Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 28
syg
■ ú spá margir í það hver
verði eftirmaður Þorsteins Gísla-
sonar sem var forstjóri Coldwater í
Bandaríkjunum og sagði upp vegna
ágreinings við forráðamenn Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna um
verðstefnu. Þetta starf þykir ein-
hver feitasti biti sem í boði er á ís-
lenskum vinnumarkaði, og þykir
víst að margir hyggi gott til glóðar-
innar. HP heyrir að öfl innan SH
hafi augastað á Sigfúsi Erlings-
syni, núverandi yfirmanni mark-
aðssviðs hjá Flugleiðum, en hann
var áður þeirra maður í Bandaríkj-
unum og reif upp markaðinn þar.
Þykir hann líklegur til að gera svip-
að í fiski sem hann áður gerði í flugi.
Einnig heyrist að Guðmundur H.
Garðarsson, blaðafulltrúi SH,hafi
hug á þessari stöðu . ..
JkM
■ úverandi ríkisstjórn skip-
aði á síðasta ári nefnd sem marka
átti opinbera stefnu í áfengismálum.
Nefnd þessi hefur setið að störfum í
haust og skilaði áliti fyrir jól til heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
isins. í tillögum og ályktunum
nefndarinnar kemur margt merki-
legt fram, m.a. sú hugmynd að
skattleggja umboðsmannakerfið
eða leggja það jafnvel alveg niður.
Ákveðnum prósentum af hugsan-
legum skatti yrði varið til áfengis-
varna hérlendis. Allir voru sam-
mála umþessa hugmyndInema Jón
Kjartansson, forstjóri ÁTVR, sem
beitti sér eindregið gegn því að við
umboðsmannakerfinu yrði hreyft.
Jón Kjartansson var skipaður af
hálfu fjármálaráðuneytisins í nefnd-
ina og var hann mjög tregur að
veita nefndinni upplýsingar um um-
boðsmenn og einstakar innfluttar
víntegundir. Það var fyrst eftir að
Árni Gunnarsson alþingismaður
hafði látið gera tvær harðorðar
bókanir á fundum nefndarinnar um
brot á starfsháttum opinbers starfs-
manns að Jón lagði alla umboðs-
mannalistana á borðið. Jón Kjart-
ansson var hins vegar það ósam-
mála niðurstöðum nefndarinnar að
hann neitaði að samþykkja ályktun-
ina, en skilaði séráliti til heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins og
sendi afrit af áliti sínu til fjármála-
ráðherra þ. 11. nóv. sl. Fjármálaráð-
herra sendi síðan þ. 25. desember
sl. harðort bréf til heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins þar
sem hann sagði að ráðuneyti sitt
væri andsnúið tillögum nefndarinn-
ar með tilliti til sérálits forstjóra
ÁTVR. Ljóst er því að umboðs-
mannakerfið verður látið óáreitt.
Nú blöskrar mörgum hin einarðlega
afstaða Jóns Kjartanssonar, ekki
síst með tilliti til þess að fjármála-
ráðuneytið skipaði hann í umrædda
nefnd og fjármálaráðherra heitir jú
Albert Guðmundsson, hvers fyr-
irtæki flytur inn mikið magn af
áfengi og víni og hefur góðan um-
boðsmannahagnað af. . .
T alið er að Ellert B. Schram
sé nú endanlega ákveðinn í að gefa
pólitík upp á bátinn og muni til-
kynna þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins það þegar þing kemur saman að
nýju að hann afsali sér þingsætinu.
Mun Ellert telja frama-
vonir í flokknum næsta litlar eftir
úrslit í formannskjöri og varafor-
mannskjöri á síðasta landsfundi. . .
Síríus rjómasúldailaói
Þegar Síríus rjómasúfikuladið kemur
út úr súkkuladivélinni niðri á Barónstíg
er búið að skipta því
í 28 jafna bita.
Hver biti er sérstaklega stimplaður með merki Síríus,
svona rétt til þess að trgggja gœðin.
Það er þess virði að bíta í Stríus.
GOTT FOLK
V/SA
EITT KORT INNANLANDS
OG UTAN
BÚNAÐARBANKINN
28 HELGARPÓSTURINN