Helgarpósturinn - 16.02.1984, Page 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Árni Þórarinsson
og Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarf ulltrúi:
Hallqrlmur Thorsteinsson
Blaðamenn: Egill Helgason
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Útlit: Björgvin Ólafsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Hildur Finnsdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Guðmundur H. Jóhannesson
Auglýsingar:
Áslaug G. Nielsen
Skrifstofustjóri:
Ingvar Halldórsson
Innheimta:
Jóhanna Hilmarsdóttir
Afgreiðsla: Þóra Nielsen
Lausasöluverð kr. 30.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, simi
8-15-11. Afgreiðsla og skrif-
stofa eru að Ármúla 36. Simi
8-15-11.
Setning og umbrot:
Alprent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Bankastjóra-
mál
Helgarpósturínn oirtir
bankastjóratal I blaðinu í
dag. Tilgangurinn með
bankastjóratalinu er meðal
annars sá að sýna fram á
hina pólitisku skiptareglu
sem gilt hefur við úthlutun á
stöðum bankastjóra hér á
landi. Skiptareglan á við rík-
isbankana, sem lúta stjórn
þingkjörinna bankaráða. Að
nafninu til eru bankaráðs-
menn ríkisbankanna fulltrú-
ar fólksins í gegnum umboð
frá flokkum sínum á þingi.
En eru þeir fulltrúar fólks-
ins eða þröngra flokkssjón-
armiða? Stærsta hlutverk
hinna þingkjörnu bankaráða
hefur verið að velja banka-
stjóra. Það talarslnu máli um
hina pólitísku skiptareglu,
að hjá ríkisbönkunum eru
bankastjórarnir þrír. Einn er
jafnan sjálfstæðismaður,
annar fyrir Framsóknarflokk-
inn og sá þriðji fyrir hina
flokkana, oftast Alþýðuflokk-
inn.
Það gerist æ oftar að
bankaráðsmenn greiði at-
kvæði gegn flokkslinunni
þegar velja á bankastjóra.
Tvö síðustu dæmin úr Bún-
aðarbankanum eru nærtæk-
ust ( þessu sambandi.
Vald fólksins yfir eigin
bönkum er hverfandi i gegn-
um þetta pólitíkska fulltrúa-
kerfi. Ríkisbankarnir eru ekk-
ert frekar bankar fólksins en
hinir bankarnir. Þetta vita all-
ir. Það sjónarmið hefur átt
vaxandi fylgi að fagna að rfk-
isbankarnir séu, vegna fast-
mótaðra pólitiskra afskipta
af stjórnum þeirra, fremur
flokkslegar skömmtunar-
stöðvar fjármagns í landinu.
Þessi breytta afstaða al-
mennings kemur nú fram í
því að bankaráðsmenn virð-
ast vera farnir að hafna til-
nefningarrétti flokkanna í
bankastjórastöður. Grund-
völlur gömlu skiptareglunn-
ar er þó enn til staðar og
hann verður það meðan ekki
finnst annað form á hags-
munavörslu fólksins innan
ríkisbankanna en I gegnum
stjórnmálaflokkana.
Hitt er annað mál, að þeir
bankastjórar sem nú ráðast
til starfa virðast ópólitískari
en margir fyrirrennarar
þeirra. Pólitík virðist ekki
skipta þá höföumáli, heldur
fagleg sjónarmið. Þessi þró-
un er góðs viti og bendir til
þess að bankarnir verði sí-
fellt óháðari þeirri spilltu
flokkspólitik sem viðgengist
hefur í landinu síðan við
munum eftir okkur.
BREF TIL RITSTJORNAR
Skipafélögin
og veröstefnan
Greininni Navigare necesse —
etcetera er í ýmsu ábótavant. Of
lítil vinna er lögð í hana, aðeins
dregin upp sú mynd af flutninga-
bransanum, sem forstjórar skipa-
félaganna vilja halda að neytend-
um.
Tökum dæmi:
1. Verðsamkeppni.
„Samkeppni skipafélaganna
hefur harðnað geysilega síð-
ustu árin, bæði í þjónustu,
verði og vörumeðferð."
Nú vill svo til, að skipafélög-
in þrjú hafa komið sér upp
(óformlega) sérstakri nefnd, til
að samræma aðgerðir sínar í
taxtamálum gegn neytendum.
Slíkt kallast ekki samkeppni
um neytendur, heldur sam-
blástur gegn neytendum. Á
máli skipafélaganna heitir
þetta auðvitað ekki samblást-
ur gegn neytendum, heldur,
að.... ekki(sé)veriðaðrugla
með verð, sem ekki standast."
í raun þýðir það, að íslenskir
neytendur greiða 300% hærra
verð fyrir fraktir en nokkur
annar þjóðflokkur í veröld-
inni. Sérkennileg samkeppni
það. En er þetta ekki brot á
lögum um verðlag, sam-
keppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti? Nei, aldeilis
rekstri dagblaðsins Tímans tekur
við starfi framkvæmdastjóra Sig-
urður Skagfjörð Sigurðsson,
sem verið hefur í sama hlutverki hjá
Félagsstofnun stúdenta. Stjórn
Félagsstofnunar hefur verið að leita
að eftirmanni og heyrir HP að fyrir
valinu verði Skúli Thoroddsen
sem undanfarið hefur verið hag-
fræðingur verkamannafélagsins
Dagsbrúnar. Skúli er ekki alveg
ókunnugur framkvæmdastjóra-
stólnum í Félagsstofnun, því hann
vermdi hann áður en Sigurður
Skagfjörð tók við . . .
v
arðandi Skula Thorodd-
sen: Lengi höfðu verið samvinnu-
örðugleikar milli hans og Þrastar
Ólafssonar, varaformanns Dags-
ekki. 1 21. gr. segir: „Samning-
ar, samþykktir og annað sam-
ráð milli fyrirtækja um verð og
álagningu er óheimilt, þegar
verðlagning er frjáls." Nú
heyrir verðlagning skipafélag-
anna — og olíufélaganna —
undir Verðlagsstofnun, vænt-
anlega til verndar neytendum.
Afleiðing þessa ófrelsis í verð-
lagningu var að skipafélögin —
og olíufélögin — voru meðal
örfárra atvinnugreina, sem
græddu verulega harðindaár-
ið 1983. Það er gott að eiga
skjól hjá Verðlagsstofnun.
2. Vöruhús.
„Það er gífurlegt fjármagn
sem liggur í húsunum og arð-
semin er lítil," segir Hafskip.
Reykjavíkurborg á sjálf Faxa-
skála og leigir Hafskip hann,
svo ekki ber Hafskip þann fjár-
magnskostnað, sem á Reykja-
víkurborg fellur.
Fjármagnskostnaðurinn af
vöruhúsunum er hinsvegar
ekki aðalatriðið í þessu sam-
bandi, heldur sú einokunar-
aðstaða, sem aðgangur að
hafnarbökkum og vöruhúsum
veitir. Guðmundur Ásgeirsson
hjá Nesskip lýsti þessu einmitt
vel í viðtali í Mbl. í fyrra mán-
uði. Sá, sem ekki hefur aðgang
að vöruhúsi á hafnarbakka,
getur ekki keppt við skipafé-
lögin þrjú.
Erlendis þekkist það óvíða,
brúnar. Eins og menn muna var
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar, aðalhvata-
maður þess að Þröstur var ráðinn á
sínum tíma. Við ráðningu Þrastar
minnkaði valdsvið Skúla og lyktaði
þeirri ljósu og leyndu rimmu með
því að Skúla var bolað í burtu eftir
að Þröstur vildi ekki samþykkja
samning hafnarverkamanna þess
eðlis að þeir réðu sjálfir hvern þeir
kysu sem sinn erindreka gagnvart
atvinnurekendum. Beindu hafnar-
verkamenn þeim tilmælum til for-
ystumanna Dagsbrúnar að Skúli
yrði þeirra talsmaður. Þetta vildu
hvorki Guðmundur J. né Þröstur
skrifa undir og endaði rimman með
uppsögn Skúla í desember. Hefur
verið ráðinn annar maður til að
annast lögfræðilega ráðgjöf til
Dagsbrúnar og er sá Atli Gíslason.
Mun hann koma mun minna við
sögu en Skúli og vinna aðeins tvo
daga í viku, tvo tíma í senn. Brottför
Skúla styrkir stöðu Þrastar Ólafs-
sonar og mæna nú margir á hann
sem arftaka Guðmundar J. sem for-
manns Verkamannasambandsins
og væntanlegan þingkandídat en
líklegt þykir að Guðmundur J. dragi
sig senn í hlé .. .
ii
■ ■ arkan sex hefur nú færst í
bílaauglýsingar. Eru þeir Fiat-salar
þar mest áberandi og leggja sig
fram um að lasta aðrar bílategundir
um leið og þeir hrósa Fiat. Hefur
þetta gengið svo langt að Neyt-
endasamtökin hafa að eigin frum-
kvæði séð ástæðu til þess að skerast
í leikinn. Þykir sýnt að auglýsingar
Fiat-salanna samræmist ekki sam-
keppnisreglum. Það sem mestu
fjaðrafoki veldur er listi yfir „bestu
bíla ársins" sem birst hefur i aug-
lýsingum þeirra Fiat-manna. „Besti
bíll ársins" er valinn af 15 Evrópu-
þjóðum og sýnist vist hverjum sinn
fugl fagur. Atkvæðamagni er mjög
misskipt á milli þjóða. Þannig hafa
fjögur lönd meirihluta og eitt land,
t.d. Italía, hefur meira atkvæða-'
magn heldur en öll Norðurlöndin.
Þau fjögur lönd sem meirihluta
hafa, sem eru Ítalía, Frakkland,
England og Þýskaland, nota at-
kvæðamagn sitt óspart til að veita
bílum sínum brautargengi í keppn-
inni. Keyrði svo um þverbak að
einn ensku dómendanna sagði af
sér og mótmælti vinnubrögðum
keppninnar. Mjög athyglisvert er
líka að tveir stærstu bílaframleið-
endur í heimi hafa ekki fulltrúa í
dómarasætum, enda komast bílar
að skipafélögum sé veitt slíkt
kverkatak. Þvert á móti
leigja/selja borgaryfirvöld,
sem hvort eð er fjármagna sjálf
h’afnaraðstöðuna, öðrum fyrir-
tækjum en skipafélögum vöru-
húsin, svo skilyrði skapist fyrir
raunverulega samkeppni og
lækkað verð í skipaflutning-
um. Sú er a.m.k. reynslan er-
lendis.
Davíð borgarstjóri gerði bet-
ur í að auka samkeppni með
því að leggja fjármagn í slíkan
atvinnurekstur, en að kaupa
hlut í Isfilm, fáum til gagns.
Það er auðvitað ekki ástæða til
að fylla hið annars ágæta blað,
Helgarpóstinn, af athugasemdum
um þessa einu grein. En það er
ýmislegt gagnrýnisvert í starfsemi
skipafélaganna, einkum þessi
grimmdarlega verðstefna þeirra,
sem full ástæða er til að vekja at-
hygli á, þegar heilli síðu er eytt á
skipafélögin.
Virðingarfyllst,
Sigurður Guðmundsson
P.S. Lausnin á spilaþrautinni í
blaðinu var ekki rétt.
Helgarpósturinn þakkar gott
bréf og þarfa ábendingu.
— Ritstj.
frá þessum löndum sjaldnast á lista
og þá oftast mjög neðarlega. Er nú
að bíða og sjá hvort Neytendasam-
tökin verða þess megnug að gera
bílaauglýsingar kurteislegri eða
hvort enn meiri harka færist í leik-
inn . . .
D
■^^eykvíkingar hafa eignast
nýtt tívqlí (hér er ekki átt við hluta-
félagið ísfilm), það fer ekkert á milli
mála, og það sem meira er — tívolí
á hjólum. Blákaldur raunveruleik-
inn er að vísu svolítið öðruvísi; í
augum fullorðna fólksins er tívolíið
ekkert annað en ofurvenjulegur
strætisvagn, frábrugðinn öðrum
strætisvögnum að því leyti að hann
er lengri og samsettur úr tveimur
hlutum. En börnin ráða sér ekki fyr-
ir kæti og fjölmenna í þennan ævin-
týralega farkost sem í munni þeirra
heitir ,,harmónikkustrætó.“ Orð-
hagir menn hafa líka tekið við sér
og hafa klambrað saman nafni á
vagninn: Ormurinn langi í höf-
uðið á frægu víkingaskipi. Ymsar
hugmyndir og bollaleggingar eru í
gangi um nýja strætisvagninn: ein
er sú að SVR komi sér upp „pakka-
ferðum" að hætti ýmissa einkafyrir-
tækja. Ferðamönnum verði þá seld
ferð af Lækjartorgi og upp að félags-
miðstöðinni Gerðubergi í Breið-
holti. Þar verði framin sönglist
(væntanlega af söngelskum strætó-
bílstjórum) og borið fram kaffi og
rjómapönnukökur. Klukkutíma síð-
ar verði svo aftur haldið niðrí sið-
menninguna. Hæfilegt verð á pakk-
anum væri svona hundrað krónur.
Líst mönnum þetta hinn besti ferða-
valkostur í kreppunni. . .
I#
H^^.reditkortastríðið hefurekki
farið framhjá neinum. I þessum við-
skiptum er vafalaust margt að var-
ast. Það sannreyndi einn af við-
skiptavinum Visa um daginn. Hann
fékk yfirlit yfir mánaðarúttektir
sínar og kannaðist ekki við helm-
inginn! Þegar farið var að kanna
málið kom á daginn að gefin höfðu
verið út tvö kort á sama númer . . .
~ ▼ ---------------------
Gaukur á Stöng veitingahús,
Tryggvagötu 22, sínni 11556
10 HELGARPÓSTURINN