Helgarpósturinn - 16.02.1984, Síða 19

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Síða 19
Sunna Borg leikur Önnu í uppfærslu LA á Súkkulaöi handa Silju. Ljósm. Páil Pálsson Barirnir hafa komið sér vel segir Sunna Borg leikari um uppfœrslu Súkkulaöi handa Silju sem L.A. frumsýnir í Sjallanum á föstudagskvöld Anna Já, það er stærsta hlutverkið í leikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur, Súkklaði handa Silju, sem Leikfé- lag Akureyrar frumsýnir innan um bari Sjallans á föstudaginn. „Alveg dúndrandi rulla," segir Sunna Borg sem tekst á við Önnu, „nógu er hún nú stór.. Hlutskipti Önnu í leikritinu er færibandastreð í kexverksmiðju frá átta til fimm á daginn, plús átök við táningsdóttur sína eftir uppvaskið á kvöldin. „Mjög raun- sætt verk finnst mér um einstæða móður, kjör hennar og sálarpínu," segir Sunna og neitar því ekki að það hafi verið obbolítið erfitt að munstra sig inn í Önnu. „Það eru talsverð átök í þessum 'leik, áreynsla — og þegar við það hafa bæst þrotlausar æfingar síð- ustu daga er því ekki að neita að leikarinn ég er svolítið þreyttur. En maður valdi sér nú þetta starf einu sinni, þetta hlutverk, að leika og maður má því andskotakornið ekkert vera að kvarta." Áfram með þreytuna. Fimmtug- asta sýning á May Fair Lady á laugardag. Ertu orðin þreytt Sunna, á leikritinu því? „Nei veistu, ég gæti vel hugsað mér að leika hálft ár til viðbótar í því stykki. May Fair Lady er ótrú- leg sýning í alla staði, svo uppörv- andi og hressandi að þreyta kemst ekki í nálægð við hana. . . En þetta var útúrdúr. Meira af Súkkulaði handa Silju. Nína Björk hefur breytt þessu verki sínu tals- vert fyrir uppfærsluna í Sjallan- um, meðal annars með tilliti til þeirra vistarvera. „Breyting til batnaðar," segir túlkandi Önnu í stykkinu og heldur áfram: „Þeir sem séð hafa báðar útgáfurnar segja mér að L.A.-afbrigðið sé mun snaggaralegra, áhrifameira." Haukur .1. Gunnarsson hefur leikstýrt Sunnu og hinum átta leik- urum sem taka þátt í uppfærsl- unni. Eitt af húsgögnum Sjallans, lngimar Eydal, sér um hljóðfæra- flutning með verkinu ásamt dótt- ur sinni tvítugri, Ingu. Sunna og hin hjá L.Á- kalla orð- ið Sjallann „litla sviðið" sitt. Ætli sé hentugt að leika í öldurhúsi, ég bara spyr? „Ekki laust við að mér hafi fund- ist tilhugsunin fyndin í fyrstu," segir Sunna. „En stykkið passar ágætlega hérna. Ég get nefnt sem dæmi aö tvö atriði leiksins gerast á bar. Eðli Sjallans samkvæmt, lækkaði sú staðreynd leiktjalda- kostnaðinn verulega." — Þakka þér fyrir samtalið * Sunna og gangi ykkur vel á frum- sýningunni annaðkvöld. . . „Þakka þér fyrir og ég bið að heilsa suður.. LEIKHUS Sveyk sveik ekki Þjódleikhúsid: Sveyk í sídari heimsstyrjöld- irtni eftir Bertolt Brecht, byggt á sögu eftir Jaro- slav Hasek. Þýding: Þorsteinn Þorsteinsson og Þórarinn Eldjárn (bundið mál). Tónlist eftir Hanns Eisler. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhanns- son. Umsjón með tónlist og hljómsveitarstjórn: Hjálmar H. Ragnarsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikendur: Bessi Bjarnason, Þóra Friðriks- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Baldvin Halldórs- son, Gísli Rúnar Jónsson, Pálmi Gestsson, Margrét Guðmundsdóttir, Bryndts Péturs- dóttir, Kjartan Bjargmundsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Kristján Viggósson, Helgi Skúlason, Flosi Ólafsson, Hákon Waage, Guðmundur Ólafsson, Andri Örn Clausen, Ellert A. Ingimundarson, Árni Eiríkur Berg- steinsson, Randver Þorláksson, Hilmar Jóns- son, Sigurþór Albert Heimisson, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Rúrik Haraldsson, Sigurður Sigurjónsson, Guðjón P. Petersen o.fl. Þegar rauða tjaldið rennur frá stóra sviði Þjóðleikhússins blasir við ein glæsilegasta og áhrifamesta sviðsmynd sem sést hefur hér á landi um árabil. Sannur glæsileiki byggir yfirleitt hvorttveggja í senn á einfald- leika og frumleika og svo er um þessa leik- mynd. Fram á sviðið hallar risastórum haka- krossi sem þekur allt sviðið og er trúlega yfir fjórir metrar á hæð þar sem hann rís hæst. Inn í þennan hakakross eru síðan byggðar þær vistarverur sem á þarf að halda í sýning- unni, kráin Bikarinn, fangelsi Gestapó, járn- brautarstöð og snæviþaktar sléttur Rúss- lands o.s.frv. En glæsileg sviðsmynd ein og sér dugar skammt, hún þarf að hafa tilgang og hana verður að nota. Og einmitt þar koma fram bestu kostir Þórhildar Þorleifsdóttur sem leikstjóra því enginn íslenskur leikstjóri stenst henni snúning við að notfæra sér víddir sviðsins og setja upp myndir gerðar af fólki með stórum línum, hvort heldur sem um er að ræða margar persónur eða fáar. Þannig er sýningin til dæmis vörðuð í upp- hafi og að lokum með tveimur stórglæsileg- um senum þar sem í fyrra skiptið eru aðeins fjórar manneskjur á sviðinu en í hið seinna er nær allur leikhópurinn og bæði eru atrið- in þannig að langt er frá að augljóst mál sé hvernig setja eigi upp. Leikmyndin og svið- setningin skapa hvað eftir annað sjónrænt spil sem fangar auga áhorfanda svo að unun er á að sjá. Sagan Bertolt Brecht skrifar þetta leikrit árið 1943 og var það fyrst sýnt í Varsjá árið 1957. Leikritið ber þess sterk merki að vera samið í miðri seinni heimsstyrjöld, er innlegg í baráttu augnabliksins og geldur þess nokk- uð. Það er ákveðinn klofningur á milli lýs- ingarinnar á óhugnaði stríðsins og ofbeldis nasistanna annarsvegar og hinsvegar hinn- ar kómísku persónu Sveyks, klofningur sem ég held að mjög erfitt sé að yfirstíga. Leik- stjórinn kemst þó b.ýsna nærri því með því að nánast snúa hlutunum við, þ.e.a.s. með því að gera Þjóðverjana að nánast stílfærð- um skrípafígúrum en undirstrika vandlega að Sveyk og hans fólk, fólkið á kránni Bik- arnum, eru ósköp venjulegar manneskjur með það markmið í lífinu að komast af með einhverri reisn. Sveyk leikritsins býr yfir flestum eiginleik- um Sveyks Haseks, er kannski ekki alveg eins útfarinn í kjánaskap sínum, enda við nokkuð ólíka andstæðinga að eiga. Sveyk er eða þykist vera einfeldningur og er með vottorð uppá vasann um að vera löggiltur hálfviti. Með fávísina og hreinskilnina að vopni snýr hann sig útúr ólíkustu vandræð- um, sem reyndar eru oftar en ekki afleiðing- ar sömu eiginleika. En undir niðri veit hann sínu viti. Leikritið er saman sett úr mörgum þáttum þar sem kjarninn er andrúmsloftið og fólkið á kránni Bikarnum. Þaðan liggur leið Sveyks í yfirheyrslu hjá Gestapó, í lögskipuðu þegn- skylduvinnuna, í fangelsi og loks í her- þjónustu á vígstöðvunum við Stalíngrad. Á öllum þessum stöðum á Sveyk skipti við margt fólk og þó eru mest áberandi vinur hans Balón ljósmyndari sem þjáist af krónískri svengd og reyna vinir hans að forða honum frá að fremja óhæfuverk þess vegna, Gestapóforinginn Brettschneider, Bullinger stormsveitarforingi, Anna Kopetska veit- ingakona á Bikarnum og fleiri gestir hennar. Á milli aðalþáttanna koma atriði þar sem fram koma máttarstólpar þriðja ríkisins, Hitier, Himmler, Göbbels og Göring. Þessi milliatriði voru flutt í bundnu máli, mest vangaveltur þeirra fjórmenninga um hvað þeir væru að gera fyrir litla manninn í Evrópu, allt að því öfugmælavísur. Þeir eru algjörar skrípafígúrur í ágætum meðförum þeirra Sigurðar Sigurjónssonar, Guðjóns P. Petersen, Kjartans Bjargmundssonar og Guðmundar Ólafssonar. Leikur Sveyk er algjört kjarnahlutverk í leikritinu og ræður meðferð þess úrslitum um hvernig sýningin í heild tekst. Það er kannski heimskulegt að tala um leiksigra þegar í hlut á fólk sem hefur haft það fyrir atvinnu að leika í 30 ár eða lengur — og þó. Svo mikið er víst að Bessi Bjarnason skilar hér undir stjórn Þórhildar ákaflega vel unnu verki. Frá Sveyk hans stafar svo mikilli mannlegri hlýju að það verður nánast hrollvekjandi Bessi Bjarnason í hlutverki Sveyks, Rúnar Jónsson sem Bullinger og Baldvin Halldórs- son sem Gestapó- skúrkurinn — sumt I sýningunni feyki- lega flott, en gallar verksins og texta- framsetningin skemma dálítið fyrir. eftir Gunnlaug Ástgeirsson andspænis vélmennum herveldisins. Gunn- ar Eyjólfsson skapar einnig eftirminnilega persónu með átvaglinu brjóstumkennan- lega, Balón ljósmyndara. Þóra Friðriksdóttir leikur veitingakonuna Kopetsku af næmri tilfinningu. Fastagestirnir á Bikarnum eru flestir ágætar smámyndir fremur en heil hlutverk, nema helst vonbiðillinn Prohaska yngri sem Pálmi Gestsson býr til skemmti- lega mynd af. Af Þjóðverjunum eru það helst þeir Bullinger og Brettschneider sem eru veigamikil hlutverk eins og áður getur. Gísli Rúnar Jónsson skopfærir Bullinger fremur ísmeygilega og manni stendur bein ógn af Gestapóskúrkinum í gervi Baldvins Hall- dórssonar. Aðrir Þjóðverjar eru ýmist smá- myndir, svo sem foringjarnir sem Hákon Waage og FIosi Ólafsson gera sér þokkaleg- an mat úr, eða hlutar af stærri hóp. Af öðrum hlutverkum má einnig minnast á ágæta túlk- un þeirra Tinnu Gunnlaugsdóttur og Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur á vinkonum tveimur sem aðeins koma við sögu. I stuttu máli sagt þá skila flestir leikendur sínum hlutverkum með ágætum og sannast hér enn að Þórhildur hefur styrka stjórn á þeim leikurum sem með henni vinna. Þó var einn brestur á frumsýningu. Um texta Það er trúlega ekkert áhlaupaverk að þýða Brecht. Ég gat ekki betur heyrt en þeir Þorsteinn og Þórarinn slyppu fremur vel frá því. Textinn er víða ágætlega fyndinn en annarsstaðar nokkuð þungur. En það getur alls ekki verið afsökun fyrir því að leik- ararnir þurfi hvað eftir annað að bryðja text- ann uppí sér til að koma honum út úr sér. Hvað eftir annað gerðist það á frumsýningu að leikarar hikstuðu á textanum og er ég ekki viss um að alltaf hafi átt að koma það sem síðan hljómaði um salinn. Þetta hlýtur að lagast þegar sýningum fjölgar, en það er alls ekki hægt að kalla að leikrit sé fullæft ef leikarar kunna ekki almennilega textann. Ekki veit ég við hvern er að sakast í þessu efni, en mig grunar að leikritum sé almennt ætlaður allt of skammur æfingatími (sjálf- sagt af „fjárhagsástæðum") en slíkt eru bæði svik við listina og áhorfendur, svo ekki sé minnst á þá listamenn sem hlut eiga að máli. Sú ánægja sem var af því að sjá sýningu á Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni var því nokkuð blendin. Sumt í sýningunni er feyki- lega flott og vel gert en gallar verksins og textaframsetningin skemma dálítið fyrir. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.