Helgarpósturinn - 12.01.1984, Síða 23

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Síða 23
I dag skrifar Pétur Gunnarsson HRINGBORÐIÐ * Aramótapælingar ’84 Upphafið alltaf heillandi, blá- byrjunin, tyggjóið áður en það verður tugga. Nýbyrjað ár eins og nýir skór, maður tímir valla að spandera þeim, gengur á táberg- inu, hælnum eða jarkanum. Tekur nokkra daga að komast alveg nið- ur á ilina. Að vísu svo undarlegt með þetta ártal að það var eins og frátekið, næstum eins og búið væri að nota það. í 36 ár hefur það vofað yfir, þokast nær og þótt maður hefði ekki lesið bókina bjó einhver anskotinn á bak við það. Og nú er það komið og bráðum verður það að baki og bókin farin að vísa til einhvers sem var. Þetta er það sem höfundar mega búa við ef þeir tímasetja skáldverk sín. 1984. Allt sem úreldist við ein áramót. Almanökin náttúrlega heimskautanna á milli. Umskiptin þó hvergi jafn gagnger og í þeim neyslusamfélögum sem við erum svo heppin að tilheyra. Árgerð 1983 svo glaðbeitt í fyrra, allt í einu viðutan á útsölum. Menn horfa eitthvað annað. Ný tíska til- búin að taka yfir. Ef til er afl sem ægir ei allra djöfla upphlaup að sjá (Þorsteinn Erlingsson), þá er það hún. Léttilega pakkaði hún inn pönkinu, þessu fyrirbæri sem virt- ist sett til höfuðs henni. Gerði sér lítið fyrir og gleypti það, útdeildi yrjóttum vetrarhjálparfrökkum og hannaði litaðan lokk pr. haus og pönkið var orðið vörumerki. Um leið var hægt að hefjast handa við að leggja drög að næstu tísku, heimurinn myndi ekki stöðvast, lífið halda áfram allt fram í atóm. Ef til er grundvallarhugtak sem spannar okkar ástand og við göngum öll upp í — þá er það áreiðanlega Neyslan. Þótt hin opinberu trúarbrögð séu kristni þá er hversdagsjátunin neysia og reyndar aðdáunarverð samvinna milli þessara tveggja, t.d. á jólum þegar trúarhátíðin verður jafn- framt hápunktur neyslunnar. Lífs- stíll okkar mótast fyrst og síðast af neyslu, það er hvorki gott né vont heldur staðreynd. Ótrúlegustu hjól í lífsgangverki okkar lúta sömu lögmálum og neyslan og algengastur mælikvarði á ham- ingju er það sem við eigum , njót- um. Þetta lífsform gefur tóninn yfir endilangt lífssviðið og við fæðumst, eldumst og deyjum í takt við hann. Eðli málsins sam- kvæmt hlýtur þetta lífsform að gera æskunni hæst undir höfði, hápunkturinn hlýtur að vera sett- ur þar sem eitthvað mælanlegt á borð við líkamann er í hádegis- stað. Samkvæmt því jafngildir það að eldast því að úreldast. Því sem gengur úr sér hlýtur að verða kastað á glæ líkt og fer um ónýta hluti. Sjúkdómar eru eins og hver önnur bilun, borgar sig að gera við? Óttinn við að standast ekki kröfur, vera gallaður. Það gefur auga leið að í lífsmynstri neysl- unnar hlýtur allt að vera á hverf- anda hveli eins og á diskóteki. Sennilega nokkuð töff líf og sólin skamma stund á lofti. Maður hefur á tilfinningunni að þessu hafi verið öðruvísi farið með fólkið sem var hér rétt á undan okkur. Það hafi lifað í sama nóa ævina út, vissi hvað beið þess og bjó sig undir það, þótt það hafi náttúrlega ekki verið neitt líf: ein- skorðað við að hafa í sig, utan um sig og á. Bjargálnafólkið. Nýtnin var því kannski það sem neyslan er okkur. Aldur naut þar góðs af hugtaki eins og endingu og sjúk- dómar bliknuðu fyrir hávegum viðgerðanna. Hæfileg kristni þessu ástandi eins og hverjar aðrar rosabullur til hlífðar skárri- skónum á meðan maður arkar gegn um lífið; nú eða innkaupa- netið sem nauðsynjavarningurinn var settur í og plastikkpokinn hef- ur svo afgerandi leyst af hólmi. Plastpokinn er tákn einnotanna og eftir að hafa gegnt augnabliks- hlutverki sínu tekur hann við rusli og ber þar með sigurorð af rusla- fötunni, þessari illa þefjandi harð- plastikkfötu. Andstætt nýtninni leggur neysl- an áherslu á núið. I stað hinnar kristnu gengislækkunar á jarðlíf- inu verður málið: „hvað get ég fengið út úr lífinu?" Jarðlífið eins og hver önnur hópferð þar sem ríkisstjórnin er í hlutverki ferða- skrifstofu en ef ferðin misheppn- ast þá eru frómar óskir um fram- haldslíf litlar sárabætur, þetta er eina ferðin sem verður farin. Hjónabandið er hótelherbergi og má alltaf kvarta við resepsjónina og skoða öll hin herbergin á hótel- inu til að fá samanburð. Þú ert á opnum miða og öll líkindi til að ferðin vari 70—80 ár en getur eins tekið snöggan endi og sá mögu- leiki náttúrlega alltaf fyrir hendi að þú hoppir einfaldlega af ef þú fílar þig ekki í ferðinni og margt í samtíð okkar bendir því miður til að sú útgönguleið opnist æ fleir- um. Þó er ekki að vita nema þessi heimsmynd sé nú að upplifa sína frjóustu kreppu. Úr því að tekið hefur fyrir hagvöxt hvernig á þá að bæta sinn hag? Hægrimenn ólmast gegn félagslegri þjónustu, báknið burt, sjúkrasamlagið á sölulista, osfrv. Vandinn bara að þar sem þessari félagslegu þjón- ustu er til að dreifa, myndi afnám hennar snerpa undir róttækni fólks og jafnvel ógna öllu sam- félagsmunstrinu. Vinstrimenn virðast löngu hættir að gera lífgunartilraunir á sínum hug- sjónasmyrðlingum og einbeita sér þess í stað að ritun óskalista en fljótlega kemur upp spurningin hvar eigi að taka féð. Bæta bú- sýslu, byggja út undanstuldi og óráðsíu. Sumsstaðar fara vinstri- menn í stjórnir út á þessar kröfur en tekst sjaldan að gera sannfær- andi hreingerningar í auðvalds- skipulaginu. Það er eins og Hjál- præðisherinn ætti að fara að reka hóruhús. Verðbólga verður þeirra þrautalending, laun eru hækkuð og lækkuð aftur með gengisfell- ingum. Hugmyndin um meira í dag en í gær virðist oltin út af í óbreyttu ástandi. En ýmis teikn eru á lofti um breytingar í sjálfu neyslumynstr- inu. Með hverju árinu gerist æ áleitnari sjálfvirkni sem getur innt af „hendi" flóknustu verk án þess að mannshöndin komi nærri. Síðastliðinn áratug hefur hún ver- ið að ryðja sér til rúms í þjónustu- greinum og jafnan mætt harðri andspyrnu eins og að líkum lætur því að hún eykur á atvinnuleysið sem sumsstaðar er ærið fyrir. Menn hafa þóst sjá að næði þessi tækni hindrunarlaust fram að ganga hlæðust á aðra hönd upp vörur og hina atvinnuleysingjar eftir alkunnu 19. aldar módeli. Menn hafa spurt: til hvers að söðla yfir í tölvutækni ef hún skapar fleiri vandamál en hún leysir i stað þess að vinna upp á gamla raf- magnsmóðinn? Sjálfvirknin hefur verið skóladæmi um tækni sem hótar að sprengja samfélags- munstrið, menn hafa ekki séð hvernig framleiðsluhátturinn gæti melt hana, hún hlyti að standa þversum í kokinu á honum. Á sama tíma hefur hinum vestrænu velferðarríkjum verið ógnað af vinnuhælum á borð við Taiwan, Formósu, Suður-Kóreu og Hong Kong sem með sínu ódýra vinnu- afli hafa skákað iðnframleiðslu velferðarinnar. Svar þróaðri iðn- ríkja hefur í æ ríkari mæli verið sjálfvirkni, þ.e. að hreinsa vinnu- aflið út úr vinnuferlinu. Þannig að það atvinnuleysi sem verið hefur við lýði í þessum löndum allan sl. áratug mun aldrei leysast. Bráða- birgðalausnir sem felast í því að bjarga í horn með mánaðarlegum' atvinnuleysistékk hljóta fyrr en síðar að leiða til gegngerrar endurskoðunar á vinnunni sem samfélagsfyrirbæri. í byrjun aldarinnar er vinnan sjóndeildar- hringurinn allur. Baráttan hefur miðast að því að höggva skörð í hann, fyrst með vinnudegi, þá sumarleyfi, fæðingarorlofi, ellilíf- eyri og nú blasir við sá möguleiki að nauðungarvinnu verði aflétt og verðmætin liggi á borðinu fyrir til- verknað einberrar tækni. Heilu verksmiðjurnar eru nú þegar starfræktar af sjálfsdáðum, við- halda sér og gera við sig vélrænt. Ekki er lengur rætt um möguleika heldur nauðsyn þess að stilla sam- félögin upp á nýtt til samræmis við þessa staðreynd. Við horfum fram til tíma þar sem lífsnauðsynj- ar verða sjálfsagður hlutur og alhliða þroski höfuðviðfangsefni mannlífsins. Þetta eru róttækustu hvörf síðan maðurinn kveikti eld og það varð ljós. Nú er hægt að gera góð kaup í teppum. Okkar ár/ega bútasala og afsláttarsa/a byrjar 9. janúar og stendur í 10 daga. Teppabútar af öllum mögulegum j stærðum og gerðum með miklum afslætti og fjölmargar gerðir gó/fteppa á ótrúlega góðu verði. BYCGINGAVOROBI HRINGBRAUT 120: . Byggingavörur l Golfteppatíeild Simar: Timburdeild................ 2B-600 Malningarvörur og verkfæri 28-603 Flisar og nreinlæfisfæki HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.