Helgarpósturinn - 23.02.1984, Qupperneq 7
MUNDIRÐU KAUPA NOTAÐAN
BÍL AF ÞESSUM MANNI?
HP oní saumum bíla-
*
brasksins á Islandi
eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart
Prartg og allskonar brask er íslendingum engin ný-
lunda. Adur fyrr uar til fjölmenn stétt manna sem
prangaði með hesta, og þeir hinir bestu þar í hópi gátu
auðveldlega selt staurblinda, draghalta og jafnuel há-
aldraða klára sem vœru þeir stólpa gœðingar. Nú hef-
ur bíllinn tekið uið af hestinum sem þarfasti þjónn
landsmanna. Og braskið færstyfir á járnbykkjurnar.
Prangið er engu minna en áður, munurinn er sá einn
að nú er sparkað í dekk í stað þess að kíkja upp í
klára.
Bílaviðskipti á íslandi hafa þótt lífleg um áraraðir,
eða allt frá þuí bíllinn áuann sér fastan sess á íslensku
malarvegunum um og eftir 1950. I hugum marguís-
legra manna, heiðarlegra sem óheiðarlegra, hefur
þessi bísness þótt kjörinn gróöauegur, enda hefur jafn-
an mátt deila lengi um það huað einn bíll eigi að kosta
í endursölu. Þar er um algjört matsatriði að rœða og
um leið gríðarlega möguleika fyrir útsjónarsama
menn sem búa yfir þeim hœfileika að ýkja stórkost-
lega á þann hátt sem er trúueröugastur hverju sinni.
Sala á notuðum bílum og bílabrask þuísamfara hef-
ur fengið á sig óorð á Islandi, sem sést best á þuí að
orðið ,,brask“ hefur alla tíð frá þuí það uar tengt uið
bíla þótt vera neikvœtt. Menn hafa þóstgeta séð suika-
merki í huerjum þeim sem lagt hefur út í þessi uið-
skipti, stofnað bílasölu eða hafið bílauiðskipti á eigin
vegum, og það er kannski ekki að ástœðulausu.
Reynslan hefur sýnt mönnum fram á þá staðreynd að
í bílauiðskiptum hafa þrifist og þrífast siðlausir menn
sem hafa að engu hag viðskiptavina sinna. Þar nœgir
að nefna til dóma sem fallið hafa á nokkra bílasala,
svo og flótta allmargra úr þeirri stétt til útlanda sem
ekki hefur orðið vœrt fyrir ágengni dómstóla og sárra
manna sem hafa allt að því tapað aleigunni í uiðskipt-
um uið þá.
Verst þykir þeim sem staðið hafa og standa í bíla-
uiðskiptum og stunda heiðarleg viðskipti, að þessi
alrœmdi stimpill á bílasala virðist ná yfir alla þá
sem standa í þessum uiðskiptum. Eins og jafnan
skemma hinir slœmu í hópnum fyrir öllum, koma
óorði á alla stéttina, og suo hefur verið í bíla-
sölu sem í annarri atvinnustarf-
semi. Vissulega, og sem betur fer
má segja, eru vandaðir bílasalar
alla jafna í meirihluta þeirra sem
stunda viðskipti af þessu tagi.
Halldór Snorrason hjá elstu starf-
andi bílasölunni í Reykjavík, Aðal-
bílasölunni, segir um það óorð
sem stétt hans hefur fengið á sig:
„Verslun með notaða bíla er
ákaflega hentugur vettvangur fyr-
ir óvandaða menn, því þessi við-
skipti gefa mjög mikla möguleika
á lagalegum hliðarsporum. Við
höfum því alltaf setið uppi með
vafasama menn í þessari stétt og
svo verður örugglega áfram ef
ekki verður gerð gangskör að þvi
að herða eftirlit með bílaviðskipt-
um og þeirri reglu sinnt að leyfa
ekki hvaða glæframönnum sem
er að stofna sína verslun með bif-
reiðar." Og Halldór heldur áfram:
„Þess eru alltof mörg dæmi að
bílasalar haldi ekki nóg utan um
viðskipti sín, að þeir gæti ekki
hagsmuna viðskiptavina sinna til
hlítar og leyfi jafnvel slæmum
mönnum að féfletta fólk fyrir sína
milligöngu."
Fyrrum bílasali, sem snúið hefur
sér að öðrum viðskiptum fyrir all-
löngu, tekur í sama streng og Hall-
dór. Hann vill ekki láta nafns síns
getið, en segir: „Það má náttúr-
lega búast við öllu hinu versta í
bílasölu þegar sú staðreynd er
höfð til hliðsjónar að hvaða mað-
ur sem er getur anað út í þessa
starfsemi án minnstu menntunar.
Og þegar við bætist að mjög auð-
velt er að spila á flónsku fólks í
bílaviðskiptum, má það heita sjálf-
sögð afleiðing að almenningur
geti farið illa út úr þessu happ-
drætti sem það er í raun og veru
að fara með bílinn sinn í endur-
sölu til næsta bílasala."
Bílasölur munu vera um
fimmtán talsins í Reykjavík um
þessar mundir, og má líklega bæta
öðru eins við þá tölu ef bílasölur í
nágrannabyggðum og úti á lands-
byggðinni eru taldar með. Við
þetta bætast bílasölur sem nokkur
bílaumboð hafa stofnsett á síðustu
árum, en þær eru orðnar sex að
minnsta kosti. í ofanálag koma
svo bílabraskarar, en ógerningur
er að kasta nokkurri tölu á fjölda
þeirra frá einum tírna til annars,
þar er bæði um að ræða áhuga-
menn sem stunda kaup og sölu
bíla í frístundum sínum og at-
vinnumenn sem hafa braskið að
lifibrauði.
Viðskipti með notaða bíla hafa
dregist allverulega saman á síð-
ustu árum frá því þau voru hvað
líflegust um og eftir 1970. Einkum
hefur stétt braskaranna dregið
saman seglin og þekkjast varla
fleiri en fjórir, fimm atvinnumenn
á því sviði í Reykjavík á þessum
síðustu dögum þorra. Orkukrepp-
an um miðjan síðasta áratug sem
leiddi til samdráttar í bílainnflutn-
ingi, svo og talsverð uppsveifla á
efnahagssviðinu, leiddi til þess að
mikil eftirspurn var eftir notuðum
bílum. Með ónógu framboði á not-
uðum bílum var verð þeirra hátt,
og þegar þess er einnig gætt að
menn þurftu að þreyja biðlista eft-
ir nýjum bilum erlendis frá, and-
stætt því sem nú tíðkast, þá ætti
skýringin á líflegu braski um miðj-
an síðasta áratug að vera gefin.
Braskarar sem HP ræddi við fyli-
ast eftirsjá er þeir rifja upp þessi
ár, enda mátti þá auðveldlega
græða kaupverð einbýlishúss á
hálfu ári með útsjónarsemi í bíla-
viðskiptunum. Menn keyptu bíl í
sæmilegu standi, löppuðu upp á
hann í hvelli, og seldu helst dag-
inn eftir á allt að þriðjungi hærra
verði en þeir keyptu hann, og
þannig gekk það fyrir sig í vikur
og mánuði, enda eftirspurnin gíf-
urleg og endursöluverð með
hæsta móti. Bílasölur voru á þess-
um árum við annað hvert götu-
horn „svona næstum því, og
menn kepptust við að næla sér í
góðar sölutýpur, eftirsóttar ár-
gerðir, enda var vonin vís að sá
bíll seldist með det samme, og þar
með var engin bið eftir sölulaun-
unum," en þessi orð mælir gamal-
gróinn bílasali frá miðjum áttunda
áratugnum.
En margt hefur breyst í
þessum efnum. Verð á notuðum
bílum hefur fallið jafnt og sígandi
á allra síðustu árum í kjölfar gífur-
legrar aukningar á innflutningi
nýrra bíla til landsins. Svo notuð
séu orð eins bílasalans fá umboðin
nú orðið „nýja bíla í haugum til
landsins", því mjög mikill sam-
dráttur hefur orðið í nýbílasölu
erlendis, sem leitt hefur til offram-
boðs á þeim sem aftur hefur leitt
til þess að nýir bílar eru nú hlut-
fallslega mikl.u ódýrari en geröist
hér á árum áður þegar biðlistar
umboðsmanna voru þéttskrifaðir.
Þessi verðlækkun á nýjum bílum
hefur gert það að verkum að æ
færri kaupa sér notaða bíla, þar
sem verðmunurinn á þeim og nýj-
ustu módelunum er sífellt að
minnka."
Og eftir standa bílasalar og bíla-
braskarar og muna sinn fífil fegri.
í kjölfar þessa samdráttar í sölu
notaðra bíla hefur allt vafasamt
brask og svindl í bílaviðskiptum
minnkað að sögn heimildamanna
HP. „Glæframennirnir fara ekki
eins geyst og áður og það er ekki
eins eftirsóknarvert að vera í þess-
um bransa. Bílar eru orðnir miklu
ódýrari vara í dag en þeir voru
fyrrum og því er ekki eins mikil
gróðavon í hverjum bíl. Þessar
standardtýpur hafa í auknum
mæli farið inn á markaðinn, týpur
sem allir vita hvað gangverðið er
á, ekki eru lengur fyrir hendi
módel sem seljast eins og skot,
pottþéttir sölubílar á ég við. Þetta
HELGARPÓSTURINN 7