Helgarpósturinn - 12.01.1984, Page 27
vegna skipunar fulltrúa sjálfstæðis-
manna í flugráð. Sem varamaður í
stað Alberts Gudmundssonar
fjármálaráðherra var skipaður
Birgir ísl. Gunnarsson alþingis-
maður, en vegna breytts meirihluta
opnaðist annað sæti í ráðinu fyrir
flokkinn og varð um það nokkur
barátta. Margir beittu sér fyrir því
að sætið fengi Agnar Friðriksson,
forstjóri Arnarflugs, og m.a. fór
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins,- á fund
Matthíasar Bjarnasonar sam-
gönguráðherra og hvatti hann til að
skipa Agnar. Matthías valdi hins
vegar dr. Þorgeir Pálsson, flug-
vélaverkfræðing og prófessor við
HÍ,sem unnið hefur að hönnun nýs
flugstjórnarkerfis fyrir Norður-
Atlantshafið ...
v
W erkalýðshreyfingin hefur
verið að Ieita að glufu í þeim múr
sem ríkisvaldið hefur reist gegn nýj-
um kaupkröfum (sjá Innlenda yfir-
sýn í dag). Nú telur hún sig hafa
fundið Akkilesar-hælinn, þar sem
er Alverid í Straumsvík. Þar er að
vænta núna harðrar baráttu fyrir
bættum kjörum starfsmanna, sem
helgast af tvennu fyrst og fremst:
Það árar allvel hjá ISAL um þessar
mundir og það er ekki í Vinnuveit-
endasambandinu (þótt Ragnar
Halldórsson forstjóri þess hafi set-
ið í stjórn VSI fyrir hönd rafgeyma-
verksmiðjunnar Póla!). \ þessum
vettvangi á að sækja fram, og síðan
er herfræðin sú að þær hækkanir
sem þar nást breiðist út — fyrst til
ríkisverksmiðjanna þar sem launa-
kjör hjá álverinu hafa verið viðmið-
un og svo áfram út í þjóðfélagið ...
A
fundi utgerðarráðs BUR á
miðvikudag var frestað um viku að
taka ákvörðun um ráðningu í stöðu
fjármálastjóra Bæjarútgerðarinnar.
Samkvæmt hinu nýja skipulagi
fyrirtækisins sem ruddi burt for-
stjórunum tveimur og setti í staðinn
einn framkvæmdastjóra eiga að
heyra undir hann fjórir deildarstjór-
ar. Samstaða náðist í ráðinu um þrjá
af fjórum og eru það menn sem til
þessa hafa stjórnað sambærilegum
sviðum hjá BÚR. Fulltrúar minni-
hlutans vildu hins vegar ekki at-
hugunarlaust fallast á tillögu
Brynjólfs Bjarnasonar fram-
kvæmdastjóra um að Vigfús Aðal-
steinsson, sem verið hefur skrif-
stofustjóri,verði ráðinn fyrir fjár-
máladeildina. Hefur ákvörðun ver-
ið frestað um viku, en það sem eink-
um stendur í minnihlutanum er
aðild skrifstofustjórans að óheimil-
um yfirvinnugreiðslum til starfs-
manna sem á sínum tíma urðu
blaðamál. Búist er við að hann verði
engu að síður ráðinn að lokum, því
hann mun þykja ágætur starfsmað
ur .. .
Tölur yfir tap á útgerð Edd-
unnar í fyrrasumar fara hækkandi
eftir því sem betur er farið ofaní fjár-
málin. Samkvæmt traustum heim-
ildum Helgarpóstsins er tapið nú
talið nema 1,5 milljónum dollara
eða 50—60 milljónum króna. Aftur-
ámóti eru Farskipsmenn enn í
samningaviðræðum víða um lönd
til að fá þessar tölur lækkaðar, en
stærstur hluti skuldanna er við Pól-
verjana sem eiga skipið og vegna
olíukaupa . . .
■ W ú mun sem næst frágengið
að tvö af tímaritum Frjáls framtaks,
Frjáls verslun og Sjávarfréttir, fái
nýjan ritstjóra. Er það Sighvatur
Blöndal, sem verið hefur blaða-
maður á Morgunblaðinu. Annan
nýjan blaðamann sækir Frjálst
framtak líka til Morgunbiaðsins, og
heitir sá Olafur Jóhannsson . . .
A
^^T^f öðrum tilfærslum í blaða-
heiminum má nefna að Þráinn
Hallgrímsson, sem lengst af var
blaðamaður á Alþýðublaðinu og nú
á Tímanum, tekur um miðjan næsta
mánuð við starfi fræðslufulltrúa
Menningar- og fræðslusambands al-
þýðu. Því hefur gegnt Lárus Guö-
jónsson en hann hefur ráðist til
Verkamannasambands íslands . . .
B
ftamt' ágborið efnahagsástand,
skammdegi og hefðbundin veisiu-
höld yfir hátíðirnar hafa skapað
ófremdarástand í sálartetrum ís-
lendinga. Að sögn geðlækna hefur
ásókn á geðdeildir slegið öll fyrri
met, og sálfræðingar og geðlæknar
sjá ekki framúr verkefnum. Ekki
liggja fyrir neinar nákvæmar niður-
stöður um aldur, kyn eða stéttir
þeirra sem brotna undan álaginu
þessa dagana, en þeir aðilar sem HP
hefur rætt við segja að lítið sé um
láglaunafólk sem leitar aðstoðar við
sálræn vandamál, heldur sé hér
frekar um að ræða efnað fólk sem
skyndilega mætir nú erfiðari kjör-
um...
I~í appdrætti Hájkólans heldur upp á 50
ára afmæli með glæsilegri vinningaskrá. Vinnings-
upphæðin er tvöfalt hærri en á liðnu ári, og mögu-
leiki er á 9 milljón króna vinningi á eitt númer.
Ævintýralegt. En það eru líka 5000 aukavinningar á
15.000 krónurhver, auk fjöldaannarra vinninga.
HHÍ heldur enn hæsta vinningshlutfalli í heimi,
7/10 „kökunnar“ kemur í hlut ykkar, sem spilið
með og hljótið vinning.
Líttuinnhjáumboðsmanninum. Þar
færðu miða - og möguleika á vinningi.
VINNINGASKRÁ
9 @ 1.000.000 9.000.000
9 - 200.000 1.800.000
207 - 100.000 20.700.000
2.682 — 20.000 53.640.000
21.735 — 4.000 86.940.000
109.908 - 2.500 274.770.000
134.550 446.850.000
450 aukav. 15.000 6.750.000
135.000 453.600.000
HELGARPÖSTURINN 27