Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 24
inblöðun
morgu1
jákv aeði
Hjá morgunfólki rásanna
eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Einar Gunnar
Einhverra hluta vegna kann ég
illa við það að hefja vinnudag
klukkan hálfsex að morgni. Og ég
er örugglega ekki einn um það. Það
sést best á því að naumt liðið á
sjöunda tímann er varla einn einasti
bílskrjóður á götum borgarinnar
nema sá sem við Einar Ijósmyndari
ökum í áleiðis að útvárpshúsinu við
Skúlagötu. Jú annars, þarna er einn
borgarstarfsmaður að brjóta gler-
ung ofan af göturæsi með stóreflis
járngaur að vopni, iíklega vaknaður
að því er best verður séð af fram-
göngu hans við verkið. Við vinkum
til hans og bjóðum góðan dag í
hljóði, um leið ög við skrensum inn
á bílastæðin við Ríkisútvarpið
Skúlagötu.
Svakalegir morgnar
Dyrnar að stofnuninni eru eðli-
lega læstar svo árla morguns. Þess
vegna bregðum við á það ráð að
hringja dyrasímabjöllu útvarpsins
sem gerir það að verkum að við
erum staddir í pínulítilli skrifstofu
uppi á fimmtu hæð hússins fimm
mínútum síðar. Þar situr Stefán
Jökulsson og beitir skærum á
morgunblöðin. Hann segist vera að
leita jákvæðra og svolítið fyndinna
frétta í blöðunum til þess að Iesa í
morgunútvarpinu, en bætir við að
þessi leit hans sé jafnan uppskeru-
lítil. Kolbrún Halldórsdóttirereinn-
ig mætt til vinnu sinnar ög ef að
raða upp plötum í rétta röð, hljóm-
skífum sem gripið verður ofan í í
þættinum.
„Veistu ekkert um könnuna?",
segir Stefán og lítur spurnaraugum
á Kolbrúnu. Hún svarar neitandi en
segist jafnframt vera alveg að drep-
ast úr koffeinleysi. „Þetta gengur
aldrei upp ef við finnum ekki bann-
setta könnuna. Við verðum að geta
drukkið úr okkur stírurnar áður en
útsendingin hefst“, segir Stefán og
byrjar að leita könnunnar.
Þórir Steingrímsson tæknimaður
kemur aðvífandi í þessu með signar
augabrúnir: „Þetta eru svakalegir
morgnar, þessir þegar maður þarf
að mæta í morgunútvarpið. Maður
er hreinlega að vakna fram eftir öll-
um degi“, segir hann og strýkur um
órakaða kjálkana og sest að því
búnu við tækniborðið sitt í regíinu.
Hann byrjar að taka til bönd og
kassettur með efni sem tekið hefur
verið upp í þáttinn daginn áður.
„Svakalegir morgnar", segir hann
aftur.
Það er af Stefáni að frétta að hann
hefur fundið kaffikönnuna og er
tekinn til við að hella upp á. „Það
ber að hella upp á með alveg sér-
stöku hugarfari", segir hann og
vísar til ummæla Jóns Múla um
þessa iðju. „Menn verða að vera
jákvæðir en umfram allt yfirvegað-
ir“, og svo vökvar hann malað kaff-
ið með sjóðandi vatni. „Að öðrum
kosti verður kaffið ógeðslegt".
Krossfeid,
kjú og nagli
Þeir sem maettir eru þennan
morgun utan Stefáns, þ.e.a.s. blaða-
menn, Kolbrún, Þórir tæknimaður
og lærlingurinn hans hann Halli,
hafa myndað svolitla þyrpingu í
kringum uppáhellarann. Eftirvænt-
ingin er mikil.
„En hvernig er það, eruði ekki
þrjú með þáttinn?" spyr ég Kol-
brúnu. Hún segir svo vera. „En
Kristín Jónsdóttir hefur svefnfrið
þennanmorgun einsogviðorðum
það. Við skiptumst nefnilega á um
að mæta svona snemma. Annars
kemur hún núna á eftir, klukkan
hálfníu."
Þegar vellíðunartónn fyrsta kaffi-
sopans hefur borist af allra vörum
setjast umsjónarmenn morgunþátt-
arins inn í stúdíó með tæknimannin-
um og fara yfir nákvæmt handrit að
þættinum. Blaðamenn iíta forviða
hvor á annan þegar þeir heyra orð-
in sem fara á milli þremenning-
anna: „Eigum við ekki að kross-
feida hérna, kjúa þar á undan og
enda svo á nagla? Mundu samt eftir
intróinu fyrst." Þetta er þá tækni-
mál útvarpsmanna. Við þykjumst
skilja það allt og kinkutn kolii þegar
okkur finnst eiga við.
Að þessu búnu er sest inn í regí og
þess beðíð að þulur bjóði lands-
mönnum góðan dag. íar með verð-
ur klukkan sjö fimmtán og fyrsti
eyrna, morgunbæn.
„Jæja Kolla, þú mátt byrja þáttinn
í dag,“ segir Stefán og með það
labbar hún inn í stúdíó, ræskir sig,
sest við hljóðnemann, rýnir í hand-
ritið fyrir framan sig og þylur upp
nokkrar fyrstu setningarnar í hljóði.
Stefán grínast handan glersins og
vill með því fá hana í gott skap.
Hann styður á takka í tækniborðinu
sem gefur hljóð inn í stúdíóið og
spyr Kollu: „Ertu ekki í stuði, Ijúf-
an?“ Hún skellir upp úr og missir
næstum við það heddfóninn af
höfðinu, en þá um leið veifar Þórir
tæknimaður hendi.
Upphafsstefið á, það slokknar á
brosi Kolbrúnar, Stefán kveikir sér í
sígarettu. „A virkum degi“ er hafið
einn ganginn enn.
Blótaö handan
glersins
„Hvernig var ég, var röddin ekki
svolítið rám,“ spyr Kolbrún þegar
hún kemur inn í regíið eftir fyrsta
atriði þáttarins. Henni er svarað
með neii.
Þau skiptast svo á að vera inni í
stúdíóinu og tala til þjóðarinnar í
svefnrofunum, eins hress og hugs-
ast getur.Þess á millisetur Halli lær
an og þaðan úr dægurheiminum.
Gamli prakkarinn kemur upp í
manni þegar augun rekast í plötuna
sem snýr tónlistina inn í eyru út-
varpshlustenda. Svolítið freistandi
finnst manni að reka óvart puttann
í fóninn og trufla þetta allt saman.
En sú hugsun líður hjá.
Kristín Jónsdóttir mætir með tvo
viðmælendur í beina útsendingu
klukkan hálfníu. Stefán og Kolla
spyrja hana hvernig hún hafi sofið
dagskrarliöur berst þægilega til lingur plötur á fóninn, létt lög héð-
Aðeins
aiit I pamk...
; 2. kl. 9.59:
stetnu og
Rás 2.
slnum
„Það sem gefur þessum þætti
okkar líf öðru fremur er hvað við
höfum náð góðu sambandi við
hlustandann, þennan margum-
talaða meðaljón úti í bæ. Manni er
sífellt að koma á óvart hvað fólk
er persónulegt og gefur mikið af
sjálfu sér f beinum útsendingum,
þó vissulega gæti feimni hjá sum-
um. Við erum orðín almennings-
eign hvað röddina varðar og ég
heyri á sumu fólki að því firmst
það þekkja okkur. Sennilega ér
það af þeim sökum sem það segir
okkur meira af sínum högum en
ella.“
Hún á eina af þeim þremur
röddum sem veita morgunútvarpi
Rásar 1 forstöðu. Heitir Kristín og
er Jónsdóttir og heldur áfram:
„Þessir þættir okkar eiga að
fjalla um daglegt líf fólks, svona
stuttar áminningar til þess að
gleyma ekki vettlingunum sínum
áður en það heldur út í hragland-
ann til vinnu sinnar að morgni.
Þegar talmálinu sleppir leikum
við músík, hressa tónlist og freist-
um þess með henni að koma fólki
í gott skap strax í morgunsárið."
Þau tóku við umsjón þáttarins
fyrsta mánudaginn í október á síð-
asta án, Er starfið þá kannski
strax orðíð rútíneraö?
„Mér finnst það ekki. Við erum
vissulega orðin æfð í útsendingu
og spenningurinn við að tala beint
til þjóðarinnar er að mestu leyti
horfinn. Hinsvegar er efnisöflunin
mjög fjölbreytt og tekur nýja
stefnu hvern dag. Hún verður
vonandi aldrei rútíneruð, enda
væri þá stutt í leiðindin og áhuga-
leysið. Við reynum því að brjóta
okkur út úr forminu strax og okk-
ur finnst eitthvað slíkt vera að ná
fótfestu í þáttunum."
Ríkisútvarpið hefur verið kallað
þyngslaleg stofnun. Verðiði vör
við þessi þyngsli við ykkar vinnu?
„Það er helst að þau komi fram
í skrifræðinu sem hér ríkir. Þaö
getur tekið langan tíma að fá sam-
þykki fyrir einföldum hlut í fram-
kvæmd. Og þegar löks er hægt að
framkvæma hann tekur alltaf
töluvcrðan tirna að gefa skýrslu
um hann, sem verður undantekn-
ingalaust að gera hversu smár
sem hann kann annars að vera.
Annars er prýðilegt að vinna
hérna og stofnunin er langt frá því
að vera ómanneskjuleg. Fó|k
kynnist hér mjög fljótt og vel, og
kemur það kannski ekki til af
góðu, þar sem þrengslin beinlínis
þjajipa starfsmönnunum saman.
Eg get nefnt sem dæmi i þessu
sambandi að við hjá morgunút-
varpinu deilum þriggja fermetra
skrifstofu með tveimur umsjónar-
mönnum síödegisvökunnar. Það
er ekki fermetri á mann að afla
efnis í þessa þætti. Skrifstofunni
svipar til meðaistórs hjónarúms
að stærð, enda kemur okkur
ágætlega saman öllum fimm!
Þetta stendur þó til bóta. Við hjá
rnörgunútvarpihú komum til með
að fá litla klósettrúllugeymslu
hérna innaf stúdíóinu til afnota í
bráðina. Það altént breyting til
batnaðar."
Umsjónarmenn morgunútvarps
á Rás 1, þau Stefán, Kolbrún og
Kristín könnuðust nákvæmlega
ekkert hvert við annað áður en
þau hófu þetta samstarf „Á virk-
um degi.“
„Kunningsskapurinn var í
núlli," segir Kristin og telur það
hafa hjálpað þeim mikið viö að
gera út þennan þátt. „Viö komum
sitt úr hverri áttinni að heita má,
höfum ólík áhugamál og eigum
mismunandi menntun að baki.
Þetta styrkir þáttinn óneitanlega.”
Ólíkt Stefáni, höfðu Kolbrún og
Kristín ekki komið nærri út-
varpsþáttagerð fyrr en „Á virkum
degi" kom til sögunnar. Hvað
finnst Kristínu um þennan miðil?
„Hann er mjög spennandi og
gefur mikla möguleika á lifandi
efni, svo sem að fjalla um þá hluti
sem eru að gerast í sömu andrá og
þeim er varpað á öldur Ijósvak-
ans. Þar er helsta sjarma útvarps-
ins að finna."
24 HELGARPÓSTURINN