vill Spasskí öðrum megin, og Petrosjan, Smyslov og ef til vill Karpov hinum megin, er sá að Bronstein og Tal reikna í sífellu og oft ótrúlega djúpt, stundum án Ijósrar niðurstöðu, en stundum líka með svo furðulegum árangri að vekur aðdáun allra sem ti! þekkja. En Smyslov og Petrosjan leggja ekki á sig að reikna nema þeir telji að eitthvað komi út sem sé áreynslunnar virði, þótt þeir geti reiknað á við leikfléttusnill- ingana. Þannig tefla þeir á spar- neytnari hátt. Gegndarlaus grein- ing og hugarreikningur eru þreyt- andi, ekki aðeins meðan á taflinu stendur, heldur hefur hann áhrif á allan feril skákmannsins, tekur sinn toll af orku hans. Bronstein og Tal eru ljós dæmi um þetta, segir Euwe ennfremur. Þótt þeir hafi ljómað skærar en nokkrir aðrir, fyrr eða síðar, þá entist sá ljómi ekki nema áratug eða naumlega það; þeir hafa ekki slokknað en kulnað, þeir eiga ekki lengur sæti í efsta þrepi metorða- stigans, þeir hafa brennt of miklu af sköpunargáfu sinni. Stíll Karpovs er afar heilbrigð- ur: allir menn hans taka þátt í bar- áttunni, þaó er undantekning að einhver þeirra sé óvirkur lengi í senn. Einhver hefur lýst honum þannig að það sé engu líkara en að menn Karpovs séu tengdir með ósýnilegum þræði. Karpov ber svo gott skyn á taflstöðuna að hann getur lengstum teflt af inn- sæi og getur sparað sér orku með því að nota reiknigáfu sína aðeins. þegar þörf krefur. Karpov er full- trúi hins gullna jafnvægis milli sparneytni og framtakssemi. Svipað má segja um Smyslov á Zúrichmótinu 1953, þó með ögn meiri áherslu á sparneytni. Svo mælir Euwe, og er enginn vafi á því, í hvorn hópinn hann myndi skipa Kasparov. Þetta eru skemmtilegar bollaleggingar, en ég er hræddur um að hann ein- faldi málið um of. Smyslov hefur að vísu enst betur en Bronstein, en Tal virðist ekki ætla að endast síð- ur en Petrosjan, þrátt fyrir van- heilsu. Heldur er sjaldgæft að fegurð- arverðlaunum fyrir skák sé skipt á milli þeirra sem tefla hana. En þetta var gert á skákmóti í Búda- pest 1952, og hér geta menn séð þessa skák. GELLER — GOLOMBEK 1 d4-Rf6 4 e3-c5 2 c4-e6 5 a3-c\d4 3 Rc3-Bb4 6 axb4-dxc3 Geller sem tvímælalaust er í flokki þeirra sem eru ósparir á andlega orku sína fórnar nú peði, og Golombek lætur undan freist- ingunni. 7 Rf3-cxb2 10 Bb5 + -Bd7 8 Bxb2-d5 H Bxd7-Rfxd7 9 c5-b6 En ekki Rbxd7, c6. Svartur verður að halda valdi á c6 og tekst það. 12 Dc2-Rc6 13 Bxg7-Rxb4 Taflstaðan er orðin skemmtilega tvíeggjuð! 14 Dbl-Hg8 16 Dxh7 15 c6-Rxc6 Nú er ekki annað sýnna en svartur tapi skiptamun. Það gerir hann reyndar, en á annan hátt en maður á von á! 16 ...,Rf6! 17. Bxf6-Dxf6 18. Dxg8 + -Kd7! En vitaskuld ekki Ke5, Dg5 og hvítur á hrók yfir í endatafli. Nú skjóta báðir inn skemmtilegum millileikjum. 19. Re5 + !-Rxe5! En ekki Dxe5, Dxf7 + og síðan Ö- O og vinnur. 20. Dxa8-Rf3 + ! Lokahnúturinn! Með því að fórna riddaranum tryggir svartur sér jafntefli með þráskák. Ljósast kemur þetta fram við 21. Ke2 Db2+ 22. Kxf3 Df6 + , og kóng- urinn sleppur ekki undan skákun- um, eins og auðvelt er að sann- færa sig um. 21. gxf3-Dxal + 22. Ke2-Db2 + og heldur jafntefli með þráskák (23. Kfl Dbl + 24. Kg2 Dg6 + o.s.frv.). VEÐRIÐ SPILAÞRAUT Norðanáttin heldur sínu striki yfir helgina. Veður fer heldur kóln- andi og éljagangur mun ganga yfir norðanvert landið. Sunnanlands verður veðrið hins vegar bjart. S 6-2 S D-G-9-8-5 H 10-9-8-7-6 T K L 8-7 S Á-K-7-4-3 H Á-4-2 H K-G-3 Vestur spilar sex lauf. Norður T Á-2 T 10-5-4 L Á-K-D-G-10-9 L 6-5 lætur tromp. S 10 H D-5 T D-G-10-9-8-7-6 L 4-3-2 Lausn^ábls. 10:' LAUSN Á KROSSGÁTU fí fí • • £ 0 k ■ , S • V b s L fí u F F fí J G L fí N O B 0 / R £ y T T u R 'fí N / N G . N fí R fí R • V F) K L fí R / G N / /V G 'O D U <5 N fí D K £ r L 17 /< fí N N fí N fí u T 5 -T fí N G fí • R EL U N 6 'O D Æ R N fí N fí kr fí / N N L fí a/ fí R m F fí N 6 fí /V o R fí fí u N * 5 * U F S fí fí S K U 7? 5 T • F fí R G L y s T / F '£ L L L / /o fj R • / L L R o G T 'fí • fí L 1 N 'o N s £ /< /í) fí N G fí V / T U m fí T fí ■ R /V fí • F £ R U T fí N * i fí r fí R 6 / L 7> fí R fí U L S K Ú R / U U N s K £ / V / R ■ O ö H R fí T • R 'O N fí vpp s'flfkl 7/ RlvF6, fío/n. LfíNV lyttfj GFjoT FRÍÐUR 2?™ S TIRVlV RVI „ 5 fírf) HL . KjfíRN UVN S£KHl 1/ ftF BuRÚfí rftfípt/V 1 -5— /ntfuR NOKK utz ToRih ULlftP -TOGftft > FuCrifí /nftL. OHKB/ NfíN v BRÉF \ PoKl 6YÓ1H6R PRESTUR MftSfíS fAYHT Vrykk uk l<úiNfí R£6N Li Skjo Ko/nfí fJlVuR Fisul BÚÍTAD URBSH £J<K/ KfíTum 6LÍTT/) ÓLÍft PlZIK ifímn'. F/SKftR UftSbVt HlJUpLft VOHP/R SoRftft VRftUG UR BRunfíÐ 9 kyflöflK. bSRI BELjftXft 5KÍT- SLg/f/rJ 'OL'lKlfl 4 TóNr/ VL'LTUR KoNfí GBUT UÚll. Sfi/nrt &RBB fíV 'fÓKfíR e/íwöfl korBr 6EPÍ//7 /ÝIRGT V/KftU SFúlKiJ 5 KV£Tr //? TdN/v híFfíK l KÝRiN FkNíTr eftjk DKftT l/V/V RFKo/n cnvuk HfíGLl V A RHKfí ‘/ £66/ weLj! V* RfíUS KFVRft IfíoRG' UfVbj r/£>- /ArO! U ’OþoKK fík V/E>- BREr/H 27 un. kmjrÐ s/<. sr. -ró/v/J þVfíV UP HRUdfí '/LRTlO f?Eim KtfSío BR Bæh- IN 22: HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.