Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.02.1984, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Qupperneq 17
Olga Guörún um Amma þó!: Bjartsýnis- stykki ,,Guðlín Jósafatsdóttir frá Bíldu- dal, sonur hennar Júlíus sjómað- ur, og barnabörnin; strákur einn og stelpa eru aðalpersónur leik- ritsins," segir Olga Guðrún Arna- dóttir um nýtt frumsamið barna- leikrit sitt sem frumsýnt verður miðvikudaginn 22. febrúar í Þjóð- leikhúsinu. Leikritið heitir Amma þó! og segir frá fjölskyldu se'm baslar í kreppuþjóðfélagi. „Það lifir í sam- félagi sem við könnumst vel við," segir Olga Guðrún. „Leikritið lýsir tilraunum fólksins til að ná yfir- höndinni í baráttunni við afkom- una.“ — Altsó alvarlegt sósíaldrama? „Nei, biddu fyrir þér! Þetta er ýkt kómedía, eiginlega villtur farsi. — Hefðbundin þáttaskipting? „Já, ætli það megi ekki segja það. Þarna er um mörg samtengd atriði að ræða öllu fremur en þætti. En söguþráður er í leikrit- inu, frá upphafi til enda.“ — Hvar gerist stykkið? „Leikritið gerist á heimili fjöl- skyldunnar, úti á sjó, í draugalegu húsi og úti á götu. Annars gerist það í tímaleysi; dálítið ævintýra- legt. — Og margir leikarar? „10 leikarar. Viltu nöfnin? — Já gjarnan. „Herdís Þorvaldsdóttir leikur ömmuna, Jón Gunnarsson pabb- ann, það er að segja Júlíus sjó- mann, Edda Björgvins stelpuna og Gísli Guðmundsson fer með hlut- verk stráksins. Gísli er ungur pilt- ur ofan úr Breiðholti, bráðhress og skemmtilegur." — Óþekktur leikari? „Ja, ekki alveg. Hann lék í Litla sótaranum meðal annars.“ — Heyrðu, erekki tónlist í stykk- inu? „Jú, jú. Heilmikil músík og öll eftir mig. — Bœði lög og texti? „Já. Þetta eru kannski ekki svo mörg lög reyndar. Fjögur, fimm. En þau eru mjög löng. Hahahaha. Svo eru lög í skiptingunum líka. Skrifaðu niður að Hróðmar Sigur- björnsson hafi útsett þau. Og að þau séu flutt af bandi. Náðirðu þessu? ,,Jú,jú. Segðu mér, hvernig varð leikritið til? „Ég lagði drög að textanum fyrir þremur árum. Síðan setti ég heila klabbið oní skúffu. Það var Þórhalli Sigurðssyni að kenna að ég lauk þessu; hann dreif mig í að halda áfrapi og fullgera verkið. Guð, ég gleymdi að segja þér að hann er leikstjórinn. En síðustu 6 eða 8 mánuði hef ég verið alveg á fullu að ganga frá stykkinu. Ég hef líka breytt mörgu og bætt eftir að samlestur hófst." — Einhver boðskapur í verkinu? „Já, hinar sígildu spurningar um rétt og rangt eru brotnar til mergj- ar. Sömuleiðis fjallar leikritiö um baráttu hins góða við hið illa, þar sem hið góða sigrar að lokum. Þetta er bjartsýnisstykki. Tónninn er: Aldrei að gefast upp! „Þetta lag verður í leikritinu” sagði Olga Guðrún höfundur Amma þó! við blaöamann HP og tók bráðsmellið sönglag. Olga, Guðrún samdi alla tónlist og texta I leikritinu. — Gott, gott, ekki veitir af á þessum tímum. . . „Já, finnst þér það ekki? Það er lika svo mikil lífsgleði í leikurun- um. Var ég búin að telja þá upp?" — Bara aðalleikarana. „Fleiri koma fram en þeir: Pálmi Gests, Siggi Skúla, Helga Jóns, Árni Tryggva og fleiri." — Hvurnig er heilsan fyrir frum- sýningu? „Ég er alveg agalega spennt. Er að drepast úr magapínu. Þetta er allt annað en að standa í að gefa út bækur. Þá getur maður afsakað lélega sölu eða slæma krítík með misskilningi gagnrýnenda, eða út- skýrt söiuflopp með versnandi af- komu og kaupgetu almennings. I leikhúsinu er ekkert svoleiðis: bara bein viðbrögð á staðnum. Búmm! Og ekkert kjaftæði. Fólkið sem vinnur við uppsetninguna er það gott að ef leikritið fær slæma útreið er bara við mig að sakast. Þá er handritið bara alveg hand- ónýtt." — IM JAZZ Hinn Ijúfi Belgi Það var ljúf stund sem íslenskir áttu með belgíska munnhörpumeistaranum og gítar- istanum Toots Thielemans í Gamla bíói í gærkvöldi (miðvikudag). Toots lenti í Keflavík um fimmleytið, var kominn í Gamla bíó úm hálfsjö og hitti þar rýþmasveit sína: Guðmund Ingólfsson pían- ista, Árna Scheving bassaleikara og Guð- mund Steingrímsson trommara. í rúman klukkutíma var rennt í gegnum efnisskrána og rétt rúmlega níu hófust tónleikarnir. Tríóið lék eitt lag og svo kom Toots og blés einsog sá sem valdið hefur: / cant't get start- ed withyou. í þessari ballöðu fór hann á kost- um einsog alltaf þegar hann túlkar ljóðið í tónum. Þau önnur verk er hann lék með sveitinni fyrir hlé gengu ekki upp, en það var stórskemmtilegt að heyra hann leika meist- araverk Duke Ellingtons: TheMooche, einan á gítarinn. Á munnhörpuna lék hann annað Ellingtonverk einn: Sophisticated Lady, en því miður var slíkt suð í einum magnaranna að verkið stórskemmdist. Hljóðmenn komu í veg fyrir frekari mistök í hléi og allt gekk vel eftir það. Satt að segja var maður ekkert alltof viss um hvernig framhald tónleikanna yrði eftir hlé. Tækist Toots og íslendingun- um að ná saman eða ekki? Satt best að segja tókst það og léku þeir félagar vel á annan klukkutíma eftir hlé og var firnagóð stemmning jafnt í sal sem á sviði. Það er mikið á eina rýþmasveit lagt að þurfa að leika með slíkum manni eftir klukkutíma viðkynningu. Á djassklúbbum erlendis, þarsem gestaleikarar koma og fara, er föst rýþmasveit er fátt gerir annað. Það er næstum ár síöan þessir piltar höfðu tækifæri til að leika með erlendum djass- gesti, og ekki hafa þeir heldur tækifæri til að leika eigin djass í hverri viku hérlendis. Toots bjó lengi í Svíþjóð og blés tvær þar- lendar þjóðvísur með ágætum áðuren hann vatt sér í Caravan af ætt Ellingtons, svo var stórskemmtilegt samspil hans og íslenskra i Blús fyrir Birnu eftir Guðmund Ingólfsson. í seinni gítarsyrpunni sagði Toots áheyrend- um hvernig hann lamaðist eftir slag fyrir tveimur árum, en nú hefur hann fengið mátt í vinstri hönd að nýju og getur leikið á gítar- inn, hann skemmti svo dálítið og fékk aðstoð við blístrið í Sultry Serenade og þegar hann sneri bossanóvanu í How high the moon uppí Ornithology fylgdi Árni Scheving gít- arnum í samfellu. Svo var það munnharpan og Isn ’t she lovely með glæstri tilfinningu uns hann var einn á sviðinu í síðasta aukalaginu: Round about midnight eftir meistara Monk. Einn á sviðinu með munnhörpuna og kvaddi með söng í hjarta. Mikið ósköp voru þetta notalegir tónleik- ar. Ekki nein stórafrek unnin og ekki við því búist, þegar erlendur einleikari hittir ís- lenska rýþmasveit í fyrsta sinn. Toots skemmti fólki dálítið (enda slíkt ekki bannað á Jazzvakningu) milli þess sem hann lék góða tónlist og stundum stórgóða. „Notalegir tónleik- ar án stórafreka,“ segir Vernharöur Linnet m.a. f umsögn sinni um Toots Thieleman. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.