Helgarpósturinn - 16.02.1984, Side 26
HELGARDAGSKRAIN
^/2.35
Fösludagur
17. febrúar
Fréttaágrip á táknmáli
Fréttir og veður
Auglýsingar og dagskrá
Á döfinni Umsjónarmaður Kari
Sigtryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
20.50 Glæður Um dægurtónlist síð-
ustu áratuga. Lokaþáttur —
Brautryðjendur Hrafn Pálsson
spjallar vió Aage Lorange, Poul
Bernburg og Þorvald Steingríms-
son um tónlistarllf á árum áður.
Hljómsveit í anda útvarpshljóm-
sveitarinnar leikur undir stjórn
Þorvalds, Aage Lorange rifjar
upp gamlar dægurflugur með
hljómsveit sinni og þeir félagar
slá botninn í þessa þáttaröð með
þvi að taka lagið saman. Stjórn
upptöku: Andrés Indriðason.
21.35 Kastljós Þáttur um innlend og
erlend málefni. Umsjónarmenn:
Péll Magnússon og Ögmundur
Jónasson.
Mýs og menn (Of Mice and Men)
Bandarisk sjónvarpsmynd frá
1981 gerð eftir samnefndri skáld-
sögu eftir John Steinbeck. Leik-
stjóri Reza Badyi. Aðalhlutverk:
Robert Blake, Randy Quaid,
Cassie Yates, Ted Neeley og
Lew Ayres. „Mýs og menn“ er
um farandverkamennina Lenna,
sem er risi með barnssál, og
Georg, verndara hans. Þessir
óllku menn eiga saman draum
um betra líf, en á búgarði
Jacksons bónda verður Lenni
leiksoppur afla sem Georg fær
ekki við ráðið. Gott dramatískt
* verk þótt engum sögum fari af
þessari útgáfu. Þýðandi Rann-
veig Tryggvadóttir.
00.25 Fréttir i dagskrárlok.
Laugardagur
18. febrúar
15.30 Vetrarólympiuleikarnir í Sarajevo
16.15 Fólk á förnum vegi 14. Gleymska.
Enskunámskeið i 26 þáttum.
16.30 íþróttir Meginefni þáttarins verð-
ur frá Vetrarólympíuleikum.
18.30 Háspennugengið Annar þáttur.
Breskur framhaldsmyndaflokkur
f sjö þáttum fyrir unglinga. Þýð-
andi Veturliði Guðnason.
18.55 Enska knattspyrnan
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Feðginin Nýr flokkur — Fyrsti
þáttur. Breskur gamanmynda-
flokkur I þréttán þáttum um
ekkjumann og einkadóttur hans
á táningsaldri. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.05 Nýtt úr heimi tiskunnar Þýsk
mynd um sýningar tiskuhúsa i
París á vetrartiskunni 1984. Þýö-
andi Jóhanna Þráinsdóttir.
22.00 Butch Cassidy ogSundance Kid -
Bandarískurvestri frá 1969. Leik-
stjóri George Roy Hill. Aöal-
hlutverk: Paul Newman, Robert
Redford og Katharine Ross. Tveir
fífldjarfir galgopar gerast lestar-
ræningjarog verður gott til fanga
svo að þeir gerast æ bíræfnari.
Loks gerir forstjóri járnbrautarfé-
lagsins út flokk harðsnúinna
manna til höfuðs þeim fóst-
bræörum. Klassiskur skemmti-
vestri. Ekki missa af þessari,
jafnvel þótt þið hafið séð hana
áður. Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
23.50 Dagskrárlok
4
Sunnudagur
19. febrúar
|6.00 Sunnudagshugvekja Séra Jón
Helgi Þórarinsson flytur.
6.10 Húsið á sléttunni Rithöfundurinn
Bandarískur framhaldsmynda-
flokkur. Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
17.00 Vetrarólympíuleikarnir i Sarajevo.
18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn:
Ása H. Ragnarsdóttir og Þor-
steinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Tage Ammendrup.
18.50 Reykjavíkurskákmótið Skák-
skýringar.
19.15 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
gD.25 Auglýsingar og dagskrá
§0.35 Dagskrá næstu viku Umsjónar-
luf maöur Magnús Bjarnfreðsson.
^>0.50 Glugginn Þáttur um listir, menn-
ingarmál o.fl. Umsjónarmaður:
Sveinbjörn I. Baldvinsson. Stjórn
upptöku: Andrés Indriöason.
21.30 Úr árbókum Barchesterbæjar
Fimmti þáttur.
22.25 Vetrarólympíuleikarnir i Sarajevo -
Listdans á skautum.
23.30 Dagskrárlok
©
Föstudagur
17. febrúar
14.00 „Klettarnir hjá Brighton“ eftir
Graham Greene. Haukur
Sigurösson les þýðingu sina (3).
14.30 Miðdegistónleikar.
14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eiriks-
dóttir kynnir nýútkomnar hljóm-
plötur.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
17.10 Siðdegisvakan.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heið-
dis Norðfjörð (RUVAK).
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka.
21.10 Páll ísólfsson leikur eigin orgel-
verk.
21.40 Fósturlandsins Freyja. Umsjón:
Höskuldur Skagfjörð. Lesari
meö honum: Guðrún Þór.
22.15
2M5
%
i
Veðurfregnir. Fréttir.
Djassþáttur. Úmsjónarmaður:
Gérard Chinotti. Kynnir: Jórunn
Tómasdóttir.
Kvöldgestir — þáttur Jónasar
Jónassonar.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút-
varp frá Rás 2 hefst með veður-
fregnum kl. 01.00 til kl. 03.00.
Laugardagur
18. febrúar
40 iþróttaþáttur. Umsjón: Hermann
Gunnarsson.
.00 Listalíf. Umsjón: Sigmar B.
Hauksson.
15.10 Listapopp — Gunnar Salvars-
son. (Þátturinn endurtekinn kl.
24.00).
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 islenskt mál. Jón Aðalsteinn
Jónsson sér um þáttinn.
16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. Umsjón:
Einar Karl Haraldsson.
17.00 Frá tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabiói 16.
þ.m.; fyrri hluti.
18.00 Ungir pennar. Stjórnandi: Dóm-
hildur Sigurðardóttir (RÚVAK).
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 „Sóleyin grær í snjó?“ Jón úr
Vör les þriðja og síðasta lestur
úr Ijóöaflokki slnum „Þorpinu".
Á eftir syngur Ólöf Kolbrún
Harðardóttir þrjú lög við Ijóð úr
„Þorpinu" eftir Þorkel Sigur-
björnsson sem leikur með á
píanó.
20.00 „Ameríkumaður í Paris". Hljóm-
sveitarverk eftir George
Gershwin.
Val Hrefnu Haraldsdóttur
,,Ég verö á kafi í vinnu hjá Stúdentaleikhúsinu um helgina", segir
Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri þess góða leikhúss, „en ég
er nokkuð ákveðin í að missa ekki af Mýs og menn í Sjónvarpinu á
föstudag. Yfirleitt horfi ég á bíómyndir ef ég er ekki á balli, en helst
ekki vestra einsog er á laugardaginn. Og fréttirnar fara sjaldnast
fram hjá mér. Ég missi aldrei af Húsinu á sléttunni og Gluggann horfi
ég líka á. í Útvarpinu höfða Kvöldgestir Jónasar til mín, Listalíf Sig-
mars og Næturútvarpið á Rás 2. Onnur hlustun verður mest tilfall-
andi".
20.20
20.40
21.15
22.00
22.15
22.35
3.05
3.50
'24.00
Útvarpssaga barnanna: „Niku-
lás Nickleby" eftir Charles
Dickens. Þýðendur: Hannes
Jónsson og Haraldur Jóhanns-
son. Guðlaug María Bjarnadóttir
les (14).
Norrænir núfímahöfundar 3.
þáttur: Kjartan Flogstad. Njörð-
ur P. Njarðvik sér um þáttinn.
Á sveitalinunni. Þáttur Hildu
Torfadóttur, Laugum I Reykjadal
(RÚVAK).
Krækiber á stangli. Sjöundi
rabbþáttur Guðmundar L. Friö-
finnssonar.
Veðurfregnir. Fréttir.
Harmonikuþáttur. Umsjón:
Sigurður Alfonsson.
Létt sígild tónlist.
Fréttir. Dagskrárlok.
Næturúfvarp frá Rás 2 til kl.
03:00.
#.30
|fl4.05
Sunnudagur
19. febrúar
Vikan sem var. Umsjón: Ævar
Kjartansson.
Leikrit: „Mörður Valgarösson"
eftir Jóhann Sigurjónsson.
(Áður útv. 25. des. sl.).
16.20 Um visindi og fræði. Erföarann
sóknir og örverur. Guðmundur
Eggertsson prófessor flytur
sunnudagserindi.
17.00 Frá tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitar íslands i Háskólabíói 16.
þ.m.; seinni hluti.
18.00 Um fiska og fugla, hunda og
ketti og fleiri íslendinga. Stefán
Jónsson talar.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Bókvit. Umsjón: Bernharóur
Guðmundsson.
19.50 „Helfró“. Klemens Jónsson les
smásögu eftir Jakob Thoraren-
sen.
20.00 Útvarp unga fólksins. Stjórn-
andi: Guðrún Birgisdóttir.
21.00 islensk þjóðlög á 20. öld; seinni
hluti. Sigurður Einarsson kynn-
i_r.
21.40 Útvarpssagan: „Könnuður í
fimm heimsálfum“ eftir Marie
Hammer. Gisli H. Kolbeins les
þýðingu sína (7).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
22135 Kotra. Stjórnandi: Signý Páls-
%# dóttir (RÚVAK).
|p3.05 Gakk í bæinn, gestur minn“.
® Seinni þáttur Sigrúnar Björns-
dóttur um þýska tónskáldið
Hanns Eisler og söngva hans.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
SJÓNVARP
Sing along
eftir Ingólf Margeirsson
with Tage
ÚTVARP
eftir Gísla Helgason
Afsökunarbeiðni
Á sunnudaginn var birtist okkur annar
þáttur úr alsöngsflokknum Tökum lag-
iö. Kór Langholtskirkju ásamt húsfylli
gesta — að mestu kór íslensku óperunnar
og kór Menntaskólans við Sund — kyrj-
aði þekkt lög sem einkum eru sungin á
þorrablótum, árshátíðum og öðrum
mannfagnaði. Röggsamur stjórnandi úr
Þingeyjarsýslu, Jón Stefánsson, keyrði
fjöldasönginn áfram kankvís og hress og
lék einnig undir á píanó^ Þetta er fyrsti
nýi innlendi þátturinn á þessu ári sem
lista - og skemmtideild sendir frá sér og
því forvitnilegt að sjá hinn menningar-
lega afrakstur deildarinnar. Manni skilst
að þarna sé á ferðinni tilraun til að fá
þjóðina til að taka lagið fyrir framan skjá-
inn, svona rétt til að ljúka helginni á heil-
brigðan og glaðværan hátt; enda margir
timbraðir og velfyrirkallaðir að taka und-
ir í „Úr fimmtíu senta glasinu ég fengið
gat ei nóg“, eða „Drekktu heldur,
drekktu þig heldur í hel."
Þessi furðulegi alsöngur í Gamla bíói,
— þar sem annars ágætur kirkjukór var
klæddur upp; konur í bláa fjallkonukjóla
og karlar í dökkar buxur og snyrtilegar
peysur, — fór ekki ýkja vítt og brei tt á
Kirkjukór Langholtskirkju tekur lagið.
nótunum. Stundum fór meira að segja
gamanið að kárna fyrir okkur sem heima
sátum og vildum taka þátt í alsöngnum;
tyrkjamessan þar sem fjögur lög eru
sungin samtímis af fjórum röddum, var til
að mynda gjörsamlega óframkvæman-
leg fyrir flesta meðlimi fjölskyldunnar,
nema ef vera kynni að hún væri bæði
mannmörg, músíkmenntuð og samstillt.
Önnur lög voru léttari, alþekkt íslensk
sönglög sem hinn brosmildi og skýr-
mælti Mývetningur kynnti með festu, þó
stundum hafi hann kannski ekki gert sér
grein fyrir sjónvarpsvélunum og að hann
var að tala til stofugesta einnig, heldur
brýndi raustina út i sal svo hún heyrðist
örugglega aftur á 20. bekk.
Ástandið var hálfvandræðalegt þegar
kirkjukórinn tók að syngja útsetninga-
syrpu Gunnars Reynis á bítlalögum. í
fyrsta lagi var enginn texti á ensku fyrir
sjónvarpsfjölskyiduna en það var nú
kannski ekki það versta; öllu pínlegra
var að horfa á guðskórinn smella fingr-
um, rugga sér í takt og klappa saman lóf-
um í „eðlilegri" danshúsastemmningu.
„Nú er um að gera að halda uppi fjörinu,"
sagði stjórnandinn að loknum bítlapakka
og smellti sér i tvær drykkjavísur. Áð því
loknu kom talkór og gestur kvöldsins,
trompetleikarinn Ásgeir Steingrímsson,
sem sagði „Brandur" og gestir hússins
öskruðu ,,MEEE!“ Skiljið þið ekki hvert
ég er að fara? Ég átti einnig erfitt með að
skilja hvert þáttagerðarmenn voru að
fara.
Mér skilst að gamanið haldi áfram
næsta sunnudag, — HP var reyndar með
þá meinfýsnu frétt í síðasta tölublaði að
kórinn sé að taka lagið upp í skuld til aug-
lýsingadeildar Sjónvarpsins— en hvaö
um það, það verður stórskemmtilegt aö
fylgjast áfram með Tökum lagið undir
handleiðslu Jóns Stefánssonar í upptöku-
stjórn Ammendrups. Sing along with
Tage.
í síðustu grein minni fjallaði ég dálítið
um Rás 2 og vék að nýjum þætti, sem
Arnþrúður Karlsdóttir stjórnar og heitir
„Á rólegu nótunum." Þessi þáttur hóf
göngu sína mánudaginn 6. febrúar síð-
astliðinn. í upphafi þáttarins fjallaði Arn-
þrúður um tilgang hans. Mér varð á að
vitna orðrétt í ummæli hennar og var svo
óheppinn að hafa þau ekki rétt eftir. Auk
þess taldi ég hana vera með þágufalls-
sýki. Nú hefur það komið í Ijós, að tilvitn-
un mín í orð hennar var ekki rétt og það
sem ég taldi þágufallssýki var hik í kynn-
ingu. Þykir mér mjög leitt að hafa orðið
þess valdandi að Arnþrúður sé sökuð um
hluti, sem ekki áttu sér stað. Bið ég hana
því afsökunar á þessum mistökum mín-
um.
Ég hef orðið var við, að þegar skrif mín
í garð sumra útvarpsmanna hafa verið
neikvæð, þá hafa sumir lesendur hlakk-
að yfir þeim og hampað framan í við-
komandi. Það var aldrei ætlun mín að
vera með niðurrifsstarfsemi í þessum
greinum, heldur vildi ég reyna að hafa í
frammi raunhæfa gagnrýni. Hlýt ég að
fara eftir eigin mati og er þá undir hælinn
lagt, hvort skrifin verða neikvæð eður ei.
Ég álít, að tilgangur með gagnrýni eigi að
vera sá, að hún skuli vera uppbyggjandi
og leiðbeinandi. Mjög neikvæð gagnrýni
er aldrei til góðs.
En svo ég fjalli nú aðeins meira um
Arnþrúður Karlsdóttir — hik I kynningu
en ekki þágufallssýki.
blessaða rásina, þá virðist almennt nei-
kvætt umtal um það málfar, sem er ríkj-
andi þar. Sumir hafa gengið svo langt að
saka þá sem þar starfa, um aulafyndni og
ambögur. Þetta er að nokkru leyti rétt,
en þó ekki öllu. Staðreyndin er sú, að
dagskráin á Rás 2 er sniðin eftir erlend-
um stöðvum, sem nær eingöngu leika
létta tónlist með innihaldslitlum kynn-
ingum. Sltk „aulafyndni" er mjög tíðkuð
þar, en þetta virðist ekki ganga í land-
ann. Ég held, að nú sé Ríkisútvarpið að
súpa seyðið af því, að ekki hefur verið
gefinn nægur tími til undirbúnings fyrir
útsendingar á Rás 2.
Það hefði verið nær að bíða nokkrum
mánuðum lengur og þjálfa rækilega það
fólk, sem þar starfar. Margir eru að stiga
fyrstu spor sín sem útvarpsmenn og ekki
er hægt að ætlast til þess aö menn sé u
smiðir í fyrsta höggi. En nú held ég að
einmitt sé kominn rétti tíminn til þess að
endurskoða dagskrá rásarinnar og jafn-
vel skipta um fólk og láta verstu bögu-
bósana víkja.
Á fimmtudaginn var flutti Útvarpið
leikritið Leonóru eftir Jens Holm. Fjallaði
það um ævi Leonóru Kristínar konungs-
dóttur í Danmörku, sem var sett í fangelsi
af bróður sínum. Dvaldist hún þar í 22 ár
samfleytt og varð að gjalda stjórnmála-
erja eiginmanns síns og dönsku stjórnar-
innar. Þýðing Sverris Hólmarssonar var
afbragðs góð. Guðrún Þ. Stephensen lék
Leonóru, gamla konu, gerði það vel, en
mér þótti hún helsttil grallaraleg í hlut-
verkið. Fyrir nokkrum árum gerði,ef ég
man rétt.Björn Th. Björnsson þátt um
Leonóru Kristínu, sem hann kallaði
„Stúlkuna í Bláturni". Gjarnan hefði mátt
endurtaka hann til þess að menn hefðu
fengið gleggri mynd af baksviði leikrits-
ins. Erindi Jóns Viðars Jónssonar um
bakgrunn verksins bætti þó nokkuð úr.
26 HELGARPÓSTURINN